Dagur - 12.11.1988, Page 9
?2?tá$«i,fsSÍ - SkSðH - S
Aitasta roo tra vinstri: tsrian Laws, taary
Fleming, Gary Parker, Steve Chettle,
Darren Wassall. Brian Rice, Steve Hodge.
Miöröö: Liam O'Kane (þjálfari), Tommy
Gaynor, Terry Wilson, Steve Sutton, Hans
Segers (nu hjá Wimbledon), Colin Foster,
Neil Webb, Brian Clough (framkv.stjóri).
Fremsta röð: Nigel Clough, Lee Glover,
Des Walker, Stuart Pearce, Frans Carr,
Gary Crosby.
Var með 12 rétta
Siguröur Davíðsson kennari bar sigurorð af Sveinbirni Sigurðs-
syni fulltrúa í fyrstu leikvikunni. Sigurður hafði sex rétta en
Sveinbjörn fjóra. Sigurður hefur nú skoraö á Magnús Aðal-
björnsson skólastjóra og varð hann að sjálfsögðu við áskorun-
inni.
Magnús spilaði seinast í getraunum fyrir fjórum árum og var
þá með tólf rétta. „Ég hætti á toppnum,“ segir hann, en nýja
kerfið freistar og því munu þessir tveir starfsmenn Gagnfræða-
skólans etja kappi í þessari viku.
Siguröur:
Magnús:
Charlton-Everton 2
Coventry-Luton x
Derby-Man.Utd. 2
Liverpool-Millwall 1
Middlesb.-Q.P.R. x
Newcastle-Arsenal 2
Norwich-Sheffield W. 1
Southampton-Aston Villa x
Tottenham-Wimbledon 2
West Ham-Nott. Forr. 2
Leeds-W.B.A. 2
Man City.-Watford x
Charlton-Everton x
Coventry-Luton 1
Derby-Man.Utd. 1
Liverpool-Millwall 1
Middlesb.-Q.P.R. 1
Newcastle-Arsenal 2
Norwich-Sheffield W. 1
Southampton-Aston Villa 1
Tottenham-Wimbledon 1
West Ham-Notth.For. 1
Leeds-W.B.A. x
Man City-Watford 1
Kaup og sala
Það var ekki mikið um verslun
á leikmönnum hjá Forest í
sumar. Aðeins einn leikmaður
seidur, miðherjinn Paul Wilkin-
son til Watford fyrir £ 300.000,
en hann lék um tíma með
Everton og hafði aðeins verið í
16 mánuði hjá Forest. Brian
Laws bakvörður var keyptur
frá Middlesbrough fyrir
£120.000 og síðan var mið-
vallarleikmaðurinn Steve
Hodge keyptur aftur heim fyrir
um £ 575.000. Hann var seld-
ur frá Forest 1985 til Aston
Villa fyrir £400.000, en 15
mánuðum síðar keypti Totten-
ham, Hodge fyrir £ 650.000.
Hann var aldrei ánægður hjá
Tottenham þrátt fyrir að hann
ynni sæti í enska landsliðinu,
en með því lék hann í heims-
Kynning
ó ensku
liöunum
Margir spá Nottingham For.
góðu gengi í vetur og liðið er
jafnvel talið eiga möguleika á
Englandsmeistaratitli. Á síð-
asta leiktímabili kom liðið mjög
á óvart, að mestu skipað ung-
um og efnilegum leikmönnum
hafnaði það í þriðja sæti í 1.
deild. Lengi virtist liðið ætla að
ná öðru sætinu, en í síðustu
leikjunum gekk illa að skora
mörk og Manchester Utd.
skaust upp fyrir liðið á loka-
sprettinum. Þá komst Forest í
undanúrslit FA-bikarsins, en
tapaði naumlega fyrir Liver-
pool.
Einu verðlaun liðsins voru
fyrir sigur í afmælismótinu á
Wembley sl. vor. Nigel Clough
varð markahæstur leikmanna
liðsins í fyrra með 19 mörk í
deildaleikjum og hann kom
næstur á eftir Paul Gascoigne
í kjöri um efnilegasta leikmann
í ensku deildakeppninni. Neil
Webb lék með landsliði Eng-
lands í Evrópukeppninni í
Þýskalandi í sumar, en bak-
vörðurinn Stuart Pearce komst
ekki í keppnina vegna
meiðsla. Það er til marks um
hve efnilegir hinir ungu leik-
menn Forest eru að síðasta
vetur léku sex leikmenn með
Framkvœmdasljórinn
Brian Clough er nú að hefja sitt
14. leiktímabil sem framkvæmda-
stjóri Nottingham For. Áður var
hann við stjórnvölinn hjá Hartle-
pool, Derby, Brighton og Leeds
Utd. þaðan sem hann var rekinn
eftir aðeins 44 daga. Bestum
árangri náði hann með Derby sem
hann gerði aö Englandsmeistur-
um árið 1972. Hann lék sjálfur
með Middlesbrough og Sunder-
land, mikill markaskorari sem lék
2 landsleiki fyrir England, en varð
að hætta ungur vegna meiðsla.
Honum var boðin þjálfarastaða
hjá landsliði Wales í fyrravetur, en
fékk ekki að fara frá Forest þar
sem hann var samningsbundinn.
