Dagur - 10.09.1988, Side 2

Dagur - 10.09.1988, Side 2
2 - DAGUR - 10. september 1988 Hrokkinhærði hátekjumaður- inn gapti af undrun og neri rök augun. Hvað í ósköpunum var þessi gamla kona að muldra um vexti og bækur? Hann hafði reynt að gera henni skiljanlegt að bréfin gæfu miklu betri ávöxtun en bækurnar, þótt vextirnir væru ekki færðir inn á þau. Trygging? Jú, auðvitað væri þetta allt gulltryggt, áhætt- unni dreift á marga aðila og fyrirtæki. „Þú stórgræðir á þessu kona góð. Þú bókstaflega tútnar út af peningum,“ sagði sá hrokkinhærði byrstur og belgdi sig út. „Æ, þú þarft ekki að vera svona höstugur ungi maður,“ sagði konan mæðulega. „Ég kann best við að sjá peningana mína vaxa á bók þar sem vext-fc irnir eru færðir inn jafnóðum. Það er ekkert vit í svona salern- ispappír og þetta er soddan frumskógur," andvarpaði kon- an og bjóst til brottfarar. Sá hrokkinhærði var nú orð- inn ískyggilega þrútinn og emj- aði: „Hverslags kommúnista- kjaftæði er þetta. Farðu þá með þína skitnu peninga í bankann og láttu þá brenna þar. Þér er greinlega alveg sama um raun- ávöxtun, raunvexti, raunveru- legan gróða, raunveruleikann." Ekki þarf að orðlengja það frekar að þessi ágæta kona gekk út með gusti og rakleiðis inn í gamla bankann sinn þar sem hún lagði inn þær krónur sem hún var að vandræðast með. Loks gat hún verið rólegri og eitt var víst, að hún ætlaði ekki að hlusta á blaðrið í tengdasyn- inum framar. Tengdasonurinn átti alls kyns ávöxtunarbréf og hann hafði keypt sér rándýran bíl, leður- sófasett og golfsett í gegnum kaupleigufyrirtæki. Hann var á stöðugri uppleið og gríðarlega vel að sér í fjármálaheiminum. „Efnahagsvandinn,“ hafði hann sagt við tengdamóður sína, „hann er nú auðleystur. Auðvitað verður að stöðva er- lendar lántökur, lækka launin og láta markaðinn vinna úr vandanum. Það má alls ekki setja lög eða leggja hömlur á verðbréfafyrirtækin eða kaup- leigurnar. Vextir og verðlag ráðast af markaðsaðstæðum. Hagkerfið verður að fá svigrúm til að fúnkera í raun.“ „En þrífast þessar kaupleigur ekki einmitt á erlendum lántök- um,“ hafði þá gamla konan skotið inn í. Tengdasonurinn drekkti þessum athugasemdum hennar með orðaflaumi um eðlismun á erlendum lánum og nauðsyn kaupleigufyrirtækja. „Hvernig ætti maður að komast af í þessu þjóðfélagi ef ekki væri hægt að leita til kaupleigufyrir- tækja?“ spurði hann og renndi hendinni eftir leðursófanum. Þessi fjármálaspekúlant er aðeins einn af mörgum sem vaða uppi í þjóðfélagi voru og gera það að verkum að ríkis- stjórnin þorir ekki að stjórna peningamarkaðinum. Frelsið verður að hafa sinn gang og haf- ir þú ekki hæfileika til að not- færa þér það þá verður bara að hafa það. Þitt er valið ágæti íslending- ur. Þér gefst enn færi á að breyta rétt, flytja suður í must- eri Mammons, fjárfesta í versl- unarhúsnæði í gegnum kaup- leigufyrirtæki og ávaxta þitt pund í verðbréfasjóðum. Vei þeim sem eftir sitja úti á lands- byggðinni með allt niðrum sig, stritandi við einhverjar undir- stöðuatvinnugreinar sem eng- inn hefur áhuga á lengur. Bréfin hafa leyst þorskinn af hólmi og sauðkindin villtist í fjármagns- frumskóginum. Á meðan þetta ástand grass- erar í þjóðfélaginu halda klerk- urinn og ýtustjórinn áfram að munnhöggvast í ábyrgðarlaus- um greinum. Ég get ekki leyft mér siíkt þegar skútan er að sökkva. Mér er líka nokk sama hvort vegurinn til himna verði lagður bundnu slitlagi. Ég býst hvort eð er ekki við að vera ökufær þegar kallið kemur. Hitt er víst að beini og breiði vegur- inn liggur til glötunar, þ.e. Reykjavíkur og væri óskandi fyrir landsbyggðina að vegurinn þangað væri eilítið torfærari þannig að menn hugsuðu sinn gang. Ég legg til að sett verði lög á þessa höfuðborg og hana nú. Gamla konan hefur ekki mikla trú á verðbréfasjóðum. Hér sést hún ásamt hundi sínum eftir að hún ákvað að leggja peningana inn í banka. Jú, það var sjálfsagt að líta aðeins upp fyrir Ijósmyndar- ann. Annars var þessi kona niðursokkin í vefnaðinn. Það eru lítil takmörk fyrir því hvað hægt er að búa til úr þvottaklemmum. Dalvík: Föndumámskeið á Daíbæ Á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, hefur staðið yfir fönd- urnámskeið að undanförnu. Þátttaka í námskeiðinu hefur verið mjög góð og mikil ánægja með þetta framtak. Námskeiðinu lauk sl. fimmtu- dag með sýningu á afrakstrin- um. Námskeið af þessu tagi er nýbreytni í starfi heimilisins, en þar hefur verið boðið upp á fönd- ur- og handavinnutíma. Einnig hefur verið boðið upp á létta leik- fimi fyrir heimilisfólkið, sem tek- ið hefur þessu framtaki með þökkum. Sjálfsagt hefur fólk misjafnar hugmyndir um lífið á dvalar- heimilum aldraðra og fáir liafa ímyndað sér hversu mikið starf þar er unnið. Dalvíkingar hafa eflaust orðið margs vísari eftir föndur- og handavinnusýningu heimilisfólksins á Dalbæ. SS Boðið var upp á ulls kyns föndur og handuvinnu á námskeiðinu og var það vel sótt af eldra fólki á Dalvík og úr nágrannasveitunum. Myndir: gb

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.