Dagur - 01.11.1988, Page 13
1. nóvember 1988 - DAGUR - 13
Frá vinstri: Gerður Gestsdóttir, Þorgerður Björnsdóttir og Heiðdís Lilja Magnúsdóttir,
Ritgerðasamkeppni Búnaðarbankans, Flugleiða
og Ferðamálaráðs:
Tveir verðlaunahafa M Norðurlandi
Síðastliðinn fímmtudag voru
aflient verðlaun í ritgerðasam-
keppni framhaldsskólanema
„Ferð til friðar“ sem haldin
var í tengslum við samnefnda
alþjóðlega ráðstefnu í Vancou-
ver í Kanada. Eins og blaðið
hefur skýrt frá var Heiðdís
Lilja Magnúsdóttir frá Sauðár-
króki einn af þremur aðalverð-
launahöfum en alls fengu 7
þátttakendur verðlaun.
Þátttakendur gátu valið um tvö
ritgerðarefni þ.e. „Ferðalög - afl
til friðar“ og „Ferðamannalandið
ísland". Aðalverðlaunin hlutu
Gerður Gestsdóttir 19 ára úr
Reykjavík, Þorgerður Björns-
dóttir 18 ára úr Reykjavík og
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir 16
ára frá Sauðárkróki. Verðlaunin
voru 50.000 krónur á Gullbók frá
Búnaðarbankanum og auk þess
10 daga ferð til Kanada í tengsl-
um við áðurnefnda ráðstefnu.
Fjöldi góðra ritgerða barst í
samkeppnina og því var ákveðið
að veita fern önnur verðlaun.
Þau fengu: Jón Þór Ólafsson 20
ára úr Mosfellsbæ, Eva Gunnars-
dóttir 19 ára úr Vestur-Húna-
vatnssýslu, Anna S. Baldursdótt-
ir 18 ára úr Stykkishólmi og
Særún Harðardóttir 16 ára úr
Biskupstungum. Önnur verðlaun
eru flugferð til London ineð
Flugleiðum og 20.000 kr. á Gull-
bók frá Búnaðarbankanum.
Að samkeppninni stóðu Flug-
Dalvík
Vantar
blaðbera í
ytri bæinn frá 1. nóv.
Uppl. í sírna 61462.
leiðir, Búnaðarbankinn og
Ferðamálaráð. Tilgangurinn með
keppninni var að vekja umræður
og áhuga ungs fólks á friðar-
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir,
einn af aðalverðlaunahöfunum
þremur í ritgerðasamkeppni
framhaldskólanema, hélt til
Kanada á föstudaginn. Þessi
verðlaunaferð stendur í 10
daga og munu stúlkurnar taka
þátt í ráðstefnunni í Kanada og
sitja þar fundi ungs fólks sem
hlaut verðlaun í ritgerðasain-
keppni hinna ýmsu landa. Þær
munu einnig verða í boði hjá
Þjóðræknisfélagi íslendinga í
Vesturheimi sem haldið verður
til heiðurs forseta íslands.
Heiðdís Lilja er nemi á fyrsta
ári í Fjölbrautaskólanum á
Sauðárkróki. Hún segir að verð-
umleitunum í heiminum og
hvernig ferðalög geti stuðlað að
auknum samskiptum og skilningi
milli þjóða. JÓH
launin hafi komið skemmtilega á
óvart. „Ég átti alls ekki von á
þessu,“ sagði hún eftir verð-
launaafhendinguna.
Hún segist hafa lagt nokkra
vinnu í ritgerðina á þeim hálfa
mánuði sem var til stefnu. Rit-
gerðin er 13 síður að lengd og
fjallar um ferðalög og hvernig
þau geti stuðlað að friði.
„Ef ekki væri ferðafrelsi þá
vissi maður ákaflega lítið um
aðrar þjóðir og hvað þær væru að
gera. Eg skrifaði um nemenda-
ferðalög og áhrif þeirra og notaði
þá reynslu sem ég hef haft af
ferðalögum og því að kynnast
ungu fólki í öðrum heimsálfum,"
sagði Heiðdís Lilja. JÓH
--5
Hjartans þakkir til barna minna,
ættingja og kunningja,
sem glöddu mig með árnaðaróskum
í tilefni 85 ára afmælis míns 25. október.
Sérstakar þakkir færi ég forráðamönnum
Slysavarnafélags íslands
og öðru slysavarnafólki víðs vegar,
sem heiðruðu mig með gjöfum
og árnaðaróskum.
Lifið öll heil.
SIGMAR BENEDIKTSSON,
Breiðabliki, Svalbarðseyri.
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og aðstoð við jarðarför,
ARNDÍSAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
fyrrum Ijósmóður,
frá Víðivöllum.
Einnig þökkum við sérstaklega starfsliði dvalarheimilianna í
Skjaldarvík og Kristnesspítala, er annaðist hana síðustu árin.
Aðstandendur.
,Átti alls ekki
von á þessu“
- segir aðalverðlaunahafmn Heiðdís Lilja
Sómi 800
sem er 5,4 tonna plastbátur byggður 1985,
er til sölu með öllum tækjum. 30 mílna gangur.
Skipti á íbúð æskileg.
Fasteignatorgið
Geislagötu 12, Sími: 21967
Söhistjóri Bjöm Krístjánsson, heimasimi: 21776 Ei-SS-
Höfum opnað verkstœðið okkar að Óseyri 6
Húsarafmagn Skiparafmagn Bílarafnnagn
Alhliða rafverktakastarfsemi
Nýlt M.a.:
irlí/^Q Skiparafmagn Húsarafmagn
1 IJv^O Bílarafmagn Handverkfœri
Rafverktakar Rafmótorar Mótorvindingar
Óseyri 6 • Akureyri • Sími 22411 Glussakerfi í bíla og skip
33.
kjördæmisþing
framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi
eystra verður haldið að Hótel Reynihlíð,
Mývatnssveit dagana 4.-5. nóvember n.k.
Þingið hefst kl. 20.00 á föstudagskvöld.
Sérmál þingsins: Áhrif efnahagsstjórnunar á þróun
byggðar.
Erindi flytja:
Ásgeir Daníelsson, hagfræöingur Þjóöhagsstofnunar.
Erna Indriðadóttir, deildarstjóri RÚVAK.
Valur Arnþórssson, kaupfélagsstjóri.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands.
Gestir þingsins:
Steingrímur Hermannsson, forsætisráöherra.
Þórdís Bergsdóttir, L.F.K.
Kristinn Halldórsson, S.U.F.
Þinginu lýkur með samkvæmi á vegum Fram-
sóknarfélags Mývatnssveitar.
Þingið er opið öllu framsóknarfólki.
Skrifstofa sambandsins að Hafnarstræti 90, Akur-
eyri er opin frá kl, 15-18 virka daga.
Sími 21180.
Stjórn KFNE.