Dagur - 27.09.1988, Síða 9

Dagur - 27.09.1988, Síða 9
8 - DAGUR - 27. september 1988 27. september 1988 - DAGUR - 9 íþróttir Leikur Steinar Ingimundarson með KA næsta keppnistímabil? Mynd: tlv Örn Viðar Arnarson hélt Sævari Jónssyni í spennitreyju. Það dugði hins vegar ekki til og Sævar skoraði sigurmark Valsmanna. Knattspyrna 2. deild: KS kvaddí með sigri - lagði Fylki að velli 3:0 á Siglufirði KS kvaddi 2. deildina að þessu sinni með góðum sigri á Fylki 3:0. Veðurguðirnir settu mik- inn svip á leikinn, því miklum snjó kyngdi niður fyrir og með- an á leiknum stóð og var leikurinn því oft líkari ísknatt- leik heldur en knattspyrnuleik. Fyrri hálfleikurinn var að mestu leyti tíðindalítill. Leik- mennirnir þreifuðu fyrir sér og reyndu að halda jafnvægi á hvít- um vellinum. Hættulegasta marktækifærið kom er Siglfirð- ingurinn Óli Agnarsson brenndi illilega af um miðjan hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn var mun fjörugri og náðu heimamenn sér vel á strik. Hver sóknarlotan af annarri buldi á marki Fylkis- manna og áttu þeir í mestu erfið- leikum með fríska framlínumenn Siglfirðinga. Fyrsta markið kom er besti maður vallarins Hafþór Kol- beinsson þrumaði knettinum í mark Árbæinga af löngu færi. Glæsilegt mark! Róbert Haraldsson bætti síðan öðru marki við tíu mínútum síðar er hann stakk sér inn af kantin- um, lék fimlega á bakvörðinn og sendi tuðruna í netið af stuttu færi. Hafþór Kolbeinsson setti síðan punktinn yfir i-ið með því að skora ágætt mark með laumuleg- um bananabolta yfir markvörð gestanna. Heimamenn áttu síðan nokkur góð marktækifæri, en tókst að klúðra nokkrum mjög góðum marktækifærum. Einkum var það Óli Agnarsson sem var duglegur í klúðursdeildinni. Sigur KS-drengjanna var fylli- lega verðskuldaður og hefði átt að vera stærri. Þetta var örlítil sárabót fyrir fallið og sýnir að lið- ið getur spilað góða knattspyrnu. Hafþór Kolbeinsson átti stórleik í liði KS og einnig stóð Magnús Jónsson sig vel í markinu. Tómas Kárason var aftur kominn í sína gömlu stöðu á miðjunni og stóð sig vel. Jakob Kárason tók stöðu hans í vörninni og hélt hreinu! Fylkisliðið hefur heldur betur misst flugið eftir að þeir tryggðu sér sæti í 1. deildinni. Þeir hafa nú tapað þremur leikjum í röð og betur má ef duga skal hjá Árbæj- ardrengjunum ef þeir ætla að standa sig í 1. deildarkeppninni. í þesum leik bar mest á Erni Valdi- marssyni og Guðjóni Reynissyni. KS-ingar kveðja nú 2. deildina og hlýtur það að vera stuðnings- mönnum þeirra erfiður biti að kyngja. En liðið sýndi í seinustu leikjunum að það getur spilað góða knattspyrnu, þannig að ef rétt verður að málum staðið mun KS ekki dvelja lengi í 3. deild- inni. AP Óli Agnarsson kom mikið við sögu í leiknum SL-mótið 1. deild í knattspyrnu: KA-menn lágu fyrir Val - eiga þó hrós skilið fyrir keppnistímabilið Valsmenn tóku á móti verð- launum fyrir 2. sætið í SL- deildinni á Akureyrarvelli á laugardaginn eftir 1:0 sigur á KA. Þetta var leikur sem skipti ekki nokkru máli fyrir liðin og var hann Ieiðinlegur í samræmi við það. Ekki bætti veðrið úr skák, éljagangur og kuldi, og áhorfendur hafa ekki verið færri í ómunatíð. Aðeins eitt lið var á vellinum í fyrri hálfleik; Valur. Á 11. mín- útu