Dagur - 01.11.1988, Blaðsíða 1
Skagstrendingur hf.:
Um 60 börn úr Skíða-
ráði Akureyrar ásamt
nokkrum foreldrum
dvöldu í æfingabúðum á
Stórutjörnum um
helgina. Létu þau vel af
ferðinni.
Mynd: TLV
Akureyri:
Ekið á gangandi
vegfaranda
Klukkan 02.40 aðfaranótt
sunnudags var léttu bifhjóli
ekið á gangandi vegfaranda í
Brekkugötu á Akureyri. Veg-
farandinn fótbrotnaði og hlaut
einhverja höfuðáverka, en þeir
munu ekki hafa verið mjög
alvarlegir.
Þá voru þrír árekstrar á Akur-
eyri um helgina, allir minnihátt-
ar. Fimm ökumenn voru teknir
fyrir of hraðan akstur, tvær rúður
voru brotnar, ein í verslun og
önnur í íbúðarhúsi. Ekkert lát
virðist því vera á rúðubrotum í
bænum. Alls gistu þrír fanga-
geymslur lögreglunnar.
Að sögn Gunnars Randvers-
sonar varðstjóra var farið inn í
íbúð á Akureyri um helgina,
sennilega um opinn glugga, og
rótaði viðkomandi í skúffum og
skápum en engu var stolið. Loks
var bifreið sem stóð við Þvotta-
húsið Mjöll stórskemmd er reið-
hjóli var kastað ofan á hana. SS
Útgerðarfélag Skagfirðinga og Fiskiðja Sauðárkróks:
Kaupa tvo togara af Hrað-
frystihúsi Keflavíkur
Kannar kaup á tveimur
bátum frá Grindavík
Ýmislegt bendir til að útgerð-
arfélagið Skagstrendingur hf. á
Skagaströnd hafi hug á að
kaupa bátana Þorbjörn GK
540 og Þórkötlu GK 97 af
Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða
hf. í Grindavík. Bátarnir yrðu
eingöngu keyptir til að flytja
afla þeirra yfír til togara, ef að
kaupum verður.
Hraðfrystihús Þórkötlustaða
hf. hefur átt við mikla rekstrar-
erfiðleika að etja undanfarið.
Fyrirtækið, sem er gamalgróin
fiskvinnslustöð í Grindavík, fékk
greiðslustöðvun fyrir nokkru og
hefur fjárhagsleg endurskipu-
lagning farið fram. Samkvæmt
heimildum Dags hefur greiðslu-
stöðvunin tafið fyrir því að hægt
hafi verið að ganga frá sölu bát-
anna.
Þórkatla GK 97 er eikarbátur,
smíðuð í V.-Þýskalandi árið
1960, 73 tonn brúttó. Ný aðalvél
var sett í skipið fyrir fjórum
árum. Þorbjörn GK 540 er einnig
eikarbátur, smíðaður árið 1959
hjá sömu skipasmíðastöð og
Þórkatla GK. Þorbjörn mælist 74
tonn brúttó.
Heimildamaður blaðsins í
Grindavík sagði að bátarnir væru
orðnir frekar lélegir og hefðu
„verið látnir drabbast niður
undanfarin ár,“ eins og hann
komst að orði. Ljóst hefði verið
að þeim yrði hvort eð er ekki
haldið miklu lengur úti en þeir
hafa umtalsverðan kvóta sem
þykir eftirsóknarverður. Þor-
björn og Þórkatla hafa verið á
blönduðunt veiðum, á línu og
netum á haust- og vetrarvertíð en
humarveiðum á sumrin.
Fleiri bátar verða seldir frá
Grindavík til Norðurlands ef að
líkum lætur því heimildir blaðs-
ins segja norðlenska togaraút-
gerðarmenn hafa skoðað einn bát
til viðbótar, Má GK 55. Már er
100 tonna stálbátur í eigu Hrað-
frystihúss Grindavíkur hf. Hann
er búinn að vera á söluskrá um I Már Vilhelmsson hjá Santherja
tíma. Skipið var byggt í A,- hf. sagði að ekki stæði til að Sam-
Þýskalandi árið 1961. Þorsteinn herji keypti það skip. EHB
íslenski dansflokkurinn:
Nýr íslenskur baJlett
frumsýndur á Akureyri
Leikhúsgestir á Akureyri þurfa
ekki að örvænta þótt Skjald-
bakan fari suður til Reykjavík-
ur því Leikfélag Akureyrar
býður upp á gestaleik um
næstu helgi. Þar er á ferðinni
Islenski dansflokkurinn og
mun hann m.a. frumsýna nýj-
an ballett eftir Hlíf Svavars-
dóttur. Það er einsdæmi að
íslenskur ballett skuli vera
frumsýndur á Akureyri.
