Dagur - 01.11.1988, Blaðsíða 9
1. nóvember 1988 - DAGUR - 9
Enska knattspyrnan:
Enn lífsmark með Liverpool
- Arsenal í annað sætið - Millwall tapaði sínum fyrsta leik - Lánleysi Tottenham algjört
Alan Smith hefur verið drjúgur í að skora fyrir Arsenal í vetur. Hann er nú markahæstur í 1. deild og félagið er í
öðru sæti í deildinni.
Norwich heldur enn öruggri
sex stiga forystu í 1. deild, en
varö að gera sér jafntefli á
heimavelli gegn Southampton
að góðu á laugardag.
Southampton lék sterka vörn í
leiknum og beið þess að Norwich
gerði mistök. John Burridge
varði tvívegis vel í fyrri hálfleik
fyrir Southampton og Andy
Townsend sem Norwich seldi til
Southampton í haust varð að fara
af velli eftir högg í andlitið frá
sínum fyrri félögum. Snemma í
síðari hálfleik náði Robert Fleck
forystu fyrir Norwich eftir send-
ingu Roberts Rosario, en það var
Danny Wallace sem jafnaði fyrir
Southampton með lausu skoti
sem Bryan Gunn markvörður
Norwich áttaði sig ekki á. Leik-
menn Southampton fögnuðu
jafnteflinu, en Norwich hefði átt
að vinna leikinn.
Arsenal skaust upp í annað
sætið með sigri heima gegn
Coventry. Heimamenn höfðu
mikla yfirburði í leiknum og
hefðu átt að vinna mun stærri sig-
ur en raun varð á. Arsenal komst
yfir á 17. mín. eftir stanslausa
pressu, Mike Thomas skoraði
með þrumuskoti af 20 metra færi.
Áður hafði Steve Ogrizovik varið
vel frá Alan Smith sem mistókst
að skora í fyrsta sinn í deildinni í
vetur, auk þess sem hann átti
skot í hliðarnetið af stuttu færi.
Coventry fékk einnig færi, David
Speedie, David Phillips og Cyr-
ille Regis voru hættulegir en
Arsenal fékk þó bestu tækifærin í
leiknum. Rétt eftir leikhlé varði
Ogrizocik mjög vel frá Brian
Staðan
1. deild
Norwich 10 7-2-1 18:11 23
Arscnal 9 5-2-2 22:13 17
Millwall 9 4-4-1 17:13 16
Liverpool 10 4-3-3 13: 8 15
Nott.Forest. 10 3-6-112:10 15
Southampton 10 4-3-3 15:14 15
Middlesbro 10 5-0-5 16:17 15
Coventry 9 4-2-3 12: 8 14
Aston Villa 10 3-5-2 15:13 14
Man. Utd. 9 3-4-2 10: 7 13
Sheff. Wed. 8 4-1-3 9: 9 13
Charlton 10 3-4-3 14:18 13
Derby 9 3-3-3 8: 5 12
Everton 9 3-2-4 13:1111
QPR 10 3-2-5 9:10 11
Luton 10 2-4-4 8:10 10
Wimbledon 9 2-2-5 8:16 8
Newcastle 10 2-2-6 9:19 8
West Ham 10 2-1-7 8:20 7
Tottenham 9 1-4-4 15:19 7
2. deild
Watford 14 9-2-3 25:12 29
Blackburn 13 7-3-3 22:15 24
W.B.A. 14 6-5-3 19:13 23
Portsmouth 14 6-5-3 23:18 23
Chelsea 14 6-4-3 23:15 22
Man.City 14 6-4-4 18:15 22
Barnsley 14 6-4-4 19:18 22
Ipswich 13 6-2-5 17:14 20
C.Palace 13 5-5-3 20:15 20
Bradford 14 5-5-4 16:15 20
Stoke 14 5-5-4 14:16 20
Swindon 14 4-7-3 19:20 19
Sundcrland 13 4-6-3 16:13 18
Leicester 14 4-6-4 18:21 18
Hull 14 4-5-5 17:17 17
Oxford 14 4-5-5 20:21 17
Oldham 14 4-4-6 24:24 16
Plymouth 12 4-3-5 15:18 15
Bournem. 13 4-3-6 10:14 15
Walsall 13 2-8-3 17:14 14
Leeds Utd. 13 2-6-5 10:16 12
Shrewsbury 13 2-6-5 10:17 12
Brighton 13 2-2-9 12:29 8
Birmingham 12 2-0-10 11:31 6
Marwood, en Tony Adafns gerði
út um leikinn fyrir Arsenal 8
mín. fyrir leikslok með þrumu-
skalla og 2:0 sigur í höfn.
