Dagur - 25.02.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 25.02.1989, Blaðsíða 1
TEKJUBRÉF KJARABRÉF FJARMAL PlN SÉRGREIN OKKAR FJARFESTINGARFELAGIDi Ráðhústorgi 3, Akureyri Fegurðardísirnar sem taka þátt í keppninni um ungfrú Norðurland. í aftari röð frá vinstri eru Ásta Birgisdóttir og Ásta Matthíasdóttir. Fremri röð frá vinstri: Brynja Viðarsdóttir, Þórunn Guðlaugsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir og Steinunn Geirsdóttir. Mynd: n.v Fegurðardrottning Norðurlands krýnd í næstu viku: Útilokað að fá stúlkur utan Akureyrar í keppnina - sex stúlkur keppa um titilinn Fegurðardrottning Norður- lands 1989 verður krýnd í Sjall- anum fimmtudagskvöldið 2. mars nk. en sex keppendur taka þátt í þetta skipti. Að vanda verður mikið um dýrðir þetta kvöld og ekkert til spar- að til þess að gera það sem glæsilegast fyrir keppendur. Stúlkurnar sem taka þátt í keppninni eru Brynja Viðars- dóttir, Steinunn Geirsdóttir, Þór- unn Guðlaugsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir og Ásta Matthías- dóttir, allar 18 ára og Ásta Birgis- dóttir sem er 19 ára. Inga Hafsteinsdóttir fram- kvæmdastjóri Sjallans sagði að erfiðlega hafi gengið að fá stúlkur utan Akureyrar til þess að taka þátt í keppninni. „Leitin hófst í byrjun nóvember og við reyndum allt sem við gátum til þess að fá stúlkur frá nágrannasveitarfé- lögunum, því við ætluðum að hafa ákveðna skiptingu, en allt kom fyrir ekki. Tvær stúlkur frá Húsavík ætluðu að vera með, en gugnuðu þegar til kom. En við erum með úrvalslið núna, allt duglegar stelpur sem leggja sig hart fram.“ Um miðjan janúar hófust æfingar hjá stúlkunum undir stjórn Þorgerðar Kristinsdóttur. Þær sjá að mestu sjálfar um sína líkamsrækt þó Þorgerður gefi þeim heilræði, en æfingarnar sjálfar snúast aðallega um að ganga fallega og ekki síst, að læra að ganga á hælaháum skóm. Inga segir undirbúning sjálfrar hátíðarinnar nú á lokastigi en tók fram að þar sem kvöldið væri stund stúlknanna fyrst og fremst, yrði ekki mikið um hefðbundin skemmtiatriði. „Þetta verður sannakallað Gala-kvöld,“ sagði Inga að lokum. Stúlkurnar sem taka þátt í keppninni verða kynntar nánar í blaðinu í næstu viku. VG Kassadömur „með í maganum“: Vegna plastpokasölunnar sem hefst á miðvikudag - hálfsmánaðarskammtur tveggja stærstu verslana Akureyrar er 45.000 pokar Kaupmenn hefja sölu plast- poka á miövikudag, 1. mars, samkvæmt samningi sem Kaup- mannasamtökin og Landvernd hafa gert sín á milli. Pokarnir verða seldir á fimm krónur stykkið. Sölu plastpokanna átti að hefja strax eftir áramótin, en viðbrögð neytenda voru þá talsvert harkaleg, enda ekki búið að prenta þar til gert Landverndarmerki á pokana og var sölunni því frestað fram að 1. mars. „Við gerum það sem okkur er sagt að gera, og munum selja plastpokana,“ sagði Björg Þórs- dóttir verslunarstjóri í Hrísa- lundi. Björg sagði viðbrögð við- skiptavina verslunarinnar hafa verið mjög sterk og fólk almennt mótfallið því að kaupa innkaupa- pokana. í Hrísalundi eru pantað- ir 10.000 pokar á viku, lágmark og segir Björg að vissulega hafi fólk átt til að bruðla með pokana, þ.e. setja lítið í hvern. Laufey Birgisdóttir í verslun- inni Hagkaup á Akureyri bjóst við að fólki væri jafnilla við að borga pokana nú og þegar það fyrst kom til. „Það verður eflaust allt vitlaust og stúlkurnar við kassana eru með í maganum. Þetta bitnar fyrst og fremst á þeim,“ sagði Laufey. Verslunin pantar hálfsmánaðarlega bretti með 25.000 plastpokum og bjóst Laufey við að notkunin myndi minnka um helming eftir að sala pokanna hefst. Átti Laufey von á að fólk myndi taka fram innkaupatöskur og net í kjölfar pokasölunnar og eins nota pokana sem það hefur keypt oftar. mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.