Dagur - 05.11.1988, Síða 7
5. nóvember 1988 - DAGUR -7
þar upp verulega góða aðstöðu í
samvinnu við hestamannafélögin
Funa í Eyjafirði og Þráin á
Grenivík. Um 1980 fara menn að
ræða um nauðsyn þess að eignast
félagsheimili og fljótlega er farið
að vinna að því máii. Við fengum
lóð hjá bænum undir hús og
kaupféiagið gaf okkur síðan hús
sem átti að rífa niðri á Oddeyri.
Húsið var á tveimur hæðum, en
við skiptum því í tvennt, hirtum
efri hæðina og hentum þeirri
neðri. Efri hæðina fluttum við
uppeftir, byggðum við hana for-
stofu og byggðum allt upp. Ég
býst við að fáir þekki húsið aftur
frá því að það stóð á Tanganum,
enda er flest nýtt í því nema stoð-
irnar. Öll vinna við það var unnin
í sjálfboðavinnu utan örlítillar
nauðsynlegrar fagvinnu. Kvenna-
deildin okkar hefur sannarlega
verið betri en engin í þessu, en í
Létti starfar öflug kvennadeild.
Við rekum líka íþróttadeild, en
þessar deildir eru með sér stjórn
og sér fjárhag og eru því sjálf-
stæðar undirdeildir í félaginu.
Bæði íþróttadeildin og félagið
hafa á stefnuskrá sinni mikla
unglingastarfsemi og við sjáum
fram á það að með tilkomu húss-
ins mun það og svæðið umhverfis
gjörbreyta öllu námskeiðahaldi.
Geysileg stemmning
á fyrsta fjórðungsmótinu
Nú, konurnar hafa skaffað geysi-
lega mikið til þessa húss og gáfu
okkur m.a. allt efni í eldhúsinn-
réttinguna. Þá gáfu þær allt í eld-
húsið, bolla, pönnur og allt sem
því tilheyrir, allt fyrir glugga, efni
í gólfið og á það og öli hreinlætis-
tæki á snyrtingar svo þær hafa
lagt mikið af mörkum. Afgang-
inn hefur félagið lagt til sjálft auk
þess að fá til svolítið lánsfjár-
magn. Við teljum okkur því ekki
reisa okkur burðarás um öxl með
því að hafa húsið ekki of stórt, en
stærðin á því er um 100 fermetr-
ar.“
Jón Ólafur hefur verið formað-
ur Léttis frá 1984, en hann gekk
fyrst í félagið 1969. Við spurðum
hann eftir því, hvort nokkuð eitt
væri honum sérlega minnisstætt
frá þessum tíma.
„Já, ég get ekki borið á móti
því, en það eru bæði skemmtileg-
ir og leiðinlegir atburðir ofarlega
í liuga. Skemmtilegir atburðir
eru t.d. þegar við erum að klára
félagsheimilið, það er alveg ljóst.
Þá var geysilega mikil stemmning
í kringum það, þegar við héldum
fyrsta fjórðungsmótið frammi á
Melgerðismelum 1976, en þá vor-
um við að vígja nýtt mótssvæði
og um leið að sanna fyrir okkur
og öðrum að bæði staðurinn og
við gætum staðið undir því að
halda svona mót. Ég hugsa e.t.v.
að sú stund hafi verið einna
skemmtilegust. Þá voru menn
búnir að leggja gífurlega mikið á
sig við að koma þessu á og allt
lagt undir. Það var verulega
skemmtilegt.
Vonum að sættir náist
Svo eru það leiðinlegir atburðir
eins og deilurnar við stjórn
Landssambands hestamannafé-
laga sem voru engum fagnaðar-
efni, a.m.k. ekki okkur sem stóð-
um í hringiðunni. Það hefur ekk-
ert gerst í þessu máli frá síðasta
vetri svo framtíðin verður að
sýna hvorl sættir nást, sem við
vonum að verði.
Um 1980 fengum við úthlutað
frá bænum nýju framtíðarsvæði
fyrir hestamenn í Lögmannshlíð,
en Breiðholtshverfið er nú
fullbyggt. Þar er unnið af fullum
krafti o^ við höfum lokið við 350
metra langa hlaupabraut og erum
að ljúka við 300 metra hringvöll.
Þetta verður framtíðarsvæði og
allir sem eru að byggja sér hest-
hús núna, byggja þar en svæðið
verður fyrir u.þ.b. 1000 hesta.
Við ætlum að vera þar með
hlaupabraut, hringvöll og koma
upp sýningaraðstöðu. Vonandi
tekst að koma þessu upp innan
fárra ára en geysilega mikið verk
er framundan. Landið er allt
óunnið, þarna eru móar og rnýrar
sem þurrka þarf upp og ræsta
fram. Þarna þarf að gróðursetja
skjólbelti og gera svæðið aðlað-
andi fyrir áhorfendur, en svæðið
býður upp á ýmislegt.“
- Hefði ekki verið nær að setja
félagsheimilið upp þar?
„Þar er gert ráð fyrir stærra og
veglegra félagsheimili á skipu-
lagi, en við látum nýja húsið duga
næstu 20 árin og sjáum svo til.
