Dagur - 01.11.1988, Qupperneq 5
1. nóvember 1988 - DAGUR - 5
Heilsugæslustöðin á Akureyri:
Um tannvemdarstarf
Vegna umfjöllunar um árangur
tannverndarstarfs á Akureyri í
Degi dagana 12., 13. og 14. þ.m.
þykir okkur ástæða til að vekja
athygli á fjölþættu tannverndar-
starfi sem fram hefur farið á
undanförnum árum á vegum
Heilsugæslustöðvarinnar á Akur-
eyri, en að engu er getið í fyrr-
nefndum blaðagreinum.
1. í ungbarnaeftirliti fer fram
fræðsla um tannvernd. Þegar
barnið kemur í 7 mán. skoðun er
rætt um tannhirðu og hollar mat-
arvenjur. Mælt er með að börn-
um séu gefnar fluortöflur allt frá
7 mán. aldri. Börn á aldrinum 7
mán. til 6 ára fá fluortöflur á
Heilsugæslustöðinni endurgjalds-
laust. A árunum 1981-’85 starfaði
tannfræðingur við Heilsugæslu-
stöðina sem annaðist fræðslu-
starfið í ungbarnaeftirlitinu.
2. Við 4 ára skoðun er talað
um tannhirðu og lögð áhersla á
að foreldrar aðstoði börn sín við
tannburstun. ítrekaðar eru ráð-
leggingar um fluornotkun. l>á er
foreldrum bent á að æskilegt sé
að börnin fari í skoðun hjá tann-
lækni hafi það ekki verið gert þá
þegar.
3. Tannvernd er verulegur
hluti í starfi skólahjúkrunarfræð-
inga. Strax í 6 ára bekk er börn-
um veitt fræðsla um mataræði og
þá sem fyrr lögð áhersla á að
börn á þessum aldri geta ekki
burstað tennur án aðstoðar svo
vel sé. Á aldrinum 7-13 er börn-
unum leiðbeint við tannburstun
þrisvar á vetri. Tennurnar eru þá
burstaðar úr fluorlausn og einnig
eru notaðar sérstakar litartöflur
sem sýna hvar tannhirðunni er
ábótavant. Haldið er áfram að
fræða um hollar matarvenjur og
fræðsluefni dreift. í vetur verður
sú nýbreytni tekin upp í skólum á
Akureyri að tennur verða skolað-
ar úr fluorlausn á tveggja vikna
fresti. Þá hafa skólahjúkrunar-
Kostnaður
sjúkrasaml. Ak.
Heildarkostn.
hins opinbera.
6-15 ára 0-5 ára 0-15 ára
Árið 1981 1.411.514 244.752 3.067.780
Árið 1982 2.473.209 357.906 5.304.324
Árið 1983 3.887.065 698.873 8.473.003
Árið 1984 4.557.868 1.058.397 10.172.527
Árið 1985 6.293.010 1.210.424 13.796.444
Árið 1986 7.542.121 1.700.067 16.784.309
Árið 1987 12.351.601 2.220.956 26.924.160
Árið 1988 11.735.248 1.836.857 25.307.425
(1988 frá 01.01.-30.09.)
Sjúkrasamlag greiðir 75% af tannlæknakostnaði 0-5 ára og
50% af kostnaði 6-15 ára og sveitarfélag greiðir 50% af kostn-
aði 6-15 ára.
sem vinnur að tannvernd hvort
heldur er í ungbarnaeftirliti eða í
heilsugæslu í skólum eru opin-
berir starfsmenn. Petta verður að
hafa í huga þegar dómur er felld-
ur um það hvort fjárframlög hins
opinbera til tannverndar hafi ver-
ið „skorin við nögl" eins og fram
hefur komið í áðurnefndri
umfjöllun.
Niðurlag
Pað er að sjálfsögðu afar gleði-
legt að tannheilsa barna á Akur-
eyri virðist hafa batnað verulega
á síðustu árum. Við viljum leggja
áherslu á að til að sú þróun megi
haldast þarf áfram að efla fjöl-
þætt forvarnarstarf.
Til að ná sem bestum árangri
þarf samstarf og virkan áhuga
jafnt heilbrigðisstarfsmanna, for-
eldra og barna. Það getur verið
hættulegt að ofmeta mikilvægi
ákveðinna þátta í þessu starfi en
gleyma öðru.
Heilsugæslustöðinni á Akureyri,
Björg Skarphéðinsdóttir, skólahj.fr.
Guðfinna Gunnarsdóttir, skólahj.fr.
Guðný Magnúsdóttir, skolahj.fr.
Hjálmar Freysteinsson, yfirlæknir
Katrín Friðriksdóttir, skólahj.fr.
Konny Kristjánsdóttir, hjúkr.forstj.
Magga Alda Magnúsdóttir, skólahj.fr.
Margrét Ólafsdóttir, skólahj.fr.
Rannveig lngvarsdóttir, skolahj.fr.
Sesselja Bjarnadóttir, skólahj.fr.
fræðingar aðstoðað við skipu-
lagningu tannlæknaskoðana.
