Dagur - 01.11.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 01.11.1988, Blaðsíða 11
1. nóvember 1988 - DAGUR - 11 Giftust - þrátt fyrir eyðni - þau létu sjúkdóminn ekki aftra sér frá því að eignast barn Ástin lætur ekki að sér hæða, hefur oft verið sagt, og það sann- aðist ekki síst á brasilíska parinu Luiz og Lisa de Moura, því þau giftust þrátt fyrir að Luiz væri sýktur af eyðni. Lisa ákvað að giftast unnusta sínum og reyna að eignast með honum barn þrátt fyrir að hún sjálf yrði í lífshættu vegna sjúkdómsins. Kraftaverkið gerðist - þau eignuðust heilbrigð- an son. „Þegar ég uppgötvaði að Luiz var með eyðni varð það til þess að ég elskaði hann meira en áður. Ég ætlaði ekki að yfirgefa hann vegna sjúkdómsins heldur ákvað ég að vera áfram með hon- um þrátt fyrir sýkingarhættuna. Ég elska hann og get ekki hugsað mér lífið án hans, sagði Lisa. Þau hittust fyrst á listasýningu fyrir fjórum árum, í desember 1984. Þau fóru á stefnumót og byrjuðu saman. Sex mánuðum síðar komu slæmu fréttirnar - Luiz hafði fengið eyðni við blóðgjöf. „Ég ákvað að fela ekki vanda- málið heldur sagði öllum sem heyra vildu frá því sem kom fyrir. Vinir mínir forðuðust mig eins og ég væri með holdsveiki en Lisa og foreldrar mínir stóðu með mér, sagði hann.“ Lisa starfaði sem þjónustu- stúlka þegar unnusti hennar veiktist. Hún missti vinnuna þegar fréttist um sjúkdóminn. Þá tók hún ákvörðun um að gifta sig en Luiz bað hennar sama daginn. „Ég sagði strax já því ég vissi að drottinn myndi leiðbeina mér. Foreldrar mínir voru í fyrstunni á móti þessu en þau létu undan þegar þau sáu að ég var ákveð- in.“ Luiz varð mjög glaður þegar Lisa játaðist honum. Hann vissi að hún lagði sig í mikla hættu með því að búa með honum. Erf- iðleikarnir urðu þó frekar til að efla samheldni þeirra. Læknar vöruðu Lisu við hætt- um sem gætu fylgt þungun og meðgöngu. Henni var sagt að hún gæti fengið eyðni frá Luiz og einnig smitað ófætt barn þeirra um leið. Samt tók Lisa þá ákvörðun að reyna ekki að forð- ast þungun. Hún gerði þetta af ásettu ráði því hún vildi láta eig- inmann sinn eignast afkomanda sem bæri nafn hans. Þegar Lisa var orðin barnshaf- andi gekk hún reglulega til lækna sem rannsökuðu hana hátt og lágt. Hún var ekki með mótefni í blóðinu og hafði ekki smitast. Samt sem áður höfðu þau miklar áhyggjur alla meðgönguna. Barnið fæddist í maí í fyrra. Það var þegar í stað rannsakað og þá kom í ljós að sjúkdómurinn hafði ekki heldur tekið sér ból- stað í barninu. „Guð hefur lagt blessun sína yfir okkur," sagði faðirinn, „þetta var kraftaverk. Nú á ég yndislega konu og falleg- an, heilbrigðan son. Við kvíðum engu og höfum trú á framtíð- inni.“ dagskrá fjölmiðla SJÓNVARPIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. nóvember 18.00 Villi spæta og vinir hans (25). 18.25 Berta (2) Breskur teiknimyndaflokkur í þrettán þáttum. 18.40 Á morgun sofum við út (2). (I morgen er det sovemorgon.) Sænskur teiknimyndaflokkur í tíu þáttum og fjallar um það hvernig var að vera unglingur á sjöunda áratugnum. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Poppkorn. Endursýndur þáttur frá 26. okt. 19.25 Ekkert sem heitir. Endursýndur þáttur frá 28. okt. