Dagur - 17.12.1988, Blaðsíða 10

Dagur - 17.12.1988, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 17. desember 1988 17. desember 1988 - DAGUR - 11 Hann tók sína fyrstu ljósmynd 7 ára gamall, vann Grettisbikarinn í sundi tvö ár í röð, nam bakaraiðn í eitt ár, fékk berkla aðeins 17 ára og þurfti að fara á Kristneshæli, kenndi Berta Möller á harmon- iku, var fréttaljósmyndari Þjóðviljans um tíma, sá um eitt stykki Landsmót ’71, tók stúdentspróf slv vor frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki, rek- ur nú ljósmyndastofu, spilar meira golf en flestir aðrir á Króknum, hefur farið holu í höggi, og fleira og fleira og margt, margt fleira. Við hvern getur þessi fjölbreytta upptalning átt? Sjálfsagt eru margir lesendur blaðsins vestan Tröllaskagans og víðar, búnir að átta sig á því. En fyrir þá sem ekki hafa gert það, þá á upptalningin við Stefán Birgi Pedersen ljósmyndara á Sauðárkróki. Af upptaln- ingunni má sjá að engin lognmolla hefur ríkt í kringum Stefán í gegnum tíðina og hefur hann svo sannarlega tekið þátt í því sem hefur verið að ger- ast í kringum hann. Það er Stefán B. Pedersen sem er í helgarviðtali að þessu sinni. Ncmendur Sigurðar Guðmundssonar ljósmyndara í Reykjavík. Myndin er tekin 1956. Efri röð frá vinstri: Oddur Ólafsson, Hannes Pálsson, Stefán Pedersen, Gestur Einarsson, Guðmundur Erlendsson og Donald Ingólfsson. Neðri röð frá vinstri: Svana Vilhjálmsdóttir, Elínborg Guðbjarnardóttir (kona Sigurðar), Sigurður Guðmundsson og Lísa Markúsdóttir. „Hef trúáað það séu einhver forlög sem manni eru œtluð “ - rætt við Stefán B. Pedersen ljósmyndara á Sauðárkróki Stefán 7 ára gamall á leið að taka sína fyrstu Ijósmynd. Myndin er tekin fyrir utan gamla Barnaskólahúsið, þar sem Feykir og Sást eru nú til húsa. Blaðamaður Dags mælti sér mót við Stefán fyrir nokkru í Ijós- myndastofu hans við Aðalgötu lOa á Sauðárkróki. Þungað flutti Stefán nýlega mcö aöstöðu sína, cftir að hafa í 22 ár haft aðsetur viö Kirkjutorg, í liúsi sem jafnan hefur gengið undir nafninu Rússland. Þegar Stefán opnaði á nýja staðnum voru 30 ár liðin frá því hann opnaði Ijósmyndastofu á Sauðárkróki. „Maður er varla farinn að rata í myrkrinu hérna," sagði Stefán þegar hann tók hlaðamann mcð sér inn í myrkra- herbergið í nýju Ijósmyndastof- unni. Stefán sagði að jólatraffík- in væri byrjuð á f’ullu hjá sér og fólk í óðaönn að fá myndir af sér fyrir jólahátíðina. Þegarhann var búinn að ganga frá í myrkrahcr- berginu settumst við niður og Stefán var fyrst spurður um upp- runa og uppvaxtarár. Fæddur í „Rússlandi“ „Það er nú svolítið merkilegt að ég er fæddur í húsinu sem við köllum í dag „Rússland", nánar tiltekið á efstu hæð á suðurloftinu. Þar bjuggu afi rninn og amma, og móðir mín, Sigurlína Halldórsdóttir, hjá þeim er ég fæddist 1936. Afi minn Halldór Stefánsson og amma mín, Karólína Konráðs- dóttir, voru systkinabörn, ættuð úr Skagafirðinum og áttu þar heima alla tíð. Ættir þeirra liggja víða hérna í Skagafirðinum, t.d. langalangafi minn var Bjarni Bjarnason í Brekkuhúsum sem leyfði Bólu-Hjálmari að liggja í skoti hjá sér þegar hann deyr, í Brekkuhúsum. Faðir minn, Johan Pedersen, var Norðmaður, kom ungur frá Noregi og átti heima á Siglufirði. Ég hafði lítil kynni af honunr. Hann var fyrst kokkur á skipum, rak svo fiskbúö á Siglu- firöi en flutti síðan suður til