skallaði Hilmar Sighvatsson boltann í stöng eftir sendingu frá Þorgrími Þráinssyni og á 14. mín þrumaði Þorgrímur yfir KA- markið eftir einleik. Tveimur mínútum síðar komst Valur Valsson í gott færi en Ægir Dags- son varði vel. Valsmenn pressuðu stíft og skutu ótt og títt á KA-markið en heimamenn lágu í vörn. Loks á 28. mín fékk KA marktækifæri en Þorvaldur spyrnti knettinum hátt yfir Valsmarkið. Aðeins mínútu síðar komust Valsmenn í upplagt færi en Ægir varði glæsi- lega þrumuskot Sævars Jónsson- ar. Sævar átti síðasta orðið, eða Þorvaldur fékk bronsskóinn Markahæstir 1. deild mörk Sigurjón Kristjánsson Val 13 Guðmundur Steinsson Fram 12 Þorvaldur Örlygsson KA 9 Markahæstir 2. deild Pálmi Jónsson FH 16 Sigurður Hallvarðsson Þrótti 15 Heimir Karlsson Víði 11 Eyjólfur Sverrisson UMFT 10 Jón Þórir Jónsson UBK 10 Óskar hættir með Leiftur - Fer Steinar í KA? Óskar Ingimundarson mun ekki þjálfa Leiftursliðið á næsta keppnistímabil. Hann iýsti þessu yfir í lokahófí knatt- spyrnudeildar Leifturs á laug- ardaginn. Steinar bróðir hans lýsir því yfir í DV í gær að til greina komi að hann skipti í KA. Einnig segir hann að til greina komi að fara aftur í sitt gamla félag KR. Það virðist einnig liggja ljóst fyrir að Þorsteinn Geirsson mun ekki snúa aftur til Leifturs, því hann er farinn til Bandaríkjanna í nám. Ekki hafa aðrir leikmenn sagst ætla að yfirgefa herbúðir Ólafsfirðinga og mun framhaldið sjálfsagt velta á því hvaða þjálfari verður ráðinn til þeirra á kom- andi tímabili. AP skotið, í fyrri hálfleik, en boltinn skaust framhjá KA-markinu. Staðan því 0:0 þegar leikmenn gengu til messu. í seinni hálfleik voru tvö lið á vellinum eins og vera ber en samt var leikurinn langt frá því að vera skemmtilegur. Besta færi KA kom á 49. mín. er Guðmundur Baldursson varði skot frá Gauta Laxdal en hélt ekki boltanum og Anthony Karl þrumaði í Guðmund, boltinn hrökk í Hall- dór Kristinsson og skoppaði af honum framhjá opnu markinu. Á 54. mín. varði Guðmundur frá Bjarna Jónssyni, hinum meg- in brást Ingvari Guðmundssyni skotfimin og á 58. mín. varði Guðmundur aftur frá Bjarna. Eina mark leiksins kom síðan á 65. mínútu. Atli Eðvaldsson skallaði knöttinn í stöng og bolt- inn barst til Sævars sem þrumaði honum í netið. 1:0 fyrir Val. KA gerði nú nokkrar tilraunir til að jafna metin en án árangurs. Valgeir Barðason komst í gott færi á 75. mín. en varnarmenn Vals björguðu á markteig. Örn Viðar þrumaði boltanum fram hjá Valsmarkinu undir lok leiks- ins, leiktíminn fjaraði út og sigur Vals í höfn. Engin ástæða er til að hrósa einstökum leikmönnum sérstak- lega en þó stóðu þeir Ægir og Erlingur fyrir sínu hjá KA, Ingv- ar og Valur voru sprækir hjá silfurliðinu, en markaskorararnir Sigurjón Kristjánsson og Þor- valdur Örlygsson sáust ekki í leiknum. í heild geta KA-menn unað vel við sitt, þeir komu á óvart í SL-deildinni og léku skemmtilega sóknarknattspyrnu og ekki má gleyma hinni firna- sterku vörn. Gott sumar hjá KA. SS Liö KA: Ægir Dagsson, Friðfinnur Hermanns- son (Arnar Bjarnason 74. mín.), Erlingur Krist- jánsson, Steingrímur Birgisson, Halldór Krist- insson, Þorvaldur Örlygsson, Bjarni Jónsson, Gauti Laxdal, Stefán ólafsson (Valgeir Barða- son 74.), Anthony Karl