Dagur - 04.01.1989, Blaðsíða 3
4; jatrúari989 -t)ÁtíÚR -'3
Flæðilína á Dalvík:
Nýr kjarasanmingur undir-
ritaður í næstu viku
í»ann 15. janúar nk. verður
hafín vinna eftir nýju flæðilínu-
kerfí í Frystihúsinu á Dalvík.
Vegna þess er nú verið að
ganga frá nýjum kjarasamn-
ingum starfsfólks þar og verð-
ur samningurinn væntanlega
undirritaður í byrjun næstu
viku.
Sævar Frímannsson formaður
Einingar sagði í samtali við Dag,
að miðað verði við samning starfs-
fólks í Fiskvinnslustöð KEA í
Hrísey, en þar er sem kunnugt er
unnið á flæðilínu.
„Það er ekki hægt að banna
mönnum að gera kjarasamning
þegar um nýtt kerfi er að ræða,“
sagði Sævar aðspurður um hvort
launastöðvun kæmi ekki í veg
fyrir nýja santninga. „Við notum
Hríseyjarsamninginn til viðmið-
unar en hann var gerður áður en
til launastöðvunar kom. Það
fengist enginn til að vinna eftir
flæðilínu á öðrum forsendum ef
ekki kæmi til nýr kjarasamning-
ur.“ VG
Afinælisfagnaður
Ungmennafélagið Framtíð í Hrafnagilshreppi á
80 ára afmæli þann 9. janúar n.k.
Af því tilefni heldur félagið afmælisfagnað í Laugar-
borg laugardaginn 7. janúar n.k. kl. 21.00 og býður
núverandi og fyrrverandi félagsmenn sína og svo
sveitunga velkomna til fagnaðarins til að eiga þar
saman ánægjulega stund við ýmsar uppákomur.
Nefndin.
Flugmálastjórn:
Mestu fé varið
til flugvallar-
gerðar á
Egilsstöðum
- mikið framkvæmt á
Þórshöfn, í Grímsey
■og Kópaskeri
í fjárlögum 1989 sem nú liggja
fyrir Alþingi íslendinga, er
gert ráð fyrir að Flugmála-
stjórn fái 798 milljónir króna,
sem er um 10% meira en á síð-
asta ári. Fyrir utan rekstrar-
kostnað sem er um 66%, mun
lang mestu fé verða varið til
lagningar nýrrar flugbrautar á
Egilsstöðum, eða 68 milljón-
um.
Af öðrum framkvæmdum má
nefna, að sjúkraflugvellir og aðr-
ir minni flugvellir fá 19 milljónir
og þá verða einnig miklar fram-
kvæmdir á Hólmavík, fyrir um 17
milljónir, framkvæmdir við tlug-
völlinn að Rifi og Þórshöfn 14
milljónir, Grímsey 13 milljónir,
Kópasker 11 ntilljónir og Þing-
eyri 10 milljónir. VG
Gjafir til
bamadeildar
F.S.A.
Höfðinglegar gjafir hafa borist
barnadeild F.S.A.
Frú Laufey Sigurðardóttir frá
Torfufelli hefur fyrir hönd
ónefndrar konu afhent barna-
deildinni að gjöf kr. 40.000.- og
Minningarsjóður Kvenfélagsins
Hlífar hefur fært deildinni veg-
lega gjöf fyrir þessi jól eins og
hann hefur gert undanfarin ár.
Að þessu sinni stól, sem breyta
má í svefnstól fyrir foreldra sem
vilja vera næturlangt hjá börnum
sínum.
Barnadeildin þakkar innilega
fyrir þessar góðu gjafir og minnir
um leið á minningarspjöld Hlífar
til styrktar barnadeild F.S.A.
Minnisverðir atburðir:
Leiðrétting
Þeir lesendur blaðsins sem lásu
svar Hreiðars Karlssonar kaup-
félagsstjóra Kaupfélags Þingey-
inga um minnisverðustu atburði
ársins 1988 í blaðinu þann 30.
desember, hafa vafalítið átt í
vandræðum með að komast í
gegnum fyrstu setninguna. • Hún
skolaðist eitthvað til í vinnslu
blaðsins og eru hlutaðeigandi
beðnir velvirðingar á því. Orð-
rétt hljómaði setningin þannig:
„Það sem er mér minnistæðast
eru þær hremmingar og hreinsun-
areldur sem ýmis rekstur lands-
manna hefur gengið í gegn um og
ekki er séð fyrir endann á.“
HUGSAÐU UM MESIU
VINNINGSUKURNAR
- og gerðu þínar róðstafanir
Happdrætti SÍBS er eina happdrættið sem býður möguleikana einn á máli þremur árið 1989.
Útdregnir vinningar eru 25000 og útgefnir miðar 75000. Þetta eru langmestu vinningslíkur hér á landi.
Engir vinningar eru undir6500 krónum og hæsti vinningurinn, sérstakur afmælisvinningur
í tilefni 40 ára afmælis happdrættisins er hvorki meira né minna en 10 milljónir- langhæsti
vinningur á einfaldan miða hérlendis. Þessi risavinningur er aðeins dreginn
úr seldum miðum, þannig að það verður örugglega einhver heppinn 5. október.
Möguleikinn er þinn, ef þú átt miða, hann kostar400 kr. og fæst hjá umboðsmönnum
um allt land. Upplýsingar um næsta umboðsmann í síma (91) 22150.
Vertu með þar sem möguleikarnir eru mestir.