Dagur - 01.11.1988, Síða 16

Dagur - 01.11.1988, Síða 16
mmrn, Akureyri, þriðjudagur 1. nóvember 1988 TRIDONf^ Vatnslásar og bensínsíur í flesta bíla ÞÓR5HAMAR HF. Við Tryggvabraut ■ Akureyri ■ Sími 22700 Samvinnuferðir-Landsýn: Afinælið var í Luxembourg Gátan leyst. Starfsfólk hjá Samvinnuferðum-Landsýn hélt upp á 10 ára afmæli ferða- skrifstofunnar í Luxembourg um helgina. Lengi vel var stað- arákvörðun haldið leyndri, starfsfólkið hélt við brottför að það væri á leiðinni til Mall- orka, en farþegar í vélinni brugðu sér í hlutverk Hercule Poirot og leystu gátuna. „Þetta var meiriháttar. Nei, við fundum engan Brekkuskóg. Að vísu var mikill skógur í kring- um flugvöllinn og þá var okkur sagt að þetta væri Brekkuskógur. Við erum alveg í skýjunum út af þessu uppátæki,“ sagði ánægður starfsmaður ferðaskrifstofunnar, en eins og við greindum frá í Helgarblaðinu var starfsfólk boð- að til afmælisfagnaðar án þess að fá nokkra vitneskju um það hvar sá fagnaður ætti að fara fram. SS - reiðhjól látið falla á bílinn úr mikilli hæð Á sunnudagskvöld var unnið skemmdarverk á kyrrstæðri bifreið á Akureyri með sér- kcnnilegum hætti. Reiðhjóli var kastað af brekkubrúninni við Gilsbakkaveg niður á bif- reiö sem stóð bak við þvotta- húsið Mjöll við Kaupangs- stræti. Skemmdarverkið var unnið milli klukkan 18.20 og 21.35. Gömlu reiðhjóli var kastað nið- ur á bílinn sem er af gerðinni Mitsubishi Tredia árgerð 1984, ljósbrúnn að lit. Lenti reiðhjól- ið af miklu afli á bílnum enda er fallið tíu eða tólf metrar. Reið- hjólið skemmdi vélarhlíf bílsins, braut framrúðuna, beyglaði vinstra frambretti auk þess sem vinstri hurð og toppur- inn skemmdust talsvert. Rannsóknarlögreglan á Akureyri lýsir eftir vitnum að þessu skemmdarverki og biður þá sem geta gefið upplýsingar um atburðinn að hafa samband hið fyrsta. Hér er um mikið tjón að ræða fyrir eiganda bifreiðar- innar. EHB Gísli Jóhannsson, eigandi skemmda bílsins, sést hér benda á eina dældina í frambrettinu eftir reiðhjólið. Mynd: gb Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda: Fiskveiðisteftian skilar ekki tilætluðum árangri - heildarafli smábáta hefur aukist um helming á íjórum árum Smábátaeigendur telja það torgangsverkefni nýrrar ríkis- stjórnar að brjóta upp stjórn- og úthlutunarkerfi sjávarút- vegsins þar sem það beri ekki nægan árangur. Þetta kom fram á aðalfundi Landssam- bands smábátaeigenda sem haldinn var síðastliðinn föstu- dag í Reykjavík. „Fiskveiðistefna íslendinga byggir á þeirri hugmynd að geyma fiskinn í sjónum og láta hann ávaxta sig líkt og fé í banka. Arangurinn virðist vera rýrari innstæða og seðlarnir orðnir að Framkvæmdirnar við Víðilund: Þjónustumiðstöð fullhönnuð í vetur Bjarni Reykjalín, arkitekt, mun vinna að hönnun þjón- ustumiðstöövar aldraðra við Víðilund á Akureyri í vetur. Bjarni teiknaði þjónustumið- stöðina á sama tíma og hann hannaði fjölbýlishús aldraðra, og voru teikningarnar sam- þykktar af byggingafulltrúa. í vetur verður unnið að nánari hönnun byggingarinnar og teikningar unnar í stærri mæli- kvarða. Sigurður Ringsted, formaður framkvæmdanefndar um íbúða- byggingar aldraðra við Víðilund, sagði að næsta stórverkefni á veg- um bæjarins væri bygging þjón- ustumiðstöðvar fyrir íbúa fjölbýl- ishúsanna og aðra aldraða í aðliggjandi hverfum. Þjónustu- miðstöðin verður ekki byggð á vegum framkvæmdanefndarinnar