Dagur - 22.12.1988, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 22. desember 1988
Sjónvarpið og Stöð 2:
Sérlei>a áhim’averð
jóladagskrá
Óhætt er að segja að dagskrá Sjónvarpsins
og Stöðvar 2 um jólin og fram yfir áramót
er ansi fjölbreytt og tilkomumikil. í fljótu
bragði finnst manni jafnvel dagskráin vera
ofhlaðin, sérstaklega á Stöð 2, þar sem hver
stórmyndin rekur aðra. Það er ekki nokkur
leið að fylgjast með þessu öllu. Af helstu
trompum Sjónvarpsins má nefna
framhaldsmyndaflokkinn Nonna og
Djáknann, nýja íslenska sjónvarpskvik-
mynd. Menn verða auðvitað að velja og
hafna, en hér á eftir er ætlunin að kynna
jóladagskrá sjónvarpsstöðvanna og eflaust
munu margir nudda augun og setja sig í
stellingar eftir þann lestur.
Þessi dagskrárkynning nær frá
föstudeginum 23. desember og
fram á nýársdag. Byrjum á Stöð
2. Hér er sýnishorn af þeim kvik-
myndum sem boðið er upp á:
Hvít jól (White Christmas),
Krókódíla Dundee, Nafn rósar-
innar, Vistaskipti (Trading
Places), Maðurinn frá Fanná
(The Man from Snowy River),
Greystoke - goðsögnin um
Tarsan, Agnes, barn Guðs,
Leigubílstjórinn (Taxi Driver),
Stjörnuvíg IV (Star Trek IV),
Brubaker, Hefnd busanna, Náin
kynni af þriðju gráðu (Close
Encounters of the Third Kind) og
Heiður Prizzis. Álitlegar myndir
þar á ferðinni, en tökum nú
hvern dag fyrir sig og lítum á það
helsta í dagskránni á Stöð 2.
Krókódíla Dundee
fer á stjá
Föstudagurinn 23. des. er fremur
hefðbundinn og ekkert sérstakt
sem þar skarar upp úr. Menn
geta glápt á bíómyndir frarn eftir
nóttu og eru þar í boði vestri og
rómantísk gamanmynd.
Á aðfangadag, laugardaginn
24. des., er útsending Stöðvar 2
óvenju stutt. Hún hefst klukkan
9 með Afa og síðan er stanslaust
barnaefni fram til klukkan 17, en
þá eru dagskrárlok. Sérstök
ástæða er til að nefna Ævintýra-
leikhúsið þar sem Rauðhetta
verður tekin fyrir. Ævintýra-
leikhúsið er samheiti yfir allmörg
sígild ævintýri sem færð eru í nú-
tímabúning. Söguna unt Rauð-
hettu og úlfinn þarf ekki að
kynna, en leikarar eru ekki af
verri endanum, þau Mary Steen-
burgen og Malcom McDowell.
A jóladag, sunnudaginn 25.
desember, fer leikurinn að æsast
því þá eru margar góðar myndir á
dagskrá. Um klukkan hálf þrjú
hefst óperan Rakarinn frá Sevilla
og að henni lokinni verður sýnd
dans- og söngvamyndin Hvít jól
(White Christmas) með Bing
Crosby og Danny Kaye. Um
klukkan sjö er síðan Krókódíla
Dundee á dagskrá. Þetta er gam-
anrnynd sem sló öll aðsóknarmet
í Bandaríkjunum árið 1986.
Aðalhlutverk eru í höndum Paul
Hogan og Lindu Koslowski.
Krókódíla Dundee veiðir krókó-
díla með berum höndum í heima-
landinu Ástralíu, dáleiðir buffalóa
og drekkur flesta undir borðið.
Bandarísk blaðakona vill skrá
sögu hans og lenda þau í ýmsum
ævintýrum í óbyggðum Ástrah'u.
Gamanið fer enn að kárna þegar
Dundee fer með henni til New
York, þar sem hann kynnist væg-
ast sagt framandi þjóðfélagi.
Heimildarmynd um
Halldór Laxness
Áfram með jóladag. Þegar Krók-
ódíla Dundee er búinn að
skemmta áhorfendunt verður
sýnd ný heimildarmynd um Hall-
dór Laxness. Stöð 2 lét gera
þessa mynd, sem sýnd er í tveim-
ur hlutum, í samvinnu við Vöku/
Helgafell. Miklu efni var safnað
víða að, bæði innanlands og
utan. Fyrri hlutinn fjallar um
æsku, uppvöxt og þroskaár
skáldsins og lýkur um það bil er
heimsfrægðin barði að dyrum.
