Dagur - 09.09.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 09.09.1988, Blaðsíða 16
Haldið veisluna eða fundinn í elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Ráðning framkvæmdastjóra hjá Ú.A.: Miklar umræður hafa spunnist í kringum fyrirhugaða ráðn- ingu framkvæmdastjóra hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. en sem kunnugt er lætur Gísli Konráðsson af störfum um næstu áramót. Hann hefur látið hafa það eftir sér að hann telji eðlilegt að umsækjandi af Akureyri: Slátur- tíð hafín Sauðfjárslátrun hófst í slátur- húsi KEA á Akureyri eftir hádegið í gær. Aætlað er að tæplega 44 þúsund fjár verði slátrað í húsinu í haust og er það um 4000 þúsund færra en var í fyrra. Ástæða þess er einkum að þá var engin slátrun á Svalbarðsströnd og var fénu slátrað á Akureyri. Alls var slátrað tæplega 48 þúsund fjár í fyrra og hafði ekki verið slátr- að svo mörgu fé í fjölda ára. Á Dalvík verður slátrað um 7000 ijár og er það í síðasta skipti sem þar er slátrað í bili, en allt fé í Svarfaðardal verður skorið niður nú í haust vegna riðu. Vel gekk að ráða mannskap að sláturhúsinu, að sögn Óla Valdi- marssonar sláturhússtjóra, en um 120 manns vinna í húsinu slátur- tíðina. Aætlað er að slátrun verði lokið þann 20. október. Óli sagði að oft hefði gengið erfiðlega að ráða fólk, en nú hefði svo brugð- ið við að það hefði verið næsta auðvelt. Þó hefði í gegnum árin gengið treglega að ráða vana fláningsmenn og svo hefði einnig verið nú. í fyrra voru seld um 25.000 slátur, en slátursala hefur alltaf verið mikil. Enginn söluskattur var á slátri í fyrra, en hann bætist ofan á verðið í haust, „það breyt- ir skuggalega miklu,“ sagði Óli. Um 60 krónur bætist ofan á verð- ið með tilkomu söluskattsins. Verðlagning er ekki til, hvorki á kjöt né á slátur og sagði Óli það bagalegt. Á undanförnum árum hafa nýru verið hreinsuð og pökkuð til útflutnings, en að sögn Óla verð- ur það ekki gert í haust, þar sem verðið er mjög lélegt og svarar ekki kostnaði að gera slíkt. „Við seljum nýrun ódýrt með slátr- inu,“ sagði Óli. mþþ AUt var komið í gang í sláturhúsinu \ gær. Mynd: GB vinstri væng stjórnmála veröi ráðinn í stöðuna. Gísli segist hafa litið á sig sem fulltrúa vinstri manna í stjórn Útgerðarfélagsins, en hinn fram- kvæmdastjórinn, Vilhelm Þor- steinsson, sé fulltrúi hægri manna. Þá er stjórnarformaður- inn, Sverrir Leósson, einnig á hægri vængnum og Gísli telur því óeðlilegt að nýr framkvæmda- stjóri verði einnig á þeim væng. Hann segir þó, og það virðist vera almennt mat manna, að æskilegt sé að framkvæmdastjóri verði ráðinn með faglegar for- sendur í huga en ekki pólitískar. Spurst hefur út að starfsfólk ÚA hafi látið undirskriftalista ganga þar sem þessi krafa er ítrekuð. Trúnaðarmaður fiskvinnslufólks- ins vildi ekkert láta hafa eftir sér um það hvort undirskriftalistar væru í gangi. „Þetta er mál okkar sem vinnum hér en ekki fjöl- miðla,“ sagði trúnaðarmaðurinn. SS Gáð til veðurs Mynd: GB Akureyrarbær og Landsvirkjun: Hagkvæmara orkuverð vegna eignaraðildar bæjarins Umræða um eignarhlut Akur- eyrarbæjar í Landsvirkjun og hugsanleg sala hans var áber- andi á fundi Bæjarstjórnar Akureyrar á þriðjudag. Umræðurnar komu í kjölfar fyrirspurnar bæjarfulltrúans Björns Jósefs Arnviðarsonar varðandi eignarhlut bæjarins í Landsvirkjun og fjárhagslegan ávinning af þeirri eign fyrir Akureyrarbæ. Fyrirspurn Björns Jósefs var nánar sundurliðuð þar sem óskað var upplýsinga