Dagur - 10.09.1988, Síða 9

Dagur - 10.09.1988, Síða 9
10. september 1988 - DAGUR - 9 Fríður hópur starfsfólks LA. Efsta röð frá vinstri: Arnór Benónýsson, Theodór Júlíusson og Viðar Eggertsson. Miðröð: Sunna Borg, Nanna Ingibjörg Jónsdóttir, Þráinn Karlsson og Hallmundur Kristinsson. Neðsta röð: Guð- rún Svava Svavarsdóttir, Guðrún Stcfánsdóttir, Freygerður Magnúsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir. Myndir: tlv Leikfélag Akureyrar: Spennandi leikár Starfsemi Leikfélags Akureyr- ar er nú komin á fulit skrið og æfingar hafnar á fyrsta verki leikársins sem er Skjaldbakan kemst þangað Iíka, eftir Árna Ibsen. Arnór Benónýsson leikhússtjóri, Yalgerður Bjarnadóttir, formaður leik- húsráðs og aðstandendur „Skjaldbökunnar“ boðuðu til blaðamannafundar af þessu tilefni. Skjaldbakan verður frumsýnd föstudaginn 7. október en vænt- anlegir leikhúsgestir fá forskot á sæluna dagana 22.-25. septem- ber. í*á kemur Gríniðjan í heim- sókn og verður með gestaleik á vegum Leikfélags Akureyrar. Þetta er hinn geggjaði gaman- Ieikur NÖRD, sem er skamm- stöfun fyrir: Nær öldungis ruglað- ur drengur. NÖRD var sýndur á Hótel ís- landi síðastliðinn vetur en nokkr- ar mannabreytingar verða frá þeim sýningum í sýningunum fjórum á Akureyri. Laddi fer þó sem áður með aðalhlutverkið og af öðrum ieikendum má nefna Eddu Björgvinsdóttur, Sigrúnu Waage og Gísla Rúnar Jónsson. Gísli Rúnar er jafnframt leik- stjóri. Gagnkvæm leikaraskipti íslenski dansflokkurinn er næsti gestur leikfélagsins, en hann verður með eina eða tvær sýning- ar í kringum mánaðamótin októ- ber-nóvember. Dansflokkurinn sýnir þá verðlaunaverkið Af mönnum, eftir Hlíf Svavarsdótt- ur, ásamt fleiri verkum. íslenski dansflokkurinn verður einnig með kynningu í skólum á Akureyri, sem mun vera nýbreytni, en listdans er í mikilli sókn. „Þetta er listgrein sem lítið hefur verið til sýnis utan höfuð- borgarsvæðisins, en listdans er eitt það merkasta sem er að ger- ast í leikhúslífinu urn þessar rnundir," sagði Viðar Eggerts- son, sem leikstýrir verkinu Skjaldbakan kemst þangað líka. Arnór Benónýsson hélt áfram að rekja verkefnaskrána á þessu leikári og kom nú inn á jóla- leikritið sem er Emil í Kattholti. Þetta sívinsæla barnaleikrit verð- ur frumsýnt annan dag jóla. Leikstjóri er Sunna Borg. Um miðjan febrúar verður hið klassíska verk, Hver er hræddur við Virginíu Wolf, frumsýnt í leikstjórn Ingu Bjarnason. Leik- arahjónin Helgi Skúlason og Helga Bachmann verða þar í aðalhlutverkum og fá þau góð- fúslegt leyfi frá Þjóðleikhúsinu til að taka þátt í sýningunni. Aðrir leikarar eru þau Ragnheiður Tryggvadóttir og Ellert A. Ingi- mundarson og leikmyndateiknari er Guðrún Svava Svavarsdóttir. m /'*’ •. r' ■>. -'ii, •: • 'ji .. 