Dagur - 05.11.1988, Síða 16

Dagur - 05.11.1988, Síða 16
16 - DAGUR - 5. nóvember 1988 Jl poppsíðon Umsjón: Valur Sæmundsson. Alveg dúndurtónleikar með Síðan skein sól Að kvöldi föstudagsins sem kom næst á undan þeim sem nú er nýlið- inn, voru haldnir allmerkir tónleikar í kjallara raunvísindahúss þeirrar gömlu og grónu menntastofnunar, Menntaskólans á Akureyri. Það var kvartett að sunnan sem hélt uppi stuðinu. Síðan skein sól kallar hann sig. Klukkan var rúmlega 21.00 þetta kvöld, þegar ég fetaði mig í átt að áðurnefndu raunvísindahúsi, sem ég kalla héðan í frá Möðruvelli, til einföldunar. Tónleikarnir áttu að hefjast kl. 21.00 og því kom það mér mjög á óvart að mæta fjölda fólks sem stikaði BURT frá Möðru- völlum (raunvísindahúsinu, þið munið). Ég lét þetta ekkert á mig fá og hélt mínu striki. En þegar ég kom á staðinn var mér tjáð að „heddpakkning" hefði „farið“ í öku- tæki kvartettsins og tónleikunum myndi því seinka til kl. 22.00. Þá átti ég tvo kosti og taldi ég hvorugan góðan. Að hanga á Möðruvöllum i klukkutíma eða halda út í bruna- gaddinn úti fyrir og hanga þar í klukkutíma. Af tvennu illu valdi ég óveðrið. Ég dæsti, hristi mig, ákvað að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti, hleypti í herðarnar og hélt út í sortann. Segir svo ekkert af ferðum mínum næsta klukkutimann. Laust eftir tíu mætti ég svo hress og endurnærður f Möðró. Hljómsveitin hafði þá nýhafið spileríið, þannig að ég settist bara hljóðlega niður og sperrti eyrun. Það er sennilega skemmst frá því að segja að ég hefi ekki í langan tíma verið viðstaddur jafn góðan konsert og þennan. Hljómsveitin er geysilega þétt og hljóðfæra- leikararnir afskaplega færir. Og söngur, sviðsframkoma og textar Helga Björnssonar eru afbragð. Ef mönnum fellur við Helga, þá fell- ur þeim við Síðan skein sól. Ef mönnum fellur hins vegar miður við Helga, þá ættu þeir ekki að skipta sér af Síðan skein sól. Ekki kannaðist maður við fleiri en tvö lög, Bannað og Blautar varir, sem flestum eru að góðu kunn. Hljómsveitin flutti þessi lög í töluvert rokkaðri útsetningu en á tólftommunni. Enda orgaði fólk næstum af hrifningu. Meðan ég man, þá verð ég að hrósa gítarleik- aranum fyrir snör handtök þegar hann skipti um gítar í miðjum Blautum vörum vegna þess að gítarinn sem hann var með í hönd- unum ákvað að gefa sig. Rösklega gert. Af öðrum lögum en þessum tveim er það að frétta að allflest voru þau í svipuðum gæðaflokki og hin tvö áðurnefndu og nokkur jafnvel enn betri. Það stefnir greinilega í mikla veislu hjá tón- listaráhugamönnum þegar breið- skífa hljómsveitarinnar kemur út. Hljómsveitin fékk enda afar góðar viðtökur áheyrenda og var klöppuð tvisvar upp. Síðasta lagið sem þeir tóku var hápunkturtónleikanna, hið alþekkta lag Should I stay or should I go eftir Clash. Alveg hreint magn- aður flutningur á þessu lagi og dásamlegur endir á góðum tónleikum. Ég má líka til með að minnast á sviðsframkomu hljómsveitar- meðlima sem var vægast sagt frísk- leg og einskorðaðist ekki við sviðið. Það átti líka sinn þátt í hve hljóm- sveitin náði góðu sambandi við salinn, og hversu eftirminnilegirtón- leikarnir eru. Það hefðu hins vegar að ósekju mátt vera fleiri á þessum tónleikum, þeir hefðu átt það skilið, þeir ötulu menn í tónlistarfélögum framhaldsskólanna sem stóðu fyrir þessu. En það er þá bara um að gera fyrir alla að drífa sig næst þeg- ar boðið er upp á svona viðburð á Akureyri. Það er nefnilega ekkert allt of oft sem það kemur fyrir. íslenski listinn - vikuna 29/10-4/11 1988 Sæt Áður Vikur Lag Flytjandi 1. (1.) (7) Dont worry, be happy .... Bobby McFerrin 2. (2.) (6) Cocomo Beach Boys 3. (7.) (4) Desire U2 4. (8.) (7) Where did i go wrong UB-40 5. (5.) (10) Foxtrot 6. (4.) (8) Frozen feelings Jan Bang 7. (6.) (7) One moment in time .. Whitney Houston 8. (9.) (5) Push it Salt’n'peppa 9. (3.) (7) Groovy kind of love Phil Collins 10. (24) (3) De smukke unge mennesker Kim Larsen 11. (33) (2) The harder I try Brother Beyond 12. (27) (2) I'm gonna be 500 miles Prodaimers 13. (13) (4) Working in a goldmine Aztec Camera 14. (12) (5) Thetwist Fat Boys 15. (10.) (8) The only way is up Yazz & The plastic population 16. (18) (8) I need you B.V.S.M.P. 17. (17) (4) You are the one A-ha 18. (14) (5) Bad medicine Bon Jovi 19. (34) (3) Domino Dancing Pet Shop Boys 20. (26) (3) Superstitious