Gregory, Örn Viðar Arnarson. Lið Vals: Guðmundur Baldursson, Þorgrímur Þráinsson, Sigurjón Kristjánsson, Magni Blönd- al Pétursson, Atli Eðvaldsson, Sævar Jónsson, Guðni Bergsson (Einar Páll Tómasson 60. mín.), Hilmar Sighvatsson, Valur Valsson, Ingvar Guðmundsson, Guðmundur Baldursson. Dómari: Bragi V. Bergmann. Gult spjald: Hilmar Sighvatsson, Steingrímur Birgisson, Erlingur Kristjánsson. Knattspyrna 2. deild: Stólamir sprungu á lokasprettinum Stólarnir frá Sauðárkróki náðu ekki að enda, þetta annars ágæta tímabil, með sigri í sín- um seinasta leik. Þeir flugu suður í Kópavog en heima- menn voru ekki gestrisnir og sigruðu 2:1 í jöfnum leik. Mikið rok setti svip sinn á leik- inn á laugardaginn og áttu leik- menn beggja liða í erfiðleikum imeð að hemja boltann í mestu hviðunum. Blikarnir voru öllu sókndjarfari fyrri hlutann af leiknum, en náðu ekki að skapa neina afgerandi hættu upp við l mark Sauðkrækinga. Hættulegasta marktækifærið kom á 30. mínútu er Jón Þórir Jónsson slapp úr gæslu varnar- manna Tindastóls og þrumaði knettinum í þverslána hjá Gísla markmanni. En boltinn vildi ekki inn í fyrri hálfleik og því héldu leikmenn markalausir til bún- ingsherbergja í leikhléi. Bjarni þjálfari hefur lesið vel yfir sínum mönnum í hálfleik því þeir komu mjög grimmir til leiks í síðari hálfleik. Einkum var það Eyjólfur Sverrisson sem angraði varnarmenn Kópavogsbúanna með hraða sínum og leikni og það var einmitt hann sem skoraði mark Stólanna í þessum leik. Á 74. mínútu fékk hann bolt- ann á miðjum vallarhelmingi Blikanna, lék á tvo varnarmenn og brunaði að vítateignum. Þar komu tveir grænklæddir leik- menn og reyndu að stöðva pilt- inn en allt kom fyrir ekki. Eyjólfur var óstöðvandi og skor- aði örugglega fram hjá Eiríki Þorvarðarsyni (bróður Einars landsliðsmarkvarðar) markverði Blikanna. En Adam var ekki lengi í Para- dís og ekki heldur Stólarnir, því aðeins fimm mínútum síðar skor- aði Þorsteinn Hilmarsson örugg- lega eftir að hafa fengið sendingu frá Halldóri Kjartanssyni. Nokkrum mínútum síðar tryggði Jón Þórir Jónsson heima- mönnum sigur með skoti rétt utan vítateigs. Gísli hafði hendur á knettinum en skotið var fast og inn fór tuðran. Þrátt fyrir tapið getur Tinda- stóll vel unað við árangur tíma- bilsins. Margir spáðu liðinu falli strax aftur niður í 3. deild. En eftir tap í fyrsta leik tímabilsins tóku leikmennirnir sig heldur betur saman í andlitinu og hafa Landsliðið í knattspyrnu, skip- að leikmönnum 21 árs og yngri, hefur verið valið en liðið á að leika landsleik við Finna í Oulu í Finnlandi næstkomandi miðvikudag. Einn norðanmað- ur er í liðinu en það er Eyjólfur Sverrisson sem hefur staðið sig vel með Tindastól frá Sauðár- króki í sumar. Liðið í heild lít- ur þannig út. Markmenn: Ólafur Gottskálksson ÍA Adólf Óskarsson ÍBV unnið marga góða sigra í sumar. í þessum leik bar mest á Eyjólfi Sverrissyni í sókninni, og einnig átti Jón Gunnar Traustason ágæt- an leik. Breiðablik sigraði nú í sínum þriðja leik í röð og með þessum góða endaspretti náðu þeir að bjarga sér frá falli. Það vakti í nótt mun það ráðast hvort íslendingar verða áfram í hópi þeirra bestu í heiminum í handknattleik. Þá mætum við Sovétmönnum sem þegar hafa tryggt sér að leika