Millwall tapaði sínum fyrsta
leik í deildinni, en liðið var eina
taplausa liðið í deildunum
fjórum. Middlesbrough lagði
Millwall að velli og fyrir leikinn
var gengið frá kaupunum á Peter
Davenport frá Man. Utd. til
Middlesbrough fyrir £700.000.
Bernie Slaven náði forystu fyrir
Boro strax á 3. mín., en á 9 mín.
kafla náði Millwall forystunni
með mörkum Reddy Sheringham
og Tony Cascarino og forysta
liðsins í hálfleik var sanngjörn.
Stuart Ripley jafnaði fyrir Boro
eftir aðeins 40 sek. í síðari hálf-
leik eftir mistök í vörn Millwall.
Upp frá því náði Boro tökum á
leiknum og Mark Burke náði for-
ystunni á 77. mín. Aðeins 3 mín.
síðar gerði Boro út um leikinn er
Burke var felldur í vítateig og
Gary Parkinson skoraði úr víta-
spyrnunni fjórða mark Middles-
borough.
Eftir hörmungar undanfarið
tókst Liverpool loks að vinna leik
er liðið sigraði West Ham á úti-
velli. Leikur liðanna var fjörugur
og vel leikinn, en það var Ian
Rush sem kom Liverpool yfir á
68. mín. með óvæntu marki þar
sem engin hætta virtist á ferðum.
Pað kom West Ham úr jafnvægi
og Peter Beardsley bætti öðru
marki við undir lokin eftir undir-
búning nýja leikmannsins David
Burrows. Steve Nicol og Gary
Ablett léku sem miðverðir og
stóðu sig vel, sérstaklega var
Abeltt góður í sinni nýju stöðu.
Ekkert lát er hins vegar á
hörmungum Tottenham og þrátt
fyrir að liðið léki oft mjög vel og
Neville Southall hinn frábæri mark-
vörður Everton var leikmönnum
Man. Utd. erfiður á sunnudaginn.
yfirspilaði Aston Villa langtím-
um saman á Villa Park varð liðið
að sætta sig við enn eitt tapið.
Eftir klukkutíma leik náði Villa
forystu með sjálfsmarki Terry
Fenwick eftir skalla Martin
Keown að marki Tottenham.
Chris Waddle var mjög góður hjá
Tottenham og skapaði mikinn
usla í vörn Villa. Fenwick jafnaði
fyrir Tottenham úr vítaspyrnu og
í stað þess að draga sig í vörn hélt
Tottenham áfram að sækja. Und-
ir lokin brást þó vörn Tottenham
enn einu sinni, Alan Mclnally lék
Ian Rush hefur nú loks fundið leið-
ina í markið. Hann kom Liverpool á
bragðið gegn West Ham.
Leikur Everton og Man. Utd.
fór fram á sunnudaginn og var
sjónvarpað beint á Bretlands-
eyjum. Þetta var köflóttur
leikur, fyrri hálfleikurinn mjög
slakur, leikmenn tóku enga
áhættu og dauft yfir öllu. Eftir
langt hlé vegna auglýsinga í
sjónvarpinu var annað uppi á
teningnum og leikur liðanna
allur annar og betri.
Mark Hughes náði forystu fyrir
Man. Utd. með góðu skoti yfir
Neville Southall markvörð Ever-
ton. Tony Cottee jafnaði fyrir
Everton aðeins þremur mín. síð-
ar af stuttu færi eftir að Dave
Watson hafði skallað í þverslá.
á tvo varnarmenn, sendi til Tony
Daley sem skoraði auðveldlega
með innanfótarskoti er 11 mín.
voru til leiksloka, en óheppni
Tottenham hlýtur að fara að taka
enda því liðið leikur góða knatt-
spyrnu.
Newcastle átti ekki minna í
leiknum gegn Nottingham For.,
en tapaði samt. Mirandhinha og
John Hendrie voru óheppnir að
skora ekki fyrir Newcastle og
skalli John Cornwell hafnaði í
þverslá. Lee Chapman sem Nott-
ingham For. keypti nýlega frá
Frakklandi átti heldur slakan
leik, en hann skoraði eina mark
leiksins úr erfiðri stöðu með
lausu skoti og Forest slapp í
burtu með öll stigin.
Peter Eustace hefur tekið við
stjórn hjá Sheffield Wed., en lið
hans tapaði á útivelli gegn
Charlton. Peter Shirtliff skoraði
fyrir Charlton í fyrri hálfleik og
Paul Williams bætti öðru við í
síðari hálfleik áður en David
Hodgson skoraði fyrir Sheffield
þremur mín. fyrir leikslok.
Luton og Q.P.R. gerðu marka-
laust jafntefli í sínum leik.
Milljón punda maðurinn,
Dean Saunders skoraði tvö mörk
í sínum fyrsta leik fyrir Derby.
