Dagur - 10.09.1988, Qupperneq 4
eii már
<3 00 ►
4 - DAGUR - 10. september 1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON
(Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL BRAGASON,
FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Breytingar hjá Ú.A.
Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur-
eyringa, lætur af störfum um næstu áramót, eftir 30 farsæl
ár í embætti. Við því var búist að stóllinn hans hjá ÚA yrði
eftirsóttur, enda hefur það komið á daginn. Fjórtán
umsóknir bárust um stöðuna. Stjórn Útgerðarfélags Akur-
eyringa bíður nú það erfiða verkefni að velja einn úr þeim
hópi.
Útgerðarfélag Akureyringa er stærsta og best rekna
útgerðarfyrirtæki landsins og hefur verið það um margra
ára skeið. Jafnframt er það ein veigamesta kjölfestan í
atvinnulífi Akureyrar. Mjög mikilsvert er því að nýr fram-
kvæmdastjóri verði valinn af kostgæfni.
í Tímanum sl. miðvikudag, birtist athyglisvert viðtal við
Gísla Konráðsson, fráfarandi framkvæmdastjóra. Þar segir
hann að honum sé auðvitað alls ekki sama hver verði eftir-
maður hans hjá ÚA. Gísli segist ekki taka afstöðu til ein-
stakra umsækjenda, en í sínum huga sé afar mikilvægt að til
starfans verði ekki ráðinn sjálfstæðismaður. Hann bendir á
að þegar hann var ráðinn sem framkvæmdastjóri ÚA, hafi
almennt verið litið á hann sem fulltrúa vinstri vængsins í
stjórnmálum. Hinn framkvæmdastjórinn, Vilhelm Þorsteins-
son, hafi hins vegar verið ráðinn að frumkvæði sjálfstæðis-
manna. Síðan segir Gísli:
„Ég vil taka það fram að ég tel þetta fyrirkomulag vera
mjög skynsamlegt og rökstyð það með því, að ef bæði
vinstri- og hægrimenn í bænum eiga sína fulltrúa í stöðu
framkvæmdastjóra ÚA, er tryggt að ekki verða pólitískar
deilur um félagið og ég tel að slíkar deilur hafi ekki verið fyr-
ir hendi alla mína tíð. En nú sýnist mér að þessu fyrirkomu-
lagi eigi að breyta. Ég beinlínis óttast það að ef þetta fyrir-
komulag verður ekki virt, megi búast við óánægju með
framkvæmdastjórn félagsins. Ef tveir framkvæmdastjórar
eru frá sama stjórnmálaflokki, er að mínu viti augljóslega
hægt að búast við ýfingum frá öðrum stjórnmálaflokkum,
sem ég tel auðsætt í ljósi reynslunnar, að hægt sé að kom-
ast hjá. Það er auðvitað höfuðatriði að Akureyringar, sem
eiga fyrirtækið, geti verið sáttir og ánægðir með rekstur
þess. Til þess að svo megi verða tel ég að hér þurfi alltaf að
ríkja pólitísk eining."
Ástæða er til að vekja athygli á þessum orðum Gísla Kon-
ráðssonar. Tilefni þeirra er svo sem menn vita það, að marg-
ir ganga út frá því sem vísu að Gunnar Ragnars, oddviti
sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Akureyrar, verði næsti fram-
kvæmdastjóri ÚA. Ef af því verður má telja víst að sú póli-
tíska einnig, sem ríkt hefur um Útgerðarfélag Akureyringa
frá upphafi, rofni. Fordæmið höfum við í Reykjavík, þar sem
Grandi er, en það fyrirtæki hefur verið pólitískt bitbein frá
því sjálfstæðismenn tóku þar öll völd fyrir fáum árum.
Annað atriði, ekki veigaminna, mælir gegn því að sjálf-
stæðismenn einoki framkvæmdastjórastöðurnar hjá ÚA.
Menn úr þeim flokki hafa löngum verið mótfallnir forsjá hins
opinbera í atvinnurekstri. Þannig hefur Gunnar Ragnars t.d.
barist fyrir því úr forstjórastóli Slippstöðvarinnar að hluta-
bréf bæjarins í fyrirtækinu verði seld. Þá hefur flokksbróðir
hans í bæjarstjórn Akureyrar, Björn Jósef Arnviðarson, þeg-
ar viðrað þá hugmynd í Morgunblaðinu að selja hlut bæjar-
ins í Útgerðarfélaginu. Reyndar er furðulegt hvað sjálf-
stæðismenn sækja stíft að komast í valdastöður fyrirtækja í
eigu ríkis og bæja, sem þeir svo helst vilja selja í hendur ein-
staklinga við fyrsta tækifæri. Með framtíð Útgerðarfélags
Akureyringa í huga, má því fullyrða að það yrði afar óheppi-
legt ef sjálfstæðismenn tækju þar öll völd. BB.
„Hér eru heimildir óljósar og hinni andlegu vegagerð lítið lýst í helgri bók. Þar er ekki eitt orð um malbik eða
ýtur . .
Önnur M hugleiðing
um Hrafiiagilsrallið
Minn elskanlegur ýtustjóri.
