Dagur - 09.09.1988, Síða 6

Dagur - 09.09.1988, Síða 6
6 - DAGUR - 9. september 1988 Sigfús Jónsson: Kostir landsbyggðar Sigfús Jónsson í ræðustól á Fjórðungsþinginu á Húnavölluni. Mynd: fh Þegar menn velta fyrir sér hverjir séu helstu kostir þess samfélags sem landsbyggðina byggir kemur strax upp í hug- ann hvað felst í orðinu kostur. Ýmis merkileg orðasambönd eru til þar sem orðið kostur kemur fyrir. IVIenn hafa marga góða kosti, kostir manna batna og versna, nokkrir sitja í kostum, aðrir fara á kostum og enn færri eru lausir á kostun- um. Hér í þessu erindi verður lagður sá skilningur í merkingu orðsins að átt sé við góða kosti en ekki slæma og að góðir kostir merki í senn góð lífskjör, lífsgæði og lífsskilyrði. Verulegur munur getur verið á raunverulegum kostum og skynjuðum kostum. Einnig er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að það sem er kostur fyrir einn getur verið ókostur fyrir annan. Lífskjör og lífsgæði Allir menn hafa þarfir og óskir og til að fullnægja þeim er nauðsyn- legt fyrir einstaklinga að starfa saman. Enginn einstaklingur get- ur einn og sér fullnægt öllum sín- um þörfum eða óskum. Einstakl- ingurinn metur væntanlcga lífs- gæði og lífskjör sín eftir því að hve miklu leyti þörfum hans og óskum er t'ullnægt. Vísindamenn hafa fjallað um þarfir manna út frá mismunandi sjónarmiðum. Má nefna þá skil- greiningu að þarfir manna séu af tvennum toga, annars vegar tengdar velferð og hins vegar stöðu í samtelaginu. Með velferð er átt við góð lífskjör, heilhrigði, öryggi, þekkingu og skemmtileg- heit. Með stööu í þjóðfélaginu er átt viö þá virðingu, kærleik og umhyggju er við njótum frá sam- borgurum. Þarfir manna má líka líta á út frá þeim sjónarhóli að æðri þarfir manna myndast jafnskjótt og þeim lægri er fullnægt. Frumþarf- ir manna snerta mat, föt og húsa- skjól. Næstu þarfir snerta öryggi og þar næst þarfir sem tengjast kærleik, ást, umhyggju og sam- skiptum við fólk. Að þessu full- nægðu er þörfin fyrir virðingu eða stöðu í samfélaginu næst og að lokum þörfin fyrir persónu- lega fullnægingu, þ.e. að ná þeim árangri í lífinu sem einstaklingur- inn telur sig hafa möguleika og hæfileika til. Eftir því sem samfélag manna kemst á hærra þróunarstig þeim mun meiri líkur eru á að mögu- legt sé að fullnægja æðri þörfum manna. Það tengist því að með hærra þróunarstigi eykst þéttbýl- ismyndunin hröðum skrefum. Inn til stærstu þéttbýlisstaðanna streymir atgervisfólkið og fjár- magnið og þessir staðir verða miðpunktar alls samgöngu- og samskiptakerfis í landinu. Þeir sem hafa þörf fyrir virðingu eða stöðu í þjóðfélaginu flytja því til höfuðborgarinnar. Einnig þeir sem hafa þörf fyrir persónulega fullnægingu á starfs- eða áhuga- sviðum sem ekki er hægt að stunda með góðu móti í dreifbýli, t.d. listamenn og vísindamenn. Atgervisflóttinn frá lands- byggðinni til höfuðborgarinnar var líklega mestur á tímabilinu frá sfðari heimsstyrjöldinni og fram yfir 1970. Síðustu 10-15 árin hefur staða landsbyggðarinnar gagnvart höfuðborginni batnað verulega, bæði í atvinnulegu til- liti og hvað samgöngur áhrærir. Kostir landsbyggðarfólks hafa því batnað mikið síðustu árin. Mat á þessum kostum verður allt- af persónubundið og tengist m.a. aldri og kyni. Hér á eftir veröur- reynt að leggja í stuttu máli mat á hverjir séu raunverulegir kostir lands- byggðar en þar á eftir rætt stutt- lega um skynjun, eða eftir atvik- um, vanskynjun kosta. Raunverulegir kostir Raunverulegir kostir búsetu á landsbyggöinni tengjast í megin- atriðum fimm þáttum: 1. Lífsrými og nálægð við náttúr- una. 2. Mikil atvinna og góðar tekjur. 