Dagur - 27.09.1988, Side 16

Dagur - 27.09.1988, Side 16
r þÓRSHAMAR HF. Við Tryggvabraut ■ Akureyri • Sími 22700 Norðurlandaskákmót framhaldsskóla: Sveit Noregs sigraði Sveit Noregs bar sigur úr být- um í Norðurlandamóti fram- haldsskólasveita í skák sem haldið var á Akureyri um helg- ina. Sveitin hlaut 15 vinninga, sveit Danmerkur kom næst með 13 v. og þá sveit Mennta- skólans á Akureyri með 12Vi. Verslunarskólinn fékk 8 vinn- inga, Svíþjóð IVi og Finnland 4. Sveit MA var mjög óheppin í 2. umferð er hún tapaði 1:3 fyrir norsku sveitinni og sigurmögu- leikar sveitarinnar voru endan- lega úr sögunni er hún tapaði fyr- ir Dönum í síðustu umferðinni. Menntskælingar unnu hinar sveitirnar mjög sannfærandi. Bogi Pálsson MA náði þeim einstaka árangri að vinna allar skákir sínar á 4. borði og fékk því fullt hús, 5 vinninga. Hutters frá Danmörku stóð sig best á 1. borði og fékk vinning, Arnar Porsteinsson MA fékk 2'/i Á 2. borði var það Rettedal frá Noregi sem fékk flesta vinninga en Tóm- as Hermannsson MÁ krækti í IVi. Magnús P. Örnólfsson MA fékk flesta vinninga á 3. borði ásamt Svela frá Noregi, eða 3Vi. SS Norðurland: Mikil hálka á flallvegum - margir að skipta yfir á naglana í gær var fljúgandi hálka á flestum fjallvegum norðan- lands. Fjöldi vanbúinna bíla er lagt hafði á heiðar, þurfti að snúa við en ekki urðu alvarleg umferðarslys vegna færðarinn- ar. Samkvæmt upplýsingum frá vegaeftirliti Vegagerðar ríkisins, varð að moka veginn í Víkur- skarði en hann var ekki fólksbíla- fær vegna snjóa. f Öxnadal og á Öxnadalsheiði var mikil hálka, en ekki ófærð. Vegagerðin var reiðubúin með tæki, ef ryðja þyrfti veginn, en til þess kom ekki. Ökumönnum er ekki ráðlagt að leggja upp í langferð á van- búnum bifreiðum næstu daga, þar sem spáð hefur verið áfram- haldandi kulda fram að helgi. í gær var mikið að gera á hjól- barðaverkstæðum á svæðinu þar sem margir voru að skipta yfir á vetrarhjólbarða. Samkvæmt reglugerðum er tími nagladekkj- anna ekki kominn fyrr en 1. október, en leyfilegt er að setja þau undir bílana fyrr, ef aðstæð- ur bjóða upp á það. VG Fjallvegir á Austurlandi: Hjálparsveit skáta aðstoðaði ökumeim Snjókoma hrelldi ökumenn víða á Norður- og Austurlandi um helgina, enda bílar yfirleitt á sumardekkjum ennþá. Hjá lögreglunni á Egilsstöðum fengum við þær upplýsingar að Hjálparsveit skáta hefði farið sína fyrstu ferð á nýjum snjóbíl til að aðstoða ökumenn á Fagradal og Fjarðarheiði. Gríðarleg hálka var á áður- nefndum fjallvegum og lentu margir bílar utan vegar, aðrir festust í sköflum. Engin óhöpp eða slys hlutust í þessum hremm- ingum ökumanna, en margir lentu í erfiðleikum í hálkunni. Vegurinn yfir Fagradal var opnaður á sunnudagskvöld, en hann er þó enn varasamur vegna hálku. Möðrudalurinn var þokkalega fær í gær en þó var smávægilegt haft um 20 km frá Egilsstöðum. Ökumenn ættu því að huga að snjódekkjunum áður en þeir leggja á fjallvegi. SS Hann var sannarlega forsjáll hann Ólafur Haukur Baldvinsson þegar hann skipti yfir á vetrardekkin á laugardaginn var í Oddeyrargötunni. Mynd: gb Dekkja- vertíðin að heíjast Annríki var á hjólbarðaverk- stæðum á Akureyri í gær þegar bílstjórar komu til að setja vetrardekkin undir bfla sína. Snjókoman á sunnudag mark- aði upphaf haustvertíðarinnar