Dagur - 01.11.1988, Page 3

Dagur - 01.11.1988, Page 3
1. nóvember 1988 - DAGUR - 3 Ferðakaupstefna á morgun: tækifæri fyrir ferðaþjónustu Kjörið aðfla í Á morgun verður haldin ferða- kaupstefna á Hótel KEA í tengslum við ferðamálaráð- stefnu Ferðamálaráðs sem sett verður á sama stað fimmtudag- inn 3. nóvember kl. 10.00. Til- gangur kaupstefnunnar er að gefa þeim aðilum sem bjóða upp á ferðir, gistingu eða aðra þætti sem þeir vilja koma á framfæri tækifæri til að kynna sínar vörur fyrir fulltrúum ferðaskrifstofa. í gær höfðu um 80 manns skráð sig á ráðstefnuna, en reiknað er með mun meiri fjölda. Pað verð- ur Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra sem setur ráð- stefnuna og að setningu lokinni, verða flutt framsöguerindi. Friðrik Eysteinsson rekstrarhag- fræðingur flytur erindi um skatt- lagningu ferðaþjónustunnar og gengismál, um verðlagningu Islandsferða og markaðsmál flytja þau Unnur Georgsson og Dieter W. Jóhannsson erindi, en þau eru forstöðumenn ferðaskrif- stofu Ferðamálaráðs í New York og Frankfurt. Þá flytur Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri erindi um stöðu ferðaþjónust- unnar í þjóðarbúskap íslendinga. I stað hefðbundinna nefndar- starfa á ráðstefnum sem þessari, verður gefinn rúmur tími til umræðna um framsöguerindin. Ráðstefnunni lýkur á föstudag með hópferð um Eyjafjörð með viðkomu í Hrísey. Þátttaka á kaupstefnunni virð- ist ætla að vera nokkuð góð, sér- staklega meðal kaupenda, því flestar ferðaskrifstofur í Reykja- vík hafa verið skráðar til þátt- töku. Þá eru á annan tug aðila á Norðurlandi búnir að skrá sig til þátttöku, en vonast er til þess að enn fleiri láti sjá sig. „Margir þessara aðila eru heildarsamtök eins og Ferðamálafélag Húsavík- ur og Ferðamálanefnd Stykkis- hólms,“ sagði Porleifur Þór Jóns- son starfsmaður Atvinnumála- nefndar Akureyrarbæjar, en hann sér um að skipuleggja kaup- stefnuna. „Þá þykir mér leitt að hafa ekki heyrt frá fleiri aðilum sem hafa góðar hugmyndir á takteinum og vilja koma þeim á framfæri. Þessir menn ættu að koma og spjalla við fólkið sem sækir ráðstefnuna. Það hefur vantað vettvang fyrir þetta og hér er kjörið tækifæri án þess að þurfa að leggja út í kostnað." Kaupstefna sem þessi hefur ekki verið haldin á Akureyri áður en þótti kjörið að nýta tækifærið í tengslum við ráðstefnuna. „Við væntum þess fyrst og fremst að hér fái aðilar sem eru með einhvern rekstur í tengslum við ferðaþjónustu tækifæri til að hitta forsvarsmenn ferðaskrif- stofa og koma sér á framfæri," sagði Þorleifur Þór að lokum. VG Pokaverksmiðjan Serkir á Blönduósi: Hannar bréfpoka eftir óskum kaupenda Pappírspokaverksmiöjan Serkir á Blönduósi hóf fram- leiðslu á pokum af ýmsum gerðum í ágústmánuði 1987. Fram að þessu hefur verið unnið að þróun framleiðslunn- ar og markaðssetningu og má segja að á vissan hátt sé fyrir- tækið enn í mótun. Núverandi framkvæmdastjóri er Víglund- ur Gíslason en hann tók við því starfi í marsmánuði á þessu ári. Sölustofnun lagmetis: ALDI stendur við gerða samninga Vestur-þýska fyrirtækið ALDI GMBH hefur ákveðið að halda gerða samninga við Sölustofnun lagmetis um kaup á íslenskum vörum þrátt fyrir þrýsting frá samtökum umhverfisverndunarsinna og hvalfriðunarmanna. í fréttatilkynningu frá Sölu- stofnun lagmetis er því fagnað að forráðamenn Aldi-samsteypunn- ar skyldu taka þessa ákvörðun. Þó er bent á að hinn almenni neytandi muni hafa síðasta orðið í þessu máli. Ekki beri að van- meta áhrifamátt Greenpeace og annarra álíka samtaka á skoðana- myndun almennings í hvalamál- inu. Jafnframt vonast forsvarsmenn sölustofnunarinnar eftir því að stjórnvöldum takist að sannfæra alla þá kaupendur sem hugleiða að hætta eða hafa hætt kaupum á vörum frá íslandi um að halda áfram viðskiptum. Vegna stöðv- unar viðskipta við Tengelmann hafi íslenskar lagmetisverksmiðj- ur þegar tapað tugum milljóna króna og þó hafi aðeins verið um að ræða stöðvun á sölu til eins fyrirtækis af mörgum. Tengel- mann-málið hafi því skaðað markaðsstöðu Sölustofnunar lag- metis í V.