Dagur


Dagur - 05.10.1988, Qupperneq 16

Dagur - 05.10.1988, Qupperneq 16
wssm Akureyri, miðvikudagur 5. október 1988 TEKJUBREF• KJARABRÉF FJÁRMÁL ÞÍN - SÉRGREIN OKKAR TJARFESTINGARFEIAGIÐ Ráðhústorgi 3, Akureyri Verkmenntaskólinn á Akureyri: Týndu milljónirnar konrnar í leitimar Verkmenntaskólinn á Akur- eyri fékk 16 milljóna króna aukatjárveitingu á síðasta degi Jóns Baldvins Hannibalssonar í fjármálaráðuneytinu og má þar með segja að hinar marg- frægu týndu milljónir séu loks komnar í leitirnar. Skólinn mun fá þessa peninga greidda í samræmi við framkvæmda- hraða, en framkvæmdir við Húnavatnssýslur: Fjámáms- beiðnum fer íjölgandi Á undanförnum árum hefur fjárnámsbeiðnum fjölgað mjög mikið í kjölfar rekstrarörðug- leika fyrirtækja. Það sem af er þessu ári hafa sýslumanni Húnavatnssýslu borist 150 fjárnámsbeiðnir en þær voru 99 á sama tíma á sl. ári en voru þá í árslok orðnar 135. Að sögn Jóns ísberg, sýslu- manns, er stærsti liluti þessara fjárnámsbeiðna á mjög fáa aðila sem sumir eru þegar orðnir gjald- þrota. Þessar tölur segja því ekki að staða almennings og fyrir- tækja í héraðinu hafi versnað svona mikið. Hins vegar er ljóst að þróunin hefur verið í þá átt að fjárnáms- beiðnum hefur farið fjölgandi á undanförnum árum. fh miðálmuna voru að stöðvast vegna fjárskorts. „Jú, ég er auðvitað í sjöunda himni yfir því að þetta skuli hafa gengið. Það er vitað mál að næsti árgangur sem kemur inn í fram- haldsskóla er allt að því jafn stór og sá sem kom inn núna og þess vegna er full þörf á þessari fjár- veitingu," sagði Baldvin Bjarna- son, settur skólameistari. Upphaflega stóð til að taka í notkun fimm nýjar kennslustofur um áramótin, í bókasafnsálmu, en eins og málin þróuðust var ekki einu sinni víst hvort skólinn myndi ná því marki fyrir næsta haust. Baldvin sagði að þessi aukafjárveiting þýddi það að skólinn myndi fá aukið húsnæði um mitt sumar og ástandið yrði því betra á næsta skólaári. Húsnæðismál Verkmennta- skólans og Háskólans á Akureyri hafa sem kunnugt er skarast nokkuð og sagði Baldvin að nú væri útlit fyrir að VMA gæti rýmt lítilsháttar fyrir Háskólanum næsta haust, ef nemendafjöldinn leyfði það á annað borð. SS Hausthreingerning á flugvél Flugfélags Norðurlands. Mynd: GB Blönduós: Mildl slátursala hjáSAH - veruleg aukning miðað við undanfarin ár Hjá SAH á Blönduósi hcfur sala á slátri verið mun meiri í haust en undanfarin ár. Það er greinileg aukning í sláturkaup- um hjá ungu fólki. Hvað það er sem veldur þess- ari aukningu er ekki gott að segja en slátur er eins og allir vita bæði hollur og ódýr matur. Ástæða þess að fólk kaupir nú meira af slátri en áður gæti verið sú að það hafi minna af pening- um til matarkaupa en oft áður. Þetta gæti líka verið ein breyting- in á neysluvenjum fólks. Að sögn Stefáns Hafsteinsson- ar verkstjóra hjá SAH liggja ekki fyrir neinar tölur varðandi aukn- ingu í slátursölunni. Hann sagði að það hefði strax í upphafi slát- urtíðar verið mikil sala í slátrinu og það væri óvenjulegt, því venjulega hefði verið lítil sala fram um mánaðamótin sept.-okt. Hann sagði að aukningin væri greinilega umtalsverð miðað við sl. ár. fh Samdráttur hjá bflaleigum í sumar: Timbuimeim eftir bflafyllerí Þorstefais - ríku túristunum fækkar og kostnaður innanlands eykst Nokkurs samdráttar hefur orð- ið vart í rekstri bílaleiga á land- inu og hafa aðilar sem að þess- um rekstri standa á Akureyri Jarðgöngin í Ólafsfjarðarmúla: Líður að fyrstu sprengmgunni - undirbúningsvinnu að ljúka Fyrsta sprengingin fyrir jarð- göngum í Ólafsfjarðarmúla verður scinnipartinn í þessari viku, ef allt gengur að óskum. Undirbúningsvinnu við munn- ann er að mestu lokið, búið er að sprengja um 50 metra langa rennu inn í fjallið og næsta verk er að styrkja bergið ofan jarðganganna með þar til gerðum bergboltum. Vinna við Múlagöngin hefur staðið í nokkrar vikur og gengur hún samkvæmt áætlun. A milli 20 og 30 manns verða við vinnu í vetur og er unnið í 20 tíma á sól- arhring á tvískiptum vöktum frá kl. 6 á morgnana til kl. 2 á næt- urnar. Verið er að reisa steypustöð í útjaðri Ólafsfjarðarbæjar og þá hafa vinnubúðir risið á Brimnes- túni sem einnig er í útjaðri bæjar- ins. Öll efnisvinnsla