Dagur - 22.12.1988, Blaðsíða 17

Dagur - 22.12.1988, Blaðsíða 17
22. desember 1988 - DAGUR - 17 Söngtónleikar Barböru og Jóhannesar Barbara Vigfússon sópran- söngkona og Jóhannes Vigfús- son píanóleikari halda tónleika á Dalvík, Akureyri og að Breiðumýri í Reykjadal um jólin. A tónleikunum flytja þau lög eftir bandaríska tón- skáldið Georg Gershwin, franska tónskáldið Francis Poulenc og Svisslendinginn Othmar Schoeck. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Víkurröst á Dalvík, annan jóladag kl. 11, í samvinnu við Tónlistarfélag Dalvíkur. Aðrir tónleikarnir verða haldnir á sal Menntaskólans á Akureyri miðvikudaginn 28. des- ember kl. 20.30 í samvinnu við Tónlistarfélag Akureyrar og þeir þriðju að Breiðumýri í Reykjadal fimmtudaginn 29. des. kl. 20.30. Hjónin Barbara og Jóhannes eru búsett í Sviss og hafa þau haldið fjölmarga tónleika saman, í Sviss, Þýskalandi, Bandaríkjun- um og einnig á íslandi. Þau hafa hlotið mikið lof fyrir efnisskrána sem þau flytja á Islandi og hefur upptaka með flutningi þeirra á lögunum eftir Gershwin og Scho- eck verið gefin út. Víða um heim var þess minnst á sl. ári að 50 ár voru liðin frá dánardægri Georg Gershwin, eins dáðasta og vinsælasta tón- skálds Bandaríkjanna á þessari öld, en Barbara og Jóhannes flytja nokkur þeirra laga sem hvað mestrar hylli hafa notið, s.s. „I got rythm“, „The man I love“, Barbara Vigfiisson sópransöngkona. Jóhannes Vigfússon píanóleikari „Somebody loves me“ o.fl. Svissneska tónskáldið Othmar Schoeck (1886-1957) var rnikils metinn í Sviss, sem tónskáld, kórstjóri og hljómsveitarstjóri. Auk óperu-, kór- og hljómsveit- arverka samdi hann mikinn fjölda sönglaga sent njóta vin- sælda víða um heini. Franska tónskáldiö Poulenc (1899-1963) tilheyrði þeim hópi tónskálda sem nefnd voru „hinir sex“ og höfðu mikil áhrif á þróun tónsmíða á fyrri hluta þessarar aldar. Sönglög Poulenc hafa not- ið mikilla vinsælda og búa þau yfir einstökum töfrum og krafti. Barbara Vigfússon nam söng við Tónlistarháskólann í Frankfurt hjá Elsa Cavelti og síðar við Tónlistarháskólann í Zúrich, en hún útskrifaðist þaðan. Hún lagði síðan stund á framhaldsnám hjá Maria Stader. Hún tók einnig virkan þátt í námskeiðum hjá Irvin Gage og flutti opinberlega ljóðaflokkinn „Marienleben" eft- ir Hindemith í samstarfi við liann. Hún hefur haldið fjölda tónleika og sungið í útvarps- upptökum í Köln, Zúrich og Reykjavík. Jóhannes Vigfússon var fyrsti nemandinn sem útskrifaðist í píanóleik við Tónlistarskólann á Akureyri. Hann hclt síðan til Zúrich þar sem hann lagði stund á nám í eðlisfræði og píanóleik. Jóhannes lauk doktorsprófi í eðlisfræði, svo og lokaprófi í píanóleik frá Tónlistarháskólan- um í Zúrich. SS Litið á nýbökuð brauð. Myndir: 1M Brauðgerð KÞ: Niðurskomar tertur á markaði - rett eins og heimabakaðar „Ég fæ að kíkja í uppskrifta- bækurnar hennar ömmu því ég vil hafa terturnar sem líkastar heimabökuðum,“ sagði Helgi Sigurðsson bakarameistari hjá Brauðgerð KÞ. Nú fyrir jólin voru tertur frá Brauðgerðinni settar á markað, um er að ræða bæði brúnar og Ijósar niðurskornar tertur og hefur vel tekist til því þær smakkast rétt eins og þær væru komnar úr eldhúsunum frá ömmunum. Þessari nýju framleiðslu hefur að vonum verið vel tekið og ætl- unin er að terturnar verði fram- vegis á boðstólum fyrir hátíðir. „Það er óvenju mikið búiö að vera að gera í vetur og svo tók salan stökk í desentber,“ sagði Helgi er Dagur kom við í brauð- gerðinni á föstudaginn. Þá átti að fara að búa til laufabrauð og sagði Helgi að nú færi hver dagur að verða síðastur í laufabrauðs- gerðinni en það er búið til.sam- kvæmt pöntunum. Um 30 þúsund kökur hafa verið gerðar hjá Brauðgerðinni í nóvember og desember og er þetta þriðja árið í röð sem aukning verður á sölu á laufabrauði. Helgi sagði að rosaleg aukning væri í sölu svampbotna, þeir eru til bæði brúnir og Ijósir í þrem stærðum og auk þess eru bakaðir marensbotnar, kókosbotnar, döðlubotnar og kornflakesbotnar en þeir eru nýkomnir á markað- inn. „Ég á eftir að auka fjöl- breytnina og koma með enn fleiri,“ sagði Helgi. „Það er þrem til fjórum dögunt fyrir jól sem salan í tertubotnunum tekur verulegan kipp og Þorláksmessu- dagur er einn stærsti dagurinn í sölu, aðeins bolludagur er stærri. Annars er ekki minna um að vera í brauðgerðinni fyrir páskana en jólin, nema hvað laufabrauðið bætist þá við.“ IM Jólatilboð. fra Radionausti 14" \/erð fré Hr. 19.900,- 20" v&ð fré Hr. 29.900-, IJVC \Jerð fré Hr. 29.900,- Ath. J[/C 5uper VH5 Homið aftur \jerð fré Hr. 7 1.900,- Bang&Olutsen § 171 ]-|-| 'u.'rg |T€C __ % BONDSTEO V/erð fré Hr. 18.700, t /MA/AX H„em ryHsugu ^qqqO,- Hoover gufustraujarn úwal af smárafte^m « einnig Naust ©21300 • Glerárgötu 26 • 600 Akureyri % © 0 Mýjar vörur — vandadar vörur Kaupmannafélag Akureyrar Opið til kl. 22.00 I kvöld fimmtudag HAGKAUP Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.