um ólympíu- titilinn. Staðan er mjög óljós og það veltur á úrslitum þessa leiks og leiks Júgóslava og Svía um hvaða sæti við spilum. Aðrir leikmenn: Alexander Högnason ÍA Haraldur Ingólfsson ÍA Rúnar Kristinsson KR Þorsteinn Halldórsson KR Einar P. Tómasson Val Steinar Adólfsson Val Arnljótur Davíðsson Fram Hallsteinn Arnarson Víkingi Pétur Óskarsson Fylki Baldur Bjarnason Fylki Ólafur Kristjánsson FH Eyjólfur Sverrisson Tindastól Ágúst Már Jónsson KR Gestur Gylfason ÍBK JÓH athygli að Blikarnir tefldu fram þremur úr íslandsmeistaraliði 3. flokks félagsins í þessum leik; Arnari Grétarssyni (bróður Sigurðar Grétarssonar landsliðs- manns) sem lék allan leikinn, og þeim Halldóri Kjartanssyni ög Ásgeiri Baldurs sem komu inn á sem varamenn. AP Möguleikarnir eru frá 3. til 8. sætis. Leikurinn við Svía aðfaranótt laugardagsins er líklegast einn sá slakasti sem íslenskt landslið hef- ur leikið í háa herrans tíð. Ekki einn einasti leikmaður íslenska landsliðsins náði sér á strik og er þetta líklegast leikur sem þeir vilja gleyma sem allra fyrst. Liðið náði sér betur á strik gegn ólympíu- og heimsmeistur- um Júgóslava. Sá leikur var jafn og spennandi og var besti leikur íslenska liðsins til þessa. Það kom á óvart hve slakir heims- meistararnir voru og ef lukkan hefði verið með Islendingum hefðum við sigrað í leiknum. Jakob Sigurðsson skoraði gott mark gegn Júgóslövum. I Þorvaldur Örlygsson fer með lands- liðnu til Danmerkur. Knattspyrna: Landsliðið til Danmerkur íslendingar leika landsleik í knattspyrnu gegn Dönum á miðvikudagskvöldið. Leikur- inn fer fram í Kaupmannahöfn og hefur landsliðshópurinn verið valinn. Markverðir: Bjarni Sigurðsson Brann Friðrik Friðriksson B 1909. Aðrir leikmenn: Arnór Guðjohnsen Anderlecht Atli Eðvaldsson Val Ásgeir Sigurvinsson Stuttgart Guðmundur Torfason Genk Guðni Bergsson Val Gunnar Gíslason Moss Halldór Áskelsson Þór Ólafur Þórðarson ÍA Ómar Torfason Fram Pétur Arnþórsson Fram Pétur Ormslev Fram Ragnar Margeirsson ÍBK Sævar Jónsson Val Viðar Þorkelsson Fram Þorvaldur Örlygsson KA Það virðist ganga erfiðlega fyr- ir Arnór að fá leyfi í leikinn. Ef hann kemst ekki þá fer Halldór Áskelsson í hans stað. AP Karl Þráinsson var hetja íslenska liðsins og skoraði hann jöfnunarmark leiksins 19:19 þeg- ar einungis ein sekúnda var eftir. Hann skoraði fimm mörk í sex tilraunum og er það mjög góð nýting. Það verður löng nótt hjá íslenskum handboltaaðdáendum þegar íslendingar mæta Sovét- mönnunum og líklegt að margir mæti vansvefta til vinnu í fyrra- málið. AP Lokastaðan 2. deild Úrslit í 18. ug síöustu umferð 2. deildar í knattspyrnu á laug- ardag urðu þessi: Selfoss-ÍBV 1:0 FH-ÍR 1:0 UBK-Tindastóll 2:1 KS-Fylkir 3:0 Víðir-Þróttur 3:3 Lokastaðan varð þessi: FH 18 14-2- 2 47:20 44 Fylkir 18 9-6- 3 39:30 33 Víðir 18 8-3- 7 38:31 27 ÍR 18 8-2- 8 31:35 26 Selfoss 18 7-4- 7 27:26 25 Tindastóll 18 7-2- 9 27:31 23 UBK 18 6-5- 7 27:33 23 ÍBV 18 6-2-10 29:36 20 KS 18 5-4- 9 38:46 19 Þróttur 18 2-6-10 27:42 12 Knattspyrna: Eyjólfur valirni í landsliðið Sverrir Sverrisson og félagar í Tindastól urðu að láta í minni pokann fyrir UBK. Ólympíuleikar: Islendingar mæta Sovétmönnum í nótt

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.