Dagur


Dagur - 17.12.1988, Qupperneq 12

Dagur - 17.12.1988, Qupperneq 12
£f - RUÐAQ ~ swt 'i&úmesb .Tr 12 - DAGUR - 17. desember 1988 matinbleu... Glœsileg jólagjöf Sporthú^id HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 60 ára afmælisrit er komið út Stórglæsileg bók tæplega 300 blaðsíður með 450 myndum. Fæst á eftirtöldum stöðum: KA-heimilinu, Bókabúðinni Eddu, Bókabúð Jónasar, Bókvali, hjá Stefáni Gunnlaugssyni og í Reykjavík hjá Sæmundi Óskarssyni. Verð kr. 4.500.- Hægt er að greiða með samningi, 3 greiðslur og með Visa. Heftrú á að það seu einhver... SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Á NORÐURLANDI EYSTRA Laust starf Laust er til umsóknar starf við ráðgjafardeild Svæðisstjórnar á skrifstofu hennar á Akureyri. ★ Starfið felst einkum í ráðgjöf við fatlaða og aðstandendur þeirra í samvinnu við aðra starfs- menn ráðgjafardeildar. ★ Umsækjandi hafi menntun á uppeldis-, sálar, eða félagssviði og reynslu af starfi með fötluðum. ★ Umsóknarfrestur er til 31. des. nk. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist Skrifstofu svæðisstjórnar, Pósthólf 557, 602 Akureyri. Nánari upplýsingar um stöðu þessa veitir Sigrún Sveinbjörnsdóttir sálfræðingur, í síma 96-26960 f.h. alla virka daga. Framkvæmdastjóri. sóknarflokksins og ég sé ekkert eftir því. Pað hefur auðvitað gengið á ýmsu, það er augljóst. Framsóknarflokkurinn náði mjög góðri kosningu þarna ’66 og eftir það var ég í pólitíkinni lengi, síð- ast var ég á lista ’78 og var um tíma formaður Framsóknarfélags Sauðárkróks, stjórnaði einnig kosningum af skrifstofu Fram- sóknarflokksins. Sú nefnd sem ég var hvað lengst í var stjórn Sjúkrahússins, alveg frá 1966 til 1982. Það var mjög gaman vegna' þess að á þeim tíma fór fram gjf-. urleg uppbygging hjá Sjúkrahús- inu og síðar með tilkomu Dvalar- heimilisins, þar sem ég var í stjórn um tíma. Pað má segja að ég hafi slakað á í pólitíkinni vegna þess að mér lannst nóg komið og fannst að aðrir menn ættu að komast að. Svo kom upp óánægja, ég var ekkert sáttur við allt sem Fram- sóknarflokkurinn var að gera hérna, þó að það sé annað mál. Það breytti því ekki að ég var áfram sami framsóknarmaðurinn, en ég var ckki sáttur við allt sem verið var að gera. Pví taldi ég rétt að draga mig í hlé og hef ekkert starfað nú í nokkur ár í pólitík- inni, þó ég fylgist vel meö. Menn eru ekkert alltaf ánægðir með sinn flokk, það eru ósköp hreinar línur. Pað má vera að framboð BB-listans hafi alveg gert útslag- ið, þarna 1984. Ég var ekkert sáttur við þá málsmeðferð sem þá var notuö og eftir það dró úr áhuganum, hvað sem maður ger- ir seinna meir.“ Notaðu endurskinsmerki - og komdu heil/l heim. yu^EROAB Var farinn af stað og gat ekki farið að gefast upp - Nú útskrifaðist þú sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum á Sauð- árkróki sl. vor af málábraut. Hvað varð til þess að þú settist á skólabekk að nýju, maður á þín- unt aldri? Kirkjutorg 3, öðru nafni „Rússland", þar sem Ljósmyndaþjónusta Stefáns Pedersen var til húsa í 22 ár. Þarna fæddist Stefán einnig, á efstu hæðinni, og bjó fyrstu árin. „Það var nú bara þannig að þegar maður er búinn að vera í félagsmálastússi, nánast upp á hvern dag ár eftir ár, og hættir svo, þá náttúrlega myndast tóma- rúm. Það