Dagur - 17.12.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 17.12.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 17. desember 1ð88 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, Sl'MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Óskemmtileg iðja Dagur skýrði frá því í gær að lögreglan á Akureyri hafi staðið þrjá pilta að verki á Ráð- hústorgi aðfaranótt fimmtudags þar sem þeir dunduðu sér við að brjóta greinar af Randers-jólatrénu, sem Akureyrarbær fékk að gjöf frá vinabæ sínum í Danmörku. í frétt- inni kom fram að tveir piltanna eru 16 ára að aldri og einn 17 ára. Atburðir sem þessi eru því miður alltaf að verða algengari. T.d. heyrir það ekki lengur til tíðinda þótt svo og svo margar rúður séu brotnar að næturþeli um helgar í miðborg Reykjavíkur. Það er orðin regla en ekki undantekning. í hverri viku skýra sunnan- blöðin einnig frá skemmdarverkum sem unnin eru á bílum og öðru því sem verða kann á vegi skemmdarfíkinna nátthrafna í höfuðborginni. Oft á tíðum er tjónið sem hlýst af þessari óskemmtilegu iðju mjög til- finnanlegt fyrir þolendurna, og það sem verra er, í fæstum tilfellum bæta trygginga- félögin skaðann. Sama þróun virðist vera að eiga sér stað á Akureyri. Þar hafa skemmdarvargar aukið umsvif sín verulega á þessu ári. Sem dæmi má nefna að um síðustu helgi gerðu ein- hverjir það að leik sínum að stórskemma nokkra bíla á Akureyri með því að rispa þá og beygla og brjóta rúður. Tjón eigendanna er tilfinnanlegt og fæst ekki bætt nema sökudólgarnir finnist og séu borgunarmenn fyrir skemmdunum. Þá er það alkunna að skemmdarvörgum virðist sérlega í nöp við jólaskreytingar, svo sem ljósaseríur og annað, sem sett er upp til að skreyta bæinn fyrir hátíðina. Margir hafa gefist upp á því að setja slíkar skreytingar upp, því þeir hafa vart haft undan að skipta um perur, jafnóð- um og þær eru brotnar af skemmdarvörgum. Þetta er afar hvimleiður siður og ekki gott að segja hvaða hvatir liggja að baki. Því verða sálfræðingar að svara. Reynslan sýnir að í flestum tilfellum eru það börn og unglingar sem eiga sök á skemmdarverkum þessum. Sem betur fer er það mikill minnihluti barna og unglinga, sem stundar þessa iðju, en sökudólgarnir setja engu að síður dökkan blett á heildina. Ástæða er til að hvetja foreldra og forráða- menn barna og unglinga til að gera það sem í þeirra valdi stendur til að draga úr starf- semi af þessu tagi. Aukið aðhald og opinská umræða um þessa hluti getur haft mikið að segja. Óáraninni verður að linna. BB. Hafþór Róbcrtsson skólast jóri Vopnafjarðarskóla: Það á eftir að lifna nijög yfir allri íþróttastarfsemi hér eftir að við fengum nýtt íþróttahús. Myndir: tlv Samgönguþáttuhim ræður mestu um að nemendur sækja í skóla á Norðurlandi - segir Hafþór Röbertsson skólastjóri Vopnaijarðarskóla I grunnskólanum á Vopnafirði eru 166 nemendur í níu bekkj- ardeildum. Þar er skólastjóri Hafþór Róbertsson, en hann hefur stjórnað skólanum síð- ustu fjögur árin. Hafþór flutt- ist tveggja ára gamall til Vopnafjarðar úr Arnessýsl- unni og hefur kennt við skól- ann meira og minna frá árinu 1971. Við spjölluðum við Haf- þór um skólann, félagslílið og lleira á ferð um Vopnafjörðinn fyrir skömmu. „Félagsiífið hjá okkur er bara nokkuð gott,“ sagði Hafþór. Ýmiss konar klúbbar, eins og taflklúbbur eru starfandi við skólann, en cinnig er boðið upp á opið hús og diskótek öðru hvoru. Á síðasta skólaári var gerð til- raun með að setja upp félagsmið- stöð á vegum hreppsins og var hún til húsa í skólanum. Hafþór sagði að starfsemi hennar hefði gengið nokkuð brösuglega; krökkunum hefði ef til vill þótt of mikið að vera í skólanum allan daginn og sækja síðan félagsmið- stöðina á sama stað að kvöldinu. Glænýtt íþróttahús var tekið í notkun á Vopnafirði í síðasta mánuði og sagði Hafþór að það myndi mjög auka íþróttaiðkun nemendanna og gefa þeim kost á fjölbreyttari íþróttum en verið hefði. „Það á eftir að lifna mjög yfir allri íþróttastarfsemi við skólann eftir að nýja húsið var tekið í notkun.“ Fyrirhugað er að nemendur úr grunnskólum Raufarhafnar, Þórshafnar og jafnvel Bakka- fjarðar sæki Vopnfirðinga heim og etji við þá kappi í íþrótt- um margs konar. Haldin verður heilmikil íþróttahátíð sem að loknum kappleikjum endar með diskóteki og sprelli. Hugmyndin að heimsókninni varð til þegar fulltrúar grunnskóla á svæðinu hittust á félagsmálanámskeiði sem haldið er á vegum mennta- málaráðuneytisins, en það var haldið fyrir skömmu. Hafþór sagði að Vopnfirðingar hefðu meiri samskipti við Norðurlandið þar sem samgöng- ur væru betri norður um en aust- ur. „Við köllum okkur samt alltaf Austfirðinga," sagði hann. Að loknum grunnskóla á Vopnafirði sagði Hafþór að þeir nemar sem hyggðu á framhaldsnám sæktu í talsverðum mæli að Laugum í Reykjadal, í framhaldsskólana á Akureyri, en einnig færu sumir í Menntaskólann á Egilsstöðum og á tímabili hefðu margir farið að Eiðum. Samgönguþátturinn réði mestu um að skólar á Norður- landi yrðu frekar fyrir vaiinu, en samgöngur við Austurland kvað hann afar bágbornar. Kennararáðningar bar á góma í spjallinu við Hafþór og sagði hann að útlitið hefði verið gott í sumar, einungis hefði þurft að ráða í tvær og hálfa stöðu. Strax í júní hefði verið búið að ráða tvo íþróttakennara og hefði aldrei verið búið að ganga frá ráðningu kennara svo snemma. „En það átti eftir að hefna sín. íþrótta- kennararnir tilkynntu í haust að þeir kæmu ekki til starfa svo við sátum upp íþróttakennaralaus.“ Alls starfa þrettán kennarar við Vopnafjarðarskóla, en þeir eru ekki allir í fullu starfi. Hafþór sagðist hafa góðan fastan kjarna og yfirleitt þyrfti ekki að auglýsa nema tvær til þrjár stöður á ári. Hafþór var ekki óhress með það, en hins vegar beið hans eitt stykki áttundi bekkur og við gát- um því ekki tafið hann lengur. Hafþór hélt til stofu sinnar, krakkarnir flettu upp á blaðsíðu 90 og hófu að læra allt um jafn- arma þríhyrninga. mþþ Hafþór kennir áhugasömum áttundubekkingum í Vopnafjarðarskóla allt um jafnarma þríhyrninga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.