Dagur - 22.12.1988, Blaðsíða 6
V - FfUOAQ - 889 r lödmesab .SS
6 - DAGUR - 22. desember 1988
n RICHARDT RYEL
s
í frásögur
færandi
Bókaforlag Odds Björnssonar á
Akureyri hefur sent frá sér bók-
ina / frásögur færandi, eftir
Richardt Ryel.
í kynningu frá útgefanda segir
m.a.: Höfundur bókarinnar kem-
ur víða við á ferðum sínum um
fjarlæg lönd og vekur jafnframt
athygli á ýmsum áhugaverðum
efnum, sem honum eru ofarlega í
huga. Hann tekur lesandann með
sér í ferð til Egyptalands og
Marocco. Hagvanur er hann í
borginni við Eyrarsund og því
ljúft að njóta fylgdar hans í
Kaupmannahöfn og um nágrenni
hennar. Bókin skiptist í 31 kafla
og fjölbreytt efni þeirra hlýtur að
vekja áhuga lesenda á ýmsum
aldri.
Það er sannarlega margt í frá-
sögur færandi úr lífi þessa íslend-
ings og heimsborgara sent dvalist
hefur erlendis um áratuga skeið.“
Bókin í frásögur færandi er 182
bls. að stærð, prýdd litmyndum.
Á síðasta ári sendi Richardt Ryel
frá sér fyrstu bók sína, Kveðja
frá Akureyri, og hlaut hún mjög
góðar viðtökur.
Ingilín
úr borginni
Iðunn hefur gefið út' bókina Ingi-
lín úr borginni, eftir danska
barna- og unglingabókahöfund-
inn Aage Brandt í íslenskri þýð-
ingu Rúnars Ármanns Arthúrs-
sonar.
Ingilín úr borginni er spreng-
hlægileg saga fyrir krakka á öll-
um aldri og hefst er Póst-Pési
kemur ineð bréf til fjölskyldunn-
ar í Mýrakoti. En enginn kannast
við sendandann.
Hver er hún þessi Ingilín sem
skrifar og segist ætla að koma í
heimsókn? En það færist heldur
betur líf í tuskurnar þegar hún
birtist . . .
íslenska drauma-
ráðningabókin
Iðunn hefur gefið út íslensku
draumaráðningabókina, eftir
Steinunni Eyjólfsdóttur.
bœkur
íslenska draumaráðningabókin
er bók sem á erindi til allra sem
áhuga hafa á draumum og dul-
sýnum. Alla dreymir og flestum
leikur forvitni á að vita hvað
draumarnir tákna. Þeir eru ýmist
skýrar myndir eða dulræð tákn,
viðvörun, leiðsögn eða forspá.
Þess vegna skiptir miklu að ráða
þá rétt og túlka þann boðskap
sem þeir bera okkur. f þessari
bók má fletta upp á fjölmörgum
draumtáknum og lesa um merk-
ingu þeirra. Fjöldi íslendinga
segir hér frá draumum sínum og
hvernig þeir rættust. Hér eru
einnig kaflar um sjómanna-
drauma og um merkingu nafna í
draumi, um þjóðtrú tengda
draumum, fyrirboða og fornar
aðferðir til að skyggnast inn í
framtíðina.
Aldnir hafa orðið
-17. bindi komið út
Bókaútgáfan Skjaldborg hefur
sent frá sér 17. bindið í bóka-
flokknum Aldnir hafa orðið.
Bókaflokkurinn varðveitir hin-
ar merkilegustu frásagnir eldra
fólks af atburðum löngu liðinna
ára og um það sjálft, atvinnu-
hættina, siðvenjurnar og bregður
upp ntyndum af þjóðlífinu, örunt
breytingum og stórstígum fram-
förum, þótt ekki sé um samfelld-
ar ævisögur að ræða.
