Dagur - 12.11.1988, Side 17

Dagur - 12.11.1988, Side 17
sakomálosoga l2rfiovémbér 1988 - DÁ’ÓÚft'- 1?K l Morð á færibandi — Að loknum „heppilegum44 breytingum á erfðaskrám sjúklinganna dóu þeir „Nú verður hún vær Annabelle Kilgour var ekkja og hafði legið veik í nokkrar vikur. Hjúkrunarkona frá heima- hjúkrun, Osgood að nafni, sinnti henni. Kvöld nokkurt kom Adams læknir til „að gefa ekkjufrú Kilgour sprautu, svo að hún sofi betur“. Hjúkrunarkonunni leist ekki á hversu stóran skammt læknirinn gaf frúnni. „Nú verður hún vær,“ sagði hann og fór. Og vær varð hún. Frúin féll í dá og andaðist að morgni næsta dags. Þegar Adams kom, sagði hjúkr- unarkonan: „Frú Kilgour er látin. Þér er væntanlega ljóst, læknir, að þú hefur drepið hana?“ Hjúkrunarkonan sagði síðar við yfirheyrslurnar: „Ég hef aldrei á ævinni séð nokkurn svo hrædd- an og lækninn í það skipti." Ennþá einu sinni skrifaði Adams „heilablæðing" í dánar- vottorðið. Samkvæmt erfðaskrá fékk læknirinn dágóða peninga- fúlgu og gamla klukku. Margaret Piling var komin af einhverri ríkustu ættinni í Lancashire. Adams var kallað- ur til hennar vegna inflúensu. Innan tveggja vikna lá hún í dái. Dóttir hennar og fjölskylda þráuðust við að sinna henni heima. Dótturinni, frú Irene Richardson, sagðist svo frá síðar: „Fyrst héldum við, að hún væri heltekin af krabba- meini og læknirinn væri að hlífa okkur við sannleikanum. Við héldum fjölskyldufund og niðurstaða hans var sú, að við sættum okkur ekki við þá með- höndlun, sem hún fékk. Hvað, sem annars væri að henni, þá var hún nánast út úr heiminum vegna lyfjanotkunar og ástand- ið versnaði stöðugt. Við tókum á leigu hús í Ascot, nærri nokkrum ættingjum okkar. Tveim vikum seinna var hún komin á ról og fór á veð- reiðarnar eins og venjulega. Ég er sannfærð um, að það hefði kostað hana lífið, hefðum við ekki flutt.“ Slagaði eins og útúrdrukkin Það var lát Bobbie Hullet, vin- konu Richard Walters, lög- reglustjóra, sem gerði útslagið að sögn lögreglunnar. Frú Hullet var heilsuhraust, 49 ára gömul og hafði verið ekkja í nokkra mánuði. Haustið 1955 veiktist maður hennar, Jack. Hann hafði verið tryggingasölumaður hjá Lloyds, en var kominn á eftirlaun. „Guði sé lof að ég hef góðan heimilislækni," sagði hann þá við hjúkrunarfræðingana. í mars 1956 fékk Jack hjartaáfall og „duglegi læknirinn“ dældi í hann morfíni. Sjö tímum síðar var Jack allur. Samkvæmt erfðaskrá hans fékk Adams 500 pund, allar aðrar eigur runnu til Bobbie, sem varð mikið um skyndilegt fráfall eiginmannsins og syrgði hann mjög. Vinir þeirra hjóna studdu hana með ráðum og dáð, þeirra á meðal Adams, sem útvegaði henni lyf svo að hún gæti sofið. Fjórum mánuðum eftir andlát eigin- mannsins, lést hún einnig. Það var kannski ekki svo vit- laust að gefa Bobbie svefnlyf fyrst í stað, en Adams minnkaði aldrei skammtinn. Þjónustu- fólkið sagði svo frá: „Þegar hún korn niður á ntorgnana, slagaði hún eins og hún væri útúrdrukk- in.“ Gamanleikarinn Leslie Henson og kona hans voru meðal bestu vina hennar. Þau báðu hana að koma og búa hjá þeim, því að þeim „fannst hún vera að breyt- ast í eiturlyfjasjúkling. Eftirsól- arhring rauk hún aftur heint til sín og lyfjanna. Að okkur ásjá- andi brotnaði hún niður, and- lega og líkamlega. Dauði henn- ar snart okkur djúpt og óþægi- lega.“ Strax eftir lát Bobbie hóf Wait- ers lögreglustjóri óbeina rannsókn. Hann komst að því, að tveim dögum fyrir andlát sitt, hafði hún skrifað ávísun á Adams upp á þúsund pund, sem læknirinn hafði flýtt sér með í bankann. Á reikningi læknisins voru 35.000 pund, auk þess, sem aðrar eigur hans námu að minnsta kosti 125.000 pundum, svo ekki var fjárskortur ástæða flýtisins. Meðan á rannsókn á dauða Bobbie stóð, gagnrýndi rann- sóknardómarinn bæði sjúk- dómsgreiningu og meðferð og spurði margra og ýtarlegra spurninga. Hvers vegna skýrði hann ekki starfsbróður, sem kallaður var til ráðuneytis, frá því, að frúin liefði áður þjáðst af þunglyndi? Hví hafði hann hvorki séð henni fyrir heima- hjúkrun né