svonefndu á hjólbarðaverk- stæðum. í reglugerð um gerð og búnað ökutækja segir að skylt sé að nota vetrarhjólbarða, neglda eða óneglda, eftir 15. október ár hvert, því annars er bifreiðin vanbúin til aksturs í hálku. Á öðrum árstímum er einnig skylt að nota vetrarhjólbarða ef akstursaðstæður gefa tilefni til. Á hverju hausti selst mikið af vetrarhjólbörðum, bæði sóluðum og nýjum. Algengt verð á sóluðu og negldu vetrardekki af stærð- inni 165x13 er á bilinu frá liðlega þrjú þúsund krónum upp í tæpar fjögur þúsund krónur. Stærri dekk, t.d. 14 tommu, eru yfirleitt dýrari. Umfelgun og jafnvægis- stilling kostar um 300 krónur pr. dekk. EHB Aðalfundur Sævers hf. í Ólafsfirði: Hluthafar afsali sér hlutafé sínu til bæjarsjóðs Á aðalfundi Sævers hf. í Ólafs- firði sem haldinn var á laugar- daginn kom fram tillaga um að hluthafar afsöluðu sér hlutfé sínu til bæjarsjóðs Ólafsfjarð- ar. „Bæjarsjóður mun síðan gera sitt ítrasta til að halda félaginu lifandi, til dæmis með nauðasamningum,“ sagði Bjarni Kr. Grímsson bæjar- stjóri. Hluthafar í Sæveri voru 150 talsins, Ólafsfjarðarbær, Kaupfélag Eyfrðinga og frysti- húsin á staðnum voru þar stærstir. Núverandi hlutafé Sævers er tapað, en það var 6,5 milljónir. Reikningar félagsins voru ekki afgreiddir á fundinum, en þeir verða teknir fyrir á framhaldsað- alfundi sem enn hefur ekki verið boðaður. Lögfræðingur Ólafs- Eyja^örður: Vörubíll valt við Austurhlíð fjarðar og Sævers er í útlöndum og því hefur stjórnarfundur í félaginu ekki verið haldinn. Bjarni sagði að í kjölfar til- lögunnar sem samþykkt var á aðalfundinum hefði bærinn eign- ast um 80% af hlutafé Sævers. „Það á eftir að koma í ljós hvort sú tilraun sem við ætlum að gera með nauðasamningum tekst. Fyrirtækið er mjög illa statt, hreinlega gjaldþrota, nema þá að einhver lausn finnist. Það er ljóst að aukahlutafé þarf að koma til,“ sagði Bjarni. Ekki er enn ákveðið hvort og þá hvernig starfsemi fyrirtækið mun taka upp, þ.e. hvort áfram- hald verði á kavíarframleiðslunni eða eitthvað annað verði fyrir valinu. Bjarni sagði að efnahags- ástandið í þjóðfélaginu gæfi ekki tilefni til yfirlýsinga þar um. Sæver hf. var óskabarn at- vinnumálanefndar Ólafsfjarðar og var það sett á laggirnar fyrir þremur árum. Með vinnslu á kavíar var tilraun gerð til að auka fjölbreytni atvinnulífsins í Ólafsfirði. „Sú tilraun hefur ekki heppnast nægilega, því miður. Niðurstaðan er því sú að málið er komið inn á borð bæjarstjórnar, enda hefur bærinn gengið í veru- legar ábyrgðir fyrir félagið,“ sagði Bjarni. mþþ Scania malarflutningabifreið í eigu Guðmundar Kristjáns- sonar verktaka valt á hliðina við bæinn Austurhlíð í Eyja- firði síðari hluta dags á sunnudag. Hér er um töluvert tjón að ræða. Óhappið varð með þeim hætti að bílstjóri var að sturta malarhlassi í húsgrunn en örlítill hliðarhalli er á þessum stað. Þegar pallurinn var að lyftast brotnaði fjaðrahengsli annars vegar með þeim afleiðingum að bíllinn valt á hliðina, en hlassið var ekki farið að renna af. Þrettán tonna hlass var á pallin- um og grind bílsins varð fyrir miklum skemmdum af þessum sökum. Ekki urðu nein slys á mönnum. EHB Grind vörubifreiðarinnar er mikið undin eins og sjá má. Mynd: gb

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.