Þetta hús kostaði okkur ekki það
mikið, svo nýtist það okkur sem
hverfishús síðar.“
- Nú var miklu fé veitt til lagn-
ingar reiðvega á svæðinu í fyrra,
hefur aðstaðan í nágrenninu ekki
batnað mikið hvað þetta snertir?
„Við fengum umtalsvert fjár-
magn frá Landssamtökunum
1986. Samtökin hafa yfir að ráða
svokölluðum reiðvegasjóði og í
lögum LH segir, að þangað sem
haldin eru stórmót skuli stærstur
hluti sjóðsins renna. Fjórðungs-
mótið 1986 var haldið á Melgerð-
ismelum svo þar af leiðandi kom
mikið í þetta hérað. Það voru
ekki einungis Léttismenn sem
fengu fjármagn, því hin félögin
fengu líka. Við notuðum okkar
hlut til að byrja á reiðvegi sem á
að liggja í gegnum bæjarlandið.
Það er búið að skipuleggja reið-
veg sunnan frá Brunná, upp og
meðfram Kjarnaskógi og norður
í Mýrarlón. Framkvæmdir við
veginn eru hafnar og hann er nú
kominn suður að Hamraborgum
og kominn í tengsl við reiðskól-
ann sem þar er rekinn, en við
vonumst til að lagningu að
Brunná Ijúki á þessu og næsta
ári. Þá höldum við aftur af stað
frá Breiðholtshverfi og norður.
Þetta er nokkurra ára áætlun en
við vonum að það taki ekki
óskaplega langan tíma.“
Ekki ýkja dýrt áhugamál
- Rekið þið reiðskóla?
„Félagið rekur reiðskóla í sam-
vinnu við Æskulýðsráð Akureyr-
arbæjar og hefur gert í 25 ár.
Það samstarf hefur gengið ákaf-
lega vel og enginn kvartað yfir
því. Ásókn í skólann hefur alltaf
verið mikil og oftast komast ekki
allir að sem vilja.“
- Ef einhverjum dytti nú í hug
að fara út í hestamennsku, hvað
myndi slíkt fyrirtæki kosta?
„Það er teygjanlegt. Ef menn
eru að hugsa um að kaupa sér
þokkalega góðan reiðhest, ekk-
ert of viljugan um 5-6 vetra gaml-
an og reiðtygi með, gæti ég gisk-
að á að það myndi kosta um 120-
150 þúsund krónur. Nú, þessi
hestur getur dugað viðkomandi í
um 15 ár svo kostnaður á hvert ár
er ekki svo ýkja mikill. Þá þarf
auðvitað að hýsa hann, hirða og
fóðra en það kostar um 15 þús-
und fyrir veturinn.“
Bakterían
- Þið ætlið að halda veglega upp
á afmælið, hvað verður gert?
„í dag verður opið hús í nýja
félagsheimilinu frá kl. 15.00 til
17.00 en þá verður húsið form-
lega vígt og því gefið nafn. Kaffi-
veitingar og afmælisrjómaterta
verða á boðstólum og við bjóð-
um alla velkomna. Síðan ætlum
við að hafa afmælishóf í Alþýðu-
húsinu í kvöld með veislumat,
sem sagt formleg afmælisveisla.
Það verður stanslaus veisla í dag
og fram á nótt.“
- Að lokum, er hægt að losna
við hestabakteríuna ef menn eru
á annað borð komnir með hana?
„Nei, ekki ef maður er illa
haldinn af henni en það hefur ýms-
um tekist að lækna sig af þessu,
a.m.k. tímabundið. En ég hugsa
að það sé auðvelt að fá hana. Ef
um er að ræða fjölskyldumenn,
þarf öll fjölskyldan helst að vera í
þessu því það er bæði tímafrekt
og bindandi að stunda hesta-
mennsku. Eitt er víst, að hesta-
mennskubakterían erekki liættu-
leg.“ VG
Aðstoð
á tannlæknastofu
Óska eftir að ráða klínikdömu á tannlæknastofu
mína.
Æskileg menntun stúdentspróf eöa sjúkraliða-/hjúkr-
unarmenntun.
Heiðarleiki og snyrtimennska áskilin.
Reykingar ekki leyfðar á vinnustað.
Vinsamlegast leggið umsóknir á afgreiðslu Dags
merkt „Tannlæknastofa“ fyrir 18. nóvember.
Kristján Víkingsson, tannlæknir.
615056 D0RA
Xýttl
6 7935 6 emi
Dömu-
skór
og
kulda-
skór
í
óreiíldiiiii
61^60 6 D0RA
61A616
6 7000 8 6ABI
Vorumað fá
þriggja fasa rafmótora
frá Kína.
Mótorarnir eru í
I. E. C. malum,
í flestum stærðum,
1400 og 2900 s/m.
Sérlega hagstætt verð.
Söluumboð:
VÉLADEILD
oseyri 2
Slml 229972/21400
30T1JIMIMF
HÖfyÐABAKKA 9 REYKJAVÍK
SIMI: 685656 og 84530