Dagur - 05.10.1988, Page 13

Dagur - 05.10.1988, Page 13
& oktÖbérif§88‘ - DÁGÚft - fá Tombóla til styrktar hungruðum heimi Þær stöllur, Tinna Haraldsdóttir og Guörún Ösp Hallsdóttir á Sauðárkróki, héldu tombólu fyrir skömmu til styrktar hungruðum heimi. Alls söfnuðu þær 2400 krónum á tombólunni og komu ágóöanuni til sr. Hjálmars Jónssonar prófasts á Sauðárkróki, sem kom pcningunum rétta leið. Starfsþjálfun fatlaðra: Annað starfsár haííð Starfsþjálfun fatlaðra hóf annað starfsár sitt, í núverandi mynd, í byrjun september. Haustið 1987 hófu 13 nemendur nám í starfs- þjálfuninni, um áramót bættist annar hópur við og nú stunda alls 24 nemendur þar nám. Utan reglubundna námsins voru í sumar haldin námskeið, þar sem boðið var upp á tölvu- kynningu fyrir byrjendur og voru þau mjög vel sótt. Fyrsti nemendahópurinn mun útskrifast um næstu áramót, eftir þriggja anna nám. Síðasta önnin verður meðal annars notuð til náms- og starfskynningar. I janúar 1989 verður tekinn inn nýr hópur nemenda og er innrit- un í þann hóp nú að hefjast. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk. í sumar gaf félagsmálaráðu- neytið út kynningarbækling um starfsþjálfun fatlaðra þar sem m.a. má finna upplýsingar um aðdraganda hennar, tilgang og markmiö, kennslugreinar og skipan námsins. Bækling þennan má meðal annars fá hjá Svæðis- stjórnum um málefni fatlaðra um allt land, þar liggja einnig frammi eyðublöð til umsóknar um skóla- vist. Starfsþjálfun fatlaðra er til húsa á efstu hæð í Hátúni 10 a, Reykjavík, þar sem Öryrkja- bandalagið hefur látið innrétta björt og falleg húsakynni fyrir starfsemina. Vantar smiði og verka- menn í vinnu strax Upplýsingar á vinnustað (Verkmenntaskólanum) eða í símum 27589 og 27590. FJOLNISMENN Fjölnismenn sf. Byggingarverktakar Trésmiðja Draupnisgötu 7 • Akureyri. Afgreiðslustarf Óskum eftir að ráða starfskraft til afgreiðslustarfa í sérverslun í Mið- bænum (ekki fataverslun). Við leitum að samviskusömum og nákvæmum starfs- manni. Um heilsdags starf er að ræða. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. ffII RÁÐNINGAR FELL hf. Tryggvabraut 22, sími 25455. ROCJOF OC FV\ÐNINCAR Ábendi á eins árs afmæli í dag, miðvikudag- inn 5. október, og við minnum á fjölbreytta þjónustu. ★ Leitum að fólki til hvers kyns starfa og sérstakra verkefna. ★ Könnum áhugasvið og starfsþarfir starfsmanna, sem er t.d. gagnlegt til að skipuleggja breytta verkaskiptingu innan fyrirtækja og stofnana. ★ Gerum starfslýsingar og ráðningarsamninga. Nánari upplýsingar á skrifstofunni að Brekkugötu 1, sími 27577, opið kl. 13-16. Stefanía Arnórsdóttir Valgerður Magnúsdóttir Námskew til undirbúnings meiraprófs verða haldin í Reykjavík og annars staðar á landinu, þar sem næg þátttaka fæst. Umsóknir berist bifreiðaeftirlitinu fyrir 14. október nk. Bifreiðaeftirlit ríkisins — bifreiðastjóranámskeiðin Dugguvogi 2, 104 Reykjavík, sími 91-685866. Akureyri, sími 96-23570 og 96-24203.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.