Hann hefur oft verið orðaður við enska landsliðið, en þessi litríki
framkvæmdastjóri hefur þó aldrei fengið þá stöðu. Hann hefur
róttækar skoðanir á flestum hlutum þ.m.t. stjórnmál og lætur allt
flakka sem ekki þykir hæfa framkvæmdastjóra enska landsliðs-
ins. Undir stjórn Clough hefur Nottingham For. náð frábærum
árangri á undanförnum árum og að flestra dómi er hann nú besti
framkvæmdastjórinn í ensku deildinni. Hann hefur unnið til
flestra verðlauna sem framkvæmdastjóri getur unnið með lið sín,
en þó hefur honum aldrei tekist að leiða lið sín til sigurs í FA-
bikarnum.
Aðstoðarmaður hans hjá Forest er Ronnie Fenton sem áður
var kunnur leikmaður og þjálfararnir Liam O’Kane og Archie
Gemmill voru lykilmenn hjá Forest sem leikmenn undir stjórn
Clough fyrir nokkrum árum. Allt bendir til að Clough verði áfram
hjá Forest, hann gerði nýjan samning við félagið í maí ásamt syni
sínum Nigel sem um tíma virtist á leið til ítalska félagsins Pisa er
sýndi honum mikinn áhuga.
Engin furða þótt Forest geri allt til að halda Clough áfram hjá
félaginu sem hann tók við í 2. deild, kom því upp í 1. deild 1977
og lyfti því síðan til æðstu metorða í Englandi og Evrópu. Þ.L.A.
léku síðan fjórir leikmanna
Forest með landsliði Englands
á Wembley í sigurleik gegn
Dönum, þeir Neil Webb, Steve
Hodge, Des Walker og Stuart
Pearce. Mögum þótti sem Nig-
el Clough hefði einnig átt að
leika, en hans tími mun örugg-
lega koma fljótlega.
Þrátt fyrir bjartsýni hóf liðið
keppnistímabilið ekki vel, tap í
fyrsta leik gegn Norwich og
síðan fylgdu nokkur jafntefli í
kjölfarið, en að undanförnu
hefur gengið betur og liðið er
ofarlega í 1. deild þótt enn sé
langt í toppinn. Þá er liðið
komið í 4. umferð deildabik-
arsins og líklegra er að liðinu
takist að sigra í bikarkeppni en
deildakeppninni í vetur. Nott-
ingham For. hefur einu sinni
orðið Englandsmeistari, árið
1978. Þá sigraði liðið í 2. deild
1907 og 1922, í 3. deild 1951.
FA-bikarinn vannst 1898 og
1959, deildabikarinn 1978 og
1979. Evrópumeistari varð lið-
ið 1979 og 1980. Sigraði í
Super Cup 1980 og Charity
Shield einnig 1980. Það er því
pressa á hinum ungu leik-
mönnum að gera vel.
Mikil barátta er um sæti í lið-
inu, í marki stendur jafnan
Steve Sutton mjög snjall
leikmaður. Steve Chettle og
Brian Laws berjast um stöðu
hægri bakvarðar, en Stuart
Pearce er vinstri bakvörður.
Miðverðirnir Des Walker og
Colin Foster eru eitt öruggasta
miðvarðaparið í 1. deild.
Tengiliðirnir eru einnig góðir,
þeirra fremstur Neil Webb, en
Terry Wilson, Garry Parker og
Steve Hodge berjast einnig
um sæti. Hodge lék um tíma
frammi ásamt Nigel Clough
þar sem liðið vantaði sóknar-
mann þar til nú að Lee
Chapman er kominn í sóknina.
Á vængjunum hafa þeir Gary
Crosby og Brian Rice oftast
leikið, en hinn snjalli leikmaður
Franz Carr hefur þurft að
verma varamannabekkinn.
Framtíð Nottingham Forest
virðist því í góðum höndum og
má búast við góðum árangri
félagsins á komandi árum.
Þ.L.A.
landsliðum 21 árs og yngri.
Nigel Clough, Des Walker,
Franz Carr, Garry Parker og
I Steve Chettle með Englandi
og Terry Wilson lék fyrir
| Skotland. Fyrir nokkrum vikum
Steve Hodge kostaöi £575.000 en
hann var keyptur frá Nottingham og
er liðinu mikill styrkur.
meistarakeppninni í Mexíkó.
Brian Clough verslaði hins
vegar töluvert á síðari hluta
leiktímabilsins í fyrra.
Tommy Gaynor kostaði
£ 25.000 frá Doncaster og
komst strax í aðalliðið þar til
Gary Crosby 24 ára útherji sló
hann út, en Crosby var keyptur
frá Lincoln fyrir aðeins
£ 15.000 sl. desember. í mars
tók Clough aftur fram budduna
og keypti tvo efnilega leik-
menn fyrir samtals £ 400.000,
þá Garry Parker frá Hull City
og framherjann Nigel Jemson
19 ára frá Preston.
Clough hefur margoft keypt
unga leikmenn úr neðri deild-
unum og gert úr þeim snjalla
leikmenn. Á síðasta ári seldi
hann t.d. miðvörðinn Chris
Fairclough til Tottenham fyrir
nærri £ 400.000, en keypti í
hans stað Colin Foster fyrir
£ 50.000 frá Leyton Orient og
vörn liðsins varð sterkari eftir
þau viðskipti.
Nú nýlega seldi hann vara-
markvörð sinn Hans Segers til
Wimbledon fyrir £ 125.000 og
keypti Lee Chapman miðherja
frá franska liðinu Niort fyrir
£ 390.000. en Chapman hafði
verið í Frakklandi í stuttan
tíma, áður lék hann hjá Shef-
field Wed. og á nú að leika við
hlið Nigel Clough í sókninni
hjá Forest. Þ.L.A.