Dagur - 17.12.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 17. desember 1988
Brauð handa
hungruðum hehni
- Landssöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar
„Brauð handa hungruðum heimi
er yfirskrift hinnar árlegu lands-
söfnunar Hjálparstofnunar kirkj-
unnar. Söfnunin hófst í byrjun
desember og stendur fram til
jóla. Verið er að dreifa gíróseðl-
um, ásamt söfnunarbaukum inn á
öll heimili í landinu. Væntum við
þess að landsmenn taki þessari
söfnun vel, nú sem undanfarin
ár. Á síðasta ári söfnuðust nær 17
milljónir króna.
Framlögum er hægt að koma
til skila í öllum bönkum, spari-
sjóðum og pósthúsum, til sóknar-
presta og á skrifstofu Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar, Suðurgötu
22, Rvk. Kirkjur verða einnig
opnar á Þorláksmessu til að taka
á móti söfnunarbaukum.
Friðarkertin verða einnig til
sölu fyrir jólin, um allt land.
Þau verða seld í verslunum og í
lausasölu á torgum og á aðfanga-
dag við Kirkjugarða Reykjavík-
ur.
Verkefni líðandi árs
Á þessu ári hefur Hjálparstofnun
kirkjunnar starfað í nokkrum
löndum, í Afríku og Asíu.
I samvinnu við Hjálparstofnun
norsku kirkjunnar byggjum við
barnaheimili fyrir munaðarlaus
börn í Eþíópíu. Verkefnið er
koniið á lokastig.
í Mósambík höfum við ásamt
systurstofnunum hinna Norður-
landanna dreift matvælum og
sáðkorni. Alvarlegur matarskort-
ur er í nokkrum héruðum lands-
ins og er ákaflega erfitt að koma
vistum á áfangastað. Nauðsyn-
legt hefur verið að fljúga með
varninginn, en síðustu fréttir
herma að landleiðin sé að opnast.
Þar með verður auðveldara og
kostnaðarminna að halda hjálp-
arstarfinu áfram.
í Víetnam tókum við á árinu
þátt í kostnaði við stíflugerð, sem
stuðlaði að bættri hrísgrjónaupp-
skeru smábænda. Þeir geta nú
brauðfætt sig sjálfir.
Við kostuðum nokkur smærri
þróunarverkefni á Indlandi og í
Eþíópíu. Verkefni sem kosta lít-
ið en hjálpa mörgum til sjálfs-
hjálpar. í 75.000 manna bæ á
Indlandi borguðum við t.d. tæki
og' laun kennara við smíðanám
ungra atvinnulausra manna.
Námið opnar þessum mönnum
leið til sjálfsbjargar.
Hjálparstofnun kirkjunnar
sinnir ekki einungis hjálpar-
beiðnum erlendis frá. Við styrkj-
um einnig neyðarstarf á íslandi.
Nýlega barst neyðaróp frá
Kvennaathvarfinu í Reykjavík,
en aðstandendur þess sáu fram á
lokun vegna fjárhagsörðugleika.
Hjálparstofnun kirkjunnar veitti
þeim 500 þúsund króna styrk.
Starfsemi kvennaathvarfsins er
því miður nauðsynleg í okkar
þjóðfélagi og var styrkurinn
veittur til að koma í veg fyrir að 6
ára uppbyggingarstarf þessarar
stofnunar legðist niður.
Verkefni framundan
Framundan blasa við mörg hjálp-
arverkefni. Eitt þeirra er upp-
byggingarstarf vegna mikilla
flóða í Bangladesh sem urðu á
síðastliðnu hausti. Þessi flóð hafa
gert 25 milljónir manna heimilis-
lausa og ennþá er mikil hætta á
að sjúkdómar breiðist út. Þetta
er annað árið í röð, þar sem gíf-
urleg flóð hafa skollið á. Ástand-
ið versnaði enn, þegar fellibylur
gekk yfir landið í byrjun desem-
ber. Hundruð manna létust og
margir misstu heimili sín.
Matvælaaðstoðinni í Mósamb-
ík verður haldið áfram í sam-
vinnu við systurstofnanir á
Norðurlöndum, svo lengi sem
þörf og aðstæður krefja.
Konum kennt að lesa í Bangladesh.
í litlu þorpi í suðurhluta Ind-
lands er starfræktur skóli fyrir
fátækustu börnin í þorpinu. í
júní sl. var skólinn brenndur til
grunna af ofstækismönnum, síð-
an hefur kennslan farið fram
undir beru lofti. Hjálparstofnun
kirkjunnar hefur ákveðið að
veita fé til að byggja nýjan skóla.
Hjálparstofnun kirkjunnar
hefur einnig ákveðið að styrkja
byggingu heimilis fyrir vangefin
börn í Tamil Nadu í suðurhluta
Indlands. Um er að ræða börn frá
lægstu stéttum og stéttlausum
fjölskyldum, en þeir hópar eru
hvað verst settir. Heimilið verður
byggt af þorpsbúum sjálfum og
rekið af innlendri kristniboðs-
stöð.
Hjálparstarfið er þó vissulega
undir okkur öllum komið. Án
stuðnings þjóðarinnar er Hjálp-
arstofnun kirkjunnar einskis
megnug. Megin fjáröflun okkar
er á jólaföstu. Við stöndum og
föllum með söfnuninni „Brauð
handa hungruðum heimi“. Það er
okkar einlægasta von að sem
flestir leggi okkur lið eftir efnum
og aðstæðum. Hver króna sem
fer í hjálparstarf, margfaldast að
gildi í hinum fátæku löndum.“
Hjálparstofnun kirkjunnar.
Ein á for-
setavakt
- dagar í lífi
Vigdísar Finnbogadóttur
Iðunn hefur gefið út bókina Ein á
forsetavakt - Dagar í lífi Vigdís-
ar Finnbogadóttur eftir Steinunni
Sigurðardóttur rithöfundt en hún
er löngu þjóðkunn fyrir verk sín,
skáldsöguna „Tímaþjófurinn“,
ljóðabækur, smásögur og sjón-
varpsleikrit.
Ein á forsetavakt er heillandi
lýsing Steinunnar Sigurðardóttur
á lífi og störfum Vigdísar Finn-
bogadóttur forseta. Með næmri
athygli og innsæi bregður hún
upp litríkri mynd og sýnir hið
flókna svið sem forseti íslands
þarf að sinna. Bókin skiptist í sjö
kafla, einn fyrir hvern vikudag.
Ekki er þó um samfelldan tíma
að ræða því höfundur fylgist
meðal annars með ferðum for-
seta innanlands sem erlendis á
ýmsum árstímum, daglegum skyld-
um hennar og frístundum.
Ein á forsetavakt er persónu-
leg bók, þar sem Steinunn
skyggnist undir yfirborðið og
veltir fyrir sér hver Vigdís Finn-
bogadóttir raunverulega er og
hvernig forseta við höfum eignast
í henni. Lesendur fá að skyggnast
inn í hugarheim forseta síns, og
fræðast um hvernig er að gegna
því viðkvæma og vandasama
hlutverki að vera ein á forseta-
vakt.