Dagur - 16.09.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 16.09.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 1^.' séþtémbér '1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÓRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ná stjómar- flokkamir saman? Nú hafa bæði Framsóknarflokkur og Alþýðu- flokkur lagt fram breytingartillögur og viðauka við tillögur forsætisráðherra um efnahagsað- gerðir. Þær breytingar, sem flokkarnir vilja gera, eru miklar og vafasamt að sjálfstæðismenn geti fellt sig við þær. Margt er sameiginlegt með breytingartillög- um framsóknarmanna og krata. í fyrsta lagi vill hvorugur flokkurinn fella gengið, eins og gert er ráð fyrir í tillögum forsætisráðherra. í öðru lagi vilja bæði framsóknarmenn og kratar færa niður vexti og fjármagnskostnað með mun ákveðnari aðgerðum en forsætisráðherra gerir ráð fyrir, og ganga tillögur framsóknarmanna lengra hvað þetta varðar. Þeir leggja til að meðalraunvextir verði ekki yfir 6% og beitt verði lagaheimild til að lækka þá, ef nauðsyn krefur. Flokkarnir tveir eru sammála um að skattleggja fjármagnstekjur umfram ákveðna ávöxtun auk þess sem fram- sóknarmenn vilja hækka tekjuskatt þeirra sem hærri launin hafa. Þá eru flokkarnir tveir sam- mála um að frysta verðlag á gjaldskrám opin- berra fyrirtækja til 10. apríl á næsta ári. Síðast en ekki síst má nefna hugmyndir flokkanna tveggja um stofnun sérstaks sjóðs til að leysa fjárhagsleg vandamál útflutningsatvinnuveg- anna, en þær eru að mörgu leyti hliðstæðar. Ef samstaða næst um meginhluta þessara breytingartillagna innan ríkisstjórnarinnar er ljóst að efnahagsaðgerðirnar koma til með að verða víðtækar og því líklegar til árangurs. Þá er ekki lengur um að ræða samansaín bráðabirgða- lausna, sem fyrirfram eru dæmdar til að mistak- ast. En draga verður mjög í efa að nauðsynleg eining náist um þessar tillögur. Sjálfstæðismenn hafa fram til þessa hvorki viljað lækka vexti og fjármagnskostnað með stjórnvaldsaðgerðum, né skattleggja fjármagnstekjur umfram ákveðna ávöxtun. Þá er viðbúið að tillaga fram- sóknarmanna, um að láta aðstöðugjöld sveitar- félaga umfram ákveðið hámark renna í sérstak- an sjóð til að bæta rekstrarstöðu útflutnings- fyrirtækjanna, muni standa í sjálfstæðismönn- um. Nokkur stærstu sveitarfélögin myndu, með samþykkt þeirrar tillögu, verða að láta spón úr aski sínum, þar á meðal Reykjavíkurborg. Davíð Oddsson borgarstjóri hefur þegar mótmælt þessari sanngirnishugmynd kröftuglega, en hann er eins og mönnum er kunnugt, ekki alveg áhrifalaus innan Sjálfstæðisflokksins. Það ræðst á næstu dögum hvort stjórnarflokk- arnir ná samstöðu um þær tillögur sem fram eru komnar. Ef samstaða næst ekki má telja útséð um að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sé vand- anum vaxin. BB. Þessi mynd er tekin um 1925. Hér er verslunin París við hlið Hamborgar, byggð 1913. Verslanirnar áttu, sína hvora, bræðurnir Sigvaldi og Jóhannes Þorsteinssynir, en áður áttu þeir sameiginlega verslunina Berlín í Aðalstræti 10. Það er af sem áður var þegar stórborgirnar veltust hver um aðra þvera hér á Akureyri áður fyrr. I vinstra horni mynd- arinnar sér í þak hesthússins hjá Caroline Rest. Ljósmyndari er Hallgrímur Einarsson. Myndatexti: B.E. Örfá orð um sögu- ritun Akureyrar Það er nú liðið eitt ár síðan ég var ráðinn til að skrifa sögu Akureyr- ar. Á slíkum tímamótum þykir mér rétt að fara nokkrum orðum um söguritunina enda hef ég fundið til þess að bæjarbúar eru áhugasamir um þetta verk og því ekki nema sjálfsagt að þeir frétti endrum og sinnum hvernig geng- ur. Að vísu verð ég að viðurkenna það að mér er heldur illa við að ræða mikið framtíðaráætlanir hvort sem er á opinberum vett- vangi eða í fámennari hópi. Þetta er auðvitað ekkert annað en angi af hjátrú sem illa hæfir á 20. öld- inni - en hver hefur sinn djöful að draga. Um efnisþætti Snúum okkur þá