Með hlutverk Halldórs á hans
yngri árum fara þeir Guðmundur
Ólafsson, Lárus Grímsson, Orri
Hugin Ágústsson og Halldór
Halldórsson, dóttursonur
skáldsins. Þorgeir Gunnarsson er
leikstjóri en handrit gerði Pétur
Gunnarsson.
Enn eru tvær þekktar kvik-
myndir eftir á dagskrá Stöðvar 2
þennan jóladag. Sú fyrri er Nafn
rósarinnar sem gerð er eftir sögu
Umberto Ecco. Jean-Jacques
Annaud er leikstjóri en með
aðalhlutverk fara kapparnir Sean
Connery og F. Murray Abraham.
Myndin fjallar um munk sem
fenginn er til að rannsaka
morðmál í ítölsku klaustri á 14.
öld. Á meðan rannsókn málsins
stendur yfir halda morðin áfram
og munkurinn kemst að því að
margt hefur farið fram innan
klausturveggjanna sem ekki á að
eiga sér stað þar.
Loks er gamanmyndin Vi^ta-
skipti (Trading Places) á
dagskrá. Leikstjóri er John
Landis, en með aðalhlutverk fara
sprelligosarnir Eddie Murphy og
Dan Akroyd.
Napóleon og Jósefína
Mánudaginn 26. desember, ann-
an dag jóla, sýnir Stöð 2 m.a.
kvikmyndina Maðurinn frá
Fanná (The Man from Snowy
River). Þetta er hetjusaga sem-
tekin er í stórbrotnu landslagi
Ástralíu. Með aðalhlutverk fara
Kirk Douglas og Sigrid
Thornton.
Christopher Lambert bregður
sér í hlutverk apamannsins í
myndinni Greystoke - goðsögnin
um Tarsan sem er byggð á
alþekktri sögu eftir Edgar Rice
Burrough.
Um kvöldið hefst nýr fram-
haldsmyndaflokkur, Napóleon
og Jósefína, og fjallar hann um
líf Napóleons Bónaparte. Þarna
fáum við að sjá leikara á borð við
Jacqueline Bisset, Armand Ass-
ante og Anthony Perkins.
Jón Óttar Ragnarsson ræðir
við rithöfundinn og framkvæmda-
stjórann Ólaf Jóhann Ólafsson
og að þeim þætti loknum tekur
við stórmyndin Agnes, barn
Guðs. Jane Fonda, Anne Bancr-
oft og Meg Tilly fara með aðal-
hlutverkin í þessari áhrifamiklu
mynd.
Dagskránni þennan dag lýkur
síðan með kvikmyndinni Þrá-
hyggja (Compulsion) með gamla
brýninu Orson Wells í aðalhlut-
verki.
Robert DeNiro
í Taxi Driver
Á miðvikudaginn 28. des. má
nefna Elite keppnina, þar sem
fulltrúi íslands var Unnur Valdís
Kristjánsdóttir, 16 ára Reykja-
víkurmær.
Fimmtudaginn 29. des. sýnir
Stöð 2 eina af þekktari kvik-
myndum áttunda áratugarins.
Hér er á ferðinni Leigubílstjórinn
(Taxi Driver) í leikstjórn hins
umdeilda Martin Scorsese. í
aðalhlutverkum eru þau Robert
De Niro, Cybill Shepherd og
Jodie Foster.
Á föstudaginn 30. desember fá
aðdáendur geimævintýra eitt-
hvað við sitt hæfi því þá verður
sýnd kvikmyndin Stjörnuvíg IV
(Star Trek IV). Þefta er fjórða
myndin um hina framtakssömu
áhöfn vísindamanna sem ætlar að
þessu sinni að ferðast aftur til
tuttugustu aldar og koma Jörð
framtíðarinnar til bjargar.
Víkjum þá að gamlársdegi,
laugardeginum 31. desember. Þá
hefst dagskrá Stöðvar 2 kl. 9 með
barnaefni og má þar nefna
Ævintýraleikhúsið sem að þessu
sinni flytur ævintýrið um Osku-
busku. í aðalhlutverkum eru
Jennifer Beals, Matthew Broder-
ick og Jean Stapleton.
íþróttaannáll verður í hádeg-
inu en upp úr klukkan eitt verður
sýnd kvikmyndin Vikapilturinn
(Flamingo Kid) með Matt Dillon
og Richard Crenna. Þetta er
gamanmynd, tilvalin fyrir alla
fjölskylduna.
Síðar um daginn er Freedom
Beat á dagskrá. Þetta eru tón-
leikar með köpppum á borð við
Sting, Peter Gabriel, Sade, Maxi
Priest og Elvis Costello.
