Dagur - 07.10.1988, Page 1

Dagur - 07.10.1988, Page 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMKNR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI íþróttahöllin á Akureyri: SturtuMefl á skjön víð kerfið Embætti byggingafulltrúa, húsameistara og slökkviliðs- stjóra hafa kvartað til yfirverk- fræðings Akureyrarbæjar vegna innréttingar baðaðstöðu í geymslurými í kjallara íþrótta- hallarinnar. íþróttaráð fékk bréf sl. vor frá einkaaðila sem hefur hluta kjall- ara Hallarinnar á leigu. Þar var farið fram á „bætta aðstöðu fyrir búningsklefa," eins og segir í bókun ráðsins 19. maí. íþrótta- ráð tók jákvætt í beiðni þessa og Skagaströnd: Mánavör fer fram á greiðslustöðvun Skipasmíðastöðin Mánavör á Skagaströnd hefur að und- anförnu átt í miklum fjár- hagsörðugleikum og var þriðja og síðasta uppboð á eignum fyrirtækisins ákveð- ið nk. þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum sem Dagur hefur fengið mun stjórn Mánavarar hafa ákveð- ið á fundi sem haldinn var á miðvikudagsmorguninn að fara fram á greiðslustöðvun. Slík beiðni er að sjálfsögðu millileikur til að fá uppboði frestað en hvort fresturinn dugir til að koma fótum undir fyrirtækið að nýju verður tím- inn að leiða í Ijós. Þegar Dagur hafði samband við Sverri Friðriksson, fulltrúa sýslumanns Húnavatnssýslu, á fimmtudagsmorguninn hafði beiðnin um greiðslustöðvun ekki enn borist sýslumanns- embættinu og því ekki ljóst hvernig hún verður afgreidd hjá embætti sýslumannsins. fh var forstöðumanni Hallarinnar falið að ræða við bréfritara. Af bókunum ráðsins síðan verður ekki séð að mál þetta hafi komið frekar til umfjöllunar þess. Nú er búið að innrétta sturtur í geymsluherberginu án þess að unnið hafi verið eftir samþykkt- um teikningum, en ósamþykkt tillöguteikning liggur fyrir. Bygg- ingafulltrúi sagði greinilegar regl- ur gilda um slíkar framkvæmdir og mættu iðnmeistarar ekki vinna verk sem þetta nema eftir sam- þykktum teikningum. Viðurlög liggja við ef út af er brugðið. Yfirmaður tæknideildar bæjar- ins sagði að mál þetta hefði ekki farið rétta boðleið innan bæjar- kerfisins en unnið væri að athug- un og lausn þess. EHR #***> i %~r- Bliki EA 12, nýr 215 tonna stálbátur, kom til heimahafnar á Dalvík um hádegi í gær. Þetta er glæsilegt skip og llykktust Dalvíkingar niður að höfn til að skoða það. Bliki fer á rækjuveiðar, en hann er með hcilfrystibúnað um borð. Akureyri: Hljóðbylgjan ætlar sér inn á höfuðborgarmarkaðinn Útvarpsstöðin Hljóðbylgjan hyggst heldur betur færa út kvíarnar á næstunni. Forráða- menn hennar hafa sótt um leyfi til útvarpsréttarnefndar þar sem óskað er eftir því að stöðin fái að útvarpa á höfuðborgar- svæðinu. Þá er einnig áhugi fyrir því að setja upp endur- varpsstöðvar á Húsavík og á Sauðárkróki. Pálmi Guðmundsson útvarps- stjóri Hljóðbylgjunnar sagði að kostnaður vegna tækjabúnaðar sem til þarf væri 2,5 milljónir, en auk þess væri töluverður kostnað- ur vegna sendinganna suður. „Við ætlum að kýla á þetta,“ sagði Pálmi, en þeir Hljóðbylgju- menn hafa verið að skoða þessa hluti um nokkurn tíma. Pegar og ef leyfi útvarpsréttarnefndar ligg- ur fyrir á eftir að úthluta stöðinni tíðni. Tækjabúnaðurinn sem Hljóð- bylgjan ætlar að festa kaup á kemur frá Bandaríkjunum, Hol- landi og Ítalíu og einhvern tíma tekur að fá þau til landsins. Pálmi bjóst við að eftir rúman mánuð ættu útsendingar Hljóðbylgjunn- ar að heyrast á höfuðborgarsvæð- inu. „Ég er bjartsýnn á að dæmið gangi upp,“ sagði Pálmi. „Við ætlum að fara inn