-Þýskalandi. EHB Lögreglan á Akureyri: í samtali við Dag sagðist Víg- lundur vera bjartsýnn á að fyrir- tækið ætti sér framtíð. Hann sagði að fjármagnskostnaður væri Serkjum þungur baggi eins og öðrum fyrirtækjum um þessar mundir. Fyrirtækið yrði að keppa við innflutning og framleiðsla Serkja væri ekki á neinn hátt vernduð fyrir þeirri samkeppni. Þar sem Serkir framleiða ein- göngu vöru fyrir innanlands- markað er fyrirtækið ekki inni í því dæmi sem ríkisstjórnin er nú að vinna að til að bjarga útflutn- ingsatvinnuvegunum frá gjald- þroti. Hitt er ljóst að með því að flytja inn hráefnið og framleiða pokana innanlands sparast tugir milljóna í gjaldeyri. Fastir kaupendur á framleiöslu Serkja eru fóðurblöndunarstöðv- arnar, Þörungavinnslan á Reyk- hólum, og Mjólkurbú Flóamanna og Mjólkurstöðin á Blönduósi sem eru einu mjólkurstöðvarnar hérlendis sem framleiða mjólkur- duft. Nokkuð hefur verið framleitt af umbúðum undir fiskimjöl í 33 kg pakkningum og stefnt er að framleiðslu á pokum undir lax- eldisfóður. Serkir sjá um hönnun og merk- ingar á pokum eftir óskum kaup- enda og eru margir möguleikar opnir í því sambandi. Starfsmenn Serkja eru nú sjö. fh Stöðugt fleiri teknir fyrir að kitla pinnann „Það sást til þín“ Þeim fjölgar stöðugt öku- mönnunum sem kærðir eru fyrir of hraöan akstur á Akur- eyri. Fyrstu tíu mánuði ársins voru 558 teknir fyrir of hraðan akstur en á sama tíma í fyrra höfðu 428 ökumenn verið kærðir fyrir sama brot. Árið 1986 höfðu 302 ökumenn verið kærðir fyrir sama brot 1. októ- ber. Tilkynningum til lögreglunnar um árekstra hefur hins vegar fækkað að mun sem kemur lík- lega til vegna tjónaskýrslanna, en nú gera sífellt fleiri ökumenn upp málin sín á milli án milligöngu lögreglu. Árið 1986 var alls til- kynnt um 586 árekstra á Akur- eyri fyrstu tíu mánuðina og árið á eftir voru þeir 771 sem er tölu- verð aukning. í ár var tilkynnt um 513 árekstra til 1. október. Á þessum fyrstu þremur árs- fjórðungum hafa 92 ökumenn verið teknir fyrir ölvunarakstur, sem virðist álíka mikið og á sama tíma í fyrra. VG Fyrir skömmu var línu stolið úr trillu í smábátahöfninni við Slippstöðina á Akureyri. Eigandi línunnar, Ingvi Árna- son, sagði að sést hefði til manns- ins sem þetta gerði og væri því vitað hver hann væri. Manninum væri gefinn kostur á að skila lín- unni á sama stað, annars mætti hann eiga von á heimsókn fljót- lega. Línan var til þerris í bátnum, með nýjum önglum og taumum. EHB SSK3S Vinningstölur 29. október 1988 Heildarvinningsupphæð kr. 4.057.364,- Þar sem enginn var með 5 réttar tölur síðastliðinn laugardag flyst 1. vinningur sem var 1.867.421 yfir á 1. vinning á laugardaginn kemur. Bónustala + fjórar tölur réttar kr. 324.544,- Skiptist á 2 vinningshafa kr. 162.272,- Fjórar tölur réttar kr. 559.774,- Skiptist á 86 vinningshaga kr. 6.509,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.306.125,- Skiptist á 3225 vinningshafa kr. 405,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 íslenskt atvinnulíf: Hvaö veldur vandanum? Fundur með dr. Þorvaldi Gylfasyni. í dag þriðjudaginn 1. nóvemb- er efnir Kaupþing Norðurlands hf. til fundar með dr. Þorvaldi Gylfasyni. Þorvaldur mun m.a. ræða: - stöðu efnahagsmála hér á landi, - hvað veldur vanda atvinnu- lífsins - og vænlegar leiðir til úrbóta. Þátttaka er öllum opin sem vilja fylgjast meö og taka þátt í umræöum um efna- hagsmál. Fundurinn verður í Alþýðuhúsinu 4. hæð og hefst kl. 16.00. Þátttaka tilkynnist til Kaupþings Norðurlands hf. í síma 96-24700. é4ll<AUPÞING_____________________ NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 • Akureyri Sími 96-24700

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.