Dagur - 16.12.1988, Page 6
T - PSUOAG - 886 S iðdmeesb .8Í’
6 - DAGUR - 16. desember
A'RTOOTCTWWW VWJk’ * VKwrv*
Lifani orð
„Verði þinn vilji, svo á jörðu
sem á himni. “ Matt. 6,10.
Guð hefir opinberað vilja
sinn á margvíslegan hátt, en
fyrst og fremst í Heilagri ritn-
ingu. Þar höfum við fullgildan
mælikvarða á vilja hans. í
Biblíunni er að finna þá viljayf-
irlýsingu, sem Guð hefir gefið
okkur mönnunum.
Líf Jesú sýnir vilja Guðs í
framkvæmd. í orðum hans og
verkum, sjáum við hann fram-
kvæma vilja Guðs. Hann
sagði: „Minn matur er að gjöra
vilja þess, sem sendi mig og
fullkomna hans verk.“ Jóh.
4,34.
Okkar vilji stangast oft á við
vilja Guðs. Við höfum sterkan
og eigingjarnan vilja. Samt
höfum viö frjálsan vilja að
velja og hafna. Það gerir
ábyrgð mannsins mikla. En
best er, þegar vilji Guðs fær
að ráða. Hann veit fyrirfram
hvaö er best; þess vegna þurf-
um við að biðja í einlægni
„verði þinn vilji, svo á jörðu
sem á himni“. Á himni ræður
hinn algóði vilji Guös og allt
lýtur stjórn alvisku hans.
Það er vilji Guðs, að allir
menn eignist trúna. Að allir
megi komast til „þekkingar á
sannleikanum". 1. Tím. 2,4.
Að menn gjöri iðrun, og læri
að hlýða háleitum boðorðum
hans. Það er köllun sérhvers
kristins manns, að leitast við
að framfylgja vilja Guðs hér á
jörðu.
Frá örófi alda, hefir gróflega
verið brotið gegn vilja Guðs.
En allt frá því að mannkynið
féll í synd, vegna óhlýðni gegn
Guði; hefir hann verið áð opna
mönnunum hjálpræðisleið.
Kærleiksríkur vilji Guðs birtist
í Kristi og hjálpræðisverki
hans. „Ef einhver er í Kristi, er
hann skapaður á ný, hið
gamla varð að engu, sjá, nýtt
er orðið til.“ 2. Kor. 5,17.
Að lokum vil ég setja hér
þaö sem Páll postuli segir um
vilja Guös: „Hegðið yður eigi
eftir öld þessari, heldur takið
háttaskipti með endurnýjung
hugarfarsins, svo að þér fáið
að reyna, hver sé vilji Guðs,
hið góða, fagra og fullkomna."
Róm. 12,2.
HEILRÆÐI
Verkstjórar - verkamenn
Notkun íýAlma við hvers Itonar störf hefur komiö 1 veg
fyrir hina alvarlegustu höfuðáverka. Þvi er notkun þeirra
qálfaögð.
Ýdalir í Aðaldal:
Frumsýmng á óperunni
Amalognæturgestírnir
Frumsýning á óperunni Amal og
næturgestirnir eftir Gian Carlo
Menotti verður að Ýdölum í
Aðaldal laugardagskvöld kl.
21.00. Önnur sýning verður á
sunnudag kl. 15.00 og þriðja og
síðasta sýning fyrir jól verður
mánudaginn 19. des. kl. 21.00.
Óperuna flytja nemendur við
Hafralækjarskóla og foreldrar
þeirra, alls um 60 manns. Tónlist-
arstjórar eru Robert og Juliet
Faulkner en leikstjórar María
Kristjánsdóttir og Sigurður Hall-
marsson. Titilhlutverkið munu
Valur Klemensson og Þórarinn
Baldursson syngja til skiptis en
aðrir einsöngvarar eru: Margrét
Bóasdóttir, Baldur Kristjánsson,
Baldur Baldvinsson, Baldvin Kr.
Baldvinsson og Gunnlaugur
Árnason. IM
Bjöm Steinar spilar
í Akureyrarklrkju
Björn Steinar Sólbergsson organ-
isti við Akureyrarkirkju heldur
tónleika í Akureyrarkirkju næst-
komandi sunnudagskvöld kl.
20.30.
Á tónleikunum verða spiluð
ýmis verk sem tengjast jólunum á
einhvern hátt og má þá nefna
verk eftir Bach, Daquin, Franck
og Widor.
Aðgangur er ókeypis og eru
allir velkomnir í kirkjuna á
sunnudagskvöldið að hlýða á tón-
leikana.
Málverkasýning
Amar Inga að
Klettagerði 6
Örn Ingi opnaði fyrir skömmu
myndlistar- og nytjalistarsýn-
ingu í tilefni af opnun sýning-
arsalar og vinnustofu að
Klettagerði 6 á Akureyri.