Rás 2 - vikuna 28/10-4/11 1988 Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi 1. (1.) (8) Groovy kind of love Phil Collins 2. (3.) (5) Don't worry, be happy ... Bobby McFerrin 3. (2.) (13) Foxtrot ... Bubbi Morthens 4. (4.) (8) Cocomo Beach Boys 5. (5.) (6) De smukke unge mennesker . Kim Larsen 6. (9.) (3) Desire U2 7. (8.) (5) Where did I go wrong UB-40 8. (6.) (8) Frozen feelings Jan Bang 9. (■) (1) I’m gonna be .. The Proclaimers 10. (10.) (3) Thetwist Chubby Checker & Fat Boys 11. (11.) (3) Domino dancing Pet Shop Boys 12. (7.) (7) When it's love Van Halen 13. (14.) (3) You are the one A-ha 14. (28.) (2) Wild wild West Escape Club 15. (-) (1) The harder I try .... Brother Beyond 16. (15.) (7) Working in a goldmine Aztec Camera 17. (25.) (2) Raw .... Spandau Ballet 18. (29.) (2) I don't want your love DuranDuran 19. (16.) (5) She wants to dance with me .. Rick Astley 20. (13.) (13) Im nin alu Ofra Haza Molar og mylsna Það er ýmsilegt á döfinni í hljóm- plötuútgáfu eins og ævinlega þeg- ar fæðingarhátíð frelsarans nálgast. Af athyglisverðu íslensku efni sem ég hef ekki getið um áður má nefna 12 laga plötu frá Bítla- vinafélaginu, 12 gömul og góð íslensk bítlalög á einni plötu. Einn Bítlavinanna notar einnig tækifær- ið og sendir frá sér sólóplötu. Þarna er ég að ræða um Eyjólf Kristjánsson og platan hans á að heita Dagar. Það er Eyþór Gunn- arsson sem stjórnar upptökum á plötunni og allir meðlimir Mezzo- forte leika undir á henni. Um daginn gat ég um safnplötur ýmissa listamanna og nú hef ég fengið fregnir af fleiri slíkum. Það er í fyrsta lagi safnplata frá Fieet- wood Mac, með bestu lögum þeirra undanfarin 10 ár auk tveggja nýrra laga. Earth, Wind and Fire er að senda frá sér annað bindi bestu laga sinna. Ef ég man rétt þá seldist fyrra bindið með ólíkindum mikið hér á landi. Ég er viss um að einhverjir kannast við lagið Kiss með höfð- ingjanum Prince. Þetta lag í flutn- ingi Art of Noise nýtur nú mikilla vinsælda í Bretlandi og er einnig að finna á plötu með öllum bestu lögum sveitarinnar í gegnum árin. Þá er og væntanleg safnplata frá Berlín, þar sem Take my breath away og önnur góð lög þeirrar hljómsveitar er að finna. Tvær athyglisverðustu safn- plöturnar eru þó eftir. Það er t.d. að koma út 15 laga safnplata frá Bryan Ferry og félögum í Roxy Music. Öll þeirra bestu lög í einni bendu auk úrvals af lögum sem Bryan Ferry hefur gefið út í eigin nafni. Þetta verður maður að eign- ast. Siðan er ekki síst er að koma út safnplata sem heitir Eponymus. Þetta er safnplata með öllum bestu lögum öðlinganna i R.E.M. Þessi plata er gefin út vegna þess að R.E.M. hefur nú yfirgefið út- gáfufyrirtækið I.R.S. og gert stór- an samning við Warner Brothers. Fyrsta platan frá þeim sem Warn- er gefa út er á leiðinni eins og ég hef greint frá og heitir hún Dreen. Hér er svo smá bónus. I tilefni af 20 ára afmæli Jethro Tull hefur verið gefin út tvöföld safnplata með gömlu jöxlunum. Ef við færum okkur aðeins í vin- sældalistapoppið þá skal ég segja ykkur að á leiðinni er ný plata frá Tiffany, sem aðeins er nýorðin 17 ára en strax orðin geysivinsæl. Platan hennar heitir Hold an old friend’s hand. Þá er og á leiðinni sólóplata frá Boy Oeorge sem heitir Tense nervous headache Þess má geta að fyrrum samstarfsmenn Prince stjórna upptökum á þessari plötu drengsins. Einnig má geta um væntanlega plötu frá Austur- ríkismanninum Falco. Sú heitir Wiener Blut. Þá skulum við færa okkur yfir í „gáfumannadeildina". Súpergrúpp- an Mike and the Mechanics með Mike Rutherford, bassa- og gítar- leikara Genesis í fararbroddi, er að senda frá sér sína aðra plötu, Ku hún bera nafnið Living years. Aðrar góðar sem eru að færa afurðir sínar á plast eru, ef við för- um hratt yfir sögu, Waterboys, Fish- bone, Eddie Brickell and the new Bohemians og The Associates Þá aru þeir piltar í Alarm að gefa út iljómleikaplötu, sem áreiðanlega /erður skratti gaman að hlusta á. Að lokum er vert að geta um hljómsveitina The travelling Wilbur- ys, sem i eru m.a. Bob Dylan, Tom Petty og George Harrison Það verð- ur fróðlegt að fylgjast með því bandi, sem og mörgum öðrum en hér læt ég staðar numið í bili. ( næstu viku verður mikið um fréttir, m.a. töluvert úr þungarokksheim- inum. Þið skulið ekki fara langt. Jethro Tull

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.