Dagur - 05.10.1988, Page 14
14 - DAGUR - 5. október 1988
30% afsláttur
á fatnaði í nokkra daga ★ Peysur ★ Úlpur ★ Pils Verslunin
★ Skyrtur ★ Bolir ★ Glansgallar og fleira. ttmm Sunnuhlíð 12, sími 22484.
í
Norður-Þingeyingar
Höfum opnað eftir breytingar nýja
og glæsilega verslun.
Mikið úrval af teppum, dúkum, flísum og parketi.
10% afsláttur af gólfefnum í október og 30% afsláttur af til-
teknum gerðum flísa.
Bjóðum mjög glæsilegt úrval af baðherbergisinnréttingum.
Seljum einnig sjónvörp - útvörp - hljómflutningstæki o.fl.
Leitið ekki langt yfir skammt.
Sendum í póstkröfu.
Byggingavörudeild.
Húsavík s. 41444.
~~~—-
/?»5.o7
^qxftnifin
Fnimtii
GJALDDAGI
FYRIRSKIL
A STAÐGREÐSLUFE
Launagreiðendum ber að
skila afdreginni staðgreiðslu
af launum og reiknuðu endur-
gjaldi mánaðarlega. Ekki
skiptir máli í þessu sambandi
hversu oft í mánuði laun eru
greidd né hvort þau eru greidd
fyrirfram eðaeftirá.
Gjalddagi skila er 1.
hvers mánaðar en eindagi
þann 15.
Með greiðslu skal fylgja grein-
argerð á sérstöku eyðublaði
„skilagrein". Skilagrein ber að
skila, þó svo að engin stað-
greiðsla hafi verið dregin af í
mánuðinum.
Allar fjárhæðir skulu
vera í heilum krónum.
Allir launagreiðendur og sjálf-
stæðir rekstraraðilar eiga að
hafa fengið eyðublöð fyrir
skilagrein send. Þeir sem ein-
hverra hluta vegna hafa ekki
fengið þau snúi sér til skatt-
stjóra, ríkisskattstjóra, gjald-
heimtna eða innheimtumanna
ríkissjóðs.
-Gerið skil tímanlega
og forðist örtröð sfðustu dagana.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
Fræðsluvarpið:
Þáttaröð um
umferðarmál
hefst í kvöld
í kvöld frumsýnir Fræðslu-
varpið fyrsta þátt af átta um
umferðarmál en þessir þættir
eru gerðir fyrir FararheiII ’87.
Þættimir eru sérstaklega ætl-
aðir nemendum í 7.-9. bekk
grunnskóla en höfða eflaust til
fleiri aldurshópa.
Handrit þáttanna hlaut 1.
verðlaun í samkeppni sem efnt
var til í lok síðasta árs. Höfundur
er Einar Guðmundsson, yfir-
kennari í Ártúnsskóla í Reykja-
vík.
Þættir þessir fjalla um pilt sem
búið hefur í sveit en flyst til
Reykjavíkur. Þar þarf hann að
læra ýmsa nýja hætti t.d. hvernig
á að haga sér í umferðinni.
Þættirnir verða frumsýndir á
miðvikudögum og endursýndir á
laugardögum. Ætlunin er að sýna
ýmiss konar fræðsluefni jafnframt
þáttunum og er þetta efni nú í
vinnslu á vegum Fararheillar ’87.
____________________JÓH
Sjálfsbjörg
á Akureyri
30 ara
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á Akur-
eyri og nágrenni vill minna félaga
og aðra íbúa Eyjafjarðarsvæðis á
að félagið verður 30 ára 8. októ-
ber nk.
Af þessu tilefni munum við
hafa opið hús þann dag að
Bjargi, Bugðusíðu 1, frá kl. 13.30
til 16.00. Þar verður kynnt starf-
semi Endurhæfingarstöðvar,
Veggbolta og Plastiðjunnar. Að
Óseyri 4, mun einnig verða kynnt
framleiðsla Ako-plasts. Á sama
tíma mun félagið bjóða gestum
kaffiveitingar í Félagssalnum að
Bjargi.
Allir Sjálfsbjargarfélagar og
velunnarar félagsins eru vel-
komnir.
Bókaútgáfan
Reykholt hf.:
Land og synir
í skólaútgáfu
Bókaútgáfan Reykholt hf. hefur
gefið út skáldsögu Indriða G.
Þorsteinssonar, Land og syni, í
útgáfu sem sérstaklega er ætluð
skólum. Gunnar Stefánsson ann-
aðist útgáfuna.
Saga þessi gerist í sveit á
kreppuárunum og er eitt helsta
skáldverk höfundar síns.
Umsjónarmaður útgáfu ritar inn-
gang að sögunni þar sem gerð er
grein fyrir sögulegu baksviði
verksins, einnig rakinn ferill
höfundar, lýst öðrum verkum
hans og tengslum þeirra við Land
og syni. Loks er drepið á nokkur
listræn einkenni sögunnar.
Athugunarefni fyrir nemendur
eru aftan við hvern kafla og orð-
skýringar fylgja. Loks eru heild-
arverkefni og skrá um heimildar-
rit.
Land og synir kom fyrst út árið
1963 og er þetta þriðja útgáfa
sögunnar. Hún var kvikmynduð
árið 1979 undir stjórn Ágústs
Guðmundssonar. Sú mynd var
frumsýnd í ársbyrjun 1980 og
hlaut á sínum tíma metaðsókn.
Hefur hún verið sýnd víða um
lönd. Kvikmyndin ér tiltæk á
myndbandi hjá Námsgagnastofn-
un handa skólum sem taka sög-
una til lestrar. Land og synir er
160 blaðsíður. Prenthúsið prent-
aði. Kápa er unnin úr mynd úr
kvikmyndinni. Námsgagnastofn-
un mun dreifa bókinni til skóla.