Dagur - 22.12.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 22.12.1988, Blaðsíða 8
Karlmannaföt stakir jakkar og buxur Frakkar ★ Peysur ★ Skyrtur ★ Morgunsloppar Treflar ★ Hanskar og margt fleira í glæsilegu úrvali. Klæðskeraþjónusta 8 - DAGUR - 22. desember 1< 9 - RUOAG ■ Verslið hjá fagmanni Opið í hádeginu alla daga. V/SA ©rroDQöin Hafnarstræti 92 (Bautahús suðurendi), sími 26708. Nýjar vörur - vandaðar vörur Kaupmannafélag Akureyrar Merkileg heimild um atvinmi- sögu og þjóðhætti fyrri ára ALDMÍIi HAK4 ORDIO „Udalr h.rfa nrfiitf. twfOvMur hinar t<2>»f>: friwjrnir «Ura J'í&a ai'-«ío«;í!o>;i fSfijir: ;i5;i>:u iti <q. u:r< |»i1 Kjiift, M.witziM*, ug hrejtCtr arpmyosiuoj o:' (>j->c>;»fwju> SffcW hrrytiay.nv: 05 uðrmjtan ftamiiíraw, Jx'«: rkii >i ar.i >a.mr<l:<tar Cvhfsnsa »:> r*3* t. s>:n k«*>%>. jaihajv nsiiv)! I-6:(í i5.'oV var.r '.tvjv tia » \mw.i fccfc r-g <v»> Wkw>: fcákar:':r6(l>. vt w-Xv.Wk ::g \ix(lV/ (xss í)fclbrs:>::«<, v\«ágVfivsyruú fa'.. toitqmmKr*p*jfU|:4 IKhW rirea, sxro a v>W t-.#-aá>aws: cg htt v«»ei<>>:« ritóáit jsú ■fxvit’ aröc.rt :;aríatfc>>: S>: a(:ar híl» (>«r iís::l<jl fífcli bou c«': ; (yril ftg ÍVi:o»: soV HOm fclarwrsj av.t»:a:tK>, asn í iytr> Augamír H. Iij<>i;ii:nss\>;i ,4tt)i j<Hí-h>»: LfilUjSh'- Í>:tv;ÖSi«'U' UeMur OicOiwn (irr'Kt frVhwmsjJrirúf Aldnir hafa orðið - 17. bindi. Frásagnir og fróðleikur. Erlingur Davíðsson skráði. Bókaútgáfan Skjaldborg 1988. Bókaflokkurinn „Aldnir hafa orðið“ hefur skapað sér mikla sérstöðu á íslenskum bókamark- aði. Fyrsta bókin kom út fyrir tæpum tveimur áratugum og lík- lega hefur fáa órað fyrir því að viðtökurnar yrðu svo góðar sem raun bar vitni. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og árlega hefur ný bók bæst í safnið. Sú bók sem nú kemur út er sú 17. í röðinni og má fullyrða að bóka- flokkurinn sé tvímælalaust ein- stæður hér á landi hvað varðar vinsældir og langlífi. Sögumenn í nýjasta bindi bókaflokksins eru sem ávallt fyrr sjö talsins, og eru þeir þá orðnir 119 alls. Sami háttur er hafður á og fyrr, þ.e. fyrst skrifar ritstjór- inn, Erlingur Davíðsson, inngang eða formálsorð þar sem hann segir deili á sögumanni og rekur helstu æviatriði í stuttu máli. Síð- an tekur viðkomandi sögumaður við og segir frá í 1. persónu. Erlingur hefur við ritun eins þátt- arins, og jafnframt þess lengsta, þurft að „setja sig í ný spor,“ eins og hann kemst að orði í bókinni, því hann er nefnilega sjálfur einn sögumanna. „Nú þarf ég, auk þess að rita þáttinn, að skrifa for- mála um sjálfan mig. Kemur það kannski vel á vondan," segir Erlingur m.a. í bókinni. Óhætt er að fullyrða að honum ferst það vandasama verk vel úr hendi. Sögumenn í 17. bindi „Aldnir hafa orðið“ eru auk Erlings þau Angantýr Hjörvar Hjálmarsson kennari frá Villingadal í Eyja- firði; Árni Jónsson frá Fossi á Húsavík; Gestur Ólafsson kenn- ari á Akureyri; Gróa Jóhanns- dóttir frá Galtarholti í Borgar- firði; Gústav Behrend frá Sjávar- bakka í Arnarneshreppi og Hinrik A. Þórðarson frá Utverkum í Skeiðahreppi. Erlingur Davíðsson hefur rit- stýrt bókaflokknum „Aldnir hafa orðið“ frá upphafi og lætur engan bilbug á sér finna, þótt 76 ára sé. Þættirnir eru ritaðir af lipurleik og málfarið er kjarnyrt og gott. Það er ekki erfitt að finna ástæð- una fyrir vinsældum þessara bóka. Þær varðveita margar merkar frásagnir fólks af atburð- um löngu liðinna ára, sem ella hefðu fallið í gleymskunnar dá, sumir hverjir. Bækurnar eru þannig ekki einungis ættfræði- og sagnfræðirit, heldur jafnframt merkileg heimild um atvinnusögu og þjóðhætti fyrri ára. Síðast en ekki síst eru þær skemmtilegar aflestrar, sem auðvitað ræður mestu um vinsældirnar. í formálsorðum frá útgefanda, eru Erlingi Davíðssyni þökkuð vel unnin störf við ritstjórn bóka- flokksins. Það bendir til þess að nýjasta bókin sé ef til vill sú síð- asta í þessari ritröð. Vonandi er sá skilningur minn ekki réttur, því Erlingur á vafalaust margt í handraðanum enn, sem auka mætti við bókaflokkinn. Engu að síður er ástæða til að taka undir þakkir útgefanda til ritstjórans. Bækurnar „Aldnir hafa orðið“ eru sannarlega eiguleg rit. BB. SSSSfí* ^00 Nýjar vörur - vandaðar vörur Kaupmannafélag Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.