Reykjavíkur, þar sem hann lést 1968. Faðir minn mun hafa verið góður harmonikuleikari. Hann spilaði víða á böllum hér fyrir norðan. m.a. á Sæluvikunni 1936. Ég fæddist 9 mánuðum síð- ar og hefi oftast kunnað vel við | að vera skilgetiö afkvæmi þessar- ar ágætu glcðihát íöar okkar Skagfirðinga." Kússland rauður þráður í gegnum alla mína tilveru - Þannig að þú ólst upp í Rúss- landi? „Já, en ég man það nú ekki svo glöggt. Ég veit. það þó að Rúss- land hefur veriö svona rauður þráður í gegnum alla mína til- veru. sem er mjög merkilegt. Vegna þess að þar fæddist ég, þar bjó afi minn lengi og Árni Hall- dórsson móðurbróðir minn, sem ég var mikiö hjá. Þeir keyptu mjög snemma pláss á neðstu hæðinni í Rússlandi, þannig að þar var ég hjá þeim. Afi minn og Árni búa þarna áfram og þegar ég kem aftur norður, úr námi í Reykjavík, flyt ég fljótlega á neöstu hæðina og kaupi svq plássið. Afi minn dó 1967 en Árni var þá fluttur suður. Rússland, eða Mikligarður eins og húsiö heitir í rauninni, þótti geysilega mikið og fínt hús þegar það var byggt upp úr 1930. Sig- urgeir Daníelsson byrjar trúlega að byggja það '31 eða '32, þannig að þegar ég fæddist '36 þá er það nýtt hús og þótti glæsilegt stór- hýsi. Það fékk fljótlega nafniö Rússland og ég kann þá sögu ekki alveg. Trúlega hefur það nú verið vegna þess að þetta var á krepputímum og margir sáu Ijósa punkta koma austan frá Rúss- landi. Sumir segja að það hafi verið kommar sem byggðu húsið fyrir Sigurgeir og kannski viijað gera honum grikk með því að kalla þaö Rússland því að Sig- urgeir var geysilega mikill íhalds- maður." Sendur á Kristnes með berkla 17 ára - Hvað ertu lengi á Sauðárkróki. áður en þú hvcrfur til náms? „Ég klára Barnaskólann hérna og Gagnfræðaskólann. Þá var það nú vcnjan að strákar, og jafnvel stelpur, fóru að vinna fyr- ir sér strax. Það var ekkert um annað að ræða, þetta var erfið- leikatímabil. Það vildi svoleiðis til að strax sumarið eftir að ég kláraði Gagnfræðaskólann, þá fæ ég möguleika á að læra bakaraiðn hjá Guðjóni Sigurðssyni bakara. Það hefur líklega verið árið 1952, þá var ég 16 ára. Ég komst á samning hjá Guðjóni og vann hjá honum í rúmt ár. Ég kunni ákaf- lega vel við mig og vann þarna með Herði Pálssyni. sem nú er bakarameistari á Akranesi, og Gunnari Helgasyni og reyndar vann ég tnikið einn nieð Guðjóni þetta ár. Þá vill það svo til að það finnast í mér berklar. Þegar ég var búinn að vinna í bakaríinu í rúmt ár, þá kom hingað berkla- yfirlæknir og skoðaði fólk sem vann við matvælagerð. Þegar hann skoðaði mig kom í ljós að ég var kominn með bletti í lunga, hvernig sem það hefur gerst. Fljótlega eftir að þctta uppgötv- aðist, þá var ég sendur á Krist- neshæli í Eyjafiröi 1953. Þar var ég í heilt ár. Ekki um þaö aö ræða að fara aftur í bakaríið Það má segja að þetta hafi verið hrein tilviljun, eins og margt ann- að í lífinu, að ég skyldi einmitt lenda í bakaraiðninni og verða fyrir því að smitast af berklum. Vegna þess að ef ég hefði lent í einhverri annarri vinnu, kannski verkamannavinnu eða eitthvað þess háttar, þá hefði sjálfsagt orðið bið á því að berklarnir fyndust í mér. Þegar þetta kom í ljós var sjúkdómurinn kominn það stutt á veg, að ég þurfti bara að vera í meðferð í ár á Kristnesi. Það var mikill reynslutími að lenda í því svona ungur, 17 ára, að fara á þann stað, því örfáum árum áður var fólk