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Fröken Marple. Refsinornin - Seinni hluti. 21.20 Sverð Múhameðs. (Sword of Islam.) Fyrri hluti. Bresk heimildamynd í tveimur hlutum um nokkra öfgahópa Múhameðstrúarmanna. Má þar nefna Hizbollah í Líbanon og Jihad í Egyptalandi, en sá hópur stóð m.a. að morði Sadads. Mynd þessi hlaut Emmy-verðlaunin haustið 1987. Seinni hluti myndarinnar verður sýndur að hálf- um mánuðum liðnum. 22.10 Víkingarnir koma. (Die Wikingen kommen.) Þýsk heimildamynd um íslenska kvik- myndagerð. 23.00 Seinni fréttir. 23.10 Umræðuþáttur um íslenska kvik- myndagerð. Umsjón Ólafur H. Torfason. 23.40 Dagskrárlok. SJÓNVARP AKUREYRI ÞRIDJUDAGUR 1. nóvember 15.55 Micki og Maude. Rob er hamingjusamlega giftur Micki en á í ástarsambandi við Maude. Maude vill giftast, Rob vill eignast börn. Maude upp- götvar að hún er ófrísk og Rob giftist henni. Á sama tíma uppgötvar Micki að hún er líka ófrísk. Rob á nú tvær eiginkon- ur og er verðandi faðir tveggja barna. 17.50 Feldur. 18.15 Drekar og dýflissur. 18.40 Sældarlíf. (Happy Days.) 19.19 19:19 20.45 Frá degi til dags. (Day by Day.) 21.25 íþróttir á þriðjudegi. 22.20 Suðurfararnir. (The Harp in the South.) 23.05 Stræti San Fransiskó. The Streets of San Francisco.) 23.55 Firring. (Runaway.) Vísindaskáldsaga með Tom Selleck í hlut- verki lögreglumanns sem hefur þá atvinnu að elta uppi vélmenni sem hafa verið forrituð til þess að vinna illvirki. Ekki við hæfi barna. 01.35 Dagskrárlok. RÁS 1 ÞRIDJUDAGUR 1. nóvember 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Má Magnússyni. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forystu- greinum dagblaðanna að loknu fréttayfir- liti kl. 8.30. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn. „Fúfu og fjallakrílin“ eftir Iðunni Steins- dóttur. Höfundur byrjar lesturinn. 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 í pokahorninu. Sigríður Pétursdóttir gefur hlustendum holl ráð varðandi heimilishald. 9.40 Landpósturinn - Frá Suðurnesjum. Umsjón: Magnús Gíslason. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir • Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn. 13.35 Miðdegissagan: „Bless Kólumbus" eftir Philiph Roth. Rúnar Helgi Vignisson les þýðingu sína (7). 14.00 Fréttir • Tilkynningar. 14.05 Djassþáttur. - Jón Múli Ámason. 15.00 Fréttir. 15.03 Gestastofan. Stefán Bragason ræðir við Sigurð Símon- arson bæjarstjóra á Egilsstöðum. (Frá Egilsstöðum.) 15.45 Þingfréttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Ungir norrænir einleikarar. Tónleikar í íslensku ópemnni 29. þ.m. Fyrri hluti. 18.00 Fréttir. 18.03 Á vettvangi. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Kviksjá - Rússlands þúsund ár. Borgþór Kjærnested segir frá ferð í tengslum við þúsund ára kristnitökuaf- mæli rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í ágúst sl. Annar hluti af fimm. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Ungir norrænir einleikarar. Tónleikar í íslensku ópemnni 29. þ.m. Síðari hluti. 21.00 Kveðja að norðan. Úrval svæðisútvarpsins á Norðurlandi í hð- inni viku. Umsjón: Kristján Sigurjónsson og Margrét Blöndal. (Frá Akureyri.) 