Dagur


Dagur - 12.11.1988, Qupperneq 7

Dagur - 12.11.1988, Qupperneq 7
12. nóvember 1988 - -DAGUR —7 Jón Hjaltason Kvilanwdatökiimaðuriiin Eðvarð Sigiœgeirsson í dag hefst vikulöng myndavika sem Akureyrarbær heldur til heiðurs Eðvarði Sigurgeirssyni en hann varð áttræður á árinu sem leið. Öllum Akureyringum er boðið að njóta góðs af kræs- ingum því fjöldamargar íslenskar bíómyndir verða teknar til sýn- ingar þessa kvikmyndaviku. Ber þar hæst frumsýningu nýjustu myndar Hrafns Gunnlaugssonar í skugga hrafnsins. Akureyringur í húð og hár En það verða ekki eintómar bíó- myndir sýndar þessa viku. Sem kunnugt er hefur Eðvarð ekki verið við eina fjölina felldur á ljósmyndaferli sínum. Snemma varð hann sér úti um kvikmynda- tökuvél og með þessari einu og sömu vél hefur Eðvarð tekið fjöldann allan af heimildamynd- um. Frægastar þeirra eru eflaust myndirnar um Geysisslysið og hreindýrin undir Vatnajökli. Þegar blaðað er í gegnum langa skrána yfir myndir Eðvarðs vek- ur það þó mesta athygli manns hversu iðinn hann hefur verið við að festa á filmu ýmsa atburði úr bæjarlífinu á Akureyri. Og nú mun Akureyringum gefast kostur á að sjá svolítið brot af þessum merku myndum hins áttræða kvikmyndatökumanns. En hver er hann þessi maður sem í nær hálfa öld hefur dundað sér við að skrá á myndmál marga merkisatburði í sögu þessarar þjóðar og þó mest Akureyrar- kaupstaðar? Eðvarð er borinn og barnfæddur á Akureyri, nánar tiltekið á Syðri-Brekkunni. Þar óx hann úr grasi sem góður og gegn Akureyringur og K.A.-maður í ofanálagið, var reyndar einn af 12 stofnfélögum þess. „Ljósmyndaáhugi minn kvikn- aði snemma. Vigfús bróðir var með Ijósmyndastofu fyrir ofan gömlu Braunsverslun þar sem Nýja filmuhúsið er nú. Bakterían barst á milli okkar og ég byrjaði ungur að vinna hjá honum. Árið 1936 flutti hann suður og ég keypti þá stofuna. Tveimur árum síðar byrjaði ég að dunda við kvikmyndun og 1939 tók ég fyrsta kvikmyndastubbinn á lit- filmu. Myndefnið voru tvær blómarósir. Árið áður hafði ég keypt Ditmar upptökuvél en 1939 fékk ég bandaríska kvik- myndatökuvél, Filmo hét hún, 16 mm, frá Bell and Howell. Hún var aðeins með einni linsu þegar ég fékk hana. Það dugði mér eng- an veginn svo ég keypti á hana bæði aðdráttarlinsu og víðvinkil- linsu.“ Sýningarferðalög Eðvarð lét þetta þó ekki gott heita. Það var ekki nema hálft gaman að eiga tökuvél ef sýning- arvélina vantaði. Hann réðist því í að panta slíkt tæki að utan fyrir milligöngu Kaupfélags Eyfirð- inga. En það leið og beið, ekkert bólaði á sendingunni. „Ég leit öðru hvoru til þeirra á kaupfélagsskrifstofunum að spyrja eftir vélinni en þeir voru svarafáir, vissu í rauninni ekkert að segja mér. Svo var það ein- hverju sinni að einn Fossinn lagð- ist hér að bryggju. Og öllum að óvörum komu torkennilegir kass- ar upp úr lestum skipsins sem reyndust geyma það sem ég hafði beðið svo lengi eftir. Þetta var sýningarvélin sjálf, magnari og hátalari. En það mátti ekki tæp- ara standa að ég fengi vélina því seinni heimsstyrjöldin braust út skömmu síðar.“ Nú átti Eðvarð allt sem þurfti til kvikmyndasýninga og gott bet- ur því myndirnar tók hann sjálfur. Með árunum fjölgaði sífellt kvikmyndunum í safni hans og félagasamtök byrjuðu að panta sýningar hjá honum. Þetta fór sífellt vaxandi og þar kom að Eðvarð hóf að fara sjálfstæðar sýningarferðir um landið. Fyrst hér norðan heiða en síðar í alla landsfjórðungana. Það sem hafði byrjað sem tómstundagaman var nú farið að gefa nokkuð í aðra hönd. „Ég auglýsti sýningarnar í útvarpi og setti upp ljósmyndir úr kvikmyndunum, sem sýna átti, í búðargluggum og víðar. Það var töluvert nýjabragð af þessu og fólkið lét sig ekki vanta. Á sum- um stöðum þar sem ég kom var ekkert rafmagn en ég setti undir þann leka