Dagur - 12.11.1988, Blaðsíða 4
4 - DÁfcfUR - 12. 'nóvember 1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58. AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON
(Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON,
FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Akstursvenjur
ungs fólks
Samkvæmt umferðarkönnun sem JC Akureyri
gekkst fyrir í lok október hefur liðlega 7%
ungs fólks á aldrinum 17-20 ára ekið bifreið
undir áhrifum áfengis. Þá hefur fjórðungur
unga fólksins verið farþegar í bifreiðum undir
stjórn ölvaðra ökumanna. Einungis 36,8%
þeirra sem svöruðu, sögðust yfirleitt ekki aka
yfir hámarkshraða.
Þessar niðurstöður eru mjög athyglisverðar
og um leið sláandi. Það er greinilegt að áróður
umferðaryfirvalda gegn ölvunarakstri hefur
einhverra hluta vegna ekki náð eyrum ungra
ökumanna nema að takmörkuðu leyti. Það er
hrikalegt ef niðurstöður könnunar JC Akur-
eyrar eru einhvers staðar nálægt sannleikan-
um að þessu leyti — og reyndar er engin
ástæða til að ætla annað. Ef sjö ökumenn af
hverjum hundrað á aldrinum 17 til 20 ára hafa
ekið undir áhrifum áfengis er ölvunarakstur
mun útbreiddara og alvarlegra vandamál en
talið hefur verið hingað til. Enn uggvænlegri
er sú tilhugsun að fjórði hver einstaklingur á
þessum aldri hafi verið farþegi í bíl ölvaðs
ökumanns. Þá vekur það einnig athygli að
rúmlega 6 af hverjum 10 segjast yfirleitt ekki
virða reglur um leyfilegan hámarkshraða.
Tilgangur JC Akureyrar með könnun þess-
ari var fyrst og fremst að efla áhuga og með-
vitund ungs fólks á umferðarmálum. Það var
vel til fundið og sannarlega ekki vanþörf á.
Reynslan hefur sýnt að ungum ökumönnum
er hættast við að lenda í umferðaróhöppum
og slysatíðni í þeim aldurshópi er því mun
hærri en í öðrum. Mjög oft er hröðum eða
gáleysislegum akstri um að kenna.
Niðurstöður þessarar könnunar benda ótví-
rætt til þess að mjög brýnt sé að stórauka
fræðslu um umferðarmál og reyna sérstak-
lega að ná til yngri ökumanna. Það verður
auðvitað best gert með því að endurskoða
núverandi fyrirkomulag ökukennslu. í annan
stað er Ijóst að herða þarf eftirlit til að koma í
veg fyrir ölvunarakstur. Slagorðið „Eftir einn,
ei aki neinn", virðist ekki eiga nægilegan
hljómgrunn meðal ökumanna og búast má
við að enn sígi á ógæfuhliðina 1. mars nk.,
þegar sala á áfengu öli hefst hér á landi. Slík
er reynsla annarra þjóða af bjórnum og engin
ástæða er til að ætla að annað verði uppi á
teningnum hér. Ef fræðsla og áróður um hætt-
ur ölvunaraksturs duga ekki til að koma vit-
inu fyrir ökumenn, verður að herða eftirlit og
þyngja viðurlög til mikilla muna. BB.
úr hugskotinu
Tilvistarkreppa?
Fyrir nokkru flutti Jón Baldvin
Hannibalsson fyrrverandi fjár-
málaráðherra, sá sem nú er
kominn í utanríkismálin,
merkilega, og dálítið óvenju-
lega ræðu á Alþingi í utandag-
skrárumræðum um ríkisfjár-
mál, nánar tiltekið um það
hvernig sáluð ríkisstjórn Þor-
steins Pálssonar hefði skilið við
kassann sem við kváðum víst öll
sameiginlega eiga. Þessi ræða
var fyrir þá sök merkileg, að
aldrei þessu vant, þá snerist hún
um grundvallaratriði, hafin yfir
þetta venjulega dægurþras og
skæting sem við erum svo vön
úr þessu húsi sem Stefán Val-
geirsson endilega villl negla sem
fastast þarna í kvosinni, en
Hjörleifur flytja austur á
Hérað. Segja má, að í hnot-
skurn hafi þessi merkilega ræða
snúist um þá spurningu hvort
við íslendingar séum milljóna-
þjóð, eins og við þykjumst vera,
eða bara kvartmilljón, eins og
við séum í raun og veru.
