Dagur - 16.09.1988, Page 3

Dagur - 16.09.1988, Page 3
16. september 1988 - DAGUR - 3 Viðvönm fra lögreglunm til bænda og ökumanna Nú er tími gangna og rétta í algleymingi og sauðfé, hestar og menn streyma af fjöllum. Umferð sauðfjár og hesta við vegi eykst því til muna og að gefnu tilefni vili lögreglan á Sauðárkróki koma því á fram- færi við ökumenn og eigendur hesta og sauðQár að fara var- lega, sérstaklega þegar farið er að skyggja. Fyrir skömmu var ekið á hest á Vatnsskarði þeg- ar verið var að reka hann yfir veginn að kvöldlagi. Þeir sem ráku báru ekki endurskins- merki. Vill lögreglan benda þeim á sem eru að reka búfénað að bera endurskinsmerki því þau geta bjargað miklu þegar kvölda tekur. Þá eru ökumenn ekki síst beðnir að fara varlega þegar ver- ið er að reka fé eða hross. Rollur og hestar á beit við þjóðvegi eru ætíð mikið vandamál og eru bændur þar með fénað sinn í leyfisleysi þar sem girðing er við vegi. Vegagerðin hefur tekið hart á þessu og hafa all- flestir bændur tekið vel í það og fjarlægt féð frá vegunum. Lög- reglan á Sauðárkróki hefur undanfarin ár sent hreppstjórum í sýslunni bréf á haustin þar sem þeir eru beðnir að benda bænd- um á að hafa ekki rollur né hesta við vegina, þar sem oft getur skapast stórhætta þegar rollur skjótast yfir veginn, sér í lagi þegar lömb elta móður sína. -bjb Átaksverkefni í atvmnumáhim V.-Hún. - spurning um afstöðu Byggðastofnunar Nú er unnið að því að koma af stað átaksverkefni í atvinnu- málum Vestur-Húnavatnssýslu og er hugmyndin að vinna að því með svipuðum hætti og þegar hefur verið gert á Egils- stöðum og Seyðisfirði. Að sögn Þórðar Skúlasonar, sveitarstjóra á Hvammstanga er þessi umræða á byrjunarstigi en þó hefur þegar verið leitað eftir samstarfi við Byggðastofnun um að hrinda af stað svona verkefni. Þórður sagði að ekki væri komin nein niðurstaða um hvort af þessu yrði. En hvernig er hug- myndin að standa að þessu verk- efni? „Það er hugsað þannig að það verði ráðinn maður til að hafa umsjón með verkefninu sem kemur þá til með að ná yfir alla sýsluna. Vonast er til að sem flestar sveitarstjórnir verði með í þessu og það verður efnt til funda þar sem skipt verður niður í starfshópa sem skoða ákveðnar hugmyndir eða ákveðin mál með tilliti til þess hvort hægt væri að efla atvinnulífið í héraðinu með því að koma einhverri starfsemi af stað,“ sagði Þórður. Þarna verður öllum frjálst að koma að hugmyndum og grund- völlur verður fyrir því að sá sem verður fenginn til að sjá um verk- efnið hafi aðstöðu til að skoða eða láta skoða þær hugmyndir sem fram koma, hvort þær eru raunhæfar eða ekki. í þessu er átaksverkefnið fólgið í stuttu máli en ekki er enn vitað hvernig Byggðastofnum muni bregðast við þessari beiðni um samstarf. fh w w® & wt «*, DAGIJR Akureyri Norðlenskt dagblað frystihúsunum, er í fyrsta lagi að koma verðbólgunni niður og þá helst niður á núllið og efla mjög vöruþróun og markaðsstarf. Það er ekki hægt að reka frystihús í samkeppni á alþjóðamarkaði í mikilli verðbólgu en ef tekið verður á þessum málum, sé ég fram á bjartari tfma í frysting- unni. Fiskvinnslan er að vinna fyrir hinn vestræna markað að mestu leyti en að auki fyrir Japan, Taiwan og fleiri og þetta eru allt saman mjög góðir markaðir. Benedikt Sveinsson: „Ýmislegt af því sem frystihúsin gera í dag, eru skipin að gera með mun betri ár- angri.“ Mynd: KK Evrópulönd eins og England, Ítalía og Frakland sem bjuggu við erfitt efnahagsástand fyrir örfáum árum, eru nú líka komin í hóp þeirra landa sem búa við gott efnahagsástand. Vandamálið er hér innanlands og það er mál sem virðist mjög erfitt að taka á, hvernig sem á því stendur." - Það hefur orðið töluverð breyting á markaðshlutdeildinni síðustu ár. Áður fór langstærsti hluti framleiðslunnar til Banda- ríkjanna en er ekki nema um fjórðungur í dag. Hvað veldur þessari miklu breytingu? „Þetta hefur snúist við vegna þess að fiskvinnslan er alltaf að reyna að bjarga lífi sínu og verð- ur endalaust að hlaupa inn á þann markaðinn sem borgar best og hraðast og þar sem gengið er sterkast. Einnig eru núna fleiri togarar sem vinna aflann um borð í viðskiptum hjá okkur en þeir vinna mikið af pakkningum sem henta þessu mörkuðum bet- ur en öðrum, t.d. hausskorin fisk. Þetta hefur m.a. leitt til þess, að í stað þess að flytja um 80% af okkar afurðum á Banda- ríkjamarkað, eins og við gerðum fyrir 10 árum, þá fara bangað ekki nema 25% í dag. Á sama tíma fer markaðurinn í Austur- löndum fjær úr nánast engu og upp í um 25% í dag af því sem við í Sambandinu flytjum út,“ sagði Benedikt Sveinsson. -KK AGALEGT KRÆFT MERGJAÐ STYRKJAIMDI BEITT FYIMDIÐ HRATT HRESSILEGT o o 00 s LITRÍKT Nýttblað á föstudaginn fyrirhelgina

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.