Dagur - 25.02.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 25.02.1989, Blaðsíða 6
T - fiUOAG - 836 T ibúiUsí .ðS 6 - DAGUR - 25. febrúar 1989 Hjónaband og rauðar rósir Þá sting ég niður penna öðru sinni á þessum vettvangi og ég vona að ég styggi engan með því að byrja á konudeginum sem var hreinasta kvöl. Ekki það að karlinn hafí ekki gefið mér blóm. Hann færði mér bæði blóm og rúnnstykki í rúmið þannig að dagurinn byrjaði bara vel. Að vísu var blómið morandi í lúsum og rúnnstykkið brennt og molnaði niður á lakið. En þetta var vel meint hjá honum. Strákarnir ætluðu líka að vera duglegir og hjálpuðu pabba sínum með kvöldmatinn, en það er best að hlífa ykkur verið frekari lýs- ingum. Þó tók steininn úr þeg- ar yngri sonurinn ætlaði að fara að vaska upp. Þeim hefði verið nær að nota hversdags- diskana, a.m.k. er ódýrara að endurnýja þá! Þannig leið þessi ágæti konudagur og brátt var komið að hápunkti hans. Á dagskrá Stöðvar 2 var framhaldsmynd í tveimur hlutum um konu á uppleið. Nánar tiltekið unga og fagra konu en fátæka sem hatar námueigandann sem var valdur að dauða eiginmanns hennar. Þetta hljómaði mjög vel og í 19:19 hélt Ómar Ragn- arsson ekki vatni yfir þessum stórkostlega vönduðu þáttum sem Stöðin ætlaði að sýna áhorfendum. Ég bjóst því við æsilegum þætti um hina sjálfstæðu nútímakonu á framabraut, konu sem af eigin rammleik brýst til metorða, sannarlega viðeigandi þáttur á konudag- inn. En þvílíkt og annað eins. Gamla karlrembusjónarmiðið var alls ráðandi: Konur komast ekki áfram nema þær selji sig! Þannig giftist unga og fagra konan lömuðum vini sínum fyrir 50 milljónir, stökk frá honum nokkrum vikum seinna til að giftast manni sem átti fleiri milljónir og í seinni hlutanum ætlar hún að giftast hinum hataða námueiganda og koma honum endanlega á kaldan klaka. Þetta er hrein- asti viðbjóður og ég hvet allar konur til að hundsa seinni hlut- ann annað kvöld. Sjálf var ég svo reið að ég henti afruglaran- um. Karlinn klikkaðist, búinn að sitja glottandi yfir þættin- um, tuldrandi um konur sem brjótast áfram af „eigin“ rammleik. Einu sinni voru hjón sem vildu vera önnur hjón. Enn önnur hjón ætluðu að hjálpa þeim til þess að leika önnur hjón. Þá kom í ljós að hjálp- legu hjónin voru getulaus og gátu ekki hjálpað hjónunum sem reyndu samt að vera önn- ur hjón. Hin hjónin vildu ekki láta bendla sig við þessi hjón. Hjónin héldu uppteknum hætti og kynntust yngri hjónum sem voru reyndar bara að leika hjón. Síðan kom stóri úlfurinn en hver er hræddur við hann? Ekki ég. Hér kemur önnur dæmisaga: Einu sinni var maðr, viðræðu- góðr ok fróðr. Hann var feng- inn í blaðaviðtal. í því var hann spurður um áhugamálin og þá svaraði hann að bragði: Búðarhnupl. Ég er blátt áfram fíkinn í búðarhnupl. Þegar ég kemst inn í verslun stenst ég ekki mátið og sting inn á mig kartöflumjöli, heslihnetum, handáburði eða hverju öðru sem freistar mín. Ég get samt stundað þetta'í hófi. Sumir lenda í klandri en eg ræð alveg við þetta. Nú er ljóst að búðarhnupl er ólöglegt. Átti blaðið að sleppa því að birta viðtalið eða átti það að segja að þessi viðræðu- góði maður hefði engin áhuga- mál? Auðvitað birti blaðið þetta viðtal. Það er ekki þar með sagt að það sé opinber stefna blaðsins að hvetja fólk til þess að stunda búðarhnupl. Ef einhver segir eitthvað í við- tali sem fólki líkar ekki þá er það verst fyrir hann sjálfan. Ef hann segist stunda ólögleg áhugamál þá er hann auðvitað að grafa sína eigin gröf og blaðið ætti raunar að fá hrós fyrir að svipta hulunni af