á þennan markað af fullum krafti og erum hvergi bangin við samkeppnina." Hann sagði að ýmsar hug- myndir væru í gangi varðandi breytingar á dagskrá, en ekki væri tímabært að gefa upp strax hverjar þær væru. Þá er einnig stefnt að því að útvarpa allan sól- arhringinn, en nú útvarpar Hljóðbylgjan um 125 stundir viku. Hingað til hefur stöðin ein beitt sér að Eyjafjarðarsvæðinu en útsendingar hennar nás einnig allvel austur um að Tjör nesi og í Mývatnssveit og vestur Sauðárkróki næst útsendingii þokkalega. mþ| Sölufélag Austur-Húnvetninga: Hrossakjötsíjall að hlaðast upp - ekkert verð komið á framleiðslu þessa árs Eyjaijörður: Trillusjómenn kvarta vegna dragnótaveiða Óánægja ríkir meðal trillu- sjómanna vegna dragnóta- veiða innan bannlínu sunnan Hríseyjar. Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir furðu- legt að veiðar með dragnót skuli leyfðar á grunnslóðum því ekkert eftirlit sé haft með því hvernig afli fæst með þeim veiðarfærum. Örn sagði að fyrir tveimur árum hefði dragnótabátur verið stöðvaður innarlega á Skjálf- anda. Rannsókn á afla bátsins hefði leitt í ljós að af honum var 40 prósent undirmálskoli. Rök ráðuneytisins fyrir því að leyfa dragnótaveiðar væru að eingöngu væri verið að veiða botnfisk en ekkert eftirlit væri haft með því hvort undirmálsfiskur væri veidd- ur eða ekki. „Ég hef ekki trú á því að þessi bátur í Eyjafirðinum sé eingöngu á kola,“ sagði Örn, og benti á að fyrir nokkrum árum hefði verið opinber stefna að hætta drag- nótaveiðum og var mönnum greitt fyrir að hætta þeim og veið- arfærin síðan eyðilögð. Hvað dragnótaveiðar í Eyjafirði snerti sagði hann að það væri furðulegt að á sama tíma og trillusjómenn á svæðinu berðust í bökkum vegna aflaleysis væri dragnóta- báti leyft að fara inn á grunnslóð til veiða. Reglan ætti að vera sú að stærri bátarnir héldi sig dýpra en trillur á grunnmiðunum. EHB Ekki blæs byrlega fyrir hún- vetnskum hrossabændum sem hafa byggt hrossabúskapinn upp meö sölu sláturhrossa. Hjá SAH á Blönduósi liggja enn eftir um 20 tonn af óseldu hrossakjöti frá fyrra ári og orð- iö stutt í að slátrun hrossa fari aö hefjast. A síðasta ári var slátrað hjá SAH 813 hrossum í sláturtíðinni og nokkur hross komu til slátrun- ar á öðrum tímum. Þann I. nóv. á síðasta ári var skráð verö á fol- aldakjöti til bænda kr. 151,40 og hefur SAH nú greitt bændum 85% þess verðs af folalda- og tryppakjöti en 60% af skráðu verði kjöts af eldri hrossum. Að sögn Ragnars Inga Tómas- sonar hjá SAH hafa enn ekki borist neinir verðlistar frá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins yfir skráð verð á folaldakjöti á þessu hausti en greinilegt er að hrossa- bændur vænta ekki mikils úr þeirri átt. Verð á folaldakjöti hækkaði mjög mikið á sl. ári og sagði Ragnar að það verð hefði ekki verið í neinum takt við markað- inn og allir sem þekktu til sölu á kjötvörum hefðu þá vitað að svona hlyti að fara. Ragnar sagði að það hefði ver- ið vcrðugt verkefni fyrir samtök hrossabænda að sjá til þess að kjötið yrði ekki verðlagt fram yfir það verð sem markaðurinn þyldi en frá þeim hefði aldrei heyrst neitt þegar afurðasölufélögin hcfðu verið að reyna að fá kjötið skráð á eðlilegu verði. Á sama tíma og verð á folalda- kjötinu til bænda hækkaði meira en markaðurinn þoldi bættist þar ofan á þessi margumræddi matar- skattur. Þar með var folaldakjöt- ið orðið því sem næst óseljanlegt nema með verulegum niðurboð- um frá skráðu verði. fh

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.