Kostnaður hins opinbera
vegna tannlækninga barna
á Akureyri
í meðfylgjandi töflu er að finna
upplýsingar um greiðslur hins
opinbera fyrir tannlækningar
barna. Hér er ekki gerður grein-
armunur á tannviðgerðum og
fyrirbyggjandi aðgerðum. Þar eð
tannskemmdir hafa farið minnk-
andi má ætla að vaxandi hluta af
þessum upphæðum sé varið til
fyrirbyggjandi aðgerða. Þá er
þess að geta að það starfsfólk
Athugasemd frá ritstjóra
Ágætu bréfritarar.
Það er greinilegt á bréfi ykkar að
þið misskiljið tilgang þeirra skrifa
sem birtust í Degi 12., 13. og 14.
októbers.l. í Degi þann 12. októ-
ber er í frétt greint frá niðurstöð-
um rannsókna tannlækna á 11-12
ára skólabörnum á Akureyri, en
samkvæmt þeim hefur tíðni tann-
skemmda hjá þessum aldurshópi
á Akureyri minnkað verulega á
skömmum tíma. Haft er eftir
tannlækni þeim, sem rannsókn-
ina framkvæmdi, að þennan
árangur megi að verulegu leyti
þakka sérstöku átaki gegn tann-
skemmdum barna, sem Tann-
læknafélag Norðurlands hóf árið
1981.
Daginn eftir er í annarri frétt
greint nánar frá niðurstöðum
fyrrnefndra rannsókna, sérstak-
lega með tilliti til þess að nokkur
munur var á tannskemmdum
barna eftir skólahverfum.
í Degi 14. október er loks vak-
in athygli á þessum árangri í for-
ystugrein.
Ég ítreka það að þið hafið
greinilega misskilið tilgang þess-
ara skrifa. Tilgangurinn var alls
ekki sá að gera viðamikla úttekt á
því tannverndarstarfi sem unnið
er á Akureyri, heldur fyrst og
fremst að skýra frá þessu fram-
taki Tannlæknafélags Norður-
lands, en fyrrnefndar upplýsingar
komu fram á aðalfundi þess
félags laugardaginn 8. október.
Dagur hefði á sama hátt skýrt frá
því sem þið á Heilsugæslustöð-
inni eruð að gera á sviði tann-
verndar, ef sérstakt tilefni hefði
gefist. Dagur hefði væntanlega
einnig skýrt frá því tannverndar-
starfi sem unnið er á ykkar
vegum, ef ætlunin hefði verið að
gera viðamikla úttekt á þeim
málum. Þarna var hins vegar um
fréttaflutning af einu afmörkuðu
máli að ræða, þ.e. fyrrnefndri
rannsókn Tannlæknafélagsins.
í forystugrein Dags var því
haldið fram að fjárveitingar til
aðgerða, sem beinlínis miðuðu
að því að koma í veg fyrir tann-
skemmdir, væru jafnan skornar
við nögl. Ég held að flestum sé
ljóst að það er rétt, og þær
ósundurliðuðu tölur sern birtar
eru hér að ofan, hrekja í engu þá
fullyrðingu. Þvert á móti sýna
þær að full þörf er á að efla for-
varnarstarfið til mikilla muna til
að freista þess að draga úr kostn-
aði vegna tannviðgerða.
Að lokum þetta: Dagur hefur
ævinlega verið boðinn og búinn
að vekja athygli á því sem vel er
gert. Hvað umfjöllun um tann-
vernd varðar, dreg ég mjög í efa
að aðrir fjölmiðlar hafi gert betur
síðustu misserin. Vísa ég í því
sambandi m.a. til opnugreinar
um tannvernd, sem birtist í Degi
30. september 1987 svo og til
nokkurra frétta um sama efni,
þar sem m.a. var talað við tals-
mann Heilsugæslustöðvarinnar á
Akureyri um tannverndarað-
gerðir í skólum Akureyrar.
Það getur vissulega verið
„hættulegt að ofmeta mikilvægi
ákveðinna þátta í þessu starfi en
gleyma öðru“, svo sem þið bend-
ið á í bréfi ykkar. Af framan-
sögðu ætti hins vegar að vera
ljóst að Dagur hefur ekki fallið í
þá gryfju. Ritstjóri.
Nýkomið
Barnapeysur
Stærðir 120-170. Verð kr. 860,-
Barnapeysur
Stærðir 116-152. Verð kr. 995,-
Barnasett, buxur + jakki
Stærð 2-5. Verð kr. 1.495,-
Barnagallasmekkbuxur
Stærðir 2-5. Verð kr. 1.130,-
Herragallabuxur
Stærðir 29-35. Verð kr. 1.465,-
Herraflauelsbuxur, snjóþvegnar
Stærðir 46-56. Verð kr. 1.740,-
Mikið úrvai af fallegum
sokkum í öllum stærðum.
111EYFJÖRÐ
Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275
ALAFOSS
Yerksniiðjuiit sala
Úrval af teppum, ullarfatnadi, gami,
áldæði og ýmsu öðru.
Verðið er alltaf jaíh ótrúlegt.
Opið: Priðjud. til föstud. ld. 9.00-18.00.
Laugardag ld. 10.00-16.00.
Komlð og gerið góð kaup
Verksmlðjuverslun Glerárej'rum, sími 21900.
■ ÁLAFOSS s
ATH: Verslunin verður opin í vetur frá mánudegi til
föstudags kl. 9.00-12.00 og 13.00-18.00.