var nijög gott að finna sér eitthvað til að vega upp á móti því sem maður hafði áður, maður hefur sínar frístundir og verður að nota þær einhvern veginn. Þegar Fjölbrautáskólinn er stofnaður hérna í kringum 1980 þá töluðu menn svo mikið um það að þarna opnuðust möguleikar fyrir endurmenntun, ég talaði unt það eins og aðrir. En eins og oft gerðu menn ekkert í því. Ég er óskaplega þrár og ef ég tek eitthvað í mig þá geri ég það. Þegar ég var byrjaður þarna að fara í skólann og fann það að þetta átti viö mig, að ég hefði gaman af þessu, þá auðvitað hefði þurft mikið til að koma til þess að ég hætti. Ég var farinn af stað og ég gat ekki liðið sjálfum mér að gefast upp einhvers staðar á leiðinni. Ég byrjaði fyrst í kvöldskóla í öldungadeild, en gat ekki klárað námið þar vegna þess að áhuginn fyrir kvöldskólanum var of lítill. Ég þurfti því að klára í dagskóla til að Ijúka stúdents- prófi og var þar aðallega síðustu tvo veturna, mig minnir að ég hafi byrjað í kvöldskólanum '81 eða ‘82." Sé ekki eftir árunum í Fjölbraut - Hvernig var að setjast á skóla- bekk með óhörðnuðunt ungl- ingunum? „Ég byrjaði auðvitað á því að vera með fullorðnu fólki í kvöld- skólanum. Það svona tók úr manni skrekkinn. Ég held að ég hafi ekki truflað krakkana mikið og þeir trufluðu mig alls ekki. Þau tóku mér alveg ótrúlega vel. Þau voru auðvitað ekki alveg gal- opin við rpann, eins og gefur að skilja, við harðfullorðinn mann sem allt í einu þvældist þarna inn. Þau sýndu mér aldrei annað en hlýtt viðmót, ekki einn einasti krakki, öll sameiginleg vinna við verkefni og annað gekk alveg upp. Þannig að ég fann ekkert fyrir því, ég held að ég hafi hrein- lega yngst við að vera þarna. Ég dauðsé eftir því að vera hættur, því ég get alveg mælt með því við hvern sem er að þctta er virkilega gaman, þó að maður sé orðinn þetta fullorðinn. Ég sé ekki eftir þeim árum sem fóru í námið við Fjölbrautina." íhugar að setja upp Ijósmyndasýningu á næsta ári Hér verðum við að láta staðar numið í viðtalinu. Við Stefán töluðum urn margt margt fleira, m.a. myndatökur hans fyrir Sjón- varpið, sem hann hefur sinnt frá 1976. Þar hefur á ýmsu dunið, t.d. var Stefán tekinn á teppið hjá sýslumanni er hann frétti af ólöglegum hrossaupprekstri bænda í Lýdó á Eyvindarstaða- heiði og tók þann atburð upp og sendi Sjónvarpinu. Þá má ekki gleyma aðal heilsurækt Stefáns í dag, golfinu. Það segist hann stunda við hvert tækifæri sem gefst og hefur hann náð góðunt árangri þar, er með forgjafar- lægstu kylfingum á Norðurlandi vestra. Hans frægasta afrek er að sjálfsögðu þegar hann fór holu f höggi á Hlíðarendavelli fyrir tveim árum, fyrstur kylfinga á Króknum og sá eini hingað til. Stefán Pedersen segist ætla að halda ljósmyndaiðju sinni áfram, enda í nýju húsnæði og í tilefni 150 ára afmælis ljósmyndarinnar á næsta ári er Stefán jafnvel að íhuga að halda ljósmyndasýn- ingu. Ef af yrði, verður sú sýning án efa stórmerkileg. Með þeim orðum förum við aö ljúka þessu spjalli, af framangreindu sést að Stefán er einn af þeim sem ekki vilja sitja auðum höndum, hann vill gera það sem honum dettur í hug og verður ekki annað sagt en að hann hafi gert það í gegnum tíðina, og meira til. -bjb

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.