3. Landsbyggðin er laus við ýmsa slæma fylgifiska borg- anna. 4. Persónuleg einkenni fólks hafa haldist á landsbyggðinni. 5. Ymsir aldursbundnir kostir. Með fyrsta þættinum er átt við að möguleikar landsbyggöarfólks til hvers konar útivistar eru meiri en fólks á höfuðborgarsvæðinu. Er það bæði vegna miklu meira landrýmis á einstakling og vegna meiri nálægðar. Þetta er kostur sem skiptir æ meira máli í nútíma- samfélagi þar sem lögð er meiri áhersla á útivist og holla hreyf- ingu en áður var. Erindi flutt á Fjórðungs- þingi Norðlendinga, undir dagskrárliðnum „Líflð á landsbyggðinni“. Atvinnulíf á landsbyggðinni hefur veriö mjög blómlegt síö- ustu árin, nema e.t.v. í sveitum þar sem kreppir að um stundar- sakir. Tekjur fólks á landsbyggö- inni eru misjafnlega góðar. Tekj- ur í landinu eru hæstar í sjávar- plássunum, allnokkru hærri en á höfuðborgarsvæðinu, en lægstar eru þær í sveitunum. Lífskjör í íslenskum sjávarplássum eru betri en í nokkrum öðrum sjáv- arplássum við allt norðanvert Atlantshaf. Þegar harmagrátur- inn heyrist úr sjávarplássunum hér á landi eru nienn að miða sig við Reykjavík, sem er ekki raun- hæft. Menn ættu alveg eins að bera sig saman við þorpin í Lofoten í Noregi, í Færeyjum eða á Nýfundnalandi. Ég kvíði ekki niðurstöðum úr sltkum samanburði. Ég hef farið víða um sveitahér- uð í Norður-Noregi, Norður- Finnlandi og á Nýfundnalandi. íslenskur landbúnaður hefur yfir- burði yfir landbúnað þessara svæða á öllum sviðum. Við get- um ekki miðað okkur við land- búnað svæða sem búa við miklu betri náttúrufarsskilyrði. Ég bendi á að það þarf ekki að fara lengra en til Orkneyja til að okk- ar náttúrufarslegu aðstæður séu ekki lengur sambærilegar, hvað þá heldur ef lengra er farið suður. Það er nefnilega mikið sannleikskorn í enska máltækinu „að menn skuli bera saman epli og epli“, en ekki epli og appels- ínu. í þriðja lagi nefni ég að lands- byggðin er að verulegu leyti laus við ýmsa slæma fylgifiska borgar- lífs svo sem umferðarþunga, háv- aða, streitu, mengun, glæpi, eiturlyfjaneyslu og ýmsa afbrigði- lega hegðun. Landsbyggðin býr að sjálfsögöu við sín félagslegu vandamál en þau eru miklu minni í sniöum. Mjög skortir á að nægar töl- fræðilegar upplýsingar séu til unt ýmsa félags- og heilsufarslega þætti mannlífsins þannig að hægt sé að framkvæma marktækan samanburð á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Á ég þar t.d. viö langlífi, ungbarnadauða, áfengissýki, hjarta- og æðasjúk- dóma, samkynhneigö, atvinnu- sjúkdóma o.fl. í fjóröa lagi nefni ég það að persónuleg einkenni fólks hafa haldist á landsbyggðinni á meðan einstaklingurinn rennur gjarnan saman við fjöldann í hringiðu borgarlífsins. Ef spurt er hvað einkennir t.d. Skagfirðinga eða Eyfirðinga hafa flestir