Ronald Reagan
í Spéspegli
Þá erum við komin að sjálfu
gamlárskvöldinu. Af dagskrárlið-
um Stöðvar 2 má nefna hinn stór-
kostlega Spéspegil (Spitting
Image), þar sem átta ára valdatíð
Ronalds Reagan er sérstakt bit-
bein bresku háðfuglanna.
Að loknum sirkusþætti taka
við tónleikar með Bruce Spring-
steen, Born in the USA, og eftir
miðnætti hefst nýr íslenskur
skemmtiþáttur sem nefnist Á
nýársnótt. Loks eru tvær kvik-
myndir á dagskrá, Hefnd bus-
anna, unglingamynd, og Brubak-
er, sannsöguleg mynd er sýnir
harðneskju sem þrífst innan
fangelsismúra. Robert Redford
fer með aðalhlutverkið.
Þá er aðeins nýársdagur eftir,
sunnudagurinn 1. janúar 1989.
Barnaefni hefst kl. 10 og má sér-
staklega nefna sýningu Ævintýra-
leikhússins á Þyrnirós. Með
aðalhlutverk fara Beverly
D’Angelo, Bernadette Peters og
Christopher Reeve.
Steven Spielberg afhjúpar eina
af þekktari myndum sínum eftir
hádegi á nýársdag. Hún heitir
Náin kynni af þriðju gráðu
(Close Encounters of the Third
Kind) og segir frá furðuhlutum
með viðeigandi tæknibrellum.
Richard Dreyfuss, Francois
Truffaut og Teri Garr fara með
aðalhlutverk í kvikmyndinni.
Eftir kvöldmat er seinni hluti
myndarinnar um Halldór Lax-
ness á dagskrá og aðalkvikmynd
kvöldsins er Heiður Prizzis
(Prizzi’s Honour). John Huston
er leikstjóri myndarinnar, sem
hvarvetna hlaut mikið lof. Með
aðalhlutverk fara úrvalsleikar-
arnir Jack Nicholson og Kathleen
Turner. Þau leika bæði leigu-
morðingja, hvort úr sínum mafíu-
geiranum.
Segjum við þá jóladagskrá
Stöðvar 2 tæmda og snúum okkur
að Sjónvarpinu.
Nonni og Manni
bregða á Ieik
Jóladagskrá Sjónvarpsins er ekki
síður áhugaverð og skal nú stikl-
að á því helsta sem boðið er upp
á, fyrir utan fasta liði. Föstudag-
inn 23. des. er sjónvarpsmyndin
Bjargvættir jólanna á dagskrá.
Þrír krakkar reyna að bjarga
leikfangaverksmiðju jólasveins-
ins frá eyðileggingu. Jaclyn
Smith, Paul LeMat og Art Carn-
ey fara með aðalhlutverkin.
Á aðfangadag hefst dagskrá
Sjónvarps kl. 13 með fréttum og
síðan tekur við barnaefni til
16.40. Um kvöldið er hátíðardag-
skrá og má þar nefna Jólatón-
leika með Luciano Pavarotti. Þar
syngur Pavarotti sígild jólalög
ásamt tveimur kanadískum kór-
um í Notre-Dame dómkirkjunni
í Montreal.
Á jóladag verður endursýndur
þátturinn Steinn, um stórskáldið
Stein Steinarr.
Um kvöldið hefst síðan nýr
framhaldsmyndaflokkur í sex
þáttum, Nonni. Hann er gerður
Úr Nafni rósarinnar. Sean Connery í hlutverki
morðmál innan klaustursins.
Óperan Don Giovanni eftir Mozart verður á
dagskrá Sjónvarpsins á nýársdag.
Ronald Reagan í Spéspegli.
Guðný, dóttir Halldórs Laxness, og Halldór, dt
móður hans.
af Þjóðverjum í samvinnu við
Sjónvarpið og nokkrar erlendar
sjónvarpsstöðvar. Verkið er
byggt á bókum Jóns Sveinssonar,
Nonna, og segir frá æsku hans og
uppvaxtarárum. Myndin er að
mestu tekin upp á íslandi sumar-
ið 1987. Leikstjóri er Ágúst
Guðmundsson. Garðar Þór Cort-
es fer með hlutverk Nonna og
Manna félaga hans leikur Einar
Örn Einarsson. Þessir þættir
verða sýndir daglega í Sjónvarp-
inu eftir fréttir til 30. desember.
Að Nonna loknum tekur við
heimildamyndin Þingveliir, og
síðan íslenska kvikmyndin Eins
og skepnan deyr. Leikstjóri er
Hilmar Oddsson og með aðal-
Sjónvai
Sjónvai