Dagur - 16.09.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 16.09.1988, Blaðsíða 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMHNR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Loðnunnar beðið á Raufarhöfn Raufarhafnarbiiar eru uggandi um þessar mundir vegna loðnuleysis á miðunum. „Okkur vantar loðnu og við erum farnir að tvístíga," sagði Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri í samtali við blaðið. Atvinnulíf og tekjur heimamanna byggjast að miklu leyti á loðnunni á haust- in og veturna. Loðnubátarnir hafa undanfar- ið verið á ýmsum veiðum, bæði fiskveiðum og rækju. VG Akureyringur vinnur verðlaun Það er kvíði en jafnframt eftirvænting í svip þeirra. Fáum við kennara og þá hvenær? Mynd: tlv „Okkur bráðvantar kennara“ - segja krakkarnir í 5. bekk Glerárskóla, sem enn eru kennaralausir - í myndlistarsam- keppni í tengslum við Olympíuleikana Axel Árnason, 9 ára gamall Akureyringur vann verðlaun í myndlistarsamkeppni barna í tengslum við Ólympíuleikana í Seoul. Axei er nemi í Barna- skóla Akureyrar. Axel kallar teikningu sína „spjótkast,“ og er hún eins og nafnið bendir til af spjótkastara. Yfir 17 þúsund börn frá 73 löndum tóku þátt í keppninni og eru 300 myndir á sýningu í Seoul meðan á Ólympíuleikunum stendur. Verðlaunin verða veitt í Barnamiðstöðinni í borginni þann 24. september næstkomandi. Loðdýrabændur bíða nú svara frá yfirstjóm landbúnaðarmála og fjármála ríkisins varðandi frekari ráðstafanir til aðstoðar búgreininni, sem hefur mjög átt undir högg að sækja. Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, hefur lýst því yfir að hann beiti sér fyrir aðgerðum en refabændur hafa óskað eftir 10 þúsund króna styrk á hverja refalæðu. Þorsteinn Már Aðalsteinsson, eigandi Pólarpels á Dalvík, en það fyrirtæki rekur loðdýrabúið að Böggvisstöðum, sagði ljóst að atvinnugreinin stæði á brauðfót- um. Pólitíska ákvörðun þyrfti að taka um styrk og aðgerðir til handa loðdýrabúunum og fóður- stöðvunum og það fyrr en seinna því, eins og hann orðaði það, ef þetta dregst öllu lengur þurfa ráðamenn ekkert að velta fyrir sér hvað hægt sé að gera því þá verði það orðið um seinan. Að sögn Þorsteins er líklega óhjákvæmilegt að breyta Böggvis- staðabúinu á þann veg að ein- „Okkur bráðvantar kennara,“ sögðu krakkarnir í 5. bekk 21. stofu í Glerárskóla er blaða- göngu verði stunduð þar minka- rækt. Til þess að svo geti orðið þarf að kosta töluverðu til þar sem fimm þúsund fermetra hús- næði hefur eingöngu verið notað fyrir refarækt til þessa. Það liggur í augum uppi að óhagkvæmt er að láta stóran hluta húsnæðisins standa ónotaðan. Varðandi veðhæfni búanna og möguleika til að koma loðdýra- ræktinni til aðstoðar taldi Þor- maður heimsótti þau í gær. Eins og kom fram í viðtali við Úlfar Björnsson yfirkennara steinn að úr því sem komið væri myndu styrkveitingar vera eina lausnin sem að haldi kæmi. Umræða um veðhæfni búanna væri að því leyti á misskilningi byggð að búin væru í raun einskis virði ef þar væri ekkert framleitt. Veðhæfnin byggðist fremur á möguleikum loðdýraræktarinnar til framtíðaruppbyggingar og arðsemi en beinu verði húsanna sem slíkra. EHB skólans í blaðinu í vikunni, hefur enn ekki tekist að fá kennara fyrir umræddan bekk. „Við þurfum að fá góðan kennara og hann þarf ekkert að hræðast, því við erum þægir og áhugasamir nemendur,“ sögðu þau Harpa Rún og Bjarki sem voru í forsvari fyrir hópnum. „Það er óþolandi að hafa ekki fastan kennara, því við missum svo mikið af tímum. Dönskutím- inn féll niður í gær og við höfum enn ekki farið í einn einasta líf- fræðitíma. Stundataflan riðlast dag frá degi, við vitum aldrei hvaða kennari hleypur í skarðið Mál málanna á Akureyri, ráðning nýs framkvæmda- stjóra Útgerðarfélags Akur- eyringa hf, er enn óafgreitt. Frá því að umsóknarfrestur um stöðuna rann út, hefur stjórn fyrirtækisins tvívegis hist en á þeim fundum hefur ekki náðst fullt samkomulag um einn ákveðinn umsækjanda. Nafn Gunnars Ragnars for- stjóra Slippstöðvarinnar hefur heyrst hvað oftast og flcstir verið á því að hann verði ráðinn næsti framkvæmdastjóri ÚA. Nú hefur hins vegar bæst við nýtt nafn í keppninni um stöðuna sam- hverju sinni og við höfum aldrei setið hér fullan skóladag,“ sögðu þau Harpa Rún og Bjarki enn- fremur og voru greinilega ósköp leið yfir stöðunni. Umræddur bekkur sat aðeins tvo tíma í skólanum í gær og þeg- ar blaðamaður kom við hjá þeim kl. 11 í gærmorgun, voru þau að fara heim en samkvæmt stunda- töflu áttu þau að vera í skólanum til kl. 12.30. Vonandi tekst að finna kennara fyrir þennan bekk, því í honum eru bæði áhugasamir og þægir nemendur sem gaman er að kenna. -KK kvæmt heimildum blaðsins en það er nafn Péturs Reimarssonar framkvæmdastjóra Sæplasts á Dalvík. Pétur er einn þeirra umsækj- enda sem óskaði nafnleyndar samkvæmt heimildum blaðsins. Báðir eru þeir taldir eiga góða möguleika á því að hreppa hnoss- ið en það skýrist þó ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta stjórnarfundi. Þá hefur Valdimar Bragason útgerðarstjóri á Dalvík verið nefndur sem fulltrúi framsókn- armanna í starfið en þó er talið að Pétur standi betur að vígi gegn Gunnari. -KK Refaræktin hefur ekki reynst jafn ábatasöm og vonir stóðu til. Refabændur bíða eftír aðgerðum stjómvalda Nýr framkvæmdastjóri ÚA: Gunnar eða Pétur? - Báðir taldir hafa góða möguleika

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.