svör á reiðum höndum. En ef spurt er hvað einkennir mannlífið í Kópa- vogi vefst mörgum áreiðanlega tunga um tönn. Af þessu tilefni langar mig að lesa örstutta lýs- ingu á Eyfirðingum og Skagfirð- ingum úr Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá miðri 18. öld. Það er mín skoðun að lýsingar þessar eigi jafnvel enn við í dag að nokkru leyti. „En mikill er samt munur manrta úr hinum einstöku sýsl- um Norðurlands, og eru þeir, sem þaðan koma, dæmdir í öðr- um landshlutum eftir því, sem framkoma þeirra er. Skagfirðing- ar eru taldir framhleypnir og dig- urmæltir, Eyfirðingar kyrrlátir og siðugir, en Húnvetningar séu bil beggja eða mitt á milli þeirra. Um Þingeyinga er ekkert sagt, af því að þeir ferðast lítið til annarra héraða, en mest er talað um Skagfirðinga, af því að þeir eru mest á ferðinni til Suður- Vestur- landsins. því að bæði hafa þeir fleiri hesta en aðrir og hallærin hafa dunið mest á þeim. í slíkar ferðir eru einkum sendir þeir menn, sem skjótastir eru í förum. Eru það oft ungir menn, andvara- lausir og óskammfeilnir, svo að þeir lenda oft í illdeilum við menn þá, er þeir skipta við, og einkum þegar þeir eru ölvaðir, og hrokast þeir upp af þessum löstum. Þetta hefir einkum gefið efni til hins illa orðróms um Skagfirðinga. Því verður ekki neitað, að margir þessara ferða- langa eru hneigðir til drykkjar og Iasta þeirra og óreiðu, sem sigla í kjölfar drykkjuskaparins. Eigi verður heldur borið á móti því. að meðal hinna mörgu góðbænda Skagafjarðar eru margir búskuss- ar, sem eru meira hneigðir fyrir að flakka fram og aftur en sitja heima að búum sínum. Þeir halda því reiðhestum sínum stríð- öldum, meðan kostur er, en láta kýrnar horast niður. Mest reynir þó þessi búskussaháttur þeirra á konur þeirra og börn.“ „Eyfiröingar líkjast Borgfirð- ingum í hugarfari, búskap og háttum. Þeir eru mjög kyrrlátir menn að eðlisfari og gætnir, starfsamir, sparneytnir, en umgengnisgóðir bæði sín á milli og gagnvart ókunnugum. Nábúar þeirra í Þingeyjarsýslu líkjast þeim, en þeir, sem búa nyrst og austast, líkjast helst þeim, sem búa á norðanverðum Vestfjörð- um.“ í fimmta lagi nefndi ég hér að framan ýmsa aldursbundna kosti búsetu á landsbyggðinni. Ljóst er að það fylgja því miklir kostir fyrir börn að alast upp á lands- byggðinni. Þegar unglingsárum er náð verða kostirnir miklu færri og unglingum oft nauðsyn á að fara að heiman til skólagöngu. Ungt fólk sem lokið hefur skóla- göngu og er í þann mund að stofna heimili á ýmsra góðra kosta völ á landsbyggðinni. Þar er næg atvinna, góðir tekjumögu- leikar og gott að ala upp börn. Þegar fólk kemst á miðjan aldur og börnin fara að tínast að heim- an, e.t.v. í framhaldsskóla, þá versna kostir landsbyggðarfólks og ýmsir jafnvel flytja í fótspor barna sinna. Aðstæður aldraðra á landsbyggðinni eru misjafnar en fara að nokkru leyti eftir því hver þjónusta er í boði og hvar börnin hafa sest að. Ljóst er þó að á heildina litið eru kostir aldraðra á landsbyggðinni lakari en á höfuð- borgarsvæðinu. Um það vitna m.a. miklir búferlaflutningar aldraðra utan af landi til höfuð- borgarinnar. Skynjun eða vanskynjun kosta Það er einkenni metnaðarfullra þjóða að standa