í kynningu á bókarkápu segir
m.a.: „Með hinum öldnu, sem
kveðja, hverfur jafnan mikill
fróðleikur og lífsviska, sem betur
er geymdur en gleymdur. Fólk
það, sem segir frá í þessari bók
og fyrri bókum í þessum bóka-
flokki, er úr ólíkum jarðvegi
sprottið og starfsvettvangur þess
fjölbreyttur, svo og lífsreynsla
þess. Frásagnirnar spegla þá
liðnu tíma, sem á öld hraðans og
breytinganna virðast nú þegar
orðnir fjarlægir. En allar hafa
þær sögulegt gildi þótt þær eigi
fyrst og fremst að þjóna hlutverki
góðs sögumanns, sem á fyrri tíð
voru aufúsugestir."
Peir sem segja frá í 17. bindi
bókaflokksins Áldnir hafa orðið
eru: Angantýr H. Hjálmarsson,
Árni Jónsson, Erlingur Davíðs-
son, Gestur Ólafsson, Gróa
Jóhannsdóttir, Gustav Behrent
og Hinrik A. Þórðarson.
Erlingur Davíðsson skráði.
Sjómenn og
sauðabændur
Út er komin hjá Máli og menn-
ingu bókin Sjómenn og sauða-
bændur eftir Tryggva Emilsson.
Bók þessi er í senn ættarskrá og
aldaspegill. Höfundur rekur þær
ættir sem að honum standa og
segir sögu forfeðra sinna allt að
þrjár aldir aftur í tímann. Flestir
voru þeir sjómenn og sauða-
bændur og fær lesandinn hér
merka innsýn í lífshætti alþýðu-
fólks fyrr á tímum.
Fyrri hluti bókarinnar er að
mestu bundinn við norðursýslur
landsins, síðari hlutinn við Mýra-
og Borgarfjarðarsýslu. Tryggvi
rekur móðurætt föður síns til
Grímseyjar og er saga eyjarinnar
og þess fólks sem hana byggði
rakin í ítarleguin kafla. Fjöl-
margt fólk kemur við sögu og
ættarskráin er þannig skrifuð að
jafnframt mannanöfnum og ár-
tölum er sagt frá landsháttum og
öðru því sem snertir daglegt líf
fólksins, svo sem ýmsum fyrir-
bærum af völdum náttúrunnar og
ráðstöfunum valdsmanna.
Tryggvi Emilsson er fæddur
árið 1902 og löngu þjóðkunnur
fyrir bækur sínar, einkum ævi-
minningarnar sem hófust með
Fátæku fólki.
Sjómenn og sauðabændur er
432 bls. að stærð. Kápumynd
gerði Guðjón Ketilssón.
Iifandi heimur
- Lífið í kringum okkur
Bókaútgáfan Forlagið hefur sent
frá sér bókina Lifandi heimur -
Lífið í kringum okkur, eftir
Martin Glaridge og John
Shackell. Þetta er fræðslubók um
náttúruna í myndum og máli, þar
sem börnin fá svalað forvitni
sinni og fá svör við spurningum
um lífið í kringum okkur.
Bókin hefur að geyma ómæld-
an fróðleik um það sem gerist í
jurtaríkinu, dýraríkinu og dag-
legu lífi barnanna sjálfra. I bók-
inni er yngstu kynslóðinni kennt
að gera einfaldar tilraunir sem
leiðir hana fyrstu sporin í líffræði
og náttúrufræði.
Lifandi heimur - Lífið í kring-
um okkur er 39 blaðsíður að
stærð. Bjarni Fr. Karlsson þýddi.
Dagar
hefndariimar
- nýjasta skáldsaga
Birgittu H. Halldórsdóttur
Birgitta Halldórsdóttir hefur þeg-
ar unnið sér sess á íslenskum
bókamarkaði. Hún sendir nú frá
sér sína sjöttu bók. Áður eru út
komnar: Inga, Háski á Hvera-
völlum, Gættu þín Helga, í
greipum elds og ótta og Áttunda
fórnarlambið.
í kynningu frá útgefanda segir
m.a.:
„ . . . myrk búðin gein við
mér. Hjartað hamaðist en ég gat
ekki verið lengur þarna. Treysti
mér heldur ekki til að kanna
hvort einhver óviðkomandi væri í
húsinu. Svo tók ég viðbragð og
hentist í einu hendingskasti í
gegnum búðina, upp stigann og
inn til mín. Ég skreið skjálfandi
undir sængina. Hvað gat ég gert?
