Dagur - 04.01.1989, Page 5

Dagur - 04.01.1989, Page 5
4. janúar 1989 - DAGUR - 5 lesendahornið Háreysti í SjaUanum á gamlárskvöld „Ég var ein þeirra mörgu sem lagði leið sína í Sjallann á nýárs- nótt, enda tilvalið að fagna nýju ári með því að skella sér á ball. Þegar ég kom í Sjallann upp úr miðnætti var þegar komin nokk- ur biðröð, en þar sem ég hafði keypt miða í forsölu komst ég strax inn. Mér og félögum mínum til mikillar ánægju fengum við borð á ágætum stað og hugðumst nú eiga ánægjulegt kvöld saman. En það fór nokkuð á annan veg. Því þótt skemmtunin væri að flestu leyti vel skipulögð af hálfu þeirra Sjallamanna varð eitt atriði til þess að eyðileggja skemmtunina fyrir okkur. Það var hreint ótrú- legur hávaði frá discoteki hússins, en svo hátt var stillt að borðin niðri í salnum nötruðu. Yfirleitt er meiri hávaði á efri hæðinni en ég lagði hreinlega ekki í að leggja leið mína þangað þetta kvöld. Ég er sannfærð um að hávað- inn þetta kvöld var langt umfram það sem heimilt er og hollt getur talist heyrn manna. Allavega þótti okkur, sem við borðið sátu, afar óþægilegt að geta ekki talað saman öðruvísi en með því að kallast á. Þegar maður brá sér á dansgólfið fékk maður, líkt og grínarinn í áramótaskaupinu, þessa líka svakalegu hellu fyrir eyrun. Ég skil ekki hvað vakti fyrir starfsmönnum hússins með Hugleiðing um stöðu, stjómun og störf Margt horfir til bóta. Nú eru skólarnir opnari fyrir almenningi en áður var. Því ber að fagna. Um daginn var „foreldravika" í Lundarskóla hér á Akureyri. Ég vona að stjórnendur í Lundar- skóla lesi þennan litla pistil minn með vinsamlegu hugarfari. Það væri gaman að hitta þá síðar. Starfs míns vegna hitti ég oft marga foreldra hér áður fyrr. Þá kom alltaf fram þakklæti í garð kennara fyrir þeirra viðleitni við slæmar aðstæður - aldrei minnst á skólastjórnendur. Ég hef aðeins spurst fyrir um „foreldravikuna". Sama sagan og fyrir tuttugu árum - mesta furða hvað kennarar gera við erfiðar aðstæður - en skólastjórnendur, jú þeir sátu og drukku kaffi, ábyggilega bestu menn, gjarnan bætt við. Þetta má enginn taka sem persónulega árás, aðeins til umhugsunar, safnverðir hafa ábyggilega líka sofið sinn þyrni- rósarsvefn. En er ekki kominn tími til að fólk sitji ekki í valda- stöðum innan ríkisins til æviloka? Þetta mál er nú til umræðu í ríkisstjórn og vona ég að þar fái það farsæla lausn, öllum landslýð til farsældar, því að svona mál snerta alla. Þá mega safnverðir og skólastjórar ekki gleymast. Að lokum. Mér finnst nýja ríkisstjórnin gefa fyrirheit um betri tíma. Það þarf sannarlega að draga úr þenslu, lækka vexti og jafna kjörin gegnum m.a. skattakerfið. Með þökk fyrir birtinguna, J. Ólafsson, fyrrv.safnv. Yndisleg stund á Hlíð Laufey hringdi og vildi koma á framfæri þökkum til þeirra sem komu og skemmtu gamla fólkinu á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri um hátíðirnar. „Séra Þórhallur Höskuldsson kom hingað og prédikaði á aðfangadag og barnakór undir- stjórn Birgis Helgasonar söng. Þetta var alveg yndisleg stund og mikill ánægjuauki fyrir okkur sem hér dveljum. Á gamlársdag komu síðan Geysismenn í heimsókn og séra Birgir Snæbjörnsson prédikaði. Svona heimsóknir eru ómetan- legar fyrir okkur vistfólkið. Hlíð er stór stofnun og hér er mikið af fjörgömlu fólki. Sumir fá mjög fáar heimsóknir og eru því mjög einmana. Stundir sem þessar eru því ómetanlegar og garnla fólkið talar um þær lengi á eftir. