Dagur - 12.11.1988, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 12. nóvember 1988
Siulumbull
svínarí
Hallfreður
Örgumleiðason:
Stundum er maður hneykslað-
ur, argur, sár og svekktur og
getur hreinlega ekki orða
bundist. Sem betur fer get ég
ráðið bót á þessu ástandi með
því að fjasa um það sem mér
liggur á hjarta. Hitt er svo ann-
að mál hvort orð gera eitthvert
gagn, en orð eru þó til alls
fyrst. Hugmyndir verða ekki
framkvæmdar ef menn gubba
þeim ekki upp úr sér. Sjálfsagt
eru mörg snilldarverkin samin
og mörg vandamálin leyst í
skúmaskotum sálarinnar og
lausnirnar koma aldrei fram í
dagsljósið. En það er ekki nóg
að hugsa, orðin verða að tjá
hugsanirnar og síðan er hægt
að velta framkvæmdinni fyrir
sér.
Ekki kemst ég að kjarna niáls-
ins með þessu móti og því er
best að snúa sér að alvöru
lífsins. Ég ætla að leggja út af
fullyrðingunni: Þjóðfélagið er
á hausnum. Já, góðir hálsar.
Víst er þjóðfélagið á hausnum.
Erlendar skuldir myndu gera
okkur að öreigum ef þær væru
innheimtar strax og skuldir
okkar innanlands kóróna
eymd þegnanna. Við sitjum
yfir kaffibolla og sígarettu og
ræðum þessi alvarlegu mál.
„Stjórnvöld verða að grípa í
taumana,“ segjum við, ströng
og ábyrgðarfull.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að við kjósum alþingis-
menn til að stjórna landinu.
Það er trú okkar að þeir sem
mynda ríkisstjórn hverju sinni
beri ábyrgð á ástandinu í efna-
hagsmálum eða öðrum mikil-
vægum málum. í kjölfar versn-
andi stöðu þjóðarbúsins kemur
gjaldþrot fyrirtækja og aðrar
hremmingar á vinnumarkaðin-
um. Loks fær launþeginn skell
og við stynjum, eftir steikina,
koníakið og vindilinn: „Stjórn-
völd verða að grípa í taumana.
Það verður að fara að stjórna
þessu landi.“
Jólin nálgast og sárþjáðir
þegnarnir flykkjast til útlanda í
því skyni að gera hagstæð inn-
kaup fyrir jólin. Það er auðvit-
að of dýrt að versla á fslandi.
Þeir sem af einhverjum
óskiljanlegum ástæðum kom-
ast ekki til útlanda neyðast til að
kaupa innfluttan varning í
verslunarhöllum Reykjavíkur.
Sem betur fer hafa allir eignast
nýjan bíl, einn eða tvo, svo
samgöngur eru ekkert til-
tökumál. Þá eiga Flugleiðir
von á nýjum vélum á næstu
árum og kætast þá margir.
Vonandi verður þetta til þess
að menn noti þennan ódýra
ferðamáta í ríkari mæli.
„Stjórnvöld verða að grípa í
taumana,“ segjum við enn og
hrúgum nauðsyniegum raf-
magnstækjum inn á heimilið.
Parketið og leðurhúsgögnin
mega heldur ekki gleymast.
Og fötin skapa manninn, eða
hverjum dettur sú firra í hug
að fegurðin komi innan frá?
Vönduð, erlend vörumerki
skulu það vera, heillin mín.
„Meira ófremdarástandið,“
sífrum við og smjöttum á
hreindýrakjötinu.
Vei, hræsnarar íslands. Þið
veltið ykkur upp úr sullumbulli
og svínaríi á sama tíma og þið
heimtið aðhald og róttækar
efnahagsaðgerðir. Þið vælið,
kvartið og kveinið eins og fress
um fengitímann en ykkur dett-
ur ekki í hug að lyfta litla
fingri. Einkaneysluna má ekki
skerða, munaðinn og óhófið,
allt þetta iðandi ógeð sem hel-
tekur sálarlíf fólks. Hamingj-
una verður að kaupa, helst
erlendis, að öðrum kosti með
innfluttu fánýti. Grenjið bara
og gagnrýnið stjórnvöld, en
sjálf eruð þið á kafi í skítnum,
stikkfrí. Þetta á að heita sjálf-
stæð þjóð, hugsandi einstakl-
ingar, stoltir og skynsamir.
Þetta er djöfulsins hræsni,
arfageggjaður andskoti og ég
verð bara að biðja ykkur að
afsaka orðbragðið, en ég er
reiður.
