Dagur


Dagur - 16.09.1988, Qupperneq 14

Dagur - 16.09.1988, Qupperneq 14
14 - DAGUR - 16. september 1988 Matvöniverslanir KEA Illboð vikunnar Sama verð á öllu félagssvæðínu Nýtt tQboð í hverri viku. Stendur eina viku í senn. Sjá nánar auglýsingar í Degi fyrr í vikunni Matvömverslanir KEA Vélavörð vantar á Sænes, 110 lesta bát frá Dalvík. Upplýsingar í símum 96-61614 og 96-61408. Fimleikaráð Akureyrar óskar eftir kven- og karlþjálfurum til starfa í vetur. Upplýsingar í síma 23021 (Amí) eftir kl. 21.00. Við leitum að góðum ritara allan daginn (eða tveimur hálfan daginn) til að vinna almenn skrif- stofustörf, annast símavörslu, mótttöku, veita upplýsingar o.fl. Þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa góða íslensku- kunnáttu, gjarnan einhverja þekkingu í Norður- landamáli og ensku, og geta byrjað 1. okt. Nánari upplýsingar á skrifstofunni að Brekkugötu 1, sími 27577, opið kl. 13-16. Stefanía Arnórsdóttir, Valgerður Magnúsdóttir. Amerískir dagar í Sja.lla.nnm Amerískir dagar verða í Sjallan- um dagana 21. og 22. september. 14 manna hópur söngvara og dansara frá Discoveryland í Oklahoma, Bandaríkjunum, verður með fjöruga sýningu í hálf- an annan tíma samfleytt, sem fléttuð er saman úr völdum atrið- um úr söngleiknum Oklahoma og Villta vestrinu og krydduð með ærslafengnum en þrautþjálfuðum kúrekaleikjum, sveitasöngvum og dönsum. Sýningin hefst kl. 21. Matseðillinn þessi kvöld er að hætti þeirra Ameríkumanna - kjúklingasúpa og safarík nauta- steik með maískorni, bakaðri kartöflu og grilluðum tómat. Heildarverð fyrir sýningu og mat er kr. 2.350,- Þessar tvær sýningar sem fyrir- hugaðar eru á Akureyri eru liður í hátíðahöldum Sjallans í tilefni 25 ára afmælisins. Iionessur selja plastpoka Þessa dagana stendur yfir hin árlega sala Lionessa á Akureyri á heimilispokum og munu þær ganga í hús í bænum í dag og næstu daga. Ágóði sölunnar rennur til líkn- armála. Lionessur á Akureyri styrktu Fæðingadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri til tækjakaupa á síðasta ári og munu einnig gera það nú. Vonast þær til að bæjarbúar taki þeim vel að vanda og sýni með því áhuga sinn á að ljá góðu málefni lið. Og svo er alltaf not fyrir hand- hæga plastpoka á heimilinu, ekki satt? R^ÐQOFCXiR^DSÍNGAR Vanur ritari Torfærukeppni í bæjar- krúsunum Bílaklúbbur Akureyrar heldur síðustu torfærukeppni sumarsins í bæjarkrúsunum í Glerárdal á laugardaginn. Keppnin hefst klukkan 14.00 og stendur fram eftir degi. Öruggt er að keppnin verður mjög hörð þar sem lítill stigamunur er á keppendum, en þetta er síðasta torfærukeppnin í Islandsmeistarakeppninni í ár. Bílaklúbbur Akureyrar hvetur fólk til að mæta og fylgjast með harðri og spennandi keppni á laugardag. Skriðjöklar á heimaslóöum - stórdansleikir í Sólgarði og Hótel Höfn um helgina [ kvöld mun gleðisveitin ikriðjöklar frá íslandi halda itórdansleik í Sólgarði í Eyja- Irði. Verður þetta í fyrsta sinn tæpt ár sem hljómsveitin FáJkafells- opnunar- veisla! Laugardaginn 17. september verður hin árlega opnunarveisla í Fálkafelli, sem er stærsti útilegu- skáli Skátafélagsins Klakks. Mæting er kl. 20.15 við Pásu- stein, og verður lagt af stað kl. 20.30. Einnig munu dróttskátar verða vígðir. Skátahöfðingi íslands, Gunnar Eyjólfsson, er gestur kvöldsins. Rætt verður um starfið á kom- andi starfsári og ekki má gleyma hinum glæsilegu veitingum sem í boði verða. f lokin verður svo stutt kvöldvaka að skátasið. Skátar og velunnarar eru hjart- anlega velkomnir. Með skátakveðju. Dróttskátar 3. deild. kemur fram á sínum heima- slóðum ef útihátíðin á Mel- gerðismelum um verslunar- mannahelgina er undanskilin. Annað kvöld mun sveitin síðan troða upp á Hótel Höfn á Siglufírði. Að sögn Eggerts Benjamíns- sonar, eða Skeggerts eins og hann er oft kallaður, hefur hljómsveitin undirbúið sig af kostgæfni fyrir þessa dansleiki og hyggst hún m.a. leika ný lög af væntanlegri breiðskífu. „Auk þess er ekki útilokað að við kom- um naktir fram,“ sagði „Skeggi“ og glotti við tönn. Jöklarnir hafa haft í ýmsu að snúast í sumar. Sveitin hefur leik- ið á u.þ.b. 40 dansleikjum vítt og breitt um landið frá því í júní og innan skamms mun hljómsveitin haída utan til tónleikahalds. „Okkur fannst ekki hægt annað en að kasta kveðju á hin norð- lensku sprund áður en við höld- um utan. Þetta verður trúlega í síðasta sinn á þessu ári sem við komum fram á Norðurlandi og því ástæða til að hvetja allar skvísur til að líta við í Sólgarði eða á Hótel Höfn,“ sagði Eggert Benjamínsson, hinn blíðlyndi trymbill Skriðjökla. DAGIIR Blönduósi S 954070 Norðlenskt dagblað

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.