Dagur - 05.11.1988, Page 10
10 - DAGUR - 5. nóvember 1988
Fjöiskyldan í Moss, Sigríður Ingólfsdóttir, Gunnar og sonurinn Ingólfur Bragi.
Gunnar Gíslason
knattspymu-
maður
í Noregi
sóttur heim
..HIvIMA
ERBEST“
Hvað heitirðu? Ég heiti Gunnar Gíslason. Hvað ertu gamall? Ég
er tólf ára. Ertu búinn að vera lengi í fimleikunum? Petta er
þriðja árið mitt. Hefurðu gaman af þessu? Já, já. Síðan þetta
birtist í Degi í janúar 1971 hefur mikið vatn runnið til sjávar.
Fimleikarnir heyra nú sögunni til, aðrar íþróttagreinar hafa tekið við en við-
mœlandinn er sá sami. Gunnar Gíslason.
Gunnar Gíslason í knattspyrnuleik með KA áður en hann hélt suður.
Fyrir þá sem fylgjast með íþrótt-
um er óþarft að kynna Gunnar,
hann lék um árabil með KA í
knattspyrnu og handknattleik og
er einn fárra íslendinga sem leik-
ið hafa landsleiki í báðum þess-
um greinum. Fjölskyldu Gunnars
þekkja margir og er næsta víst að
önnur eins íþróttafjölskylda er
vandfundin. Eins og kunnugt er
leikur Alfreð bróðir hans með
íslenska handknattleikslandslið-
inu, Hjörtur hefur verið í lands-
liðinu bæði í lyftingum og frjáls-
um íþróttum og tvíburabræöurn-
ir Garðar og Gylfi eru kunnir
kraftlyftingamenn.
Það var bara slegist
Fað lá því beinast við að spyrja
Gunnar fyrst að því hvort það
hefði verið eitthvað sérstakt sem
einkenndi uppeldi þeirra bræðra,
eitthvað sem varð þess valdandi
að þeir náðu allir svo langt á
íþróttabrautinni.
„Nei, það held ég ekki. Við erum
allir tiltölulega heilbrigðir frá
náttúrunnar hendi og því lá bein-
ast við að leggja íþróttirnar fyrir
sig. Hver einasti krakki gerði
slíkt hið sama. Kannski hefur
það líka haft sitt að segja að
mamma og pabbi höfðu bæði
mikinn áhuga á íþróttum. Áhug-
inn hjá okkur strákunum var
ódrepandi og metnaðurinn gífur-
legur. Það ríkti sífellt samkeppni
á milli okkar, ef einhver okkar
gerði það gott var markmiðið að
reyna að gera betur. Pað gekk
því mikið á heima, það var oft
slegist og æfingarnar héldu áfram
þegar heim var komið. Það var
vinsælt að spila handbolta og fót-
bolta á ganginum og stofuborðið
var kjörið fyrir borðtennis. Pað
kernur því ekki á óvart þó krist-
alsvasar og glermunir ýmiss kon-
ar hafi ekki verið til á þessu
heimili.
Ég man eftir því að eitt sinn fékk
mamma forláta kristalsvasa að
gjöf, stuttu seinna vorum við Alli
að spila borðtennis í stofunni og
þá skipti engum togum að Alli
smassaði beint í vasann, eina
hlutinn sem hægt var að brjóta í
stofunni. Já það var ýmislegt sem
fékk að fjúka, hurðir voru jafnvel
brotnar því rifrildi voru ekki gerð
upp með því að tala saman, það
var bara slegist.'1
íþróttir og aftur íþróttir
Var það tilviljun að þið bræðurn-
ir völduð ykur mismunandi
íþróttagreinar?
„Upphaflega var það ég sem var
mest í íþróttum og það má segja
að ég hafi verið með í öllu því
sem flokkaðist undir íþróttir.
Fljótlega valdi ég þó handbolt-
ann og fótboltann. Alli byrjaði
mun seinna, kannski vantaði
áhugann hjá honum en þegar
hann byrjaði kom metnaðurinn
honum áfram. Handboltinn pass-
aði vel fyrir hann. Gági (Hjörtur)
bróðir byrjaði í lyftingunum og
tvíburarnir eltu hann þangað.
Tvíburarnir fóru út í lyftingarnar
til þess að styrkja sig, en þeir
fæddust löngu fyrir tímann og
vógu ekki nema um 4-5 merkur
við fæðingu. Pað var raunar
kraftaverk að þeir skyldu lifa. Á
endanunt fór svo að þeir tóku
lyftingarnar bókstaflega, svo ekki
sé meira sagt. Fjölskyldan fór
ekki varhluta af þessum krafta-
körlum. Eitt sinn þegar pabba
fannst nóg um lætin í þeim hótaði
hann að flengja þá ef þeir höguðu
sér ekki almennilega. Leikar fóru
hins vegar þannig að þeir tóku
hann upp, hentu honum út í
snjóskafl og læstu húsinu. Spurn-
ing hver réði heimilinu í þá
daga!“
Gunnar á gelgjuskeiðinu. Hárið að
sjálfsögðu niður á herðar.
Léleg aðstaða
Svo heldurðu til Laugarvatns og
lýkur prófi frá íþróttakennara-
skólanum 1982. Var þetta góður
tírni?
„Það var a.m.k. gaman eftir á en
aðstaðan þarna var léleg. Hún
hefur batnað til muna eftir að
nýja íþróttahúsið kom. Námið
var ekki erfitt og þó hef ég aldrei
verið mikill námsmaður. Áhug-
inn á íþróttum var þá fyrir hendi,
það var nóg og mér gekk bara
vel. Lífið þarna er ekkert nema
íþróttir og aftur íþróttir. Mér
finnst farið allt of hratt í gegnum
íþróttagreinarnar á þessum
tveimur árum. Þetta var mikið
líkamlegt álag og í kjölfar þess
var mikið um meiðsli hjá nem-
endunum.
Ég held að ég hafi haft mjög gott
af þessum tíma, að fara að heim-
an og bjarga mér sjálfur. Fyrri
veturinn spilaði ég með KA í
handboltanum og það útheimti
endalaus ferðalög. Ég skipti svo
yfir í KR síðari veturinn og það
var erfiður vetur. Það var farið á
æfingu þrisvar í viku og svo voru
leikir um helgar. Ef færð var
slæm tók ferðin til Reykjavíkur
stundum 3-4 klukkustundir.
Þetta var frekar leiðinlegur tími
en ég náði þó eina titlinum sem
ég hef fengið á íslandi þennan
vetur, þegar við urðum bikar-
meistarar. Það má því segja að
þetta erfiði hafi skilað sér þrátt
fyrir allt.“
Ekki sama hvar þú býrð
Var ekki erfitt að yfirgefa KA á
sínum tíma?
„Það er alltaf erfitt að skipta um
lið, því fylgir nýtt umhverfi og
nýr vinahópur því æfingafélag-
arnir eru vinir fyrir lífstíð, það er