Dagur - 05.10.1988, Síða 2

Dagur - 05.10.1988, Síða 2
2 - DAGUR - 5. október 1988 Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Viö lönskólann í Reykjavík er laus til umsóknar staöa bókasafnsfræðings frá og meö 1. desember nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. nóvember nk. Menntamálaráðuneytið. Almennir stjórnmálafundir á Húsavík og Akureyri Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- ráðherra og Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður halda almenna stjórnmmálafundi sem hér segir: Félagsheimili Húsavíkur fimmtudaginn 6. okt. kl. 20.30. Hótel KEA Akureyri föstudaginn 7. okt. kl. 20.30. Kjördæmissamband framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra. AKUREYRARBÆR Húsbyggjendur Húsbyggjendur svo og aðrir þeir sem hafa hug á að fá lagðar heimtaugar/æðar í hús sín áður en frost er komið í jörð, eru vinsamlega minntir á að sækja um fyrir 15. október, til þess að forðast þann aukakostnað sem kemur eftir að frost er komið í jörð. Rafveita Akureyrar, Hitaveita Akureyrar, Vatnsveita Akureyrar, Póstur og sími Akureyri. Fyrirtæki — Einstaklingar Tölvupappírsvinnsla er hafin Bjóðum upp á framleiðslu og prentun hvers konar viðskiptaforma á tölvu- pappír. Erum að hefja framleiðslu á grænstrik- uðum pappír í ýmsum stærðum. Lítið inn og kynnist þjónustu okkar Ágúst Óskarsson afgreiðslumaður, Hilmar Þorvaldsson deildarstjóri og Arnar Guðlaugsson verslunarstjóri á efri hæðinni. KÞ Húsavík: Breytingar hjá byggingavörudeild - ^ölbreytt vöruúrval á tveimur hæðum Lokið er breytingum sem unn- ið hei'ur verið að á Bygginga- vörudéild KÞ á Húsavík og sl. föstudag var fólki boðið að koma við í breyttri og betri búð. Verslunarhúsnæðið er á tveim hæðum, rúmgott og bjart og virkiiega huggulegt þótt ekki hafði verið ráðist í kostnaðar- samar framkvæmdir við breyt- ingarnar. Hér er um að ræða eina af bestu byggingavöru- verslunum norðanlands og sennilega fást hvergi fleiri vöruflokkar í sömu verslun. Á efri hæð verslunarinnar eru hljómtækjadeild, heimilistækja- deild og húsgagna- og gólfefna- deild, þar fást teppi, flísar og parket. Húsgögn er nýr vöru- flokkur í versluninni en um er að ræða létt húsgögn, t.d. ódýr hús- gögn í barna- og unglingaher- bergi. Einnig er nýjung að versl- að verður með innihurðir í deild- inni. Sú breyting var gerð í verslun- inni að hreinlætistæki eru nú seld á neðri hæðinni og þar hefur ver- ið sett upp úrval af baðherbergis- innréttingum. Deildarstjóri byggingavöru- deildar er Hilmar Þorvaldsson, verslunarstjóri á efri hæð er Amar Guðlaugsson, á neðri hæð Karl Hjálmarsson og Þorkell Péturs- son í deildinni með grófari bygg- ingarefnunum. IM Unglingaballið í Zebra: Þeir sem sýndu miða fengu endurgreitt í frétt Dags um stympingar í Miðbænum í síðustu viku, var sagt frá því m.a. að unglingar sem vísað var út úr skemmti- staðnum Zebra, hefðu ekki fengið aðgöngumiða endur- greidda. Forráðamenn Zebra höfðu samband við blaðið og sögðu þetta ekki rétt. Þeir sem gátu framvísað aðgöngumiðum, fengu endurgreitt er þeir fóru út, aðrir ekki. Ástæðan fyrir því hversu illa fór mun vera sú, að sögn aðstandenda, að þau hafi of seint fengið að vita að ekki fengist leyfi fyrir dansleiknum. Lögreglan hafi ekki mætt á staðinn fyrr en kl. 23.30 og þá hafi 212 manns verið komnir í húsið. Zebra er vínveitingastaður, en þetta kvöld voru vínveitingar ekki á boðstól- um. VG Tankur á Sauðárkróki Frá því var sagt í blaðinu í síðustu viku að Olíufélagið hf. hafi fengið bráðabirgðaleyfi til fimm ára fyrir birgða- stöð á Sauðárkróki og stækkun hennar fyrir fleiri tanka. Eins og er, er aðeins um einn tank að ræða sem Olíu- félagið ætlar að bæta við og hafa framkvæmdir hafist við að undirbúa niðursctningu tanksins, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Mynd: -bjb

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.