'í Guðrún Svava Svavarsdóttir hannar leikmynd í Skjaldbökunni og Virg- iníu Wolf. Arnór gat þess að leikaraskipt- in væru ekki einhliða því Leikfé- lag Reykjavíkur mun fá Theo- dór Júlíusson lánaðan og Arnór leikur sjálfur í Marmara hjá Þjóðleikhúsinu. Síðasta verkefni Leikfélags Akureyrar er Blúndur og blá- sýra, glæpsamlegur gamanleikur, vel skrifaður farsi, en þó á eftir að manna það verk og áskilur leikfélagið sér allan rétt til breyt- inga. Auk áðurnefndra verka er fyrirhugað að bjóða upp á leik- húsdagskrá með þátttöku kórs og áhugafólks. „Óður til lands- byggðarfólks“ Viðar Eggertsson er Akureyring- um að góðu kunnur en hann starf- aði um árabil með Leikfélagi Akureyrar auk þess sem hann setti upp sýningu með Leik- klúbbnqm Sögu. Nú fær hann tækifæri til að leikstýra hjá atvinnúleikhúsi því hann var fenginn til að setja upp leikrit Árna Ibsens, Skjaldbakan kemst þangað líka. Viðar þekkir þetta verk vel, hann lék á móti Arnóri Benónýssyni í Skjaldbökunni fyr- ir nokkrum árum og hann hefur, sem Egg-leikhúsið, ferðast víða með þetta verk. Guðrún Svava Svavarsdóttir hannar leikmynd í uppfærslu Leikfélags Akureyrar en Þráinn Karlsson og Theodór Viöar Eggertsson leikstýrir Skjald- bökunni. Júlíusson leiða saman hesta sína á sviðinu. „Mér til mikillar ánægju hef ég fengið tækifæri til að setja upp það verk sem mér þykir einna vænst um. Þótt þetta verk fjalli um tvö amerísk ljóðskáld þá á það erindi við allt landsbyggðar- fólk. í rauninni fjallar Skjaldbak- an um tvær manneskjur sem taka hvor sína stefnuna í lífinu. Önn- ur fer út f heim og reynir að „meika það“ en hin er eftir á heimaslóðum og ræktar garðinn sinn,“ sagði Viðar. „Þetta er óður til landsbyggðarfólks." Hann sagði að Skjaldbakan hefði hvarvetna vakið mikla athygli og umræðu um gildi þess að vera trúr uppruna sínum. Hann sagðist vera mjög ánægður með Þráin og Theodór í hlut- verkum ljóðskáldanna, en þeir hafa til skiptis verið burðarásar í verkum Leikfélags Akureyrar og gaman verður að sjá þá saman á sviðinu, báða í aðalhlutverkum. SS Breyttur opnunartími Frá og með 15. september breytist opnunartími frá því sem verið hefur! Framvegis verða skrifstofur félaganna opnar frá kl. 9-17. Trygging hf. Almennar Tryggingar hf. Brunabótafélag íslands Sjóvá — Hagtrygging. V__________________________/ Sveitarstjórnir, forsvarsmenn félaga, fyrirtækja og stofhana Þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra verða til viðtals dagana 18.-21. september ’88 á eftir- töldum stöðum: Raufarhöfn sunnudaginn 18. sept. Húsavík mánudaginn 19. sept. Akureyri þriðjudag og miðvikudag 20. og 21. sept. Tímapantanir og frekari upplýsingar fást hjá Gunn- ari Hilmarssyni sveitarstjóra Raufarhöfn, Bjarna Þór Einarssyni, bæjarstjóra Húsavík og Valgarði Bald- vinssyni, bæjarritara Akureyri. Þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra. V____________________________________________/ Fjölnýtikatlar til kyndingar með rafmagni, olíu eða timbri, margar gerðir. Mjög góð hitanýt- ing og möguleiki á stýrikerfum, til að fá jafnara hitastig. C.T.C. Total er öflugur nýr ketill fyrir rafmagn, timb- ur og olíu með inn- byggðu álagsstýri- kerfi.sem nýtir vel rafmagnið fyrir þá sem kaupa árskílóvött. UÓSGJAFINN HF. GRÁNUFÉLAGSGÖTU 49 • SÍMI23723 ■ 600 AKUREYRI FYRIRTÆKISNÚMER 6148-9843

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.