Dagur - 05.11.1988, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 5. nóvember 1988
Nú æsist leikuriim
Góðan daginn, ágætu lesend-
ur. Meðan ég sit hér, sötra
pilsner og innbyrði sígarettu-
reyk, þá læðast að mér annar-
legar hugsanir. T.d. hvort ég
ætti að láta smíða fyrir mig bát
í Danmörku, flytja hann til
landsins fullan af smyglvarn-
ingi og fá yfirvöld til að leyfa
mér að halda bjór- og brenni-
vínsveislu. Það eru a.m.k.
fordæmi fyrir slíku. Einnig er
ég að hugsa um að taka nagla-
dekkin undan bílnum. Sam-
viskubitið nagar mig eftir að
hafa séð áróðursmyndina frá
Reykjavíkurborg. Þar valda
nagladekkin tugmilljóna tjóni
á götunum og hver veit nema
það sama gildi um götur Akur-
eyrar.
Ég ákvað þó að hrinda þessum
þjóðfélagslegu hugsunum frá
mér og gefa ykkur frekar kost
á því að sjá meira af sögunni
Ástarbríma í afdölum, sem
hófst með látum í Helgarblað-
inu 22. október. Þar sagði frá
þeim Sigríði í Koti og Valtý á
Felii, bernskuvinum og
elskendum í leit að hjarta
hvors annars. Sú leit hafði ekki
borið fullnægjandi árangur og
skyndilega virtist riddarinn á
hvíta hestinum hafa skotið
Valtý ref fyrir rass. Sjáum
hvað sétur,
Sigríður hnykkti höfðinu til og
gullinbjart hárið þyrlaðist um
rjóða vanga hennar. Hún gat
þó ekki losnað við þær fram-
andi kenndirsem ókunni mað-
urinn vakti með henni.
- Fyrirgefðu hafi ég verið
! framhleypinn, sagði glæsi-
mennið. - Annars heiti ég
Andrés, á íslenska vísu, en ég
var skírður Andrew. Pabbi
minn er lávarður og herra-
garðseigandi í Skotlandi, en ég
hef að mestu alist upp hjá
móður minni á Akureyri. Hún
er nýlátin, blessunin.
Furðu lostin kynnti Sigríður Já, nú fer að draga til tíðinda hjá gullinhærðu vinkonu okkar, enda kemur
sig. Hún hafði ekki búist við 1 Ijós að riddarinn á hvíta hestinum er aðalsborinn.
-J
heilsupósturinn
71 Umsjón: Siguröur Gestsson og Einar Guðmann
t
Hín hliðin á
blómaín ókornum
Svo virðist vera að blómafrjó-
korn hafi verið sérstaklega mikið
í sviðsljósinu hér á landi með til-
heyrandi kraftaverkasögum.
Söluaðilar birta auglýsingar með
ummælum alls kyns sérfræðinga
sem hæla blómafrjókornunum í
alla staði og álit manna á blóma-
frjókornum nálgast það að verða
trúarbrögð svo mikið er álitið á
áhrifamætti þeirra.
En hversu mikið er til í þessu?
Höfum við kannski einungis
fengið að heyra hálfan sannleik-
ann? Greinarhöfundur var á
námskeiði síðastliðið sumar hjá
Frederick C. Hatfield, Phd. og
þar kom í ljós að hann vildi
meina að til væri önnur hlið á
málinu sem hefur verið minna
auglýst. Hann vitnar í Tim Lark-
in rithöfund hjá tímaritinu „Con-
sumer“ (Neytandinn) í Banda-
ríkjunum. Hann segir enga vís-
indalega sönnun fyrir því að
blómafrjókorn hafi einhver
læknisfræðileg áhrif, og hann geti
því ekki mælt með þeim sem
næringaruppbót, þar sem þau
geri ekkert gagn.
„Blómafrjókorn eru markaðs-
sett löglega sem matvara, en ekki
sem lyf. Ef þeir sem selja blóma-
frjókorn halda því fram að það
lækni eða bæti einhvern sjúkdóm
eða hafi læknisfræðileg áhrif, þá
segja lögin til um það að þetta sé
lyf, sem verði að standa frammi
fyrir þeim vísindalegu kröfum
sem gerðar eru til öryggis.“ Samt
sem áður hafa framleiðendur
haldið fram ýmsum staðhæfing-
um. Eftirfarandi má sjá ýmsar af
hinum mörgu staðhæfingum
framleiðenda blómafrjókorna og
niðurstöður sem benda til ann-
ars.
1. Blómafrjókom auka frammi-
stöðu íþróttamanna: Óstaðfest.
Árið 1975 var gerð rannsókn á
vegum Alþjóðasambands íþrótta-
þjálfara (The National Associat-
ion of Athletic Trainers) þar sem
áhrifin voru rannsökuð á sund-
menn. Helmingur sundmanna
tók 10 töflur á dag í sex mánuði.
Einn fjórði tók 10 gervitöflur og
síðasti fjórðungurinn tók 5
blómafrjókornstöflur og 5 gervi-
töflur. Það varð enginn mælan-
legur munur á árangri sundmann-
anna í öllum þremur hópunum.
