Dagur - 16.09.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 16. september 1988
Akureyringar - nærsveitamenn!
Tökum aö okkur alla almenna járnsmíði - nýsmíöi
og viðgerðir. Gerum föst verðtilboð ef óskað er.
Stáltak sf.
- Járnsmíðaverkstæði
Fjölnisgötu 4 b, Akureyri ■ Sími 27622.
Pottaplöntu- og haustlaukamarkaður
föstudag og laugardag.
15% kynningarafsláttur.
Opið laugardag í Hafnarstræti kl. 9-16
og í Sunnuhlíð kl. 10-18.
Blómabúðin Laufás
Hafnarstræti og Sunnuhlíð.
HÓTEL KEA
Dansleikur
Laugardagskvöldið 17. september
Hinir bráðhressu
Miðaldamenn
frá Siglufirði leika fyrir dansi
Kristján Guðmundsson
ieikur fyrir matargesti
Hótel KEA
Fjölskyldutilboð
sunnudaginn 18. september
Sjávarréttasúpa og fyllt grísasteik
verð aðeins kr. 690,-
Frítt fyrir börn 0-6 ára, V2 gjald fyrir 6-12 ára
■ ■ • og íspinni fyrir þá sem vilja
SMlliy
Bordapantanir i síma 22200
Verðlaunagarður
Þessi mynd er af öðrum tveggja garða á Sauðárkróki, sem útnefndir voru fegurstu og snyrtilegustu garðar bæjarins
í ár. Dagur skýrði frá þessari verðlaunaveitingu í gær, en vegna mistaka birtist einungis mynd af öðrum garðinum.
Þessi fallegi garður stendur við Grundarstíg 7 á Sauðárkróki og eigendur eru Sigurgeir Þórarinsson og Jóhanna
Valdimarsdóttir. Mynd: -bjb.
Flugáhugamenn:
Flytja hús úr Vaðlaheiði
yfir á Melgerðismela
Á laugardaginn verður hús
flugáhugamanna í Eyjafirði
flutt af núverandi stað í Vaðla-
heiði yfir á Melgerðismela.
Eins og skýrt hefur verið frá í
Degi keyptu flugáhugamenn
gamla Menntaskólabástaðinn í
Vaðlaheiði fyrir skömmu og
ná er sem sagt komið að því að
flytja hann á þann stað sem
hann á að standa um ókomin
ar.
Á Melgerðismelum hafa flug-
áhugamenn leigt sér 10 hektara
athafnasvæði og þar verða
módelflugmenn, vélflugmenn,
Raufarhöfn:
Framkvæmdum við
togarakant að ljúka
Um þessar mundir er verið að
leggja síðustu hönd á fram-
kvæmdir við löndunarbryggju
frystihássins á Raufarhöfn.
Um helgina verður lokið við
að steypa togararakantinn en hér
er um að ræða 80 metra kant.
Framkvæmt hefur verið við kant-
inn fyrir 8-9 milljónir í sumar og
strax að loknu þessu verki, verð-
ur hafist handa við að steypa
sökkla undir dvalarheimili aldr-
aða. Stefnt er að því að fylla
grunninn fyrir veturinn en húsið
verður á 3. hundrað fermetrar á
stærð, alls fjórar íbúðir. VG
svifflugmenn og fallhlífastökkv-
arar með aðstöðu í framtíðinni.
Stefnt er að því að koma upp
merktri flugbraut í tengslum við
athafnasvæðið á Melgerðismel-
um, viðurkenndri af flugmála-
stjóm. Sem fyrr segir skal bústað-
urinn fluttur á Melgerðismela á
laugardag. Stefnt er að því að
hefja flutninginn kl. 8.00 árdegis
og eru áhugamenn hvattir til að
fjölmenna og aðstoða við verkið.
Þeir sem geta mætt upp að bú-
staðnum í Vaðlaheiði á föstudag
kl. 14.00 eru einnig hjartanlega
velkomnir, en þá er ætlunin að
„tjakka“ bústaðinn upp og undir-
búa flutninginn.
Búast má við nokkurri röskun
umferðar á þeim vegum sem
bústaðurinn fer um á laugardag
og eru vegfarendur beðnir um að
sýna tillitssemi.
Þess má að lokum geta að sleg-
ið verður upp mikilli hátíð á
Melgerðismelum þegar flutning-
arnir verða afstaðnir síðdegis á
laugardag.
Fiskvinnslan færist í auknum mæli út á sjó:
„Frystihúsin snúi sér að
meiri og dýrari vinnslu
- og sæki meira inn á beinan neytendamarkað“
segir Benedikt Sveinsson
aðstoðarframkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar SÍS
Fiskvinnsla í landinu hefur
undanfarin ár færst í auknum
mæli át á sjó. Rekstur flestra
þeirra skipa sem vinna aflann
um borð, hefur gengið mun
betur en frystihásanna í land-
inu og auk þess virðist mark-
aður fyrir þann fisk sem unn-
inn er áti á sjó, vera góður
t.d. í Áusturlöndum fjær og
Evrópu.
„Það sem hefur gerst hjá Sam-
bandinu á þremur árum, er að
30% af okkar afurðum eru nú
unnar úti á sjó,“ sagði Benedikt
Sveinsson aðstoðarframkvæmda-
stjóri Sjávarafurðadeildar SÍS í
samtali við Dag um þetta mál.
„Þetta er auðvitað mjög merkileg
þróun en ætti þó ekki að koma
mönnum á óvart. Frystiskipunum
fjölgar ört og væntanlega bætist
nýtt skip í okkar flota innan
skamms en það er Snæfellið í
Hrísey. Þegar Snæfellið hefur
bæst við, erum við komnir með
10 frystiskip sem framleiða fyrir
okkur. Ég spái því að á þessu ári
munu þau framleiða þriðjung af
allri okkar framleiðslu en fyrir 5
árum var engin vinnsla hjá okkur
úti á sjó.“
Benedikt sagði að vaxtar-
broddurinn væri í vinnslu úti á
sjó, því vinnsla í frystihúsunum
hefur dregist saman eins og flest-
um væri kunnugt. „Frystihúsin
vinna í stórar hefðbundnar veit-
ingahúsapakkningar og hafa gert
lengi en ég tel að vinnsla í stórar
einfaldar pakkningar á t.d.
þorsk, ýsu og ufsa fyrir Evrópu,
sé enn hentugri um borð í
skipunum. Og ýmislegt af því
sem frystihúsin gera í dag, eru
skipin að gera með miklu betri
árangri, sem sést m.a. á því að
þau eru rekin með mun betri
afkomu en frystingin.
Það sem frystihúsin ættu að
gera, væri t.d. að snúa sér að
meiri og dýrari vinnslu og þá nýta
sér það að vera með fast land
undir fótum. Einnig væri hugsan-
legt að frystihúsin sæktu meira
inn á beinan neytendamarkað og
eftirlétu þá togurnum vinnslu á
einfaldari pakkningum."
- Vandi frystihúsanna er flest-
um ljós og síðustu daga hafa
heyrst uggvænlegar tölur um tap-
rekstur þeirra hvern dag. Hvað
þarf að gera til bjargar frystihús-
unum?
„Það eina sem getur bjargað