Dagur - 07.10.1988, Page 16

Dagur - 07.10.1988, Page 16
wmm, Akureyri, föstudagur 7. október 1988 Svæðisútvarpið á Austurlandi: Útsendingar aukast um 100% - „af nógu að taka,“ segir Inga Rósa Þórðardóttir Haldið veisluna eða fundinn í elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Frá og með fimmtudeginum jókst útsending svæðisútvarps- ins á Austurlandi um 100% og sendir það nú út tvo tíma í viku í stað eins áður. Sent er út á fimmtudögum og föstudögum milli kl. 18.03 og 19.00 en útsending þess næst frá Vopnafirði til Djúpavogs. Inga Rósa Þórðardóttir deild- arstjóri svæðisútvarpsins sagði, að með þessu gæfist nú fyrst og fremst meiri tími fyrir það efni sem þau hafa í höndunum. „Vegna þess hve tíminn hefur verið naumur, hefur ríkt hér mikil niðurskurðarstefna á efni. Þá finnst okkur það koma betur út að vera á sama tíma og aðrar svæðissendingar Ríkisútvarpsins. Við höfum hug á að auka hlut hlustenda, en tímans vegna höf- um við ekki getað leyft okkur að vera með hlustendur á símalínum og slíkt.“ Inga Rósa sagði efnið fyrst og fremst vera fréttir og fréttatengt efni. Þá eru þau með svokallað íþróttahorn einu sinni í viku sem hefur líkað mjög vel. Ekki þarf að bæta við starfsfólki vegna þessara breytinga, því eins og hún segir fer tíminn sem áður fór í að henda efni í það að vinna efni. „Það er af nógu að taka og við vonum að hiustun sé góð, en það hefur ekki verið gerð hlust- endakönnun. Fólk er mjög jákvætt og eftir því sem við höf- um heyrt, er mikil hlustun.“ Svæðisútvarpið er með starf- andi fréttaritara á u.þ.b. öllum þéttbýlisstöðum á Austurlandi. „Þeir eru mjög virkir og áhuga- samir og hafa komið mjög vel út, en við leggjum áherslu á að vera með efni úr öllum fjórðungnum." Aðspurð um mikilvægi útvarps- sendinga eins og svæðisútvarpið er með, sagði hún að með þessu vildu þau reyna að þjappa fjórð- ungnum meira saman og vekja gagnkvæman áhuga á því sem fólk er að gera á hverjum stað. „Það er mikilvægt að fjalla um málefni fjórðungsins í svona fjöl- miðli. Þetta eru oft mál sem ekki heyrast eða sjást annars staðar og við getum gert þeim ítarlegri skil.“ VG Haustsónata. Mynd: GB Loðnuveiðar: Tvö skip til Krossaness Sjö loðnuskip voru á leið í land í gær eftir að veður versnaði á miðunum. Loðnuskipin Björg Jónsdóttir og Örninn komu með loðnu til Krossaness, Björg með 170 tonn og Örn 450. Keflvíkingur fór með 100 tonn til Bolungarvíkur. Hábergið var á leið til Grindavíkur með 320 tonn og Sunnubergið landar einnig þar, 150 tonnum. Gylfi landar 250 tonnum hjá SR á Siglufirði og Skarðsvík landar 450 tonnum á sama stað. Á miðvikudaginn áttu skipin erfitt með að athafna sig vegna veðurs og engin loðna fannst aðfaranótt fimmtudags. Kap II er nýkomin á miðin ásamt Jóni Kjartanssyni, Hólmaborginni, Guðrúnu Kjartansdóttur og Berki. EHB Menntamálaráðuneytið: Rádherra boðar nýtt vinnuferli við gerð aðalnámsskrár grunnskóla - „Stefnum að útgáfu námsskrárinnar í vor,“ segir Svavar Gestsson menntamálaráðherra I gær boðaði mcnntamálaráð- herra, Svavar Gestsson, til kynningarfundar þar sem kynntar voru breyttar áherslur í mennta- og menningarmál- um. Meðal þeirra mála sem Svavar kynnti var aðalnáms- skrá grunnskóla en stefnt er að því að námsskráin verði gefin út næstkomandi vor. Fyrr á þessu ári ákvað Birgir ísleifur Gunnarsson, þáverandi ^ KÞ Húsavík: Atta starfsmönnum sagt upp - unnið að endurskipulagningu tveggja sérverslana „Þessar uppsagnir eru tengdar endurskipulagningu á rekstri þessara tveggja litlu verslana, verið er að endurskipuleggja mannahaldið og laga það að aðstæðum,“ sagði Egill Ölgeirs- son, stjórnarformaður Kaup- félags Þingeyinga er Dagur spurðist fyrir um uppsagnir starfsfólk í Garðari og Sölu- deild. Öllu starfsfólki þessara tveggja sérverslana, sex manns í fimm stöðugildum var sagt upp sl. föstudag og einnig tveim starfsmönnum á skrif- stofu kaupfélagsins. Egill sagði að