21.30 Útvarpssagan: „Fuglaskottís" eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les (23). 22.00 Fréttir • Dagskrá morgundagsins ■ Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Leikrit: „Elsku María" eftir Odd Björnsson. (Áður flutt 1986.) 23.45 Þrjú næturljóð eftir Fréderic Chopin. Alexis Weissenberg leikur á píanó. 24.00 Fréttir. Hljóðbylgjaa FM 101,8 ÞRIÐJUDAGUR 1. nóvember 07.00 Kjartan Pálmarsson kemur fólki af stað árla morguns. 09.00 Pétur Guðjónsson á léttum nótum með hlustendum á seinni hluta morgunvaktar. 12.00 Hádegistónlist. 13.00 Snorri Sturluson hress og kátur eins og hans er von og vísa. 17.00 Kjartan Pálmarsson. Klukkan 17.30 er tími tækifæranna. Kjörið tækifæri til að selja eða kaupa ykkur að kostnaðarlausu. 19.00 Tónlist með kvöldmatnum. 20.00 Valur Sæmundsson leikur vandaða tónlist, sannkallað gæða- popp. 22.00 Rannveig Karlsdóttir tekur síðasta sprettinn á þriðjudögum. 24.00 Dagskrárlok. Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. ÞRIÐJUDAGUR 1. nóvember 8.07-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. ÞRIÐJUDAGUR 1. nóvember 7.03 Morgunútvarpið. 9.03 Viðbit - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri.) 10.05 Morgunsyrpa - Evu Ásrúnar Albertsdóttur og Óskars Páls Sveinssonar. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 í undralandi með Lísu Páls. 14.00 Á milli mála. - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Kvöldtónar. 20.30 Útvarp unga fólksins. 21.30 Fræðsluvarp: Lærum ensku. Kennsla í ensku fyrir byrjendur. Níundi þáttur. 22.07 Bláar nótur. - Pétur Grétarsson kynnir djass og blús. 01.10 Vökulögin. Fróttir eru sagöar kl. 2, 4, 7, 7.30, 8, 8.30, 9,10,11,12,12.20,14,15,16,17,18,19,22 og 24. ÞRIÐJUDAGUR 1. nóvember 07.00 Árni Magnússon. Lífleg og þægileg tónlist, veður, færð og hagnýtar upplýsingar auk frétta og við- tala um málefni iíðandi stundar. Fréttir kl. 8. 09.00 Morgunvaktin. Seinni hluti morgunvaktar með Sigurð Hlöðversson við hljóðnemann. Fréttir kl. 10 og 12. 13.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Gamalt og gott leikið með hæfilegri blöndu af nýrri tónlist. Fréttir kl. 14 og 16. 16.10 Þorgeirs þáttur Ástvaldssonar. Fréttir kl. 18. 18.00 íslenskir tónar. 19.00 Stjörnutiminn á FM 102.2 og 104. 20.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Helgi leikur spánnýjan vinsældalista frá Bretlandi og stjörnuslúðrið verður á sín- um stað. 21.00 Oddur Magnússon. Óskadraumurinn Oddur sér um tónlist- ina. 01.00-07.00 Stjörnuvaktin. 989 fBYL GJANÍ w ÞRIÐJUDAGUR 1. nóvember 08.00 Páll Þorsteinsson - þægilegt rabb í morgunsárið. Fréttir kl. 8 og Potturinn, þessi heiti kl. 9. 10.00 Anna Þorláks. Aðalfréttirnar W. 12 og fréttayfirlit kl. 13. 14.00 Þorsteinn Ásgeirsson. Fréttir kl. 14 og 16 og Potturinn ómiss- andi kl. 15 og 17. 18.00 Fréttir á Bylgjunni. 18.10 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síðdegis. 19.05 Meiri músík - minna mas. Tónlistin þín á Bylgjunni. 22.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson cg tónlist fyrir svefninn. 02.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Lisa og Luiz með soninn. Þau ákváðu ad eignast barn þrátt fyrir aðvaranir lækna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.