Ballettinn sem frumsýndur
verður heitir Innsýn og er örstutt
síðan Hlíf lauk við að semja
hann. íslenski dansflokkurinn
sýnir tvö önnur verk eftir Hlíf
Svavarsdóttur á sýningunum í
Samkomuhúsinu, verðlaunaverk-
ið Af mönnum og hið kraftmikla
verk Tangó.
Arnór Benónýsson, leikhús-
stjóri LA, sagði að koma dans-
flokksins til Akureyrar væri mik-
ill listviðburður, enda er ballett-
inn það listform sem hvað mesta
athygli vekur í heimi leiklistar-
innar í dag.
Sýningar íslenska dansflokks-
ins í Samkomuhúsinu á Akureyri
verða föstudaginn 4. og laugar-
daginn 5. nóvember kl. 20.30. Þá
er í bígerð að skólar á Akureyri
fái dansflokkinn til að kynna
þetta listform fyrir nemendum.
SS
- Drangey SK-1 seld á 300 milljónir
Viðræður hafa verið í gangi að
undanförnu á milli Hraðfrysti-
húss Keflavíkur annars vegar
og Útgerðarfélags Skagfirð-
inga og Fiskiðju Sauðárkróks
hins vegar um sölu á togaran-
um Drangey SK-1 og kaup ÚS
á Aðalvík KE-95 og kaup
Fiskiðjunnar á Bergvík KE-22.
Næsta víst er að samningar
munu takast, en eftir er að
undirrita endanlegan kaup-
samning. Söluverð Drangeyjar
er um 300 milljónir króna og
kaupverð á togurum HK er
187 milljónir fyrir hvort skip.
Stefnt er að afhendingu skip-
anna um næstu áramót og mun
þá ÚS reka 4 togara, í stað 3ja
í dag.
I samtali við Dag sagði Ágúst
Gúðmundsson framkvæmda-
stjóri ÚS að með sölunni á
Drangey væri verið að hverfa frá
rekstri frystitogara og afla í stað
þess aukins hráefnis fyrir frysti-
húsin og tryggja stöðu þeirra.
„Þá mun, með 4 togurum, einnig
aukast svigrúm til að sigla með
aflann og fá þannig hærra meðal-
verð á mörkuðum úti,“ sagði
Ágúst.
Aðalvík KE-95 er 450 rúmlesta
skip, smíðað á Spáni ’74. Bergvík
KE-22 er af svipaðri stærð og
smíðað í Noregi '12. Drangey
SK-1 er 560 rúmlesta skip, smíð-
að í Japan ’73 og fyrir 2 árum var
skipið endurbyggt að miklu leyti í
Þýskalandi og gert að hálffrysti-
togara. Hraðfrystihús Keflavíkur
ætlar að breyta Drangeynni í
alfrystitogara þegar suður
kemur. Hinir væntanlegu togarar
ÚS munu halda óbreyttum með-
altalskvóta sóknarmarks fyrir
norðursvæðið, Aðalvíkin fær
kvóta Drangeyjar, sem er 1650
tonn af þorski og 1600 tonn af
karfa, og Bergvíkin mun væntan-
lega fá úthlutað svipuðum kvóta.
Að sögn Ágústar, þá mun Aðal-
víkin fá Drangeyjarnafnið en
þeir hjá Fiskiðju Sauðárkróks
hafa ekki ákveðið nafn á Berg-
víkina.
Áætlað er að með tilkomu
fjórða togarans í skipaflota ÚS
þá muni bætast við 60 ný störf á
sjó og í landi. Munar þar um
minna, ekki síst eftir ótrygga tíð
að undanförnu í fiskvinnslu og
útgerð við Skagafjörð. „Þetta
hefur geysilega mikla þýðingu
fyrir atvinnulíf á Sauðárkróki og
í Skagafirði, það er ljóst. Vegna
þess, að með 60 nýjum störfum í
framleiðslunni, þá er talað unt 3
störf í þjónustugreinum á móti
hverju einu starfi í framleiðsl-
unni. Þannig að þessi aukning á
atvinnulífinu hefur áhrif á allt,
það hefur áhrif á byggingariðnað-
inn, alla þjónustu og allt sem
tengist útgerð og fiskvinnslu.
Þetta ntál er náttúrlega ekki
alveg komið í höfn, en við treyst-
unt því að svo sé,“ sagði Ágúst
Guðmundsson að lokum. -bjb