Gary Micklewhite og Mel Sage
skoruðu einnig fyrir Derby, en
Vince Jones gerði eina mark
Wimbledon er hann jafnaði 1:1.
2. deild
• Chelsea er að sækja í sig
veðrið, sigraði Brighton auðveld-
Leikmenn Utd. sóttu mun meira
það sem eftir var leiksins, en
Southall var mjög góður í mark-
inu hjá Everton og kom í veg fyr-
ir fleiri mörk. Sérstaklega varði
hann vel frá Brian McClair sem
fékk góð færi til að gera út um
leikinn fyrir Man. Utd.
Fjórir leikmenn voru bókaðir í
leiknum, þeir Ian Snodin og
Dave Watson hjá Everton og
þeir Bill Garton og Jesper Olsen
hjá Man. Utd.
Aðeins 27.005 áhorfendur sáu
leikinn, þ.e. borguðu sig inn, en
ef honum hefði ekki verið sjón-
varpað hefði örugglega verið
uppselt á völlinn. Þ.L.A.
lega með mörkum Kevin Wilson
og Kerry Dixon.
• Mótmæli áhorfenda settu svip
á leik Oxford gegn Bradford.
Mikil óánægja vegna sölunnar á
Dean Saunders og brottreksturs
Mark Lawrenson. Mick Kennedy
skoraði tvö af mörkum Bradford
í 4:3 sigri liðsins.
• Eddie Gray stjóri Hull City
kom með lið sitt til Leeds þar
sem hann var sem leikmaður og
framkvæmdastjóri í um 20 ár, en
lið hans tapaði leiknum. John
Sheridan og Ian Baird skoruðu
mörk Leeds Utd.
• Steve Cooper, Gwyn Thomas
og Jim Dobbin skoruðu mörk
Barnsley gegn Plymouth.
• W.B.A. sigraði Blackburn
óvænt á útivelli með mörkum
Jason Withe og Colin Anderson.
• Gordon Armstrong skoraði
fyrir Sunderland gegn Man. City,
en Andy Hinchliffe gerði mark
heimamanna.
• Frank Bunn jafnaði fyrir Old-
ham eftir að Warren Aspinall
hafði náð forystu fyrir Ports-
mouth.
• Watford er í efsta sæti 2.
deildar, sigraði Walsall á útivelli
1:0 með marki í lok leiksins.
• Sheffield Utd. er efst í 3.
deild með 28 stig, Wolves 27,
Port Vale 24 og Reading og Ful-
ham með 23 stig.
• í 4. deild er Burnley efst með
25 stig, Rotherham og Scarbor-
ough með 24 og Crewe með 23
stig. Þ.L.A.
Úrslit
1. deild:
Arsenal-Coventry 2:0
Aston Villa-Tottenham 2:1
Charlton-Sheffield Wed. 2:1
Derby-Wimbledon 4:1
Everton-Manchester Utd. 1:1
Luton-Q.P.R. 0:0
Middlesbrough-Millwall 4:2
Newcastle-Nott. For. 0:1
Norwich-Southampton 1:1
West Ham-Liverpool 0:2
2. deild:
Barnsley-Plymouth 3:1
Blackburn-W.B.A. 1:2
Bournemouth-Ipswich 1:0
Chelsea-Brighton 2:0
Leeds Utd.-Hull City 2:1
Man. City-Sunderland 1:1
Oxford-Bradford 3:4
Portsmouth-Oldham 1:1
Shrewsbury-Leicester 3:0
Stoke City-Crystal Palace 2:1
Swindon-Birmingham 2:1
Walsall-Watford 0:1
3. deild:
Aldershot-Chester 1:1
Blackpool-Cardiff City 1:0
Bolton-Chesterfield 5:0
Brentford-Port Vale 2:1
Bristol Rovers-Huddersf. 5:1
Gillingham-Wolves 1:3
Mansfield-Bristo! City 2:2
Northampton-Reading 1:3
Notts County-Fulham 0:1
Sheffield Utd.-Bury 2:1
Southend-W'igan 1:2
Swansea-Preston 1:1
4. deild:
Burnley-Cambridge 2:0
Colchester-Stockport 1:1
Doncaster-Leyton Orient 1:0
Exeter-Crewe 1:2
Grimsby-Halifax 3:2
Hartlepool-Hereford 1:1
Lincoln-Carlisle 0:2
Peterborough-Scunthorpe 1:2
Rochdale-Darlington 2:2
Scarborough-Rotherham 1:0
Torquay-Tranmere 3:2
Wrexham-York City 2:1
Everton og Man. Utd. gerðu
jafiitefli í beinni útsendingu
- fámennt á áhorfendapöllum