um arðgreiðslur, hagkvæmara orkuverð vegna eignaraðildarinnar á yfirstand- andi ári og annan hugsanlegam ávinning fyrir bæjarfélagið af því að eiga hlut í Landsvirkjun. í svari Sigfúsar Jónssonar, bæjarstjóra, kom fram að eign- arhluti bæjarins í Landsvirkjun væri 742 milljónir króna miðað við verðlag um síðustu áramót, en það er 5,475% af eigin fé Landsvirkjunar. Á verðlagi júlí- mánaðar samsvarar eignarhlut- inn 853 milljónum króna. Hvað fjárhagslegan ávinning af eignarhlutnum snerti hefði verið greiddur 4% arður af framreikn- uðum eiginfjárframlögum eig- enda. Akureyrarbær fékk í sinn hlut kr. 2.466.635. Varðandi hagkvæmara orku- verð til Rafveitu Akureyrar þá fær Rafveitan 7% afslátt frá almennu orkuverði og er sparn- aður vegna þessa 14-15 milljónir króna á þessu ári. Að síðustu nefndi bæjarstjóri að Landsvirkjun greiddi ríkis- sjóði ábyrgðargjald af erlendum lánum en á síðasta ári var ákveð- ið að greiða Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ sama gjald vegna ábyrgða þeirra á þessum lánum. Reikna má með að Akureyrar- bær fái í sinn hlut a.m.k. 3 millj- ónir króna á þessu ári. Erfitt væri að meta hag bæjarfélagsins af ítökum í stjórn fyrirtækisins, rekstur svæðisskrifstofu á Akur- eyri o.fl. en hann væri þó tví- mælalaust einhver. EHB Skattkærur: Geysilega margar kær- ur vegna húsnæðisbóta Frestur til að skila skattkærum vegna framtals 1987 og vegna greiðslu húsnæðisbóta rann út um síðustu mánaðamót. Nokk- uð ámóta virðist hafa borist af skattkærum í ár og í fyrra, en flestar eru þær vegna þess að skattframtal barst of seint til skattstjóra og áætlaðir hafa verið skattar á viðkomandi. Baldur Fjölnisson staðgengill skattstjóra Norðurlandsumdæmis vestra, sagði að geysilegur fjöldi kæra hafi borist vegna húsnæðis- bóta. „Það voru margir sem gættu sín ekki á því að sækja um bætur í vor. Það er ekki of seint enn að sækja um bætur, því hægt er að sækja um þær til ríkisskatt- stjóra eftir að kærufresti til skatt- stjóra umdæmanna lýkur.“ Skattstjóri Austurlandsum- dæmis, Bjarni Björgvinsson sagði nokkuð fleiri kærur hafa borist nú en áður, en megin skýringin á því væri hversu mikið væri um áætlanir vegna of seinna skila á skattframtali. Efniskærur væru hins vegar álíka margar og áður. „Okkur barst einnig fjöldi kæra vegna húsnæðisbóta bæði frá þeirn sem fengu synjun og við- bótarumsóknir frá þeim sem ekki áttuðu sig í tíma að sækja um bæturnar,“ sagði Bjarni. Nú er verið að afgreiða kærur á Austurlandi vegna húsnæðisbót- anna, sem fengu forgang og fara bréf vegna þeirra út í næstu viku, bæði til samþykkis og synjunar. Samkvæmt skattalögum ber skattstjórum að hafa afgreitt allar kærur innan tveggja mánaða eftir að kærufrestur rennur út, svo reikna má með að flestir hafi fengið svör fyrir 1. nóvember. VG Grettir sökk Dýpkunarskipið Grettir frá Siglufirði sökk skammt frá Snæfellsnesi aðfaranótt mið- vikudags. Skipið var mann- laust og í togi er þetta gerðist. Grettir var systurskip dýpkun- arskips Hafnamálastofnunar, sem reyndar hét Grettir líka, en það skip sökk við Reykjavík fyrir nokkrum árum. Grettir Siglfirðinga hefur verið í notkun í um það bil ár og reynd- ist ágætlega. Það var eina skipið sinnar tegundar á landinu. Það er Dýpkunarfélagið á Siglufirði sem á Gretti og er nú verið að kanna hvort hægt sé að ná honum upp en hann mun liggja á um 70 metra dýpi. VG Undirskrifta- listar í gangi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.