Dagur - 16.12.1988, Qupperneq 8
HAGKAUP
Akureyri
8 - DAGUR - 16. desember 1988
ty a o f? <*> ♦> ^ .i ,-v v í
Fhigmannatal
er komið út
í bókinni er auk flugmannatals, saga F.Í.A. og
myndir úr flugsögu íslendinga.
Bókin fæst í Bókabúð Eddu, Akureyrí.
Jólin nálgast!
Á laugardag eftir'kl. 16.00
koma eldhressir jólasveinar
í heimsókn til okkar.
Verið velkomin.
Þórólfur Sveinsson:
Opið bréf til Útvarpsráðs
Útvarpshúsið að Efstalciti 1 í Reykjavík.
í sjónvarpsþættinum „Maður vik-
unnar“ sem var á dagskrá Ríkis-
sjónvarpsins laugardagskvöldið
3. desember 1988, var nokkuð
fjallað um hugsanlega gróður-
eyðingu af völdum beitar, eink-
um sauðfjárbeitar.
Þegar sauðféð bar á góma var
brugðið upp myndum af jarðýtu
að urða kjötskrokka eða af sauð-
kind við rofabarð. Myndir þessar
hafa sést áður í Sjónvarpinu, en
notkun þeirra umrætt kvöld virt-
ist hafa þann tilgang að lýsa sauð-
kindinni sem allsherjar gróður-
níðingi, nánast moldarætu, og
sauðfjárrækt sem fáránlegri starf-
semi er endaði í því að fram-
leiðslan væri urðuð með jarðýtu.
Hvað fyrra atriðið varðar eru
skiptar skoðanir um þátt beitar í
gróðureyðingu. Ljóst er þó að
hann er nokkur og einnig hitt að
ofbeit lands er á sama hátt og
smáfiskadráp og ránýrkja á fiski-
miðum, óverjandi í okkar menn-
ingarsamfélagi. Jafnframt er
augljóst að mestur hluti kinda-
kjötsins er framleiddur á hóflega
beittu landi þar sem engin hætta
er á uppblæstri lands. Sauðkindin
við rofabarðið er því undantekn-
ing - ekki regla.
Um kjötið á sorphaugunum er
það að segja að sumarið 1987 var
112 tonnum af gömlu kindakjöti
fleygt á haugana. Sama ár var
innanlandsneysla kindakjöts
9.060 tonn sem var 54% af allri
kjötneyslu íslendinga það ár.
Víst var það óviðeigandi að
fleygja kjötinu á haugana með
þessum hætti en það sem fór var
gölluð vara, aðeins 1,2% af
innanlandsneyslu og því mynd-
ræn lygi að sýna það sem einu
afdrif kjötsins.
Öllum geta orðið á mistök,
slíkt verður oft fréttaefni. Ljóst
er að stundarmistök annarra
stétta sem fengu mikla umfjöllun
í fréttum þegar þau gerðust, hafa
verið fyrirgefin og eru ekki talin
einkenna stéttina. Þannig hefur
handleggsbrotinn maður ekki
orðið einkennismerki lögregl-
unnar, þjóðkirkjunni var fyrir-
gefin óreiða hjá Hjálparstofnun-
inni, læknastéttin nýtur almennr-
ar virðingar og tiltrúar þrátt fyrir
að þar hafi orðið mistök og vænt-
anlega verður flaskan ekki gerð
að merki Hæstaréttar, svo mætti
áfram telja.
í sama hátt þurfa sauðfjár-
bændur að njóta sannmælis og
urhfjöllun um starfsgrein þeirra
að byggjast á staðreyndum.
Stundarmistök eins og ofbeit og
haugakjöt eiga ekki að vera
stimpill á því fólki sem hefur
atvinnu sína af framleiðslu sauð-
fjárafurða.
Með hliðsjón af framansögðu
er þess óskað að allir hópar þjóð-
félagsins njóti sömu mannrétt-
inda þegar um mál þeirra er
fjallað.
Haldi Ríkissjónvarpið áfram á
sömu braut og umrætt laugar-
dagskvöld er athugandi að nafni
þáttarins verði breytt í „Lastar-
inn“ með hliðsjón af vísunni þar
sem segir:
Lastaranum ei líkar neitt
lætur hann ganga róginn.
Finni hann laufblað fölnað eitt
fordæmir hann skóginn.
Þórólfur Sveinsson,
varaformaður
Stéttarsambands bænda.
100AV200.
"ærö 50,17
rr.A.590.-
Svef
S\33KKan\e
Dýnur
Svampdýnur í kojur
kr. 2.590.-
Springdýnur í miklu úrvali
Verð allt frá kr. 5.900.-
Handklæði
Venjuleg 10 stk. kr. 990
Baðhandkiæði
5 stk. kr. 990.-
Óseyrí 4 • Akureyri • Sími96-26662