sjúkrahússvist? Hvernig stóð á því að hann, eft- ir 34 ár í starfi, lét nýliða ráðleg- gja sér um lyfjabreytingar? Hví var ekki náð í geðlækni? Og hvers vegna hélt hann enn fram sjúkdómsgreiningunni „tíma- bundin brjálsemi" þótt krufn- ingarlækninn grunaði „eitrun“. „Ég gerði það, sem ég taldi henni vera fyrir bestu,f‘ svaraði Adams. En rannsóknardómarinn lét ekki sannfærast: „Þessum sjúkl- Seiirnl hluti ingi hefur verið sinnt hraksmán- arlega illa,“ sagði hann. Þá bað Walters lögreglustjóri um aðstoð Scotland Yard. Edith Morrell En hvað fór úr skorðum? Hvers vegna var ekki ákært fyrir fleiri brot, þegar líkurnar voru svo sterkar? Hvers vegna einbeitti saksóknari sér að dauða Edith Morrell, 72ja ára gamallar ekkju eftir skipamiðlara í Liverpool? Einn lögfræðinga saksóknara svarar: „Við völdum þetta mál vegna þess, að þar var svo aug- ljóslega um morð að ræða, að það hvarflaði ekki að okkur, að neinn kviðdómur gæti verið á annarri skoðun." En Hewitt telur, að Adams hafi sloppið vegna þess, að fulltrú- um réttvísinnar voru gjörsam- lega mislagðar hendur. „Ég gleymi aldrei samfundum okkar og lögfræðings krúnunnar, Manningham-Buller, á skrif- stofu hans. Við Bert Hannam trúðum ekki eigin eyrum, þegar hann skýrði okkur frá því, að hann ætlaði að ákæra vegna dauða frú Morell. Okkur fannst það hrein fásinna, því að önnur andlát voru hlaðin miklu betri sönnunum og því, sem betra var, raunverulegum líkum. Frú Morell hafði verið brennd og það þýddi, að við gátum ekki hagnýtt okkur besta réttarlækni þess tíma, dr. Francis Camps, sem vitni. En Manningham- Buller var sjálfsánægjan upp- máluð og neitaði að taka nokkr- um rökum frá aðstoðarmönnum sínum, lögfræðingunum Melford Stevenson og Malcolnt Morris, hvað þá frá fulltrúa á skrifstofu saksóknara, Leck. Manningham-Buller þóttist viss um, að Adants myndi gefast upp í vitnastúkunni. En það gerði hann ekki. því liann var aldrei kallaður til vitnis. Réttarhöldin Adams kom fyrir rétt þann 25. apríl 1957, sex árum eftir andlát frú Morell. Vitni báru, að Adams hefði á sex mánuðum gefið henni að minnsta kosti 260 grömm af svefnlyfjum og heróíni. Hámarksskammtur samkvæmt reglum breskra lyfjafræðinga- félagsins er 0,016 grömnt á dag. Síðasta dag frú Morell í þessu lífi, gaf Adams henni næstum meðvitundarlausri l,17grömm, að sögn vitnanna. Verjandanum, Geoffrey Lawrence, tókst að komast yfir sjúkraskrá frú Morell, en þar voru skráðar nákvæmari upp- lýsingar um lyfjagjafirnar, sem Ádams hafði fyrirskipað, en hjúkrunarfræðingarnir gátu gefið. Eftir að hafa rakið þær tilkynnti hann, að skjólstæðing- ur sinn myndi notfæra sér þann rétt að þegja. Adams var sýknaður, en þrem mánuðum síðar var hann aftur fyrir rétti, í Leeds, og var þá dæmdur sekur urn 14 atriði, meðal annars gloppótta skrán- ingu hættulegra lyfja. Hann var sektaður um 2.400 pund auk málskostnaðar. Leyfi til að stunda lækningar missti hann síðar á árinu. í nóvember 1961 fékk hann lækningaleyfi sitt aftur. Þó virt- ist einhver efi ríkja í ráðuneyt- inu, því leyfi til að hafa undir höndum skráningarskyld lyf fékk hann ekki. Stofan í Eastbourne blómstr- aði, þótt aldrei næði hún jafn hátt og áður. Árið 1965 arf- leiddi þakklátur sjúklingur Adams að 2.000 pundum. Skörnmu áður en Adams læknir dó, var tekið viðtal við hann á heimili hans í Eastbourne, en hann neitaði að svara öllum spurningum um læknisferil sinn: „Ég vil ekki lenda aftur á milli tannanna á fólki,“ sagði hann. „Það veit sá, sem allt veit, að ég hef fengið meira en nóg af slíku.“ Aðalfundur Felags kartöflubænda við Eyjafjörð 1988 verður haldinn í Hltðarbæ mánudaginn 14. nóvember og hefst kl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Skipulag framleiðslu- og markaðsmála. Framsögumaður Ólafur G. Vagnsson, ráðunautur. Stjórnin. HAUSTGJALDDAGI HÚSNÆÐISLÁNA VAR1. NÓVEMBER SL. FORÐIST ÓÞARFA AUKAKOSTNAÐ VEGNA DRÁTTARVAXTA Óh HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK S: 69 69 00 GYLMIR/SlA

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.