yfirleitt dæmt úr leik ef það fékk berkla. Þegar ég losnaði frá Kristnesi var ekki um það að ræða að fara aft- ur í bakaríið, vegna þess að mað- ur sem var búinn að vera á berkla- hæli gat ekki farið að vinna í brauðgcrð, það var útjlokað. mál. Ég fann það sjálfur og allir aðrir. Þannig að þegar ég kem heim var ekkert um annað að ræða en að finna nýja vinnu. Þá vill svo til að Árni frændi minn, sem hafði unn- ið í fjöldamörg ár við að fram- kalla filmur fyrir fólk á Króknum og unnið við ljósmyndagerð, kom með þá hugmynd að ég reyni að koma mér í ljósmynda- nám." Stelpan sem ég var ekkert skotinn í, sást á myndinni en svart hinum megin - Varstu þá búinn að kynnast Ijósmyndastörfum með Árna frænda þínum? „Ég hafði fylgst með honum frá unga aldri og oft hjálpað honum. Ég gat vel hugsað mér að læra þetta íag ef ég fengi tækifæri til þess. Ég fór oft með mynda- vél, sem Árni átti, og prófaði að ntynda. Það er svolítið gaman að því, ég man eftir fyrstu myndinni sem ég tók, en ég á hana því mið- ur ekki lengur. Ég lagði af stað með Kodak kassamyndavél sem Árni átti, en fyrst tók Árni mynd af mér með myndavélakassann um hálsinn. Það vildi þannig til að ég var orðinn svolítið skotinn í stelpu, ég var nú ekki nerna 7-8 ára þá. Ég vissi að hún var að lcika sér upp á róluvelli, þannig að ég hugsaði gott til glóðarinnar og ætlaði að mynda hana. Svo fer ég af stað með myndavélina og hún er að leika sér í rólu með annarri stelpu. Ég arka á staðinn og mynda þær, fer svo til Árna frænda míns með filmuna, sem hann framkallaði. Þá vildi þannig til að ég hafði haldið fingrinum fyrir Ijósopið, þannig að það var stelpan sem ég var ekkert skotinn í, sem sást á myndinni, en svo var svart hinum megin." - Það fylgir ekki sögunni hvaða kvenmenn þetta voru? „Nei, það fylgir ekki sögunni, enda hefur það nú sjálfsagt gleymst og skiptir ekki máli í dag, en það var mjög gaman að því í þá daga hvað maður var að bralla. Það má segja að ég hafi byrjað mjög snemma að mynda, myndavélar voru ekkert á hverju heimili á þessum tíma, tiltölulega sjaldgæfar. Ég hafði mjög gaman af myndum, ég teiknaði líka mikið og hef alltaf gert. Það var og er erfítt að komast í Ijósmyndanám Ég naut mjög þessa árs sem ég starf- aði við bakaraiðnina hjá Guðjóni. Guðjón var alveg einstakur maður og mætti segja margt um hann þó að ég hafi ekki þekkt hann náið nema þetta eina ár. En það var ekki inn í myndinni að ég byrjaði aftur í bakaríinu eftir að ég kom frá Kristnesi. Þá var það vinur Árna og gamall Króksari. Gísli Tómasson, sonurTómasar Gísla- sonar sem hér var lengi kaup- maður, scm fór aö vinna í því að fá pláss fyrir mig á ljósmynda- stofu í Reykjavík. Það var eins þá, eins og það er núna, að það var erfitt að komast í Ijósmynda- nám. Þetta er tiltölulega lítil stétt og það var ekkert hlaupið að því að gerast nemi í Ijósmyndagerð. En Gísli kcmur á réttum tíma á stofuna til Sigurðar Guðmunds- sonar að Laugavegi 12. Það vildi þannig til að það voru að útskrif- ast hjá honum nemar og hann vantaði einhverja til að koma inn. Ég fékk semsagt samning hjá Sigurði Guðmundssyni og byrj- aði að læra strax um vorið '55. Sigurður var forniaður Ljós- myndarafélags íslands og ákaf- lega skemmtilegur persónuleiki. Skagafjörðurinn hélt í mann Það var ákaflega gott að vinna hjá þeim Guðjóni og Sigurði. Þeir gáfu manni kost á að gera