sífellt í mann- jöfnuði og hvers kyns samjöfnuði varðandi lífskjör og lífsgæði. Hinn sífelldi samjöfnuður lands- byggðarfólks við Reykjavíkur- svæðið hefur að mínu mati brenglað dómgreind þess um ágæti sinnar heimabyggðar. Dregnir eru gjarnan fram þeir þættir þar sem samanburðurinn við höfuðborgina er óhagstæðast- ur og síðan velta menn sér upp úr óánægjunni. Menn skynja oft ekki kosti sinnar heimabyggðar. Hin hliðin á málinu er sú að þeir sem búa á höfuðborgarsvæð- inu skynja oft ekki ýmsa kosti landsbyggðarinnar. Éinkum er algengt að menntað fólk á höfuð- borgarsvæðinu sé uppfullt af fordómum gagnvart búsetu úti á landi sem kemur m.a. fram í því að erfitt er að fá menntað fólk til starfa á landsbyggðinni. Dæmi um það að menn skynja oft ekki kosti sinnar heimabyggð- ar er gamla tuggan um hátt orku- verð víða á landsbyggðinni. Þeg- ar ég flutti úr Breiðholtinu í Reykjavík til Skagastrandar fyr- ir nokkrum árum hélst orku- kostnaður heimilisins óbreyttur. Hækkun á húshitunarkostnaði við flutninginn norður var svip- uð þeirri upphæð sem sparaðist í bensínkostnaði við að hætta dag- legum akstri úr Breiðholtinu í miðbæinn til vinnu. Umræðan um hátt orkuverð hefur því mið- ur skapað slæma ímynd fyrir landsbyggðina og jafnvel fælt fólk frá því að flytja út á land. Hitt dæmið um fordóma menntaðs fólks gagnvart búsetu á landsbyggðinni er að mínu mati alvarlegt mál. í fyrsta lagi hefur þjóðin öll kostað menntun þessa fólks, en að námi loknu neitar það að vinna nema í þágu helm- ings þjóðarinnar. í öðru lagi er menntakerfið byggt upp sem eftirlíking af menntakerfum fjöl- mennra iðnaðarþjóða. Besta námsfólkinu af landsbyggðinni hefur verið safnað saman í skóla til að nema námsgreinar sem mennta það burt frá sínum heimahögum. Þetta fólk fer síðan til starfa í eyðslugreinum, svo sem heilbrigðisþjónustu, inn- flutningi, fjölmiðlun, fjármála- þjónustu o.fl., en þeir sem eru minna menntaðir fara í undir- stöðugreinarnar, eins og sjávar- útveg, þar sem aðstæður til menntunar eru lakastar. Ef fagfólk, eins og t.d. í heil- brigðisþjónustu, fer til starfa úti á landi að námi loknu, getur því reynst erfitt að fá störf í Reykja- vík eftir að hafa þjónað á lands- byggðinni í 10-20 ár vegna for- dóma sem þeim mæta. Það sérmenntað fólk sem gefur kost á sér til starfa á landsbyggð- inni gerir gjarnan kröfur um hærri laun en í Reykjavík og að sjálfsögðu að því sé útvegað húsnæði. Ef ekkert slíkt er í boði er viðhorfið gjarnan það að betra sé að vera fátækur í Reykjavík en á landsbyggðinni. Lokaorð Þegar metnir eru kostir lands- byggðar verður mat hvers og eins persónubundið. Það er háð gild- ismati, menntun, aldri, kyni, fjöl- skyldustöðu, atvinnu og ýmsum þáttum sem móta okkar daglega líf. Ég hef reynt að gefa heillega mynd af skoðunum mínum um þetta mál og þær byggja á minni reynslu. Niðurstaða mfn er sú að búseta á landsbyggðinni hafi marga raunverulega kosti, sem þó eru ekki alltaf skynjaðir af íbúunum. Landsbyggðin á hins vegar við að etja vandamál sem lúta að for- dómum, skorti á góðri ímynd og trú fólks á framtíð sinnar heima- byggðar. Höfundur er bæjarstjóri Akur- eyrar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.