Dagur - 16.09.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 16. september 1988
spurning vikunnar
Er ríkisstjórnin að springa?
Mannlíf í
Skúli Magnússon:
Já, ætli þaö ekki. Ég hef trú á
því. Mér líst ekkert á ástandiö,
en þaö er bara spurning hvort
völ er á betri stjórn. Eru ekki allir
jafn slæmir? Ég á enga sér-
staka óskastjórn, þær virðast
allar vera eins hvernig svo sem
þær eru samsettar. Þó held ég
að best sé að hafa ekki fleiri en
tvo flokka í stjórn.
Um síðustu helgi var réttað í
Tungurétt. Það má með sanni
segja að þessi réttardagur marki
tímamót í Svarfaðardal því í
haust verður allt fé bænda í daln-
um skorið niður vegna riðu. Eins
og sjá má á meðfylgjandi mynd-
um voru menn - þrátt fyrir allt -
hressir og lyftu gjarnan flösku
með guðaveigum þegar þeir hittu
vini og kunningja. Á myndinni
hér fyrir neðan er hann Símon á
Þverá og María (á hestbaki). Við
teljum að piltur sá er veifar
plastflöskunni heiti Björn og sé
frá Dalvík, en svo mikið er víst
að það er Helgi frá Þverá sem er
lengst til hægri. Karlarnir sem
skeggræða þar fyrir neðan eru
þeir Hjörtur frá Tjörn og Björn
Þórðarson. Og neðst er Kristján
frá Tjörn að skrúfa tappann á
flösku - sjálfsagt hefur hann neit-
að Hjörleifi bróður sínum um
sopa enda er sá síðarnefndi tals-
vert yngri.
Arndís Magnúsdóttir:
Ríkisstjórnin hefur verið ansi líf-
laus upp á síðkastið. Þetta hef-
ur staðið ansi tæpt hjá þeim
undanfarnar vikur. Ég vil að
Kvennalistinn fái að spreyta sig
núna. Það vantar nýtt blóð í
stjórn landsins.
Ólafur Halldórsson:
Ég vona það. Og það sem fyrst.
Ég vil fá vinstri sinnaða stjórn.
Við þurfum að losa okkur við
þetta „frjálsræði" í gæsalöpp-
um sem veður uppi og er til
háborinnar skammar. Fram-
sóknarflokkur, Alþýöubandalag
og Kvennalisti eiga að mynda
næstu stjórn. Það er alveg
ágætis tríó.
Mattý Einarsdóttir:
Er það ekki augljóst mál? Ann-
ars fylgist ég ekki mikið með
pólitík, má ekki vera að því. Ég
veit ekki hvort er betra að
stjórnin tóri áfram eða hún fari
frá. Maður veit ekkert hvað
kemur í staðinn. Hvort það
verður eitthvað betra.
Guðrún Guðmundsdóttir:
Ég veit það ekki. En ég vona að
hún springi ekki. Þeireiga mikið
verk fyrir höndum í ríkisstjórn-
inni og ég vona að þeim takist
að leysa það vel úr hendi. Ég
segi svo sem ekki að þetta sé
óskastjórnin, en það er sjálfsagt
að gefa henni tækifæri út kjör-
tímabilið og athuga hvernig hún
hefur staðið sig.