Það er sorglega einfalt að
benda á það, að meðan við
sláum ekkert af lúxuskröfun-
um og höldum áfram gjaldeyr-
isátinu þá geta stjórnvöld
ósköp lítið gert. Við hljótum
að geta einbeitt okkur að því
að kaupa innlendar vörur,
a.m.k. um tíma. Við hljótum
að geta minnkað hina heila-
þvegnu áskókn í utanlands-
ferðir með tilheyrandi kaup-
æði. Við hljótum að geta hald-
ið að okkur höndum. Við
hljótum öll að geta lifað
mannsæmandi lífi. Vilji er allt
sem þarf.
heilsupósturinn
il Umsjón: Sigurður Gestsson og Einar Guðmann
Steinaldarfæði íþróttamanna
Eitt það varasamasta í íþróttum
er oft á tíðum mataræðið rétt fyr-
ir keppni eða leik. Það getur ráð-
ið algerlega úrslitum um það
hvort gengið sé til keppni af mikl-
um þrótti og krafti eða slepjuleg-
um slappleika. Þá er ekki verið
að tala um mataræðið yfir langt
tímabil, heldur einungis síðustu
dagana fyrir keppni. Ekki er
heldur verið að tala um kolvetna-
hleðslu eins og hún gerist best og
er að ná verðskulduðum vinsæld-
um meðal íþróttamanna, heldur
er átt við hæfilegt mataræði sem
stuðlar að því að menn verði vel
upplagðir þegar að keppni eða
leik kemur.
Hér á landi tíðkast eindæma
fáfræði í þessum efnum og eru
þess jafnvel dæmi að menn í
fremstu röð handbolta, fótbolta
og körfuboltamanna og ýmsra
annarra íþróttagreina, troði í sig
einhverju tilviljanakenndu fæði
rétt fyrir keppni. Þetta er nokkuð
sem skynsamlegt væri að taka til
athugunar, og ættu þjálfarar að
hugsa sér til hreyfings í þeim
efnum. Möguleikarnir til þess að
auka frammistöðu íþróttamanna
með réttu mataræði eru geysileg-
ír en samt sem áður virðast
íslendingar alltaf vera á eftir öðr-
um þjóðum í þessum efnum.
Eftirfarandi eru nokkrir punktar
sem þeir geta haft í huga sem
vilja prófa að breyta til.
• Þú ættir að borða síðustu mál-
tíðina þína ekki minna en u.þ.b.
þremur tímum fyrir keppnina svo
fullkomin melting náist, og borða
helst 5 sinnum yfir daginn.
• Neyttu engra mjólkurafurða
24 tíma íyrir keppni.
• Slepptu aldrei máltíðum. Ef
þú ert að reyna að létta þig til
þess að ná ákveðinni þyngd þá
skaltu samt borða aðeins, þar
sem lágt blóðsykurmagn veldur
slappleika og hungri sem dregur
úr frammistöðu.
• Takmarkaðu neyslu á einföld-
um sykri eins og strásykri, hun-
angi, kökum, tertum og ís (sem
er einnig prótein- og fitumikill).
Sætindi gera það að verkum að
blóðsykurinn veður upp úr öllu
valdi, en verka þannig að þegar
blóðsykurinn fellur aftur þá fellur
hann niður fyrir eðlilegt magn.
Þú getur bætt frammistöðu þína með réttu mataræði.
Það veldur skyndilegum slapp-
leika sem enginn vill verða fyrir í
miðjum leik eða keppni. Þetta er
nokkuð sem flestir íþróttamenn
kannast við. Mikill einfaldur syk-
ur veldur einnig truflun á upp-
töku vökva, sem getur leitt til
þess að menn þorni upp, sérstak-
lega í heitu og þurru loftslagi.
• Minnkaðu saltneysluna. Forð-
astu saltríkar fæðutegundir eins
og borðsalt, mononatríum gluta-
mat, tómatsósu, sojasósu, dósa-
súpur, soðkrafta, pikkles, hnetu-
smjör, kornflögur, reyktan fisk
og reykt kjöt, osta, kartöfluflög-
ur og allt saltað meðlæti.
• Borðaðu ekki of mikið af prót-
eini 12 tíma fyrir keppnina.
Líkaminn getur ekki losað sig við
sýrur sem myndast við meltingu
próteins, sé hann undir miklu
álagi.
• Borðaðu fæðutegundir sem
eru tiltölulega fitusnauðar og
auðmeltanlegar. Þá eru hentug-
astar fæðutegundir sem innihalda
sem hæst hlutfall af flóknum
kolvetnum. Það eru til dæmis:
Pasta spaghetti, hrísgrjón, kart-
öflur, brauð, hnetur, epli, app-
elsínur, korn og að sjálfsögðu allt
grænmeti svo sem kál, rófur,
gúrkur, gulrætur, paprikur,
tómatar og salat svo eitthvað sé
nefnt.
• Líkaminn þarf á stöðugleika
að halda, Borðaðu því aldrei
neitt rétt fyrir keppni sem þú ert
ekki vanur að borða.