fer fram á Melshorni utan Dalvíkur, bæði varðandi steypustöðina og einnig í sambandi við slitlag á veginn að göngunum. Vegagerð hefur verið í fullum gangi, en leggja á nýjan veg frá Olafsfirði og að munnan- um sem verður um 1700 metra langur og lagður bundnu slitlagi. Göngin verða um 3100 metra löng og liggja frá Kúhagagili Ólafsfjarðarmegin að Hraunslæk Dalvíkurmegin. Þetta verða lengstu jarðgöng á landinu og vinna við þau eitt stærsta verk- efni sem ráðist verður í af hálfu Vegagerðarinnar á næstunni. Björn A. Harðarson staðar- verkfræðingur Vegagerðarinnar sagði að allar grundvallarmæling- ar á stefnu jarðganganna væru gerðar með leisergeisla og verður senditæki fest við op ganganna og verður geislanum fylgt eftir þar til yfir lýkur. Leisergeisli hef- ur aðeins einu sinni áður verið notaður við verk sem þetta hér á landi, en það var við fram- kvæmdir í Blönduvirkjun. mþþ ekki farið varhluta af honum. Nú er t.d. hægt að fá keypta ódýra bílaleigubíla á mjög hag- stæðum kjörum hjá Höldi á Akureyri, en þeir hyggjast selja um 50 bíla af þeim 300 sem þeir eiga. Ástæða þessa samdráttar er fyrst og fremst fækkun erlendra ferðamanna í sumar. „Þörfin fyr- ir bílaleigubíla hefur snarminnk- að,“ sagði Vilhelm Ágústsson hjá Höldi. „Eftir bílafylleríið sem Þorsteinn kom á, eiga allir íslendingar bíla. Þá var treyst um of á erlendu ferðamennina, en það komu ekki nema um 70% þeirra iniðað við í fyrra." Vilhelm nefndi sem dæmi, að um verslun- armannahelgina í sumar þegar undir venjulegum kringumstæðum er nær ómögulegt að fá bíla, stóðu 19 bílar hjá þeim og ef íslendingar þurfi að fara milli Reykjavíkur og Akureyrar, sé örugglega einhvers staðar frændi sem getur lánað bíl því flestir eigi nú tvo eða fleiri bíla. „Þá hefur þungaskatturinn sem Jón Baldvin kom á, kostað Höld um 4 millj- ónir í ár. Tryggingarnar stór- hækkuðu, samkeppnin er mikil og hver nagar skóinn af öðrum eins og taxtar sýna, en þeir hafa ekki hækkað í tvö ár.“ Best hefur gengið að leigja jeppa í sumar, þar sem skipu- lagðar safaríferðir njóta mikilla vinsælda hjá útlendingum, en þetta tímabil varir aðeins í einn og hálfan til tvo mánuði. Jeppana gengur illa að leigja á veturna, svo þeir eru teknir af skrá á haustin og geymdir inni fram á vor. Varðandi fækkun ferðmanna sagði Vilhelm að helst væri ríka fólkið hætt að koma til landsins. í sama streng tók Haraldur I. Haraldsson hjá Bílaleigunni Erni „Erlendir ferðamenn bera fyrir sig dýrtíðina og uggvænlegast er að þeir sem selja ferðir erlendis virðast gera minna af því að halda fram íslandsferðum." Hann sagði það sömuleiðis hafa skapað erfiðleika, að í vor hafi verið búið að spá miklum ferða- mannastraumi og því hafi aðilar í ferðamannaþjónustu verið búnir að undirbúa sig samkvæmt því. „Við fjölguðum bílum í vor eins og alltaf en ef við hefðum haft grun um þetta, hefðum við ekki keypt eins mikið. í vor hækkuð- um við taxta um 20-25%, en það dugði ekki til á móti þeim hækk- unum sem orðið hafa t.d. á bifreiðaiðgjöldum norðanlands.“ VG Sláturtíðin: ívið minni fall- þungi en í fyrra Slátrun er vel á veg komin víö- ast hvar á Norðurlandi. Á Dal- vík var áætlað að Ijúka slátrun miðvikudaginn 5. október og nokkrum dögum seinna á Húsavík. Slátrun er einnig í fullum gangi hjá Sláturhúsi KEA á Akureyri en þar mun hún standa lengur yfir. Fallþungi dilka virðist vera ívið minni en í fyrra. Á Húsavík er meðalfallþunginn 13,8 kíló, en var 14,6 kg þegar upp var staðið frá síðustu sláturtíð. Á Húsavík var áætlað að slátra 41 þúsund fjár, sem er heldur meira en í fyrra. Ekki liggja fyrir tölur um fall- þunga dilka í Sláturhúsi Kaup- félags Eyfirðinga á Dalvík, en þó töldu menn dilkana léttari en í fyrra. Á Dalvík var áætlað að slátra 8 þúsund fjár, sem er mun rninna en í fyrra, en að sláturtíð- inni lokinni verður að öllum lík- indum tekið til við að farga riðufé úr Svarfaðardal í sláturhúsinu. Fallþunginn hjá Sláturhúsi KEA á Akureyri er mjög svipað- ur og á sama tíma í fyrra, eða 14,74 kg, að sögn Óla Valdimars- sonar sláturhússtjóra. Þar var áætlað að slátra 44 þúsund fjár og ætti slátrun að vera lokið í kring- um 20. október. SS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.