með því að kaupa raf- magnsmótor. Yfirleitt gengu þessar sýningar mínar snurðu- Íaust utan einu sinni í Vík í Mýrdal. Ég var nýbyrjaður að sýna í félagsheimilinu þar. Vélin malaði rólega við undirspil grammófónsins. Ég var vanur að spila músík við þessar sýningar í bland við útskýringar sem ég tal- aði í hljóðnemann þegar mér fannst þess þurfa. Allt í einu stöðvuðust vélarnar og myndin hvarf af sýningartjaldinu. En það var lánið mitt að þarna var stadd- ur einhver rafmagnsfræðingur sem bjargaði málunum á örskotsstund svo töfin varð varla meiri en 10 mínútur." Tvær vinsælastar „Það má segja að þetta lán hafi alltaf verið yfir inér því öll sýn- ingarferðalögin gengu eins og best varð á kosið og tækin biluðu aðeins í þetta eina sinn, og þá smávægilega. Mest var um vert að almenningi féll þessi nýbreytni vel. Vinsælastar mynda minna voru Geysisslysið á Vatnajökli og Á hreindýraslóðum. Sú fyrri fjallar um ferð björgunarmanna á Bárðarbungu haustið 1950 en þá hafði ein véla Loftleiða brotlent þar. Seinni myndin, sem er nú raunar eldri, segir frá hreindýr- um í kringum Snæfell. Það var mest Helga Valtýssyni að þakka að ég fékk tækifæri til að mynda hreindýrin. Þetta byrjaði 1939, sama ár og ég fékk Filmo-vélina. Helgi hafði þá um langt skeið barist fyrir því að hafin yrði rann- sókn á íslensku hreindýrunum en talað fyrir daufum eyrum. Loks- ins gaf þó viðskiptamálaráðu- neytið vilyrði fyrir slíkri rann- | sóknarför og lofaði að styrkja Eðvarð tók þátt í björgunarleiðangri Akureyringa á Vatnajökul haustið 1950. Flugvélin Geysir hafði þá brotlent á Bárðarbungu og óttast var um líf og limi áhafnarinnar. Myndin sýnir hvar Akureyringar hafa búið sér bækistöð við Kistufell en þaðan héldu björgunarmennirnir upp á Bárðarbungu. Eðvarð mundar hina bandarísku Filmo sem í hartnær hálfa öld hefur fylgt eiganda sínum án þess að bila. Eðvarð situr lengst til hægri og föndrar við myndavél. Torfi Guðlaugsson, aðstoðarmaður við myndatökuna, gægist yfir öxl Helga Valtýssonar á dag- bókina sem Hclgi er að færa athugasemdir sínar inn í. Tarfar á beit í Kringilsárrana. hana. Ekki varð þó starfi niínu lokið á einu hausti því ég fór aftur á hreindýraslóðir, í tvígang 1943 og aftur árið eftir. Þetta voru ákaflega eftirminnilegar ferðir og segir Helgi frá þeim í bók sinni Á hreindýraslóðunt en ég tók nær allar Ijósmyndirnar sem birtar eru í bókinni. Hreindýrin voru allt önnur þá en í dag, þoldu nærveru mannskepnunnar illa og voru stygg. Þó held ég að þeim hafi verið allra verst við lyktina af hrossunum okkar. Tarfarnir voru heldur skárri viðureignar en kýrnar. Þær tóku alltaf strikið suður að jökli ef þær urðu manns varar og léttu ekki hlaupunum fyrr en einhvers staðar langt í fjarska. Tarfarnir voru hins vegar forvitnari og kannski sannfærðari um eigin yfirburði. Þeim var að vísu ekkert gefið um nærveru mína en hlupu iðulega ekki langt þótt þeir yrðu varir mannaferða. Þeir staðnæmdust oft í um 30 nietra fjarlægð, sneru sér við og skoðuðu hinn óvelkomna gest ögn betur áður en þeir héldu nær jöklinum. En það var regla hreindýranna að hlaupa alltaf í áttina að Vatnajökli ef kom að þeim einhver styggð." Það hefur runnið mikið vatn til sjávar síðan Eðvarð var að filma hreindýr í haglendi Kringilsár- rana. 1 áratugi hefur hann starf- rækt ljósmyndastofu á Akureyri sem seinast var til húsa þar sem nú er skemmtistaðurinn Zebra í Hafnarstræti 100. Hann hefur komið upp tveimur börnum í félagi við konu sína Mörtu Jóns- dóttur. Og þó að hér hafi nær ein- göngu verið fjallað um kvik- myndatöku hans þá er vert að minnast þess að Éðvarð á gífur- legt safn ljósmynda sem hann hefur sjálfur tekið og tengjast náið sögu Akureyrar seinustu áratugina.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.