Að leika milljónir
Við skulum láta það liggja rnilli
hluta hversu margir við Islend-
ingar erum. Látum manntölin
um þá hlið málsins. Eitt er víst,
og það er að burtséð frá þeirri
staðreynd hversu margir eða fáir
við erum, þá leikum við millj-
ónir hvort sem okkur líkar það
betur eða verr, og það sem
meira er, okkur tekst á stundum
bærilega upp í hlutverkinu,
samanber til að mynda skák-
mennina og handboltaliðið þeg-
ar ekki er á því óstuð, en stund-
um eigum við það líka til að
ofleika, samanber farsímadell-
una, krítarkortadelluna og flug-
stöðvarklúðrið, svo við verðum
að athlægi út um allan hinn svo-
kallaða siðmenntaða heim, sem
ef til vill er þó ekkert sið-
menntaðri en við sjálf þegar
öllu er á botninn hvolft. En
spyrja má hvort okkur sé ekki
beinlínis lífsnauðsyn til að halda
velli, að leika þetta oflætis-
hlutverk, samanber til að
mynda hvalamálið, hvort til-
verurétti okkar sem sjálfstæðrar
þjóðar yrði ekki ógnað ef við
horfðumst í augu við hinn blá-
kalda tölulega raunveruleika og
gerðumst lítið borgarasam-
félag á framfæri Evrópubanda-
lagsins.
Félausir flottræflar
Fyrrum fjármálaráðherra fjall-
aði mjög um það í ræðu sinni
hversu við íslendingar værum
gjarnir á það að lifa eins og
félausir flottræflar. Gera ýmsa
þá hluti sem við hefðum hreint
Greinarhöfundur gerir eina tiltekna
engin efni á að gera, og sem
jafnvel milljónaþjóðirnar
leyfðu sér ekki. Vafalaust hefur
hann þarna haft margt til síns
máls, enda kunnugri kassanum
góða en flest hið venjulega fólk,
sem í hann lætur sinn eyri eftir
ástæðum, en sennilega minna
eftir efnum.
Vissulega finnast ótalmörg
dæmi um hreint út sagt óþarfan
flottræfilshátt. Tvær hliðar eru
þó á mörgum málurn. Það kann
að vera óþarfa lúxus að hafa á
landi hér þrjú eða fjögur há-
tæknisjúkrahús, þegar eitt
myndi tölulega séð fullnægja
þörfum landsmanna. En hér
koma inn ýmsir þættir svo sem
byggðastefna, sem verður að
teljast höfuðforsendan fyrir
sjálfstæði þjóðarinnar, og þar
sem landið er stórt og strjálbýlt,
verður það að teljast sjálfsögð
réttindi að fólk búi við svipaða
læknisþjónustu hvar sem er á
landinu, að ekki sé nú talað um
öryggið, og það þarf meira að
segja að gera meira á þessu
sviði svo sem í sambandi við
björgunarmál, okkar raunveru-
legu landvarnir.
Annað mál sem Jón Baldvin
hefur eðlilega látið sig nokkru
varða, er utanríkisþjónustan.
Þar má vitanlega mikið spara á
sviði sem við spilum okkur
nokkuð stóra á. Vafalaust mætti
fækka sendiráðum eitthvað, en
það verður að vega slíkt og
meta í hverju tilviki, þannig er
ekki víst að það svaraði kostn-
aði að leggja niður sendiráðið í
Ósló, það er eins og mann
minni, að það hafi einmitt verið
þaðan sem vitneskja barst um
svik þeirra Kana í hvalamálinu.