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum sem hlut áttu að máli innilega fyr- ir þetta lofsverða framtak.“ því að hafa hávaðann svo mikinn sem raun bar vitni. Ekki nema þeir hafi skilið það sem svo að hið sérstaka álag sem var á verði allra veitinga þetta kvöld hafi einnig átt að leggjast á decibila- styrkinn í diskótekinu! Nær allir sem ég talaði við þetta kvöld kvörtuðu yfir hávað- anum en þrátt fyrir tilmæli til starfsmanna fékkst hann ekki minnkaður. Ég harma þetta og vona að forráðamenn hússins taki kvörtun mína til athugunar. Að öðru leyti var ég mjög ánægð með áramótadansleikinn í Sjall- anum en því miður eyðilagði há- reystin ansi mikið. Því verður ekki neitað." Sjallagestur Þakkir til Birgis Helgasonar Kirkjugestur skrifar: „Mig langar til að koma á framfæri innilegu þakklæti til Birgis Helgasonar og barnakórs undir hans stjórn sem hefur kom- ið fram um jólin í Akureyrar- kirkju og Dvalarheimilinu Hlíð. Birgir hefur um árabil glatt hjört- un um jólin með kórum sínum úr Barnaskóla Akureyrar, en að þessu sinni var kórinn þó blandaður úr nokkrum skólum, eftir því sem ég hef fregnað. Það er erfitt starf og vanda- samt að þjálfa kóra, einkum barnakóra. Þetta starf hefur Birgir rækt með miklum sóma um áraraðir og skulu honum færðar þakkir fyrir það. Ég veit að ég mæli fyrir munn margra Akureyringa þegar ég segi að það er mér dýrmætur hluti jólanna að fara á Lúsíuhátíð Karlakórs Akureyrar í Akureyrarkirkju. Karlakórinn hefur alla tíð verið bænum til sóma og stendur sig alltaf vel en hjartnæmur söngur barnakórsins færir okkur nær jól- unum.“ Lesendur! Skrifið eða hringið Athygli lesenda skal vakin á því að lesendahornið er kjör- inn vettvangur fyrir þá sem vilja tjá hug sinn um einstök málefni, lofa eða lasta eftir atvikum. Bréf þurfa ekki að vera vélrit- uð, en nafn, nafnnúmer/ kennitala og heimilisfang verður að fylgja öllu efni til þáttarins, þó svo höfundur óski nafnleyndar. Skrifið eða hringið. Utanáskriftin er: Dagur, Strandgötu 31, Póst- hólf 58, Akureyri. Síminn er 96-24222. Einnig er tekið á móti lescndabréfum á skrif- stofum Dags á Blönduósi, Húsavík, Reykjavík og Sauð- árkróki. Stórkostleg útsala hef st í dag ★ Peysur ★ Pils ★ Bolir ★ Blússur ★ Kjóiar og fleira. Allt að 50% afsláttur Nú er tækifærið WVersl“nin aðgera M'WUHog góð kaup. / iann Sunnuhlíð 12, sími 22484. /-----------------------------\ Skrifstofutækni Eitthvað fyrír þig? Námskeið í skrifstofutækni hefst 9. janúar. Nánari upplýsingar veittar í síma 27899. Tölvufræðslan Akureyri hf. Glerárgötu 34. V______________________________/ Bílaeigendur! Janúartilboð frá stillingaverkstæði 10% afsláttur af öllum hjóla- og mótorstillingum í janúar - Bæði af efni og vinnu. Sækjum - Sendum. Möldursf. pantanasími 26915. Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1989. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúru verndar á vegum Náttúru verndar- ráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menning- arverðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem getið er i liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.“ Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarirestur er til og með 24. febrúar 1989. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplysingar gefur ritari sjóðsstjórnar, Sveinbjörn Hafliðason i síma (91) 699600. Reykjavík, 28. desember 1988 ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.