hlutina og læra af reynslunni, ekki liggja yfir manni og kcnna hlutinn, heldur að láta mann gera hlutinn og læra af mistökunum, það gerðu þeir báðir. Þeir voru ekkert óskaplega grimmir þó að maður geröi vitleysu, ekki ef það var vitleysa vegna vankunnáttu, heldur vissu þeir að maður gerði hana bara ekki aftur. Hjá Siguröi var ég í tæp 4 ár, nema hvað ég kom á Krókinn í byrjun vetrar '56 og kláraði Iðn- skólann á 3 mánuðum. Þá gátu þeir sem höfðu gagnfræðapróf klárað Iðnskólann á þremur mánuðum og ég held að það hafi verið seinasta árið sem það var leyft. Eftir það voru það þrisvar sinnum þrír mánuðir. Hérna kláraði ég semsagt Iðnskólann ásamt mörgum kunningjum mínum. Fór svo aftur suður og kláraði ljósmyndanámið 1958. Þá um haustið fór ég beint til Sauð- árkróks og opnaði stofu. Ég ein- hvern veginn gat ekki hugsað mér að setjast að í Reykjavík, ég festist þar aldrei, bjó alltaf á sama staðnum og kynntist lítið Rcykvíkingum. Við Skagfirðing- ar héldum mikið hópinn í Reykja- vík á þessurn tíma og hleyptum fáum að okkur. Mér bauðst vinna hjá Stefáni Thorarensen apótek- ara sem rak Laugavegsapótek, sem m.a. framkallaði filmur fyrir fólk, og vildi hann fá mig til að sjá um það. Þetta var mjög gott boð og frcistandi, en ég lét það eiga sig og hélt heim í Skaga- fjörðinn. Hann vir.tist halda í mann. Það er eins og manni sé stýrt, ég hef trú á því, að það séu einhver forlög sem manni eru ætluð. Maður heldur einhverri braut og það er erfitt að víkja út af henni. Það hafa sjálfsagt fleiri en ég fundið þetta, en ég finn það alveg greinilega. Skuldaði strax 2500 krónur þegar ég kom suður Mig langar til að minnast á það að þegar ég fór til ljósmynda- náms í Reykjavík var ég orðinn forfallinn í músík, hafði mjög gaman af henni og hef enn. Ég hafði fengið harmoniku í ferm- ingargjöf og ég vissi að það var mikið átak fyrir mitt fölk að kaupa þá harmoniku, hann afa minn og Árna frænda. Þegar ég fer suður þá langaði mig ósktip- lega í alvöru harmoniku. Ég man það að ég átti 5000 krónur þegar ég kom suður og fyrsta verkið sem ég geri er að kaupa harmoniku á 7500 krónur, borg- aði 5000 krónurnar út og skuld- aði því 2500 krónur þarna strax þegar ég kem suður. Þessi skuld reyndist mér býsna erfiö, enda kaup iðnnema lítiö þá cins og nú." - Spilaðir þú mikið á harmon- iku? „Já. ég spilaði mikið á nikk- una. Ég var kannski aldrei mjög góöur en ég var liðtækur. Þcgar ég kom suður fór ég í harmoniku- skóla Karls Jónatanssonar og æfði þar og spilaði í harmoniku- hljómsveit. Svo fór ég að kenna hjá honum og kenndi nokkrum byrjendum þarna í hcilan vetur, þegar Karl taldi að ég væri orðinn fær um það að kenna." Tók 20 þúsund króna lán og opnaði Ijósmyndastofu fyrir 30 árum - Þú hefur ekki kennt neinum síðari tíma snillingum? „Nei, hins vegar man ég það að ég kenndi Elvari Berg, sem var í Lúdó og Stefán og spilaði á píanó, var þekktur rokkari þarna í Reykjavík seinna meir. Ég man líka eftir Bertram Möller, eða Berta Möller cins og við þekkj- um hann öll, þann þekkta söngv- ara. Honum kenndi ég á nikku um tíma. Mér fannst óskaplega gaman þann tíma sem ég kenndi á nikkuna." - Hvað varð til þess að þú opnaöir strax Ijósmyndastofu þegar þú komst hcim á Krókinn? „Þegar það fór þannig að ég tók ekki vinnunni hjá Stefáni Thorarensen og vildi ekki vinna í Reykjavík, lá það beint viö að ég færi