Seinni rannsókn á sundmönnum
og hlaupurum leiddi rannsakend-
urna að þeirri niðurstöðu að
„blómafrjókorn virkuðu alls ekki
á efnaskipti, æfingar eða frammi-
stöðu“.
2. Blómafrjókorn eru örveru-
drepandi þar sem örverur geta
ekki þrífist íþeim: Vitleysa. Þeg-
ar þau komast í snertingu við
andrúmsloft verða blómafrjó-
kornin fyrir árás örvera, sveppa
og gerla (eins og aðrar fæðuteg-
undir).
3. Blómafrjókorn eru fullkom-
in fæða: í raun og veru eru þau
einungis fullkomin fæða fyrir bý-
flugur.
4. Blómafrjókorn seinka öldr-
un, eins og sannast af langlífi
íbúa í rússnesku Georgia fjöllun-
um, sem eiga langlífið að þakka
Hallfreður
Örgumleiðason:
þessari hreinskilni hjá rudda-
lega riddaranum. Háðslegir
andlitsdrættir hans höfðu vikið
fyrir viðkvæmni og hlýju. Hún
hlaut að hafa dæmt Ándrés
ranglega í upphafi.
- Sigríður, það er fallegt nafn,
sagði Andrés og var hugsi um
stund. - Gætir þú Sigríður, vís-
að mér á lind þar sem ég get
brynnt fola mínum? Við höf-
um verið lengi á ferð.
Sigríður sá að hvíti hesturinn
var þreytulegur og Andrés
ekki síður. Hún ákvað því að
bjóða þeim upp á hressingu
heima í Koti og þáði Andrés
boðið með þökkum. Hann
kleif liðlega upp í hnakkinn,
þreif síðan um mitti Sigríðar
og setti hana klofvega á
hestinn. Glæsileg sveifla.
Handtökin voru svo snör og
sterk að Sigríður hafði ekki
tíma til að mótmæla.
Þegar þau riðu í hlaðið kom ,
móðir Sigríðar á móti þeim og
sagði:
- Sigríður. Hvar hefur þú eig-
inlega verið stúlkukind? Þú
vissir að ég var búin að bjóða
Valtý á Felli í kaffi til okkar og
það var ekki síst þín vegna. Þá
hverfur þú og kemur aftur í
fanginu á ókunnum manni.
Hvað á þetta að þýða?
Nú birtist Valtýr í bæjardyrun-
um og var hann langt frá því að
vera frýnilegur á svipinn er
hann sá þau Sigríði og Andrés.
Ljósrautt hárið blakti í golunni
og freknurnar tútnuðu út af
bældri reiði Valtýs. Hann
strunsaði að hvíta hestinum,
þrcif Sigríði af baki og murk-
aði lífið úr Andrési með blá-
köldu augnaráðinu.
- Ég er greinilega ekki vel-
kominn hér. Vertu blessuð
Sigríður, sagði Andrés
snúðugt. Hann leit með
drambi og fyrirlitningu á
Valtý, hrækti á fósturjörðina
og gaf hestinum lausan taum-
inn. Brátt var hann horfinn í
rykmekki og hófataki.
Sigríður trylltist. Þetta sak-
lausa blóm sprakk út og stakk
með nýfengnum þyrnum
sínum. Hún bókstaflega orgaði
af bræði og skömm.
— Hvað hefur hlaupið í ykkur?
Ég bauð örþreyttum ferðalangi
upp á hressingu og þið flæmið
hann í burtu með ókurteisi. Ég
hélt að fólk í þessari sveit væri
gestrisið en ekki eitthvurt
skítapakk.
Sigríður gafst upp, hljóp í
burtu og gaf tárunum tækifæri.
Nú myndi hún aldrei sjá
Andrés framar.
Eru blómafrjókorn aðeins sölubrella?
blómafrjókornaríku mataræði: í
raun og veru borðar þetta fólk
nokkurs konar „Pritikin" fæðu sem
er þannig saman sett að u.þ.b. 70%
hitaeininganna eru fengin úr græn-
meti. Þeir borða hunang, en þeir
minntust ekki á blómafrjókorn í
viðtölum við rannsakendurna.
5. Blómafrjókorn eru ríkasta
uppspretta próteins sem vísindin
þekkja: Rangt. Blómafrjókorn
eru mest kolvetni og próteininni-
hald er mismunandi eftir því hver
uppsprettan er en er yfirleitt á
bilinu 5-28%.
6. Blómafrjókorn minnka of-
næmi, asma og heymæði: Eng-
ar vísindalegar rannsóknir styðja
þessa fullyrðingu. Þvert á móti
telja vísindamenn að blómafrjó-
korn séu sérstaklega hættuleg
fyrir fólk með ofnæmi, asma eða
heymæði.
Af þessu má sjá að til eru tvær
hliðar á hverju máli. Greinarhöf-
undar leggja engan dóm á það
sem sagt er um blómafrjókorn,
en leggja hins vegar áherslu á að
hver dæmi fyrir sig og geri það á
óhlutdrægan máta. Vitað er að
blómafrjókorn eru ágætis víta-
míngjafi. Sumt fók trúir því að
það sé eitthvert óuppgötvað efni í
blómafrjókornum, en þar til það
hefur sannað sig, þá er skynsam-
legt að gleypa ekki við hvaða full-
yrðingum sem er.