að söguritun- inni. Það var ljóst áður en gengið var til verks að sagan um Akur- eyri hlaut að fylla fleiri en eitt bindi. Ég ímynda mér að þau gætu orðið þrjú eða fjögur. Fyrsta bindinu skipti ég strax nið- ur í fjóra meginhluta. Sá fyrsti nær frá landnámi og fram til 1787 en þá fékk Akureyri eða Eyjafjarðarkaupstaður, eins og hann nefndist á máli embættis- mannanna, kaupstaðarréttindi í fyrra sinnið. Þetta fór saman við það að kóngur gaf verslunina við ísland frjálsa öllum þegnum sínum. Gamla einokunarlagið, þar sem einn aðili keypti allan verslunarrétt við íslendinga, var afnumið. Nú tók við tími hinna sjálf- stæðu kaupmanna. Á Akureyri voru þetta ár Friðriks Lynge sem bar höfuð og herðar yfir aðra kaupmenn á staðnum. Það er þó ekki svo að skilja að höndlarar hafi flykkst á eyrina um leið og einokunin var afnumin og þó, þar voru alltaf tvær eða fleiri verslan- ir alveg frá 1788 sem þótti bara býsna gott. Sjálfur Andreas Kyhn, mesti stórbokkinn á ís- landi um 1800, varpaði um eitt skeið skugga sínum yfir Eyfirð- inga áður en hann fór í lífstíðar- tukthús fyrir fjármálamisferli. Á öldinni nítjándu voru fjármála- misferli nefnilega ekki dregin í dilk hvítflibbabrota. Þau voru alvöru glæpur. Annar hlutinn fjallar um þessa menn alla, Lynge, Kyhn og Gudmann, sem leysti hina tvo af hólmi með hin- um mesta glæsibrag. En eitt og annað varð til þess að draga úr uppgangi Eyjafjarð- arkaupstaðar og 1836 misstum við kaupstaðarréttindin aftur. Bjarna Thorarensen, fyrsta róm- antíska skáldinu okkar íslend- inga og þáverandi amtmanni norðan og austan, brá lítið við þessa atburði. Þetta er ekki nema nafnið, sagði hann en var þó engu að síður svolítið spældur yfir missinum. Það er viðfangs- efni mitt í þriðja hluta fyrsta bindis Akureyrarsögunnar að draga upp einhverja mynd af ára- tugunum á milli 1836 og 1862. En það var einmitt á þessum tíma að barátta bæjarbúa fyrir alvöru bæjarréttindum hófst og var leidd til lykta. Um fjórða meginkaflann vil ég ekki fjölyrða að sinni. Það sækja nefnilega að mér efasemdir um að hann rúmist í fyrsta bindinu sem ég áætla að komi út á árinu 1990. ~ Talaö viö fólk Ef það gengur eftir að þetta fyrsta bindi endi um 1862 þá þýð- ir það að allt efni þess verður um atburði sem enginn núlifandi maður man af eigin raun. Þetta breytist þó strax í næsta bindi á eftir og þá mega Akureyringar, sérstaklega þeir sem eru komnir langt úr æsku, eiga von á því að ég kvabbi svolítið á þeim um upplýsingar. Raunar er ég á þröskuldi þess að hefja slíka munnlega upplýsingasöfnun. Gildi hennar felst ekki hvað síst í því að lifandi menn geta miklu frekar miðlað andblæ liðins tíma en dauðar heimildir. Það sjálf- sagða hefur aldrei þótt fréttnæmt og ratar því sjaldnast á prent. Hér er þó oft um að ræða mikils- verðar upplýsingar um daglega háttu og vinnubrögð. Og ein- staka sinnum lifa frásagnir af atburðum ekki annars staðar en í minningunni. Það má því segja að öðrum þræði sé ég á höttunum eftir því „sjálfsagða". Gallinn við slíka rannsókn er hins vegar sá að ein- staklingarnir, sem búa yfir þekk- ingunni sem ég leita, eru lítt að halda sér fram, í og með vegna þess að þeir átta sig ekki alveg á mikilvægi vitneskju sinnar. Ég hlýt því að þiggja allar ábending- ar um heimildamenn með þökk- um. Með þökk fyrir birtinguna. Jón Hjaltason. Havsteenshús (Amtmannshúsið). Fyrsta íbúðarhús Akureyrar, byggt árið 1777, en brann 1901. Á myndinni eru danskur tannlæknir t.v. og Júlíus Hav- steen amtmaður t.h. en hann átti húsið á árunum 1882-1894. Friedrich Lynge kaupmaður byggði húsið, en hann var síðasti einokunarkaupmaður- inn og jafnframt fyrsti fríhöndlunarkaupmaðurinn á Akureyri. Lynge mun hafa hafið kaupmennsku sína 1770, en þó ekki fyrir alvöru fyrr en 1776. Myndin er tekin skömmu eftir 1880. Ljósmyndari er Anna Schiöth. Myndatexti: B.E.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.