„Þessi sýning er líka jólagleði
fyrir mig og þá sem koma,“
sagði Örn Ingi, en umrædd
húsakynni gefa möguleika til
margvíslegs námskeiðahalds
og annarrar starfsemi sem
tengist listum.
Örn Ingi sýnir að þessu sinni
um 60 verk, aðallega ný olíumál-
verk, teikningar, pastelmyndir,
skúlptúra, eftirprentanir, kort og
nytjalistaverk úr tré. Sýning þessi
er sölusýning og verður hún opin
fram til jóla, frá klukkan 15.00 til
19.00 alla daga. Örn Ingi hefur
margsinnis haldið málverkasýn-
ingar og aðrar listasýningar á
Akureyri, Reykjavík og víðar
um land, bæði einkasýningar og
tekið þátt í samsýningum.
EHB
„Aukahéraðsfundur“ Skagaflarðarprófastdæmis:
Leggst gegn því að Mælifells-
prestakafl verði lagt niður
- í stað komi aukin samvinna presta á milli
Fyrir skömmu var haldinn
nokkurs konar auka héraðs-
fundur Skagafjarðarprófasts-
dæmis á Löngumýri. Á fund-
inn mættu prestar, sóknar-
nefndarformenn og safnaðar-
fulltrúar úr prófastsdæminu,
alls um 40 manns. Tilefni fund-
arins var frumvarpið sem sam-
þykkt var á síðasta kirkjuþingi
um skipan prestakálla og próf-
astsdæma. Þar var m.a. lagt til
að Mælifellsprestakall yrði iagt
niður. Á fundinum var lagst
gegn slíkum áformum og í
ályktun sem samþykkt var
samhljóða, segir m.a.:
„Telur fundurinn að ýmis
athyglisverð nýmæli sé að finna í
frumvarpinu er til heilla horfi.
Sérstaklega fagnar fundurinn
ákvörðun um endurreisn hinna
fornu biskupsstóla með föstu
aðsetri vígslubiskupanna á Hól-
um og í Skálholti um leið og
starfssvið þeirra verði aukið.
Fundurinn fagnar þeirri þróun,
að prófastsdæmin verði í auknum
mæli sérstakar starfsheildir og
viðurkennir ákveðna þörf á
breytingum bæði vegna búsetu-
breytinga og vegna þess að
prófastsdæmið leggur til hluta af
prestsembætti til embættis vígslu-
biskups Hólastiftis.
Þar sem mannfjöldaspár gera
ekki ráð fyrir að fólki fækki í
Skagafjarðarprófastsdæmi mót-
mælir fundurinn því að presta-
köllum fækki eða núverandi
prestssetur verði lögð niður, en
prestum í fámennum prestaköll-
um verði falin ákveðin viðbótar-
störf í prófastsdæminu. Bendir
fundurinn á að aukaþjónustu er
• þörf í Hólaprestakalli vegna auk-
inna starfa vígslubiskups. Þá er
eðlilegt að aukin þjónusta komi
til í Sauðárkróksprestakalli.“
Á fundinum kynnti sr. Hjálm-
ar Jónsson prófastur þá hugmynd
að skipta prófastsdæminu í tvær
starfsheildir, vestan og austan
Héraðsvatna. Vestan Héraðs-
vatnanna yrði það þannig að
sóknarprestur Mælifellspresta-
kalls sinnti aðstoðarþjónustu í
Sauðárkróksprestakalli og sókn-
arprestur Glaumbæjarprestakalls
tæki þar að sér afleysingaþjón-
ustu. Austan vatna yrði létt undir
með vígslubiskupi í Hólapresta-
kalli með því að sóknarprestur
Miklabæjarprestakalls tæki þar
að sér aukaþjónustu og sérverk-
efni og afleysingaþjónusta kæmi
frá sóknarpresti Hofsóspresta-
kalls. Með þessu yrði samvinna
presta á milli aukin.
Auk þess að leggja niður Mæli-
fellsprestakall var lagt til í frum-
varpinu að koma á embætti
farprests, sem staðsettur yrði á
Sauðárkróki, og myndi einnig
aðstoða vígslubiskup Hólastiftis.
Einnig var gert ráð fyrir að sá
farprestur innti störf af hendi í
Húnaþingi.
Samþykkt fundarins var send
kirkjuráði og mun það taka hana
til umræðu, svo og allar aðrar
ályktanir sem því berast. Frum-
varpsdrögin verða líklega tekin
fyrir á Alþingi á næstunni. Ljóst
er að mikil andstaða er gegn því í
Skagafjarðarprófastsdæmi að
leggja Mælifellsprestakall niður
og að sögn kunnugra er það eina
leiðin til að bjarga því, að auka
samvinnu presta á milli og sam-
hæfa störf prestakallana í próf-
astsdæminu. -bjb