beinustu leið norður á Krók. Ég geröi þaö í hvelli, var búinn að eignast eina eða tvær mynda- vélar og var algjörlega peninga- laus eftir námið. Þegar ég kom noröur, haustið 1958, fór ég í Sparisjóð Sauðárkróks og bið um lán upp á 20 þúsund krónur. Ég man ckki hver það var sem réði ríkjum í Sparisjóðnum, hvort það var Ragnar Pálsson, ég man það ekki, en alla vega var hann þarna. Það var ekkert tekið illa í það að ég fengi 20 þúsund króna lán en ég man að ég varð að koma með fjóra ábyrgðarmenn. Þegar ég var búinn að fá 4 ábyrgðarmenn fékk ég lánið og fyrir það keypti ég tæki. Ég fékk leigt á Skógargötu 6 og setti upp stofu á neöri hæöinni, auk þess sem ég bjó líka í húsnæðinu. Þarna var ég í nokkur ár en fór síðan niður á Aðalgötu 14. Það var dálítið erfitt að vera upp á Skógargötunni, þar var maður ekki nógu mikið í traffíkinni. Ég fékk leigt á Aðalgötunni hjá Árna Daníelssyni, þar scm nú eru arkitektar til húsa og Versl- unin Hegri á neðri hæðinni. Þarna var ég um tíma cn síðan flyt ég í „Rússland" árið 1966 og var þar í 22 ár, eöa þar til í haust þegar ég opnaði hérna á nýjuin stað." Það var vogun að koma hingað - Hvernig tók fólk þér, 22ja ára gömlum, nýkominn úr námi og opnar Ijósmyndastofu? „Vel, held ég. Þá var ekki búinn að vera Ijósmyndari hérna lengi. Árni frændi minn hafði reyndar tekið myndir fyrir fólk en þar áður held ég að næsti ljós- myndari á undan mér hafi verið Pétur Hannesson. En þaö haföi ekki verið starfandi hérna lærður Ijósmyndari um langan tíma þeg- ar ég kem. Það má segja að það hafi veriö svolítil vogun að koma hingað vegna þess að bæði var nú fátækt í bænum, þetta voru erfiö- ir tímar og síðan var fámennt hérna, það hefur fjölgað síöan, sem betur fer. Ég man það að þ;ið var lengi sem ég hafði engar tekjur af þessu, ekki til þess að hafa ncitt upp úr því. Það sma lagaðist og tók mikinn kipp í kringum 1970, þá gjörbreyttist öll aðstaða hérna. Bæði fjölgaði mikiö í bænum og fólk virtist fá rýmri efni mcð tilkomu útgerðar- félagsins. Þá gat maður fyrst farið að kaupa sér brúkleg tæki fyrir myndastofuna. Upp frá því hefur þetta bara vcrið gott, hcfur alltaf verið næg vinna svona meiripart- inn úr árinu." Byrjaöi snemma aö spila á böllum - Þannig að það hefur tekið hátt upp undir 12 ár að fcsta sig í sessi með Ijósmyndastofuna? „Já, það má segja þaö að þaö hafi tekiö ansi langan tíma. Á þessum tíma gerði ég nú fleira. Ég spilaði mikið á böllum hérna í nokkur ár. Var meö hljómsveit sjálfur og einhvern tímann hét hún S.B. kvintettinn og síðan S.B. tríóið. Ég spilaði mcð ágætis mönnum eins og Jónasi Pálssyni, Hauki Þorsteinssyni, Herði Guð- mundssyni, Ögmundi Svavars- syni og Sigurgeiri Angantýssyni. Ég byrjaði dálítið snemma að spila á böllum, ég man það að ég var ekki búinn að eiga harmonik- una nema í hálft ár, þá var ég byrjaður að spila 14 ára. Það var svolítið erfitt því harmonikan var stór en ég var mjög lítill sem krakki. Þá spilaði ég með skólafélögum mínum, Jóni Jósafatssyni og Auðunni Blöndal. við vorum með tríó. Viö fengum auðvitað aukiitekjur af því aö spila á böllum, við spiluöum víða um Skagafjörðinn, en upp úr '64 hætti ég að spila." - Hvernig finnst þér svo hljómsveitabransinn vera í dag? „Ég hlusta óskaplega lítið á þessa músík í dag sem verið er að spila, ég þekki hana bara ekki. En ég hlusta á jazz á hverjum degi, ég hef mikið