heldur alfarið á vegum bæjarins. Nefndin hefði þó beint því til bæjarráðs að bæjarfélagið yrði samstíga framkvæmdanefndinni hvað varðaði framkvæmdir við jarðvegsskipti vegna þjónustu- miðstöðvarinnar til þess að ekki kæmi til árekstra á því sviði eftir að bygging síðara fjölbýlishússins hefst. „Við sendum erindi til bæjar- ráðs um að fara að huga að þessu því það er búið að skipta um jarðveg fyrir síðara húsið. Það er ekki heppilegt að skipta um jarð- veg á sama tíma og staðið er í byggingu þarna rétt hjá,“ sagði Sigurður, en þjónustumiðstöðin verður á milli fjölbýlishúsanna tveggja. Innangengt verður úr kjallara húsanna í þjónustumið- stöðina. Að sögn Sigurðar Ringsted er ekki endanlega búið að skipu- leggja þjónustumiðstöðina. Þó er ljóst að þar verður stórt eldhús því matur verður seldur í húsinu, aðstaða til líkamsræktar eða leik- fimi og þjónusta á ýmsum öðrum sviðum. EHB skiptimynt,“ segir í nefndaráliti sjávarútvegsnefndar fundarins. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, ávarpaði fundinn og ræddi m.a. um fiskveiðistjórn. Hann sagði þörfina á stjórn í fisk- veiðum afleiðingu þeirra tækni- framfara sem orðið hafa í báta- flotanum á síðustu árum. „Auð- vitað eru sjómenn ósáttir að draga úr sókn og taka á sig tekju- skerðingar sem því eru samfara. Það er andstætt þeirra eðli en tími frjálsrar sóknar í fiskistofnana er liðinn,“ sagði ráðherra. í ræðu ráðherra kom fram að afli smábáta hefur tvöfaldast á sl. fjórum árum. Á síðasta ári var heildarafli smábáta um 43 þúsund tonn og bráðabirgðatölur þessa árs sýna að afli þessara báta fyrstu níu mánuði ársins hafi ver- ið heldur meiri en sömu mánuði í fyrra þrátt fyrir samdrátt í heild- arafla. Nánar er fjallað um aðalfund- inn í blaðinu í dag. JÓH Þetta eru ekki fyrstu sfldartunnurnar sem hann Sveinn Sigurðsson á Vopna- fírði handleikur um dagana. Mynd: tlv Dagur og Dagsprent hf.: Starfsfólki sagt upp vegna hagræðingar í rekstri - Búist við að flestir verði endurráðnir Öllum starfsmönnum Dags og Dagsprents hf. á Akureyri hef- ur verið sagt upp störfum frá og með 1. nóvember. Að sögn Vals Arnþórssonar stjórnar- formanns fyrirtækjanna er Akureyri: Skemmdarverk unnið á kyrrstæðri bifreið þetta gert í hagræðingarskyni, en ætiunin er að ráða flesta að nýju, en þá á breyttum for- sendum. „Erfiðleikar atvinnulífsins útheimta hagræðingu. Þessir erf- iðleikar bitna m.a. á blaðinu, t.d. er auglýsingamagn minna en oft áður. Þar að auki á Dagur að sumu Ieyti við sömu erfiðleika að stríða og atvinnulífið í heild, þ.e.a.s. kostnaður hækkar meira en tekjur og vaxtakostnaður er hár. Það sama gildir um rekstur Dagsprents hf. Þess vegna hefur verið ákveðið að gera átak til að hagræða og aðlaga sig að þeim erfiðleikum sem eru í þjóðfélag- inu. Til þess að allir sitji við sama borð gagnvart því átaki sem framundan er, er öllum störfum sagt lausum en síðan verður ráð- ið aftur að nýju, hugsanlega með breyttu vinnufyrirkomulagi. Það er t.d. mjög þýðingarmikið að dregið verði úr yfirvinnu svo sem frekast er kostur," sagði Valur Arnþórsson ennfremur. Starfsmenn fyrirtækjanna tveggja eru rúmlega 30 talsins og hafa flestir þriggja mánaða upp- sagnarfrest. Ætlunin er að ganga frá endurráðningum fyrir lok þessa mánaðar og eins og fyrr segir er búist við að flestir verði endurráðnir. BB.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.