taliö væri að draga þyrfti úr mannahaldi í þessum verslun- um en litið yrði til með að koma fólkinu sem ekki yrði endurráðið í önnur störf hjá kaupfélaginu, eins og kostur væri. „Ljóst er að Kaupfélag Þing- eyinga á í miklum erfiðleikum, eins og önnur sambærileg félög á landsbyggðinni, og vandinn er kannski meiri en þekkst hefur áður í sögu féiagsins. Alveg síðan í fyrrahaust hafa stjórnendur félagsins farið ofan í rekstur þess og síðan mjög náið ofan í rekstur hverrar einingar fyrir sig. í fram- haldi af þessu samþykkti stjórn breytingar til að bæta rekstur félagsins,“ sagði Egill. Breyting- ar þessar felast m.a. í að öllum stjórnendum voru gefin fyrirmæli um að draga úr mannahaldi og yfirvinnu eins og kostur er. Frest- að er öllum fjárfestingum sem mögulegt er og deildarstjórum falið að draga verulega úr birgða- haldi og leggja fram áætlanir um innkaup. Aðgerðir vegna inn- heimtu á útistandandi skuldum eru hertar og ekki er ráðið í ný störf nema með samþykki kaup- félagsstjóra. IM menntamálaráðherra að gefa út drög að aðalnámsskrá grunnskól- ans til kynningar. Bandalag kennarafélaga hefur í bréfi til menntamálaráðherra bent á að skammur frestur hafi verið gefinn til að skila inn athugasemdum við námsskrárdrögin og leggur til að sett verði á laggirnar nefnd til að endursemja aðalkafla námsskrár- innar þar sem í eigi sæti fulltrúar kennarasamtakanna og mennta- málaráðuneytisins. í mennta- málaráðuneytinu hefur verið tek- in ákvörðun um nýtt vinnuferli við gerð námsskrárinnar. Samkvæmt áætlun ráðuneytis- ins verður haustfundum fræðslu- umdæmanna um námsskrárdrög- in lokð á næstunni. Því næst fara námsstjórar yfir þær athuga- semdir sem fram hafa komið. Úrvinnsla námsstjóranna á að liggja fyrir um næstu mánaðamót og þá kynntar samtökum kennara. Því næst verður skipuð nefnd með fulltrúum kennara- samtakanna undir verkstjórn fulltrúa menntamálaráðherra. Nefndinni er ætlað að annast alla verkstjórn, kynningar og loka- frágang námsskrárinnar. „Við stefnum að útgáfu nýrrar aðalnámsskrár fyrir grunnskól- ann í vor þannig að hægt verði að byggja allt skólastarf í grunn- skólunum skólaárið 1989-1990 á henni,“ segir Svavar Gestsson. Allir stjórnarmenn kennara- samtakanna þriggja hafa verið boðaðir til fundar við mennta- málaráðherra þar sem rætt verð- ur um gerð nýrrar námsskrár og önnur samskiptamál ráðuneytis- ins og kennarasamtakanna. JÓH Sala grásleppuhrogna: Auknar veiðar Kanadamanna setja strik í reikninginn Nokkur óvissa ríkir um sölu grásleppuhrogna eftir að upp- lýsingar bárust um að Kanada- menn væru búnir að veiða 20 þúsund tunnur af hrognum á síðustu vertíð. Ljóst er að mark- aðsstaða íslendinga versnar af þessum sökum. Jafnframt lækkar það verð sem fæst fyrir hrognin á crlendum mörkuð- um. Talið er að markaður sé í heiminum fyrir 40 þúsund tunnur af grásleppuhrognum. íslending- ar veiddu alls 10 þúsund tunnur á síðustu vertíð en þegar er búið að flytja út 4.700. 4.550 tunnur fóru til verksmiðja innanlands sem kaupa árlega mikið magn hrogna. Eftir standa 750 tunnur sem eftir er að selja úr landi. Það magn telst ekki mikið miðað við árstíma. Örn Pálsson hjá Landssambandi smábátaeigenda sagðist hafa trú á að eftir næstu vertíð tækist að selja meira magn til erlendra aðila en nú. Meðalvertíð gerir 16 þúsund tunnur og óskastaðan er að veiða það magn og selja það allt fvrir hátt verð. Sölustofnun lagmetis hefur gert áætlun um sölu kavíars fyrir næsta ár. Þeir gera ráð fyrir að geta selt allt að 7 þúsund tunnur í formi niðurlagðs kavíars sem niðursuðuverksmiöjurnar fram- leiða, m.a. K. Jónsson & Co. á Akureyri. Þá eru þrjár verk- smiðjur sem eru óháðar Sölu- stofnun lagmetis og geta flutt út umtalsvert magn í viðbót. Aukn- ar veiðar Kanadamanna eru það eina sem setur strik í reikninginn og gæti fellt íslenska kavíarinn í verði erlendis. „TT_ EHB

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.