gaman af þeirri ntúsík. Einnig hlusta ég mikið á aðra tónlist, en ekki á nútíma dægurpopp. Ég safnaði plötum ansi lengi, en hef lítið gcrt það nú síðari árin. Það er orðið mikið um jazz í útvarpinu, maður fær oft jazzþætti og nær þá að hlusta á það nýjasta. Það eig- inlega vex með árunum hvað ég hef ákaflega gaman af því að hlusta á jazz-tónlist, það a.m.k. dregur ekkert úr því." Einhverjum fundist skítt að tapa fyrir svona smástrák - Hvaö með önnur félagsmál hjá þér, en að spila í hljómsveit? „Ég var í öllu, ég hafði strax gaman af félagsmálum. Ég man þegar ég var krakki var ég sund- laugarvöröur í Varmahlíð í tvö sumur. Þá kenndi Guðjón Ingi- mundarson sund og ég byrjaði að synda hjá honum. Ég var lítill og pervisinn og lítill íþróttamaður í mér. Mér tókst samt að ná tökum á sundinu og tókst m.a. að sigra í Grettissundinu þessi tvö sumur sem ég var í Varmahlíð. Þetta var í kringum 1950. Það hefur sjálfsagt einhverjum fundist skítt að tapa fyrir svona smástrák í Grettissundinu, ekki eldri en þetta. Svo þegar ég veiktist af berklunum tók fyrir alla íþrótta- iðkun hjá mér. Síðan þegar ég fer til Reykjavíkur byrja ég að æfa með Sundfélaginu Ægi og gerði það í cinn vetur. en hætti þá. Ég trevsti mér ekki einhvern veginn til að halda áfram. ég hef tnilega verið hræddur við berkla.na og að þeir myndu taka sig upp aftur. Landsmótiö ’71 hápunkturinn í félagsmálastússinu Þegar ég kem aftur á Krókinn '58 fór ég að vcra með hjá Ung- mennafélaginu Tindastóí og var kominn strax í stjórn árið eftir. Ég var í stjórn ungmcnnafélags- ins í mörg ár, bæöi sem formaö- ur, ritari og gjaldkeri og allt sem gera þurfti. Seinna var ég varaformaður og formaöur Ung- mennasambands Skagafjaröar. Svo tók ég að mér að vcra fram- kvæmdastjóri UMSS um tíma, það t'ór mikill tími í að sjá um mót og annaö slíkt. Stærsta verk- efniö var auðvitað Landsmótið 1971 á Sauöárkróki. en ég tók að mér að vet a formaöur landsmóts- nefndar. Ég veit ekki til þess að nokkur annar hafi tckiö það aö sér að vera bæði formaður lands- mótsnefndar og framkvæmda- stjóri mótsins um leið. Það fór gríðtirlegur tfmi í þctta. álagið var gífurlegt, en það v;tr mjög gaman af þessu. Mótið var mjög umfangsmikiö hérna, því á þess- um árum var fiöldi keppenda á Landsmóti alltaf að aukast, hérna voru um 700 keppendur. Það má segja að sjá um Lands- mótið lutfi verið hápunkturinn hjá mér. hvað félagsmálastúss snertir. Álagið var svo mikiö að ég var að vakna upp á næturnar fram eftir sumri og jafnvel fram á haust og velta því fyrir mér hvort að Landsmótið væri búið eða ekki, það sat svona í mér. Það tók þó nokkurn tíma að losna undan þessari pressu, svo hún hef- ur verið orðin ansi mikil. En þctta var skemmtilegur tími. Til gamans má geta að á meðan Landsmótið stóð yfir var það í fyrsta og cina skiptið sem ég þurfti að ráða aðstoðarmann á Ijósmyndastofuna." Menn eru ekki alltaf ánægðir með sinn flokk - Þú tókst eitthvað þátt í bæjar- málapólitíkinni, sastu ekki í bæjarstjórn? „Jú, en ég sat þar sem vara- maður. Ég tók þátt í bæjarstjórn- arkosningunum 1966 en þá fengu framsóknarmenn mig til að fara á lista. Mér fannst að beinasta leið- in út í pólitíkina væri til Fram- Framhald á næstu síðu. Stefán í framköllunarherberginu Lnýju inyndastofunni, seni er tvöfalt stærra en þaö gamla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.