Hver gat komist inn á skrifstof-
una til mín? Það voru aðeins tvær
manneskjur aðrar en ég, sem áttu
greiða leið þangað. Mérfannst ég
vera eins og lamb leitt til slátrun-
ar. Ég gat ekki farið, ekkert gert
og engum treyst, ekki nokkurri
sál . . .“
Utgefandi bókarinnar er
Skjaldborg.
Kóngar í
rfki sínu
- og prinsessan Petra
Frjálst framtak hefur sent frá sér
barnabókina Kóngar í ríki sínu
og prinsessan Petra eftir Hrafn-
hildi Valgarðsdóttur. Hér er um
að ræða bók fyrir unga lesendur
en fyrir tveimur árum kom út
bókin Kóngar í ríki sínu eftir
Hrafnhildi og er þetta sjálfstætt
framhald af þeirri bók.
Aðalsöguhetjur bókarinnar
eru tveir tápmiklir strákar, þeir
Lalli og Jói. Undarleg stelpa flyt-
ur í dularfullt hús og vinirnir ráða
ekki við forvitnina og laumast inn
í húsið. Þar er margt furðulegt að
sjá og minnstu munar að þeir
lendi í vandræðum.
Brian Pilkington myndskreytti
bókina og teiknaði kápu hennar.
Saman kornin
í mínu nafni
Út er komin hjá bókaútgáfunni
Skjaldborg, bókin Saman komin
í mínu nafni, eftir Maya Angel-
ou. í fyrstu bók sinni „Ég veit
af hverju fuglinn í búrinu syngur“
segir Maya frá æsku sinni í suður-
ríkjum Bandaríkjanna, fátækt og
misrétti.
Nú hefur Maya eignast son.
Atvinnulaus og einangruð lendir
hún í stuttum tilgangslausum ást-
arsamböndum. Hún stundar
stopula vinnu í verslun, veitinga-
Hóíundur
bókarinnar
Ég veit afhverju
fuglirm í búrinu
syngur.
húsum og næturklúbbum. Erfið
staða leiðir hana út í vændi og
eiturlyf. En þrátt fyrir mótlætið
tekst henni að finna fótfestu sem
á eftir að færa henni betra líf.
Maya Angelou hefur með
skrifum sínum öðlast virðingar-
sess meðal bandarískra rithöf-
unda. Hún segir hispurslaust frá
viðburðaríkri ævi sinni og gefur
lesandanum innsýn í þá veröld
sem fæstir vilja vita um.
Þýðandi er Gissur Ó. Erlings-
son.
Um hjarnbreiður
á hjara heims
- Til suðurskauts
á slóð Ámundsens
Bókaútgáfan Skjaldborg hefur
sent frá sér bókina LJm hjarn-
breiður á hjara heims, eftir Mon-
icú Kristensen, í þýðingu Gissurs
Ó. Erlingssonar.
Monica Kristensen er magister
í stærðfræði og eðlisfræði við
Óslóarháskóla og í raunvísindum
frá háskólanum í Tromsö. Árin
1976-78 vann hún á „Norsk Pol-
arinstitutt" í Nýja Álasundi á
Svalbarða. Þar vaknaði áhugi
hennar á heimskautasvæðunum.
Hún er magister í heimspeki
og jöklafræði frá Cambridgehá-
skóla. Doktorsritgerð hennar
fjallar um borgarís við Suður-
skautsland. Monica Kristensen
hefur tekið þátt í mörgum leið-
angrum um norðurslóðir. Áður
en sú för var farin sem þessi bók
fjallar unt, hafði hún tekið þátt í
þremur leiðangrum um Suður-
skautssvæðið, tveimur breskum
og einum norskum. Hún hefur
birt margar vísindaritgerðir
í tímaritum, bæði heima og
erlendis, þ.á m. „Nature and
Journal of Glaciology.“ Nú starf-
ar hún við vísindarannsóknir hjá
loftlagsdeild veðurstofunnar
norsku og býr í Kongsvinger.
Monica Kristensen kom til
íslands og hélt fyrirlestur í
Norræna húsinu í september sl.
fyrir fullu húsi gesta.
Monica Kristensen