Hlutverk sendiráða er nefnilega
meðal annars að afla upplýs-
inga, sem er fínt orðalag yfir
njósnir, og það er ekki síst í
Noregi þessu landi sem okkur
er tengdast sem slíks er nú mest
þörf, vegna samkeppninnar á
fiskmörkuðum, og Evrópu-
bandalagsins sem þeir Norsarar
renna margir hýru auga til. Við
gætum jafnvel gert betur. Fyrst
Ríkisútvarpið telur sig geta eytt
milljónum í það að hafa frétta-
mann í fullu starfi á Norður-
löndum, þá á hann tvímælalaust
að vera staðsettur í Ósló. Þar er
í gangi sú umræða sem okkur
varðar mest, og þar verða í
september kosningar sem geta
beinlínis ráðið framtíð íslands
um ókomin ár. Við höfum eng-
in efni á því að reka einhverja
fréttaþjónustu fyrir Dani á
íslandi. íslenskar fréttir eru fyr-
ir íslendinga. Þetta frétta-
mannsmál er ef til vill ekki
stórt, en það er gott dæmi um
Reynir
Antonsson
skrifar
það hvernig við gætum nýtt
peninga okkar betur. Það kann
líka rétt að vera, að við höfum
komið hér upp dýrara náms-
lánakerfi en þekkist meðal
milljónaþjóða. Vafalaust má
spara þar miklar upphæðir, án
þess að hinum félagslegu mark-
miðum kerfisins verði fórnað.
Sennilega er þó mesti sparnað-
urinn sem í þessu kerfi væri
hægt að taka upp, sá að gera allt
menntakerfið skilvirkara og
arðbærara. Á stundum finnst
manni þar ekki skynsemin vera
allsráðandi. Þannig rauk hinn
nýi menntamálaráðherra til og
skipaði starfshóp um stofnun
listaháskóla, þó svo allir viti að
okkar listalíf myndi verða miklu
auðugra ef hið unga og hæfi-
leikaríka listafólk okkar héldi
áfram að nema við bestu lista-
skóla heims að loknu besta
grunnnámi hér heima, á sama
tíma og ekki fæst fjárveiting til
að koma upp háskólakennslu í
sjávarútvegsfræðum á Akur-
eyri, arðbærasta háskólanámi
sem hérlendis væri hægt að láta
í té, og að auki námi sem yrði
beinlínis á heimsmælikvarða,
þannig að við fengjum í stað
listnemanna sem við sendum
utan nema sem lærðu það sem
við kunnum best, það er að
segja allt um sjóinn. Og svona í
gamni. Af hverju í fjáranum
drífur hann Jón Óttar hollustu-
áhugamaður ekki upp „blautu
kvöldi“, Svavari til skammar, til
ágóða fyrir þetta mál, slíkt
myndi án efa slá alla Derrick-
þætti út. Það mætti jafnvel
halda djassútgáfunni af Vorinu í
Vaglaskógi sem kynningarlagi,
þau eru nefnilega oft blaut vor-
in þar. Án gamans . . . Við get-
um sennilega ekki komist hjá
því að halda hér uppi þjóðfélagi
sem er flóknara og dýrara en
við höfum í rauninni efni á, þó
svo við getum ýmislegt til að
draga úr þessum kostnaði, og
losna við allt bruðlið og sóunina
í þjóðfélaginu. Þetta er ef til vill
hluti einhverrar tilvistarkreppu
sem ef til vill hrjáir okkur, og
hver veit nema einmitt þessi til-
vistarkreppa sé undirrótin að
öllum öðrum kreppum sem við
erum sífellt að ganga í gegnum.
ræðu Jóns Baldvins Hannibalssonar m.a. að umtalsefni.