Dagur - 04.01.1989, Síða 6

Dagur - 04.01.1989, Síða 6
6\“ -RAftUB - % j^nú^r ,1989 Þrír Yölsungar voru heiðraðir með silfurmerki félagsins. Guðrún Ingólfsdóttir, Sigríður Helgadóttir og Védís Bjarna- dóttir ásamt Sigurgeir Aðalgeirssyni formanni Völsungs. Jólaskemmtun ÍFV: íþróttamaður Húsavíkur og Völsungur ársins heiðraðir Iþróttafélagið Völsungur hélt jólaskemmtun í íþróttahöll- inni á Húsavík sl. miðviku- dagskvöld. Nokkur hundruð börn og unglingar mættu á skemmtunina og þó nokkuð margt fullorðið fólk. Fleiri hefðu þó alveg mátt láta sjá sig á áhorfendapöllunum og mátt koma til að fylgjast með dag- skránni. Það var ánægjuleg kvöldstund sem Húsvíkingar áttu í íþróttahöllinni og ekki spillti glæsileg flugeldasýning Kiwanismanna fyrir, en þeir skutu upp blysum, sólum og stjörnum af skólalóðinni, að lokinni skemmtun í húsinu. Ungt fólk sýndi fimleika á skemmtuninni og komu þar frarn nokkrir mjög efnilegir einstakl- ingar, var þeim klappaö lof í lófa. Að lokinni fimleikasýningu barn- anna voru nokkrir foreldrar kall- aöir upp og beðnir að leika sömu listir á slá og dýnu og börnin höfðu gert. Sýndu sumir þeirra stórkostleg tilþrif við æfingarnar, við geysilegan fögnuð áhorfenda. Jóhannes Sigurjónsson, rit- stjóri Víkurblaðsins, flutti íþrótta- annál ársins sem varð bráðsmell- inn pistill við meðhöndlun höfundar. Samkomugestir sættu sig endanlega við að Völsungar hefðu fallið niður í aðra deild í knattspynunni, þegar Jóhannes gat barið það inn í hausinn á þeim að þetta hefði verið von þar sem svo margir leikmanna fyrstu- deildarliðsins hefðu verið að sunnan. Sigurgeir Aðalgeirsson, for- maður Völsungs lýsti kjöri íþróttamanns Húsavíkur 1988. Fyrir valinu varð Jónas Óskars- son sundkappi. Sagði Sigurgeir að Jónas væri vel að þessum heiðri kominn og hefði sýnt það Bjartmar Guðlaugsson kunni svo sannarlega lagið sem unga fólkið kunni að meta. og sannað með frábærum árangri á Olympíuleikum fatlaðra í Seoul. Þar náði hann öðru sæti í 100 m baksundi og setti tvö íslandsmet, í 400 m skriðsundi og 400 m fjór- sundi. Hann hefði áður unnið til verðlauna á Olympíuleikum fatl- aðra og átt heimsmet í 100 m baksundi. Þetta er í annað sinn sem Jónas er útnefndur íþrótta- maður Húsavíkur. Hann var ekki viðstaddur til að taka við vegleg- um farandbikar sem fylgir þessari vegsemd, Lovísa Skarphéðins- dóttir, eiginkona Jónasar fæddi honum son kvöldið áður og þar sem fjölskyldan býr í Reykjavík var Jónas staddur þar til að bjóða soninn velkominn í heiminn. Foreldrar Jónasar, Alda Guð- mundsdóttir og Óskar Guð- mundsson tóku við bikarnum fyr- ir hans hönd. Völsungur ársins var valinn íþróttamaður Húsavíkur 1988 heiðraður, foreldrar Jónasar, Alda Guð- mundsdóttir og Óskar Guðmundsson, taka við bikarnum fyrir hans hönd. Myndir: IM Alda og Óskar, stoltir foreldrar Jónasar sundkappa, íþróttamanns Húsavík- ur 1988. Og svo vildu foreldrarnir líka fá að sýna færni sína. Bjarnadóttir. „Völsungur þakkar þeim fyrir góð störf og stuðning í þágu félagsins,“ sagði Sigurgeir m.a. við afhendinguna. Nú ruddust jólasveinar í salinn og sýndu mikil tilþrif í fótbolta- leik við hóp fólks í skíðagöllum. Leikur grunur á að dómari leiks- ins hafi aldrei heyrt baun í bala um reglur í innanhússknattspymu. Að jólasveinaleiknum loknum fengu áhorfendur að sjá alvöru- handbolta hjá ungum Völsung- um. Þegar Ingólfur Freysson til- kynnti komu Bjartmars Guð- laugssonar á sviðið brutust út mikil fagnaðarlæti. Allir sem voru yngri en sex ára fengu að koma og setjast við fætur uppá- haldssöngvarans síns og þarna var greinilega kominn maður unga fólksins með lögin sem unga fólkið vildi heyra, stemmningin var meiriháttar. Og að söng Bjartmars loknum varð stemmn- ingin baksviðs eins og í gamalli amerískri Prestleymynd, þegar fjöldi af ungum húsvískum döm- um flykktist að til að fá eigin- handaráritun söngvarans. IM Ungar dömur sýndu fimleika. öðru sinni, hlýtur hann farand- bikar sem íþróttasamband íslands gaf til minningar um Hallmar Frey Bjarnason, fyrrver- andi formann Völsungs. Bikarinn er veittur Völsungi á aldrinum 15-18 ára fyrir framúrskarandi félagsstarf og ástundun í íþrótt- um. Það var Róbert R. Skarp- héðinsson sem hlaut bikarinn að þessu sinni og afhenti Sigurgeir hann. Þrír Völsungar voru heiðraðir með silfurmerki félagsins. Það voru Guðrún Ingólfsdóttir, Sig- ríður Helgadóttir og Védís

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.