honum. Við erum oft fljót að dæma aðra án þess að hlusta á neinar mótbárur eða röksemdarfærsl- ur. Þannig dæmdi ég kynsystur mína í þættinum Rauðar rósir án þess að hafa séð seinni hlutann. Þannig var blaðið dæmt fyrir að klippa ekki áhugamál búðarhnuplarans út úr viðtalinu og þannig voru hin hjónin umsvifalaust dæmd vanhæf. Nei, þér skulið eigi aðra dæma. Anna Ýr. Gömlu karlrembulummunni: Konur komast ekki áfram nema þær selji sig, var slett framan í okkur á sjálfan konu- daginn. -J heilsupósturinn /Umsjón: Siguröur Gestsson og Einar Guðmann Einfalt mál - bara spurningin um framboö og eftirspurn á hitaeiningum. Orkan í matnum kemur úr þrem- ur uppsprettum: Kolvetnum, próteini og fitu. Hitaeiningar eru einfaldlega notaðar við að mæla orkuna í þessum fæðutegundum. Þar sem þú hefur mikinn áhuga á að halda þér í góðu formi er nauðsyniegt fyrir þig að sam- ræma hitaeiningaeyðslu og -inn- töku. Nákvæmari útskýring á hitaeiningum er sú að þær eru það magn af efnaorku sem losnar sem hiti þegar fæða er melt. Ein hitaeining jafnast á við þann hita sem þarf til þess að hækka hita- stig eins gramms af vatni um eina gráðu. Orkan sem fæst úr þessum þremur tegundum orkuefna er mismunandi. Kolvetni og prótein gefa um 4 hitaeiningar á hvert gramm, en eitt gramm af fitu gef- ur um 9 hitaeiningar. Þó að margt og mikið hafi ver- ið skrifað um það hvernig hita- einingar virka þá er það í engu samræmi við það hvað það er í raun einfalt hvernig þær virka. Fæðunni sem þú borðar er breytt í glykogen og geymd í vöðvunum til þess að notast til brennslu. Afgangurinn er síðan geymdur í líkamanum í formi fitu. Reyndu að komast að því hversu mörgum hitaeiningum þú brennir dag frá degi og miðaðu hitaeininganeysl- una við það. Þar með ert þú búinn að ná stjórn á líkamsþyngd þinni. Það gerist ekki einfaldara. Líkami þinn er aldrei að gera ekki neitt. Hann er alltaf að endurnýja frumur, viðhalda og byggja upp, auk þess sem ákveð- in orka fer alltaf í öndun og melt- ingu. Grunnorkuþörf er nokkuð sem alltaf er miðað við þegar fundið er út hversu margar hita- einingar hver og einn einstakling- ur þarf á 24 tímum, liggjandi í afslöppun, en þó ekki sofandi. Aldur, kyn, beinastærð, þyngd og virkni hormóna er það sem hefur áhrif á grunnorkuþörfina. Samt sem áður má alhæfa gróf- lega að 20 ára maður þurfi eina hitaeiningu á hverri klukkustund fyrir hvert kíló líkamsþyngdar. Fyrir konu á sama aldri eru það 0,9 hitaeiningar á klukkustund fyrir hvert kíló líkamsþyngdar. Þannig er hægt að nota þessa formúlu til þess að finna áætlaða grunnorkuþörf hitaeininga. En það er síðan allmismunandi eins og menn vita hversu orkufrekt það er sem menn aðhafast. Það hefur verið reiknað út hversu miklu menn brenna við mismun- andi atferli. Til dæmis brennir tvítugur 70 kílóa maður 400 hita- einingum á klukkustund í bad- minton, 990 í maraþonhlaupi, 340 í golfi, 70 sofandi o.s.frv. Þetta eru þó allt saman áætlað- ar tölur en samt má fara nokkuð nærri um daglega brennslu sé vit- að hvað gert er yfir daginn. Það er hægt að auka grunn- orkuþörfina með æfingum. Ný- lega hefur verið sýnt fram á að fólk sem gerir Aerobic-æfingar í 30-45 mínútur við 75% af heild- arþoli, heldur áfram að brenna hitaeiningum í nokkrar klukku- stundir eftir að hætt er að æfa. Auk þessa eykst grunnorkuþörf- in eftir nokkrar vikur við æfingar. Það þýðir að þeir sem æfa reglu- lega hafa hraðari grunnefnaskipti og þurfa því ekki að hafa eins mikið fyrir því að brenna hinni óvinsælu fitu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.