Ekki bauð mér í grun er ég settist
niður um daginn og reit mína
litlu hugvekju um rallið forðum,
hvílíka andans uppvakning og
menningarlega umræðu hún
mundi kveikja í Degi, því mæta
blaði okkar framsæknu Norð-
lendinga.
Þó langar mig svona í upphafi,
áður en ég hætti mér lengra inn á
ritvöllinn, að láta þess getið að
mér leiðist heldur að eiga orða-
stað við huldufólk, þykir einfald-
lega skemmtilegra að spjalla við
fólk af merkjanlegu holdi og
blóði, sjá fyrir mér andlitsfall
þess og framgöngu alla.
í annan stað, minn elskanleg-
ur, leyfi ég mér að fullyrða að ég
formælti í engu téðum vegi til og
frá Hrafnagili, heldur lýsti eins
og bar fyrir augu og sjálfrenni-
reið. Hinu er ekki að leyna að ég
gladdist ákaflega mjög að
umræðan skyldi nú lyftast í hæðir
og taka að snúast um hina and-
legu umferðarmenningu og vega-
gerð. En hér erum við jafnframt
komnir á hálan ís, svo ekki sé
rneira sagt.
Ég vissi ávallt að ég væri á leið-
inni á betri stað er ég flutti norð-
ur forðum, en að ég væri svona
nálægt guðsríkinu óraði mig ekki
fyrir, hvað þá að téð vegagerð
væri æfingapláss fyrir ennþá
betra rall á himnum. Og hér verð
ég um leið að játa að ég varð í
senn þrumu lostinn og jafnframt
glaður yfir þessari undarlegu
forsjón.
Þetta varð til þess að ég lagðist
í djúpar þenkingar og rannsóknir
á hinum og þessum ritum og það
kom í ljós að niðurstaðan var
alveg kórrétt hjá ýtustjóranum,
að beini og breiði vegurinn liggur
til glötunar, í þessu tilviki til
Akureyrar (í Ríkið, Sjallann,
bankana og síðan suður til
Reykjavíkur, svo við höldum
okkur við nærtækar líkingar), en
hinn mjói og torfæri til Hrafna-
gils og þaðan til himna.
Þannig er þetta auðvitað í
eilífa lífinu, minn ágæti ýtustjóri,
nema í helgum bókum er hvergi
minnst á Hrafnagil, Suðurland,
ýtustjóra, vörubíla og rall, hvað
þá víxla, lán og skuldabréf sem
við einir hérlífsmenn verðum að
hraða okkur til að greiða og þá
flýtum við okkur eftir beinum og
breiðum vegum áður en bönkum
er lokað. Og þá eru vesalings far-
artækin okkar lítt til ralls á grýtt-
um vegum og pyngjan létt til þess
að greiða fyrir skemmdir á sum-
um farartækjum.
Hvernig verður þá væntanlegt
rall þegar hérvistardögum lýkur?
Hér eru heimildir óljósar og
hinni andlegu vegagerð lítið lýst í
helgri bók. Þar er ekki eitt orð
um malbik eða ýtur, ellegar öll
þau apparöt sem við brúkum í
hérvist. Þar er heldur ekki minnst
á banka, skuldabréf, ríkisstjórn-
ir, verktaka (á himnum auðvitað,
en þessi fyrirbrigði kunna hugs-
anlega að fyrirfinnast annars
staðar en um það eru engar heim-
ildir), eða aðrar slíkar hremm-
ingar sem hrjá okkur í þessu lífi.
Hér varð undirritaður að leita í
óstaðfest skýringarrit og kenn-
ingar. Þar kom í ljós að vottar
ýmsir vilja nánast viðhalda þeirri
sömu skipan og nú nema þeir
ætla aðeins að hleypa inn rúm-
lega 100 þúsund einstaklingum
og mormónar munu hafa kortlagt
og uppteiknað híbýli og innrétt-
ingar á himnum og svo mætti
lengi telja. En svo nærtækar
sannanir höfum við lútherskir
ekki, en hins vegar er alveg
morgunljóst: Að í hinu himneska
Hrafnagilsralli verða margir á
ferð (um hina leiðina skulum við
ekkert ræða hér, enda vilja fæstir
fara hana). Þar munum við sjá
hina ýmsu ýtustjóra þessa heims,
sem sigla undir fölsku flaggi,
verða beitt fyrir hina andlegu
kerru sem allsherjar ýtutönn
væri. Sú hin mikla tönn mun
ryðja úr vegi torfærum og stór-
grýti og í kerrunni munu sitja
hinir betri andlegu leiðtogar
þessa heims ásamt söfnuðum sín-
um og beita sinni geistlegu svipu
óspart á þá ýtustjóra sem voga
sér að slæpast og slóra. Hinir síð-
ari klerkar og aumar prestskepn-
ur, eins og undirritaður, munu
verða teinar og keðjur í hinni
sömu kerru og væntanlega taka á
sig einhverja ágjöf og boðaföll á
leiðinni. Látum oss því ralla glað-
ir í sinni þar til að því kemur.
Hannes Örn Blandon